Morgunblaðið - 15.04.1987, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 15.04.1987, Blaðsíða 76
76 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1987 Stefni hærra Sigurjón Sigurðsson er marka- kóngur handknattleiksins í ár. Hann hef ur skorað 133 mörk fyrir Haukana á keppnistíma- bilinu, en hyggst skora fyrir aðra á þvf næsta. Morgunblaöið/Einar Falur • Sigurjón Sigurðsson, markahæsti maður liðins keppnisti'mabils í Haukapeysunni sem hann hyggst leggja á hilluna. „Mamma vill reyndar að ég hendi peysunni því hún er margrifin og tætt, en ég tími þvi ekki.“ Ekki að undra, peysunni fylgir góð minning um 133 mörk. „ÞAÐ var langt liðið á fyrri umferðina þegar ég gerði mér grein fyrir að ég var í ^Jiópi markahæstu manna. En ég fór ekki að stefna að því að verða marka- hæstur fyrr en í lok síðari umferðarinnar og út af fyr- ir sig var það ekki aðalat- riðið. Hins vegar er það vissulega mjög gaman," segir Sigurjón Sigurðsson, markahæsti maður nýaf- staðins keppnistímabils í handknattleik. Sigurjón, sem ieikur með liði Hauka í Hafnarfirði, skoraði 133 mörk, þar af að 38 úr víta- köstum. Næstur honum kom Hannes Leifsson úr Stjörnunni með 124 mörk, þar ef 45 úr vítaköstum og má segja að baráttan um titil markakóngs hafi stað- ið á milli þeirra tveggja eingöngu. En það var tvítugi Samvinnuskóla- neminn úr Hafnarfirðinum sem hafði betur, þó að frækileg framganga hans hafi ekki bjargað Haukun- um frá falli í 2. deild á ný. En hverju þakkar hann öll þessi mörk? „Ég veit varla hverju skal þakka. Að vísu er það staðreynd að ég gegni stóru hlutverk í liðinu, tek til dæmis flest vítaskot, þó að þau séu ekki nema lítill hluti af mörkun- um 133. Það eru alls konar mörk, segir Sigurjón og svarar að bragði spurningunni um hvort einhver mörk séu öðrum fremur minni- stæð. „Mér þótti mjög vænt um að skora 13 mörk í leik gegn FH, þrátt fyrir tap í leiknum. En ég átti fyrstu sex mörkin sem komu og hafði mjög gaman af að skora þau, þurfti að hafa talsvert fyrir þeirn." Hann viðurkennir þó ekki að gamla Hafnarfjarðarstoltið í handknattleiknum ráði því að hann nefni þessi mörk öðrum fremur. Haukar æfðu lítið „Það hefur líka hjálpað mér mik- ið að ég er í talsvert betri þjálfun en flestir aðrir liðsmenn Hau- kanna. Ég hef bæði æft og spilað með unglingalandsliðinu og A- _ 'andsliðinu. Það vegur þungt þegar á það er litið að Haukarnir hafa æft, mér liggur við að segja, skammarlega lítið á þessu keppn- istímabili. Að minnsta kosti allt of lítið fyrir lið sem kemur upp úr 2. deild. Það þarf að æfa mikið meira en hin 1. deildar liðin og byrja fyrr. Það gerðu Blikarnir með góðum árangri. Haukarnir hins vegar skipulögðu sig ekki nógu vel og ákváðu í upp- hafi að æft yrði þrisvar í viku, sem var alls ekki nóg. Því til viðbótar kom svo að ein þessara þriggja æfinga er í íþróttahúsinu við Strandgötu á þannig tíma að hún fellur oft niður vegna leikja i hús- inu. Það er ekki hægt að kenna neinu einu um að liðið fellur aftur í 2. deild, en það spilar margt inn í. Skipulagsleysi, aðstöðuleysi og í beinu framhaldi úthaldsleysi, liðið hefur stundum tapað leikjum á síðustu mínútum vegna þess. Svo höfum við verið að gefa frá okkur • Stefnt með boltann í mark. stig, sem eftir á eru mjög dýr- mæt. Eins misstum við góðan leikmann þegar Snorri Leifsson fór til Noregs. Hann var mín besta stoð og blómstraði oftast þegar ég var tekin úr umferð." Sigurjón segist ekki hafa áhuga á að leika aftur í 2. deild, eins og hann gerði með Haukunum á árun- um 1984-85 og 1985-86, en á þeim keppnistímabilum var hann Morgunblaöiö/Þorkell Sigurjón Sigurðsson Sigurjón er Hafnfirðingur, fæddur 1. október 1966. Hann er 1.87 meter á hæð. Byrjaði í íþróttum sjö ára gamall í Haukum. Æfði framan af handknatt- leik, knattspymu og körfubolta, en hefur haldið sig við handknattleikinn á seinni árum. Frá 1985 hefur hann æft og spilað með unglingalandsliðinu, auk þess sem hann æfði með A-landsliðinu til lokaundirbúnings Ólympíuleikanna 1984. Hann á fjóra skráða leiki með A-landsliðinu. við nám í Samvinnuskólanum á Bifröst og gat ekki æft með liðinu, en spilaði hins vegar með því. Reyndar hefur hann ekki komið nálægt einu öðru félagsliði í gegn- um tíðina. Alltaf í Haukum „Ég byrjaði sjö ára í Haukunum og var eins og flestir sem byrja snemma í íþróttum, i handknatt- leik, knattspyrnu og körfubolta. Hætti snemma í knattspyrnunni, en sagði síðar skilið við körfuna, enda alltaf fundist körfubolti skemmtileg íþrótt. En ég var ekki hár í loftinu þeg- ar góðir menn fóru að kenna mér reglurnar í handknattleiknum, m.a. Gunnar Einarsson, sem starfaði hjá fyrirtæki föður míns á þeim árum. Við spilum saman í dag og Gunnar er einn alskemmtilegasti markmaður sem ég hef spilað með. Það er ekki síst vegna góðra manna á borð við hann og fleiri félaga sem mér þykir mjög erfitt að skilja við liðið og félagið sem hefur alið mig upp í íþróttum," segir Sigurjón, en hann hefur ákveðið að skipta um lið fyrir kom- andi keppnistimabil. Ætlaði reynd- ar að gera slíkt fyrir ári síðan, en hætti við. Núna er hann þó ákveðinn að leggja Haukapeysuna á hillina, en hvernig sú kemur til með að líta út sem hann klæðist næst er óvíst enn. „Ég bara veit ekki fyrir víst núna með hvaða liði ég kem til með að spila á næsta ári, en ég stefni á að fara í jafnara lið og það eru ekki nema kannski þrjú sem koma til greina. Síðan er heldur ekki loku fyrir það skotið að ég spili með liði erlendis, en það er jafn óvíst. Þetta kemur allt í Ijós síðar í þessum mánuði. Reiöubúinn að leggja talsvert á mig „Þetta er fyrst og fremst spurn- ing um annars vegar hvað er best fyrir mann sjálfan sem einstakling og hins vegar fyrir félagið. Spurn- ing sem verður að vega og meta. Ég held að ég geti komist lengra sem leikmaður annars staðar og á meðan ég finn að ég get bætt mig og er laus við öll meiriháttar meiðsli, sem ég hef sloppið við, þá er ég reiðubúinn til að leggja talsvert á mig fyrir handknattleik- inn. Það er ástæðan fyrir því að ég ætla að skipta um lið. Svo gæti ég allt eins hugsað mér að spila í einhver ár erlendis, svo framarlega sem ég gæti þá stund- að framhaldsnám með því." Aðspurður um hvort að þarna sé á ferðinni einleikari, svonefndur „sólóisti" í íþróttum, kinkar við- mælandi kolli og segist hafa viðurkennt það áður og geri enn, að í Haukaliðinu sé hann svolítill einleikari. „Það gildir þó bara fyrir Haukana. í unglingalandsliðinu er ég engu meiri einleikari en hver annar, enda er þar um að ræða allt annan bolta og jafnara lið. Við erum sex í sókninni og allir ámóta sprækir. Haukarnir spila lítið kerfisbund- inn bolta, en í unglingalandsliðinu er spilaður mjög kerfisbundinn bolti og liðsmennirnir eru jafnari. Mér þykir mjög gott að spila í þeim hópi sem þar er og þó að ég reyni nú alltaf að gera mitt besta, þá kannski reyni ég það enn meira hjá Viggó Sigurðssyni, þjálfara unglingalandsliðsins. Ég tek a.m.k. ekki eins mikla áhættu og ég kannski geri með Haukunum." Eins og þegar er ,komiö\fram er Sigurjón í námi og hyggst h'alda því áfram. Hann segir því lítinn tíma vera eftir fyrir aðra hluti en handknattleikinn og námið, þar með taldar aðrar íþróttir. „Ég var í körfuboltaliöi skólans þar til i vetur og æfði badminton á Bi- fröst. Langaði til að halda því áfram, en það er enginn tími fyrir aðrar íþróttir en handknattleikinn og hann er bara svo skemmtileg- ur. Sem slíkur er hann spennandi, hraður og menn verða að vera bæði snöggir að hreyfa sig og fljót- ir að hugsa. Svo er með hann eins og aðrar íþróttir að því meira sem menn geta því skemmtilegra verð- ur að stunda hana. Handknattleikur er stórskemmtilegur Margir skilja þetta ekki og það er eðlilegt ef menn hafa ekkert eða lítið æft og lagt á sig. Nú það er algengt að menn skilji síst af öllu hvað geti verið gaman við að vera í marki og láta dúndra á sig úr öllum áttum. Ég hef sjálfur spilað í marki og það var ekki síður góð tilfinning en að vera úti á vellinum. Handknattleikur er stórskemmti- legur og þegar hægt er að bæta sig og stefna hærra þá er hann vissulega þess virði að leggja tals- vert á sig. Það ætla ég að gera."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.