Morgunblaðið - 23.04.1987, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.04.1987, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1987 Morgunblaðið/Einar Falur Jóhann Pétur Sveinsson lögfæðingur er einn þeirra sem kýs í Há- túni 12. Undirbúningfur kosninganna: Kjördeild fyrir fatlaða í Hátúni Skemmtun í Njálsbúð: Fjórir menn réðust á Árna Johnsen þingmann Menn úr klappliði Framsóknarflokksins, segir Árni ÁRNI Johnsen, alþingismaður og þriðji maður á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suður- landskjördæmi, varð fyrir aðkasti fjögurra ungra manna á skemmtun i Njálsbúð á vegum hestamanna miðvikudaginn fyrir páska. Mennirnir réðust hvað eftir annað að Árna með höggum og spörkum, þrátt fyrir að hann bæri ekki hönd fyrir höfuð sér. Guðjón Siguijónsson, dyrarvörur á skemmtuninni, sagði fram- komu þessara manna ljótan blett á samkomunni og svo virtist, sem pólitískur ágreiningur hefði ráð- ið gerðum þeirra. Guðjón Sigutjónsson sagði í sam- tali við Morgunblaðið, að Ami hefði komið þama með félögum sínum til að skemmta sér og ekki á nokk- um hátt unnið til þess að verða fyrir aðkasti þessara manna. Þetta hefðu verið einhverjir pörupiltar, hlynntir öðrum stjórnmálaflokki en Árni og það virtist hafa gert gæfu- muninn. Árni hefði sýnt mikla stillingu og ekki tekið á móti þeim, eins og þeir virtust helzt hafa ósk- að. Guðjón sagði, að fólki hefði fallið þetta illa og reynt að koma í veg fyrir ofsóknir þessar. „Ég leit inn á samkomu í Njáls- búð síðastliðið miðvikudagskvöld," sagði Ámi í samtali við Morgun- blaðið, „ásamt nokkrum félögum mínum frá Hvolsvelli. Fljótlega fóru nokkrir ungir menn að abbast upp á mig, dangla í mig og hrinda, en ég leiddi það hjá mér. Eg þekki þessa menn ekki að öðm leyti en því, að ég kannaðist við einhvetja þeirra úr klappliði Framsóknar- flokksins á sameiginlegum fundum allra flokka í Suðurlandskjördæmi að undanfömu. Ágengni þeirra óx smán saman, þeir helltu yfir mig víni, spörkuðu og slógu og í eitt skiptið réðust þeir flórir að mér og hertu að hálsi mér með hálsbindinu unz það slitn- aði. í hvert skipti, sem þeir réðust að mér, kom fólk til varnar, en þeir létu sér ekki segjast. Þeir hafa ugglaust viljað fá mig til að tusk- ast við sig, blessaðir mennimir, en Heimaklettur haggast ekki við svona fikt, þó fast hafi verið slegið. Það er í raun skárra að svona menn skeyti skapi sínu á mér en ein- hveijum veikbyggðari," sagði Árni Johnsen. „Aðstaða fyrir hreyfihamlaða vegna kosninganna hefur verið í Hátúni 12 í mörg ár og til að flýta fyrir atkvæðagreiðlsu vilj- um við beina þeim tilmælum til þeirra sem hyggjast kjósa þar, að þeir verði búnir að afla sér heimildar til þess,“ sagði Ellen Snorrason forstöðumaður Mann- talsskrifstofu Reykjavíkur. Ellen sagði að oft tefðust kosn- ingar vegna þess að afla þyrfti heimildar fyrir kjósendur. Það tæki oft langan tíma og gæti verið baga- legt fyrir þá sem heilsu sinnar vegna ættu erfitt með að bíða. Kjós- endur sem kjósa í Hátúni 12, þurfa að afsala sér kosningarétti á uppr- unalegum kjörstað. Heimildarinnar er aflað með því að hringja í síma 29709 um klukkustund áður en farið er á kjörstað í Hátúni 12, til að flýta fyrir kosningu. Fylgi stj órnmálaf lokkanna: Litlar breytingar í könnun DV LITAR breytingar hafa orðið á fylgi stjórnmálaflokkanna að undanförnu ef tekið er mið af könnun DV, sem birt var I gær, og hún borin saman við könnun sem blaðið birti iyrir um tíu dög- um. Samkvæmt könnun blaðsins nýt- ur Alþýðuflokkurinn stuðnings 15% kjósenda, sem afstöðu hafa tekið, en hafði 14,3%, Framsóknarflokk- urinn 16,4% (17,2%), Sjálfstæðis- flokkurinn 31,4% (30,9%), Alþýðubandalágið 12,7% (12,9%), Samtök um kvennalista 8,6% (9,5%) og Borgaraflokkurinn 12,1% (11,7%). Bandalag jafnaðarmanna nýtur stuðnings 0% kjósenda (0%), Flokkur mannsins 0,7% (1,1%) og íjóðarflokkurinn 2,0% (1,4%). Listi Stefáns Valgeirssonar í Norður- landskjördæmi eystra nýtur stuðn- ings 1,2% kjósenda (0,9%). Úrtakið í könnun DV, sem fram- kvæmd var að kvöldi þriðjudags, var 1.200 manns. Jafnt var skipt á milli Stór-Reykjavíkursvæðisins og landsbyggðarinnar. Spurt var: Hvaða lista mundir þú kjósa ef þingkosningar færu fram nú? Þátt- takendur í könnuninni sem voru óákveðnir voru 27,2% og þeir sem vildu ekki svara voru 10,7%. Formannahringborðið: Lokaslagnr kosninga- baráttunnar í sjón- varpinu annað kvöld LOKASLAGUR kosningabarát- tunnar verður háður í ríkissjón- varpinu annað kvöld, föstudags- kvöld. Til leiks mæta formenn og talsmenn þeirra sjö flokka, sem bjóða fram í öllum kjördæm- um. Ingvi Hrafn Jónsson stjómar Formannahringborðinu og hefst þátturinn kl. 20.50, strax að lokn- um fréttum, og stendur í tæpa tvo tíma. Þátturinn hefst með því að formenn flokkanna fá eina mínútu í framsögu til að fjalla um helstu mál kosningabaráttunnar og verður dregið um röð þátttakenda. Þá taka við 70 til 80 mínútna umræður þar sem hveijum þátttakanda eru _ætl- aðar um það bil 10 mínútur. í lok þáttarins fá formenn flokkanna síðan eina mínútu til að segja nokk- ur lokaorð og þá í öfugri röð frá því sem var í upphafi þáttarins. Þátttakendur verða Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðis- flokksins, Albert Guðmundsson Borgaraflokki, Jón Baldvin Hannib- alsson formaður Alþýðuflokksins, Steingrímur Hermannsson formað- ur Framsóknarflokksins, Svavar Gestsson formaður Alþýðubanda- lagsins, Guðrún Agnarsdóttir fyrir hönd Samtaka um kvennalista og Pétur Guðjónsson formaður Flokks mannsins. Kosið í nýjum Reykhólahreppi ^ Miðhúsum, Reykhólasveit. Á sameiginlegum fundi hrepps- Kosningar til hreppsnefndar nefnda Austur-Barðastrandar- hins nýja hrepps fara fram 20. sýslu, sem haldinn var annan júní og 4. júlí verða hreppamir páskadag á Reykhólum, var sameinaðir formlega. samþykkt að hinn nýi samein- Á þennan fund mætti Jóhann aði hreppur skuli bera nafnið G. Bjamason frá fjórðungssam- Reykhólahreppur. bandi Vestfjarða. _ Sveinn Kannanir o g kosmngaúrslit Viku fyrir alþingiskosningamar 1983 naut Sjálfstæðisflokkur- inn stuðnings um 45% kjósenda samkvæmt könnun sem Hagvangur gerði fyrir Morgunblaðið. I könnun DV um sama leyti var fylgi flokks- ins 41%. í samræmi við þetta var álitið að flokkurinn kynni að fá allt að 26 þingmenn kjöma. Þegar talið var upp úr kjörkössunum kom í ljós að Sjálfstæðisflokkurinn hafði hlot- ið 38,7% atkvæða og 23 þingmenn Iqoma. Þama munaði vemlega á fylgi flokksins í skoðanakönnunum annars vegar og kosningum hins vegar. Niðurstöður fyrmefndra kann- ana bentu ennfremur til þess að Alþýðuflokkurinn fengi 7,3% fylgi. í reynd fékk hann hann 11,7% at- kvæða. Fylgi Framsóknarflokksins í könnununum var á bilinu 16,8% til 17,9% en í reynd 18,5%. Fylgi Bandalags jafnaðarmanna var mælt 9,9% til 10,9% en í reynd 7,3%. Þá var fylgi Alþýðubandalagsins í könnununum frá 13,1% til 15% en í reynd 17,3%. Loks var fylgi Kvennalistans mælt 7,2% en varð í reynd 5,5%. Munur af þessu tagi milli skoð- anakannana annars vegar og úrslita kosninga hins vegar þarf ekki að koma á óvart. Að sönnu geta niður- stöður kannana á fylgi flokka stundum farið býsna nærri úrslitum kosninga, einkum ef þær em gerðar stuttu fyrir kjördag. En niðurstöður kannana em þó ekki formleg kosn- ingaspá. Eins geta viðhorf kjósenda breyst á skömmum tíma eða óá- kveðnir kjósendur raðað sér á flokka í öðmm hlutföllum en um- sjónarménn skoðanakannana ætla. Nú hafa kannanir á fylgi stjóm- málaflokkanna hér á landi verið gerðar um nokkurt árabil. Þeir sem rýna í niðurstöðumar skömmu fyrir kosningar og bera þær saman við úrslitin sjá að athyglisverð regla virðist gilda í flestum tilvikum. Fylgi Sjálfstæðisflokksins og nýrra framboða (sem á annað borð hafa fengið einhvem hljómgmnn) er mun meira í könnunum en kosning- um. Fylgi Alþýðubandalagsins og Framsóknarflokks er aftur á móti mun minna í könnunum en kosning- um. Dæmið sem ég tók af niður- stöðum kannana Hagvangs og DV 1983 sýnir þetta svart á hvítu. X í FYRRAKVÖLD vomm við Har- aldur Ólafsson dósent að reyna að svara því í sjónvarpsþætti hjá Ólafi Sigurðssyni fréttamanni . hvort skoðanakannanir hefðu áhrif á það hvemig kjósendur greiddu atkvæði. Ég hallaðist að því að svo gæti verið að einhveiju leyti, einkum þegar í hlut eiga kjósendur sem ekki hafa mjög fastmótaðar skoð- anir á þjóðmálum. Hitt getum við þó ekki vitað - nema spyija hvern og einn kjósanda - með hvaða hætti þessi áhrif em nákvæmlega. Rök- lega séð geta áhrifin verið með ýmsum hætti. Menn kunna að hætta við að styðja flokk sem geng- ur mjög illa í könnunum og velja næst besta kostinn, þar sem ella sé atkvæðinu kastað á glæ. Eða menn veita flokki eða frambjóðanda stuðning, þvert gegn fyrri áform- um, eingöngu vegna þess að hann á í vök að veijast. Óg svo fram- vegis. Varpa má fram þeirri spumingu hvað það sé sem valdi reglunni, sem nefnd var hér að framan, um mis- mun á fylgi ákveðinna flokka í könnunum og kosningum. Er þar um einhveija innbyggða mælingar- skekkju að ræða? Eða eru þar kannski á ferð bein áhrif frá könn- ununum sjálfum? Getur verið að fjöldi kjósenda sem sér t.d. að Sjálf- stæðisflokkurinn hefur þokkalegt fylgi ákveði þess vegna að kjósa annan flokk. Og hið sama gildi - með öfugum formerlqum - um Al- þýðubandalag og Framsóknar- flokk? Ég efast satt að segja um að hægt sé að flnna nokkur mark- tæk svör við þessum spumingum. Vangaveltur um efnið em þar fyrir alls ekki óleyfilegar eða með öllu út í hött, auk þess sem þær geta ver- ið ágæt dægradvöl fyrir fólk - eða atvinnubótavinna fyrir skrafskjóður fjölmiðlanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.