Morgunblaðið - 23.04.1987, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 23.04.1987, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1987 Morgunblaðið/Einar Falur Jóhann Pétur Sveinsson lögfæðingur er einn þeirra sem kýs í Há- túni 12. Undirbúningfur kosninganna: Kjördeild fyrir fatlaða í Hátúni Skemmtun í Njálsbúð: Fjórir menn réðust á Árna Johnsen þingmann Menn úr klappliði Framsóknarflokksins, segir Árni ÁRNI Johnsen, alþingismaður og þriðji maður á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suður- landskjördæmi, varð fyrir aðkasti fjögurra ungra manna á skemmtun i Njálsbúð á vegum hestamanna miðvikudaginn fyrir páska. Mennirnir réðust hvað eftir annað að Árna með höggum og spörkum, þrátt fyrir að hann bæri ekki hönd fyrir höfuð sér. Guðjón Siguijónsson, dyrarvörur á skemmtuninni, sagði fram- komu þessara manna ljótan blett á samkomunni og svo virtist, sem pólitískur ágreiningur hefði ráð- ið gerðum þeirra. Guðjón Sigutjónsson sagði í sam- tali við Morgunblaðið, að Ami hefði komið þama með félögum sínum til að skemmta sér og ekki á nokk- um hátt unnið til þess að verða fyrir aðkasti þessara manna. Þetta hefðu verið einhverjir pörupiltar, hlynntir öðrum stjórnmálaflokki en Árni og það virtist hafa gert gæfu- muninn. Árni hefði sýnt mikla stillingu og ekki tekið á móti þeim, eins og þeir virtust helzt hafa ósk- að. Guðjón sagði, að fólki hefði fallið þetta illa og reynt að koma í veg fyrir ofsóknir þessar. „Ég leit inn á samkomu í Njáls- búð síðastliðið miðvikudagskvöld," sagði Ámi í samtali við Morgun- blaðið, „ásamt nokkrum félögum mínum frá Hvolsvelli. Fljótlega fóru nokkrir ungir menn að abbast upp á mig, dangla í mig og hrinda, en ég leiddi það hjá mér. Eg þekki þessa menn ekki að öðm leyti en því, að ég kannaðist við einhvetja þeirra úr klappliði Framsóknar- flokksins á sameiginlegum fundum allra flokka í Suðurlandskjördæmi að undanfömu. Ágengni þeirra óx smán saman, þeir helltu yfir mig víni, spörkuðu og slógu og í eitt skiptið réðust þeir flórir að mér og hertu að hálsi mér með hálsbindinu unz það slitn- aði. í hvert skipti, sem þeir réðust að mér, kom fólk til varnar, en þeir létu sér ekki segjast. Þeir hafa ugglaust viljað fá mig til að tusk- ast við sig, blessaðir mennimir, en Heimaklettur haggast ekki við svona fikt, þó fast hafi verið slegið. Það er í raun skárra að svona menn skeyti skapi sínu á mér en ein- hveijum veikbyggðari," sagði Árni Johnsen. „Aðstaða fyrir hreyfihamlaða vegna kosninganna hefur verið í Hátúni 12 í mörg ár og til að flýta fyrir atkvæðagreiðlsu vilj- um við beina þeim tilmælum til þeirra sem hyggjast kjósa þar, að þeir verði búnir að afla sér heimildar til þess,“ sagði Ellen Snorrason forstöðumaður Mann- talsskrifstofu Reykjavíkur. Ellen sagði að oft tefðust kosn- ingar vegna þess að afla þyrfti heimildar fyrir kjósendur. Það tæki oft langan tíma og gæti verið baga- legt fyrir þá sem heilsu sinnar vegna ættu erfitt með að bíða. Kjós- endur sem kjósa í Hátúni 12, þurfa að afsala sér kosningarétti á uppr- unalegum kjörstað. Heimildarinnar er aflað með því að hringja í síma 29709 um klukkustund áður en farið er á kjörstað í Hátúni 12, til að flýta fyrir kosningu. Fylgi stj órnmálaf lokkanna: Litlar breytingar í könnun DV LITAR breytingar hafa orðið á fylgi stjórnmálaflokkanna að undanförnu ef tekið er mið af könnun DV, sem birt var I gær, og hún borin saman við könnun sem blaðið birti iyrir um tíu dög- um. Samkvæmt könnun blaðsins nýt- ur Alþýðuflokkurinn stuðnings 15% kjósenda, sem afstöðu hafa tekið, en hafði 14,3%, Framsóknarflokk- urinn 16,4% (17,2%), Sjálfstæðis- flokkurinn 31,4% (30,9%), Alþýðubandalágið 12,7% (12,9%), Samtök um kvennalista 8,6% (9,5%) og Borgaraflokkurinn 12,1% (11,7%). Bandalag jafnaðarmanna nýtur stuðnings 0% kjósenda (0%), Flokkur mannsins 0,7% (1,1%) og íjóðarflokkurinn 2,0% (1,4%). Listi Stefáns Valgeirssonar í Norður- landskjördæmi eystra nýtur stuðn- ings 1,2% kjósenda (0,9%). Úrtakið í könnun DV, sem fram- kvæmd var að kvöldi þriðjudags, var 1.200 manns. Jafnt var skipt á milli Stór-Reykjavíkursvæðisins og landsbyggðarinnar. Spurt var: Hvaða lista mundir þú kjósa ef þingkosningar færu fram nú? Þátt- takendur í könnuninni sem voru óákveðnir voru 27,2% og þeir sem vildu ekki svara voru 10,7%. Formannahringborðið: Lokaslagnr kosninga- baráttunnar í sjón- varpinu annað kvöld LOKASLAGUR kosningabarát- tunnar verður háður í ríkissjón- varpinu annað kvöld, föstudags- kvöld. Til leiks mæta formenn og talsmenn þeirra sjö flokka, sem bjóða fram í öllum kjördæm- um. Ingvi Hrafn Jónsson stjómar Formannahringborðinu og hefst þátturinn kl. 20.50, strax að lokn- um fréttum, og stendur í tæpa tvo tíma. Þátturinn hefst með því að formenn flokkanna fá eina mínútu í framsögu til að fjalla um helstu mál kosningabaráttunnar og verður dregið um röð þátttakenda. Þá taka við 70 til 80 mínútna umræður þar sem hveijum þátttakanda eru _ætl- aðar um það bil 10 mínútur. í lok þáttarins fá formenn flokkanna síðan eina mínútu til að segja nokk- ur lokaorð og þá í öfugri röð frá því sem var í upphafi þáttarins. Þátttakendur verða Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðis- flokksins, Albert Guðmundsson Borgaraflokki, Jón Baldvin Hannib- alsson formaður Alþýðuflokksins, Steingrímur Hermannsson formað- ur Framsóknarflokksins, Svavar Gestsson formaður Alþýðubanda- lagsins, Guðrún Agnarsdóttir fyrir hönd Samtaka um kvennalista og Pétur Guðjónsson formaður Flokks mannsins. Kosið í nýjum Reykhólahreppi ^ Miðhúsum, Reykhólasveit. Á sameiginlegum fundi hrepps- Kosningar til hreppsnefndar nefnda Austur-Barðastrandar- hins nýja hrepps fara fram 20. sýslu, sem haldinn var annan júní og 4. júlí verða hreppamir páskadag á Reykhólum, var sameinaðir formlega. samþykkt að hinn nýi samein- Á þennan fund mætti Jóhann aði hreppur skuli bera nafnið G. Bjamason frá fjórðungssam- Reykhólahreppur. bandi Vestfjarða. _ Sveinn Kannanir o g kosmngaúrslit Viku fyrir alþingiskosningamar 1983 naut Sjálfstæðisflokkur- inn stuðnings um 45% kjósenda samkvæmt könnun sem Hagvangur gerði fyrir Morgunblaðið. I könnun DV um sama leyti var fylgi flokks- ins 41%. í samræmi við þetta var álitið að flokkurinn kynni að fá allt að 26 þingmenn kjöma. Þegar talið var upp úr kjörkössunum kom í ljós að Sjálfstæðisflokkurinn hafði hlot- ið 38,7% atkvæða og 23 þingmenn Iqoma. Þama munaði vemlega á fylgi flokksins í skoðanakönnunum annars vegar og kosningum hins vegar. Niðurstöður fyrmefndra kann- ana bentu ennfremur til þess að Alþýðuflokkurinn fengi 7,3% fylgi. í reynd fékk hann hann 11,7% at- kvæða. Fylgi Framsóknarflokksins í könnununum var á bilinu 16,8% til 17,9% en í reynd 18,5%. Fylgi Bandalags jafnaðarmanna var mælt 9,9% til 10,9% en í reynd 7,3%. Þá var fylgi Alþýðubandalagsins í könnununum frá 13,1% til 15% en í reynd 17,3%. Loks var fylgi Kvennalistans mælt 7,2% en varð í reynd 5,5%. Munur af þessu tagi milli skoð- anakannana annars vegar og úrslita kosninga hins vegar þarf ekki að koma á óvart. Að sönnu geta niður- stöður kannana á fylgi flokka stundum farið býsna nærri úrslitum kosninga, einkum ef þær em gerðar stuttu fyrir kjördag. En niðurstöður kannana em þó ekki formleg kosn- ingaspá. Eins geta viðhorf kjósenda breyst á skömmum tíma eða óá- kveðnir kjósendur raðað sér á flokka í öðmm hlutföllum en um- sjónarménn skoðanakannana ætla. Nú hafa kannanir á fylgi stjóm- málaflokkanna hér á landi verið gerðar um nokkurt árabil. Þeir sem rýna í niðurstöðumar skömmu fyrir kosningar og bera þær saman við úrslitin sjá að athyglisverð regla virðist gilda í flestum tilvikum. Fylgi Sjálfstæðisflokksins og nýrra framboða (sem á annað borð hafa fengið einhvem hljómgmnn) er mun meira í könnunum en kosning- um. Fylgi Alþýðubandalagsins og Framsóknarflokks er aftur á móti mun minna í könnunum en kosning- um. Dæmið sem ég tók af niður- stöðum kannana Hagvangs og DV 1983 sýnir þetta svart á hvítu. X í FYRRAKVÖLD vomm við Har- aldur Ólafsson dósent að reyna að svara því í sjónvarpsþætti hjá Ólafi Sigurðssyni fréttamanni . hvort skoðanakannanir hefðu áhrif á það hvemig kjósendur greiddu atkvæði. Ég hallaðist að því að svo gæti verið að einhveiju leyti, einkum þegar í hlut eiga kjósendur sem ekki hafa mjög fastmótaðar skoð- anir á þjóðmálum. Hitt getum við þó ekki vitað - nema spyija hvern og einn kjósanda - með hvaða hætti þessi áhrif em nákvæmlega. Rök- lega séð geta áhrifin verið með ýmsum hætti. Menn kunna að hætta við að styðja flokk sem geng- ur mjög illa í könnunum og velja næst besta kostinn, þar sem ella sé atkvæðinu kastað á glæ. Eða menn veita flokki eða frambjóðanda stuðning, þvert gegn fyrri áform- um, eingöngu vegna þess að hann á í vök að veijast. Óg svo fram- vegis. Varpa má fram þeirri spumingu hvað það sé sem valdi reglunni, sem nefnd var hér að framan, um mis- mun á fylgi ákveðinna flokka í könnunum og kosningum. Er þar um einhveija innbyggða mælingar- skekkju að ræða? Eða eru þar kannski á ferð bein áhrif frá könn- ununum sjálfum? Getur verið að fjöldi kjósenda sem sér t.d. að Sjálf- stæðisflokkurinn hefur þokkalegt fylgi ákveði þess vegna að kjósa annan flokk. Og hið sama gildi - með öfugum formerlqum - um Al- þýðubandalag og Framsóknar- flokk? Ég efast satt að segja um að hægt sé að flnna nokkur mark- tæk svör við þessum spumingum. Vangaveltur um efnið em þar fyrir alls ekki óleyfilegar eða með öllu út í hött, auk þess sem þær geta ver- ið ágæt dægradvöl fyrir fólk - eða atvinnubótavinna fyrir skrafskjóður fjölmiðlanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.