Morgunblaðið - 03.05.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.05.1987, Blaðsíða 1
BLAÐ targtmltfiifrffe PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS SUNNUDAGUR S. MAÍ 1987 RÆTT VIÐ ÁSGEIR BJARNASON FYRRUM ALÞINGISMANN Búskap hef ég lengst af séð með annarra augum Ásg-eir Bjarnason Ég- neita því ekki að ég hef valist til ábyrgðar. En ég held að ég hafi ekki verið valinn vegna sérstakra hæf ileika, heldur vegna þess að um mig var betra samkomulag en aðra sem til greina komu. Þannig mælir Asgeir Bjarnason í Asgarði, alþingismaður Dalamanna til fjölda ára og formaður Búnaðarfélagsins þar til í vetur að hann lét af þeim starfa. Þessa hógværu niðurstöðu sína segir hann fram af þeirri hægð sem honum er eiginleg, þó er kímnin ekki iangt undan, hún er honum líka í blóð borin. annski hefur hann tek- ið þessa eiginleika í arf frá föður sínum, bændahöfðingjanum Bjarna Jenssyni í Ás- garði, sem gegndi fjölmörgum trúnaðar- störfum fyrir sína sveit, eða þá frá móður sinni, Salbjörgu Jóneu Ásgeirsdóttur, sem í áratugi sinnti ljósmóðurstörfum þar vestra ásamt með umfangsmiklu og bammörgu heimili sínu. Ásgeir er fæddur 6. september 1914, yngstur 17 systkina. Tíu þeirra komust til fullorðinsára en flest hinna dóu á fyrsta ári. „Eg var þriðji drengurinn sem foreldr- ar mínir létu heita Ásgeir, það var nafn móðurafa míns, Ásgeirs á Kýrunnarstöð- um. Móðir mín var 44 ára þegar hún átti mig, en systir mín Jóhanna, sem var 23 árum eldri en ég, sinnti mér mest fyrstu árin og þótti mér undur vænt um hana. En svo fór hún að heiman og stofnaði sitt eigið heimili og þá urðu samskipti mín og mömmu nánari. Heimilið í Ásgarði var mannmargt, oft- ast um fimmtán manns í heimili, bæði við systkinin, vinnufólk, húsfólk og gamalt fólk sem var þar þangað til það dó. Eitt þessara gamalmenna var Sesselja Sig- mundsdóttir, bamlaus ekkja, fyrrum húsmóðir í Rauðbarðaholti. Hún kom að Ásgarði gömul kona. Faðir minn hafði átt hjá henni skjól þegar hann var að vaxa upp. Hann missti móður sína ungur dreng- ur og líkaði ekki alltaf við stjúpu sína, Sigríði Daníelsdóttur. Jens afi minn var þrígiftur, pabbi var sonur miðkonu hans, Jóhönnu Jónasdóttur sem ættuð var frá Skógarströnd. Þeim g-etur sést yfir fleira Sesselja þessi hafði tvær tennur, sína í hvorum gómi þegar ég man fyrst eftir henni. Mamma færði henni jafnan kaffi og mola með og þá sagði Setta,,, guð launi þér,“ og svo tók hún sykurmolann og beit hann í sundur með tönnunum tveimur og gaf okkur krökkunum sinn hvorn molann. Mér þótti þétta ekki geðslegt, en þorði þó aldrei að neita. Ég minnist þess að kosningavorið 1923 var Setta komin yfir nírætt og orðin hálf- blind, en ern vel. Pabbi spurði hana hvort hún ætlaði að kjósa. Já, hún sagðist ætla að kjósa. „Hvem ætlar þú að kjósa?" „Ég kýs hann Bjama frá Vogi.“ „Er hann eitthvað betri en hinir" spurði pabbi. „Já, hann heilsaði mér, hinum sást yfir það og þeim getur sést yfír fleira," sagði Setta. Þá hló pabbi, en sú gamla fór á kjör- stað og kaus Bjama frá Vogi og það var hans síðasta kjörtímabil, því hann lést 1926. Setta dó 96 ára gömul árið 1928. Foreldrar mínir og æsku- heimili Móðir mín var hæglát og stjómsöm kona, fyrirhyggjusöm og afburða dugleg enda þurfti hún á því að halda. Hún var ljósmóðir í 40 ár og einu sinni man ég eftir því að hún varð að hverfa til að sitja yfir þegar hún var að skammta jólamat- inn. Mamma var meira upptekin við að sinna heimilinu og gestum sem komu, en okkur krökkunum. Það leið aldrei svo dagur að ekki kæmu gestir. Sigríður Hannesdóttir sýslaði með okkur krakkana og var heimilinu ómetanleg stoð og stytta. Hún var sögufróð þó ekki skilji ég enn hvenær hún hafði tíma til að les og aldrei sá ég hana skipta skapi. Hún var hjá okk- ur til dauðadags en þá var ég tekinn við búskap í Ásgarði. Pabbi var bæði í hreppsnefnd og sýslu- nefnd, hreppstjóri frá árinu 1909 og sparisjóðsstjóri frá 1905. Sparisjóðurinn var fluttur að Ásgarði það ár og var þar þar til Jens bróðir minn, sem tók við af föður mínum, dó, í árslok 1955. Pabbi var í eðli sínu stórbrotinn höfð- ingi, framfarasinnaður og framúrskarandi hjálpsamur. Hann var í stjórn Kaupfélags Hvammsíjarðar í áratugi og formaður þess síðustu nítján árin sem hann lifði. Fjáraflamaður var pabbi mikill og útsjón- armaður og tók að sér að vera uppboðs- haldari og innheimtumaður og þótti líflegur í því starfi. Fólk hafði þá trú að betur seldist ef hann héldi uppboðið. Mamma dó árið 1930. Tveimur árum seinna giftist pabbi ekkjunni Guðrúnu Jó- hannsdóttur og það hjónaband varð bæði honum og heimili hans til heilla. Pabbi dó árið 1942. Fannst skemmtilegra að vinna en læra Ég var latur að læra og það var aldrei tekinn kennari heima nema mánaðartíma fram að fermingu hjá mér. Hins vegar átti Kjartan bróðir minn, sem var nokkrum árum eldri, að kenna mér. Mér fannst það gott því ég réði þeirri kennslu. Ég lærði lítið nema rétt fyrir próf. Þá spurði ég hann um hæstu fjöll og lengstu ár og þess háttar. Mér fannst alltaf skemmti- legra að vera við vinnu en við bóklestur og nám. Mig minnir að ég væri tápmikill krakki í æsku en ég varð fyrir áfalli 13 ára gam- all er ég veiktist og lá heima með 39 stiga hita í sex vikur. Þá stóð til að senda mig á Vífilsstaðahælið, Ámi Árnason héraðs- læknir vildi senda mig suður en faðir minn sagði „Strákurinn getur alveg eins drepist heima", svo ekki varð af því að ég færi neitt. Ymsir læknar voru sóttir og þeirra á meðal Jónas Sveinsson sem þá var læknir á Hvammstanga. Ég held að ég eigi hon-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.