Morgunblaðið - 03.05.1987, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 03.05.1987, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1987 B 13 Þjóðin horfist ekki íaugu við vandann. Hún erbara að reyna að svæfa sjáifa sig. Sjá: TAPAÐ SPIL MEGRUN Átvög’lin komast ekki í feitt ÞEIR, sem láta sig línumar skipta og aukakílóin, munu brátt fá uppfyllta sína heitustu ósk — fitulausa fitu, sem komið getur í staðinn fyrir smjör og smjörlíki. Vísindamenn hjá bandaríska matvælafyrirtækinu Proctor & Gamble eru nú að leggja síðustu hönd á þetta hitaeiningalausa við- bit en það á einnig að verða fullboð- legt í allan venjulegan bakstur. Ifyrstu tilraunir með það á akfeitum Bandaríkjamönnum hafa borið ein- staklega góðan árangur. Sjálfboða- liðamir, sem gáfu sig fram við háskólann í Cincinnati, töpuðu að meðaltali sjö pundum á 20 dögum eftir að hafa látið í sig um 60 grömm af fitulíkinu daglega. Kem- ur þetta fram í grein, sem birtist í tímariti bandarísku læknasamtak- anna. Ekki em samt allir ánægðir með þá framtíðarsýn, að fólk geti troðið sig út og gefið græðginni lausan tauminn án þess að þurfa að hafa af því nokkrar áhyggjur. Dr. Micha- el Jacobson, sem veitir forstöðu neytendasamtökum í Washington, er einn þeirra. „Reynum að ímynda okkur gróða matvælaiðnaðarins ef fólk getur leyft sér að tvöfalda kex- og kökuátið án þess að fitna hið minnsta," sagði hann. Sumum vítamínanna, sem finnast í náttúrulegri fitu, yrði að bæta út í fitulíkið og dr. Jacobson varaði við of mikilli neyslu þess. Sagði hann, að hætt væri við, að mönnum yrði stundum dálítið brátt í brók af þessu klístri. TISKA Sjáðu hvað hún er fín! Hún er í fangafötum TLA mætti, að það væri auðveldasta leiðin til að lenda í klónum á laganna vörðum að bijótast inn í fangelsi til að stela en samt er það svo, að þetta uppá- tæki má kallast „tískuglæpurinn" nú um stundir. Sú hlýtur a.m.k. að vera skýring- in á því, sem gerðist í Sudbury- fangelsinu í Derbyshire í Englandi fyrir skömmu. Tveir ungir menn brutust þá inn í fangelsið úr frels- inu fyrir utan, ólíkt því, sem venjan er, og það, sem fyrir þeim vakti, var að komast yfir tískuklæðnaðinn í ár. Venjuleg fangaföt eru nú orðin hæstmóðins meðal þeirra, sem vilja tolla í tískunni. Ef þau virð- ast vera ekta, komin beint úr tugthúsinu, er leikur einn að fá fyrir þau gott verð og tískuhönnuðir eru jafnvel famir að finna fyrir aukinni eftirspum eftir þessum klæðnaði. „Fangafötin njóta greini- lega mikilla vinsælda, jafnvel éinfaldar skyrtur ganga út eins og heitar lummur," sagði Larry Stones, yfirmaður fang- elsismála í Bretlandi, en hátískan í þessum efnum felst í því, að fötin séu úr hvítri bómull með daufum, bláum röndum. Mennimir tveir, sem brut- ust inn í Sudbury-fangelsið, voru búnir að næla sér í sex skyrtur þegar þeir voru gripnir en fyrir hveija þeirra töldu þeir sig geta fengið um 1.600 ísl. kr. Það fór ekki svo, að þeir tvímenningamir þyrftu sjálf- ir að skrýðast þessum eftir- sótta skrúða. Var öðrum þeirra gert að vinna sveitinni sinni kauplaustí 140 stundir én hinum var sleppt með skilorði. Líklegt er, að mennimir hafí nokkuð ofmetið verð- mæti fatnaðarins. Barry Mcmanus, sem stundar sölu- mennsku á Petticoat Lane- og Kensington-útimarkaðnum í Lon- don, segir, að þótt fangafötin séu vissulega vinsæl sé raunhæfara verð fyrir fangaskyrtumar aðeins 300-400 kr. Auk þess eru fæstar þeirra ættaðar úr fangelsunum. „Sumir fatahönnuðir líkja eftir fangafötunum og það er alltaf til nóg af ungu fólki, sem hefur gaman af því að hneyksla samborgara sína með klæðaburðinum," sagði McManus. - ANDREW MONCUR HVR9 ÞRRF ÉG RÐGERR TlL ÞFSS er flutt í Borgartún 26. Símar 681502 og 681510. il Borgartúni 26. BRAIIT I upphafi var þaö síminn og reikni vélin. Svo birtist ritvélin, Ijósritunarvélar, telex, tölvur og alls kyns dót á skrifborðinu og fleiri vélar og meira dót eiga eftir aö safnast fyrir ásamt aragrúa af leiöbeiningum og upplýsinga- pésum. Nema þú sláir í borðið og kynnir þér WANG tölvur í eitt skipti fyrir öll. Frá sama skjánum færöu aðgang aö WANG ritvinnslukerfi, bókhaldi,WANG-OFFICE, skýrr, gagnabönkum ofl. ofl. eöa í stuttu máli; þá opnast þér leið aö öllu því sem fyrir finnst í tölvuheiminum í dag. Allt á sama staö til að þú getir einbeitt þér aö því að stjórna þróuninni sjálfur í staö þess að elta hana.... ENDANLEG NIÐURSTAÐA <ð> _ cætÚN 8 - SÍMl'- 27500

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.