Morgunblaðið - 03.05.1987, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.05.1987, Blaðsíða 16
16 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1987 Gúrka Hér á landi eru íslenskar gúrkur eins konar vor- eða sumarboði, en þær eru fyrsta gróðurhúsagrænmetið sem við fáum. Nokkrar vikur eru síðan þær komu í verslan- ir og hefur nú þegar orðið mikil verðlækkun á þeim. íslenskar gúrkur eru mjög góðar og lítið um steina í þeim, en það er afbrigðið Tandorex sem aðallega er ræktað hér. Ekki hafa alltaf fengist hér gúrkur en upp úr 1940, þegar Sölufélag garðyrkju- manna var stofnað, kom skriður á ræktun þeirra og nú eru þær stór hluti af gróðurhúsarækt okkar. Flestar gúrkur eru ræktaðar í Biskupstungum, en árlega er ræktunin á öllu landinu um 6—700 tonn. Sáð er til gúrka skömmu fyrir áramót og kemur fyrsta uppskeran um miðjan mars og stendur til miðs október. Gúrkur tilheyra „Squash-fjölskyldunni" sem ég kalla mergjufjölskylduna, en af henni eru t.d. grænmeija (zucchini) sem við þekkjum einna best. Gúrkur eru að miklum hluta vatn eins og svo margt grænmeti, og eru þær mjög hitaeiningasnauðar en ekki mjög næringarríkar. Þó er í þeim talsvert af A- og C- vítamíni. Talið er að gúrkur hafi lækningamátt og eru þær oft notaðar í snyrtivör- ur, aðallega í Frakklandi. Sé gúrku nuddað í húðina gerir það hana hvíta og mjúka og þannig linar hún sviðá af sólbruna og fleiri húðkvilla. Lengi hefur verið talið að gúrkur deyfðu freknur, en það held ég að geti ekki ver- ið satt, ég sannreyndi það á sjálfri mér á yngri árum. Sumir sjóða gúrku, blanda henni saman við haframjöl og nota í andlitsmaska. • Eins og áður sagði eru gúrkur mjög vatnsmiklar. Ef við notum gúrkur í salat, sem við ætlum að láta bíða eitt- hvað, er betra að ná vatninu úr þeim fyrst áður en við setjum þær í salatið. Það er gert með því að skera þær í sneiðar, strá á þær salti og láta renna af þeim á sigti. Saltið dregur vökvann úr. Síðan þarf að skola þær og þerra með eldhúspappír. Við gerum ekki mikið af því að sjóða gúrkur, en gúrkur soðnar með fiski eru mjög góðar og alveg tilvalin megr- unarfæða. Enga feiti þarf með þeim fiski, en gott getur verið að kreista sítrónusafa yfír hann. Gúrkusúpa með sveppum og lauk Handa 5 2 stórar gúrkur 1 lítri vatn > 1—2 kjúklingasúputeningar 6 korianderkom (krydd, má sleppa) 1 tsk. fenugreek (krydd,' má sleppa) 30 gr smjör (2 smápakkar) , 1 meðalstór laukur 2 hvítlauksgeirar 150 g ferskir sveppir nýmalaður pipar nokkur strá graslaukur 2 msk. sýrður ijómi 1. Takið Vs af annarri gúr- kunni frá og geymið. Afhýðið 2/3 hluta hennar ásamt heilli gúrku. Setjið gúrkuna í kvöm (bland- ara). Setjið síðan í pott. 2. Setjið vatnið og kjúklinga- súputeninginn út í. 3. Setið korianderkom og fenu- greek í grisju og bindið fyrir. Setjið síðan út í pottinn. Látið sjóða við hægan hita í 10 mínútur. Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON 4. Hitið helming smjörsins. Afhýðið laukinn og hvítlaukinn og saxið smátt. Setjið út í smjörið og sjóðið við hægan hita í 7 mínút- ur. Gætið þess að þetta brúnist ekki. Setjið síðan saman við Súp- una. 5. Þerrið sveppina (þvoið ekki). Skerið síðan í sneiðar. Hitið hinn hluta smjörsins og sjóðjð sveppina í því í 7 mínútur. Sótjið síðan út í súpuna. ' 6. Skerið V3 hluta gúrkunnar í litla teninga og sdtjið út í súp- una. Látið sjóða upp,- en takið þá súpuna af hitanum og kælið. Lát- ið kólna vel í kæliskáp. 7. Klippið graslaukinn smátt og hrærið út í sýrða rjómann.' 8. Ausið súpunni á diska, setjið ögn af sýrða ijómanum með gras- laúknum á hvern disk. 9. Malið pipar yfir diskana og berið fram. Heilagfiski með gúrku og osti Handa 4 4 stórar sneiðar heilagfiski (stór- lúða) safi úr V3 sítrónu 1 tsk. salt V8tsk. pipar væn grein fersk steinselja eða 4 tsk. þurrkuð 2V2 dl mjólk eða kaffnjómi 2 msk. ijómaostur án bragðefna V3 tsk. salt 1 frekar lítil gúrka 100 g Maribo- eða Óðalsostur 1. Skafið roðið á lúðunni vel, skerið af henni ugga. Raðið sneið- unum á fat. Kreistið safann úr sítrónunni og hellið yfír. Stráið salti og pipar yfir og látið standa í 10 mínútur. 2. Setjið físksneiðamar á eld- fast fat. Stráið steinselju yfír. Hitið bakarofn í 200°C, blásturs- ofn í 180°C. Setjið álpappír yfír fatið og bakið í 20 mínútur. . 3. Afhýðið gúrkuna og skerið í þykkar sneiðar. 4. Hrærið ijómaostinn út með mjólkinni, setjið í pott og setjið gúrkusneiðamar út í. Stráið salti yfír og látið sjóða við hægan hita í 10 mínútur. 5. Takið fatið með fískinum úr ofninum, hellið mjólkinni með gúrkunni yfir fisksneiðamar. 6. Rífið Maribo- eða Óðalsost- inn og stráið yfir. 7. Setjið bakarofninn í glóðar- steikingu eða hækkið hitann um 30°. Setjið físksneiðamar í ofninn og glóðið í 4—5 mínútur. Meðlæti: Soðnar kartöflur og hrá- salat. Gúrkusalat með rækjum og avokado 1 stór gúrka V2 kg rækjur 1 avokadopera, 1 msk. sítrónusafi 1 bikar sýrður ijómi 1 msk. olíusósa 1 tsk. paprikuduft 4 bmður, helst úr grófu mjöli 1. Skerið gúrkuna í þunnar sneiðar. Best er að gera það með ostaskera. Setjið á sigti og látið renna vel af gúrkunni. 2. Afþíðið rækjurnar, setjið á sigti og látið renna vel af þeim. Blandið saman við gúrkusneiðam- ar. ‘ 3. Afhýðið avokadopemna. Takið úr henni steininn og skerið hana í þunnar sneiðar. Hellið sítrónusafa yfír avokadosneiðarn- ar. Setjið í skálina með rækjunum og gúrkunum. 4. Hrærið saman sýrðan ijóma, olíusósu og paprikuduft. Hellið yfír það sem er í skálinni. 5. Bijótið bmðumar í smábita og setjið út í. En þær má ekki setja út í fýrr en um leið og þetta er borið á borð. Meðlæti: Ritz-kex eða annað ós- ætt kex. Fylltar gúrkur ' Handa 4 2 stórar gúrkur V2 kg nautahakk V2 dl brauðrasp 1 lítill laukur 1 egg V2 tsk. salt Vs tsk. pipar V8 tsk. múskat rifínn börkur af V2 sítrónu 1. Afhýðið laukinn og saxið smátt. Setjið hann ásamt hakki, raspi, salti og pipar, múskati og sítrónuberki í hrærivélarskál. 2. Sláið eggið í sundur með gaffli og setjið smám saman út í og hrærið á milli. 3. Afhýðið gúrkuna, kljúfíð síðan langsum og holið miðjuna örlítið út. 4. Mótið 2 rúllur úr kjöthakkinu og setjið í miðju tveggja gúrku- helminga. Leggið hina helming- ana yfír. Vefjið álpappír utan um. Setjið á bökunarplötu. 5. Hitið bakarofninn í 200°C, blástursofn í 180°C. Setjið rúll- umar í ofninn og bakið í 30—40 mínútur. 6. Losið álpappírinn varlega utan af, leggið á fat og skerið í 10—15 sm bita á ská. Meðlæti: tómatsósa eða tómat- chutney, soðin hrísgijón og hrásalat. Gott getur verið að hræra saman sýrðan ijóma, sax- aða tómata og papriku og bera með. TOKUM NU UPP SUMARTIMA: AFGREIÐSLA TRY8S FRÁ 8TIL4 TRYGGING HF LAUGAVEG1178 SÍMI621110

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.