Morgunblaðið - 03.05.1987, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.05.1987, Blaðsíða 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1987 Farfugtamir að koma m* langferð Farfuglarnir eru að koma hver af öðrum úr vorferðinni löngu. Krían sem sést hefur við Suðurströndina mesti ferðalangurinn. Flestir íslensku farfuglanna hafa þó ekki farið lengra en til Bretlandseyja og vesturstrandar meginlands Evrópu, dreifst allt suður til Gíbraltar, sem er raunar ærin leið fyrir lítinn kropp eins og þúfutittlinginn. Sumir halda þó lengra, svo sem spóinn, maríuerlan og steindepillinn, sem halda áfram suður með Vestur-Af ríku og suður til Senegal, eins og margir aðrir Evrópufuglar gera þegar sumri hallar á norðanverðum hnettinum. En krían slær þó alla út í ferðaþolni og heldur áfram til Suður- Afriku, Astralíu og jafnvel hafa kriur sést við ísrönd Suðurskautaslandsins, hvort sem það eru nú kríur af íslandi eða aðrar. A þessari leið leynast margar hættur. Hættur sem fara hraðvaxandi í heimi nútímans, svo að margar fuglategundir eru í útrýmingarhættu. Nýjasta hefti umhverfistímarits Evrópuráðsins Naturopa er helgað farfuglunum, leiðum þeirra og samvinnu þjóða um vemdun á umferðarleiðum og aðferðum til að forða þeim frá útrýmingu. Þar er dregið upp meðfylgjandi kort af leiðum landfuglanna milli Evrópulanda og Afríku. Mjóa línu mætti svo teygja norður til Grænlands og lengja línuna vegna kríunnar suður undir Suðurskautsísinn Lóan er komin að kveða burt snjóinn, syngjum við og fögnum lóunni þegar angurblítt kvak hennar byijar að heyrast snemma í apríl úti við ströndina. Hún er vorboðinn ljúfi og því trúað að hún sé svo veðurglögg að hún finni á sé vorkomuna þar sem hún bíður á Bretlandseyjum og á meginlandi Vestur-Evrópu. Það getur þó brugðist eins og nú þegar páskahretið kem- ur undir apríllok. En kuldi og vosbúð er ekki eina hættan sem lóunni og öðrum far- fuglum er búin þegar þeir koma úr sínu langa og erfíða flugi á varpstöðvamar. Hættuþáttunum fjölgar allan ársins hring og þeir magnast ört á suður-norðurleiðinni nú á dögum með vaxandi mengun, eitur- efnanotkun, síþéttar riðnum rafstrengjanet- um, stækkandi borgum, notkun tilbúins áburðar, fækkun skóga, mýrlendis og gróð- urs með viðeigandi æti á viðkomustöðum, auknum dauðagildrum svo sem skotmönn- um o. fl. Lóan eð „alouettan" þykir til dæmis hnossgæti mikið í Frakklandi og hrossa- gaukurinn er etinn á írlandi og víðar, svo eitthvað sé nefnt. Víðast er þó orðið bannað að bana fuglum yfír varptímann og dýrum meðan ungviðið er að verða sjálfbjarga. Þama koma inn bönn í einstökum löndum og alþjóðasamþykktir, sem eiga þó erfítt uppdráttar og einna mest á íslandi af Evróp- ulöndum. Leiðir landfuglanna milli Evrópulanda og Afríkulanda. Krían heldur áfram um suðurodda Afríku og jafnvel suður úr kortinu. isaá.í#öK'fi5B5fi*8fc

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.