Morgunblaðið - 03.05.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.05.1987, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLABIÐ, SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1987 RÆTT VIÐ ÁSGEIR BJARNASON FYRRUM ALÞINGISMANN um heilsu mína og kannski líf að launa, því eftir að ég fór að taka þau meðul sem hann lagði til fór mér smám saman að batna og var orðinn sæmilega frískur þeg- ar ég fékk mislinga sem ég lá í alllengi. Ég var því hálf vesæll alveg þar til ég fór að stunda sund og leikfimi í Reykholts- skóla. Þá fannst mér ég endurheimta hreystina á ný. Ég fór 17 ára í héraðsskól- ann í Reykholti og var þar í tvo vetur. Ég var ákaflega illa undir námið búinn og þurfti töluvert að leggja að mér til að standast sæmilega próf, en þetta gekk. Ég man að pabbi fékk mér 450 krónur og sagði að þetta yrði að duga. Ég þorði ekki annað en skrifa upp allt sem ég eyddi til þess að ég gæti gert grein fyrir því ef ég þyrfti meira. Annað hefði ekki verið tekið gilt. Til þess kom ekki, peningamir dugðu, en þetta varð til þess að alla tíð síðan hef ég skrifað niður allt sem ég hef eytt svo þetta varð mér til mikils gagns. Varð innlyksa í Noregi Þegar námi lauk í Reykholti hugleiddi ég mikið að læra húsasmíði en fékk hvergi inni hjá neinum meistara enda krepputím- ar þá. Þetta varð til þess að ég fór árið 1935 í Bændaskólann að Hólum í Hjalta- dal og var þar í tvo vetur og lauk þaðan prófí vorið 1937. Síðan var ég heima í eitt ár en fór þá til Noregs og vann þar á bændabýli hjá Edwald Bóassyni í Nytte- dal. Þar var ég fram á haust og fór þá til Statens Smaabrugslæreskole í Aasker og var þar í rúm tvö ár, fyrst við vinnu og svo við nám. Ég útskrifaðist í árslok 1940. Á meðan á þessu stóð var stríðið skoll- ið á og ég varð innlyksa í Noregi. Eftir að skólanum lauk fékk ég vinnu í Volle- bekk. Ég var alltaf að sækja um til þýskra yfírvalda í Noregi að fá að fara til Svíþjóð- ar en fékk jafnan neitun. Maður fann mikið fyrir hemáminu, bæði í viðurgem- ingi og svo var manni bannað að ferðast um landið. Haustið 1941 sótti ég enn um að fara og var þá kallaður til yfirheyrslu á skrifstofu hersins í Osló. Þar yfírheyrði mig eldri Þjóðveiji og ungur norskur mað- ur. Þeir lögðu fyrir mig allmargar spum- ingar og m.a. hvort ég ætlaði mér heim til íslands frá Svíþjóð. Ég svaraði því til að mér væri ekki kunnugt um neinar sam- göngur þar á milli. Hins vegar þyrfti ég að komast til áframhaldandi náms í Svíþjóð. Þá sagði Þjóðveijinn að það væri gott að ég ætlaði ekki til íslands, því Bandaríkjamenn tækju alla menn á mínum aldri í herinn hjá sér. Þetta sagði ég að mér væri ókunnugt um. Þá bauð hann mér að fara til Danmerkur til náms, en ég hafði ekki áhuga á því, Danmörk var hemumin eins og Noregur. Eftir það þeg- ir sá gamli nokkuð lengi og gengur um gólf en segir svo við túlkinn unga, „Skrif- aðu fararleyfí fyrir hann, það á að gilda í tiu daga.“ Ég trúði ekki mínum eigin augum og eyrum. Morguninn eftir fór ég með jámbrautar- Iest frá Osló og létti ekki ferðinni fyrr en í Stokkhólmi. Þar gisti ég fyrstu nóttina á hóteli fyrir fjórar krónur sænskar og þótti dýrt. Daginn eftir fékk Þuríður Finnsdóttir, starfsmaður Sendiráðs íslands mér peninga og sagði mér að búa á pen- sjónati og það væri nóg fyrir mig að borða einu sinni á dag. íslenska sendiráðið var illa statt með peninga þá en lánaði mér þó í bili. Ég fékk svo vinnu fyrst hjá búreikn- ingaskrifstofu og síðan hjá Fræeftirliti ríkisins í Bergshamra. Þar unnu 150 kon- ur og sex karlar, þar var gott að vinna. Þann sjötta desember 1942 var mér til- kynnt að ég gæti komist með flugvél til Skotlands daginn eftir. Flugvélin fór að vísu ekki fyrr en 12. desember en ég komst með og var sá eini í vélinni sem var með löglegt vegabréf. Þegar við lentum í Aa- berdeen var völlurinn umkringdur her- mönnum til að passa að enginn legði á flótta. Farangur okkar var athugaður og jafnvel teknar minnisbækur og þess háttar af okkur. Ég var með hatt sem var heldur stór, svo ég hafði sett klósettpappír undir svitabarðið. Þeir marg gegnumlýstu pappírinn til að athuga hvort hann væri með leyniletri. Ég fór svo til Edinborgar og var þar í tvo daga og hitti þar Sigur- stein Magnússon ræðismann og Hjört Þórarinsson sem þar var við nám. Hann var mér góður leiðsögumaður. Sigursteinn sagði mér að ég myndi fljótlega komast til fslands með fískiskipi frá Vestmanna- eyjum, báturinn átti að fara frá Fleetwood næstu daga. Ég fór þangað og komst með bátnum Snæfelli heim til íslands. Ég var hroðalega sjóveikur. Skipstjórinn, Ingvar Einarsson, sagði að það væri um tvennt að gera, henda mér út fyrir borðstokkinn eða ég léti mér batna. Ég sagði að mér væri hjartanlega sama hvort yrði. Hann hellti þá í mig sterku kjötsoði sem ég ætlaði að gubba en hann tók þá fyrir munninn á mér og skipaði mér að renna því niður. Mig þyrsti mikið af soðinu og þá gaf hann mér enskan bjór og sagðist ekki trúa öðru en nú færi mér að batna. Við komum til Vestmannaeyja á að- fangadag jóla og þar var ég veðurtepptur í fjóra daga. Þegar ég hringdi heim í Ásgarð þagði Jens bróðir minn lengi í samanum, hann trúði varla að ég væri kominn til landsins, þetta voru viðsjárverð- ir tímar. Frá Éyjum komst ég til Reykjavíkur og var þar í nokkra daga og réði mig til starfa hjá Grænmetisverslun ríkisins og átti að byija fljótlega. Tók við búskap í Ásgarði Faðir minn var dáinn þegar þama var komið sögu, dó sumarið áður og þegar ég snéri heim var ekkert ráðið hver tæki við búi í Ásgarði eða hvort selt yrði. Niðurstað- an varð sú að við Jens keyptum jörð og bú af systkinum og stjúpu og ég hætti við að fara suður. Við byijuðum búskap vorið 1943 og tókum þá jafnframt við, samkvæmt samningi við systkini okkar, fímm gamalmennum og einni vanheilli stúlku sem öllu voru heimilisföst í Ás garði. Árið 1945 gifti ég mig Emmu Benediktsdóttur frá Neðri Brunná í Saurbæ. Hún lést árið 1952. Við áttum saman tvo drengi. Tveimur árum seinna kvæntist ég Ingibjörgu Sigurðardóttur frá Akureyri, fæddri að Hvoli í Saurbæ. Sat 29 ár á þingi Nokkru eftir að ég hóf búskap var far- Guttormur V. Þormar afhendir Ásgeiri Bjarnasyni fráfarandi formanni Búnaðarfélags íslands, borð sett austfirskum steinum sem gjöf frá búnaðarþingsfulltrúum. Eiginkona Ásgeirs, Ingibjörg Sigurðardóttir, stendur hjá. velja, ég var auk þess ungur og svo var hitt að ég naut föður míns og Ásgarðs- heimilisins. Einn höfðuandstæðingur minn sagði eitt sinn „Það er það versta við Ásgeir að hann er vinsæll." Eg var ekki þjálfaður í félagsmálum, hvorki í ræðumennsku né skriftum og kannski hef ég alltaf veríð klaufskur í þessum efnum, en á það er ég ekki dóm- bær. Ég sé ekki eftir þeim árum sem ég sat á þingi en ég sé hins vegar eftir því að hafa ekki gert eins mikið gagn í bú- skapnum og ég hefði viljað. Því búskapinn hef ég lengst af séð með annara augum og því ekki setið ættarsetrið sem skyldi. Fjöldskylda mín, kona mín og synir hafa verið uppistaðan í heimilinu. Bjami sonur minn fór í bændaskóla og tók svo við búi í Ásgarði. Hinn sonur minn, Benedikt, fór í langskólanám. Að loknu háskólanámi í Þýskalandi hefur hann unnið í utanríkis- ráðuneytinu og að mestu verið erlendis. Ég fékk þijú þúsund krónur í kaup á mánuði fyrir þingstörfín fyrsta árið sem ég sat á þingi og þá var hægt að velja úr vetrarmönnum fyrir þúsund krónur á mánuði. Þá voru líka í heimilinu tengdafor- eldrar mínir og Jens bróðir minn. En skjótt skipast veður í lofti. Tengdaforeldrar mínir fluttu burtu árið 1955 og Jens dó sama ár. Jafnframt því varð æ erfíðara að fá fólk til að sinna bústörfum auk þess sem það hafði sífellt meiri kostnað í for með sér. Úr þessu rættist þegar Bjami sonur minn og kona hans, Erla Ólafsdóttir, tóku við búskap í Ásgarði um 1970. Þau búa þar enn og eiga þijú böm. Við Ingibjörg byggðum okkur fyrir nokkmm árum elli- heimili" eða „Dalakofa", eins og ein vinkona okkar kallar það, í Ásgarðstúninu og þar ætlum við að eyða ellinni. Vona að byggð haldist sem mest órofin Ég er dálítið smeykur við það að hin mörgu framboð í þingkosningunum núna séu upphafíð að því að fjölga þeim pólitísk- um flokkum í landinu sem hafa veruleg áhrif á þjóðmálin og þar af leiðandi minnki hlutur eldri og stærri fiokka a.m.k. í bili. Ég vona þó að það takist að fá pólitískan meirihluta á Alþingi fyrir því að byggð í landinu haldist sem mest órofín og við getum nýtt landsins gögn og gæði áfram, jafnframt því sem við getum tileinkað okkur allar þær nýjungar sem koma upp á næstu árum og áratugum, til heilla fyr- ir land og þjóð. Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir Ásgeir Bjarnason setur búnaðarþing árið 1982. ið að ræða við mig um hugsanlegt framboð mitt fyrir Framsóknarflokkinn. Ég tók því treglega, ætlaði að vera bóndi fyrst og fremst. En árið 1949 réðust mál þannig að ég bauð mig fram fyrir Framsókn gegn því að ef ég félli færi ég ekki fram á ný en ef ég hins vegar kæmist að þá sæti ég á þingi þar til Dalamenn felldu mig. Þetta varð til þess að ég sat 29 ár á Alþingi, fyrst fyrir Dalamenn og síðan fyrir Vestur- land. Um haustið 1949, nóttina fyrir talningu atkvæða, dreymdi mig að mér fannst ég vera í herbergi sem var ljósblátt yfírlitum og á veggjum stóð talan 78. Ég sagði konunni minnu sálugu að Þorsteinn Þor- steinsson myndi vinna með 78 atkvæða mun. Daginn eftir var talið og niðurstaðan var sú að ég fékk 333 atkvæði en Þor- steinn 322 svo ekki passaði það. Síðan kom ég til þings, sat í neðri deild og dró mér sæti milli Gunnars Thoroddsens og Ásgeirs Ásgeirssorar. Draumur minn barst í tal nokkru seinna og þá sagði Ásgeir.„ Þú situr á þingi til ársins 1978.“ Þetta fannst mér ótrúlegt þá þegar ég hafði svo nauman meirihluta en þetta gekk eftir. Ýmsir höfðu við orð að ég hefði ekki þorað að bjóða mig fram árið 1978 af ótta við að falla, en sannsleikurinn var sá að ég ákvað 1974 að það yrði mitt síðasta framboð til þings. Ég var kosinn á búnað- arþing árið 1950 og í stjóm Búnaðarfélags íslands 1967 og formaður stjómar þess árið 1971 og var það þar til í vetur. Það versta við Ásgeir er að hann er vinsæll Ég er nærri viss um að ég hefði aldrei komið til greina sem þingmannsefni hefði ég ekki farið út. Dalamönnum var hlýtt til mín af því að ég fór út í búskap í hérað- inu enda þótt ég hefði um ýmislegt að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.