Morgunblaðið - 03.05.1987, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.05.1987, Blaðsíða 12
12 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1987 GRÆNAR GRUNDIR Hingað og ekki lengra Arlega leggur Sahara-eyði- mörkin undir sig enn stærra svæði. Hún færist stöðugt suður á bóginn, yfir lönd sem áður voru frjósöm ræktunarlönd í Sahel- héraðinu í norðanverðri Mið-Afríku. Eyðimörkin þokast um 13 metra í suðurátt á ári hveiju. Fíngerður sandurinn þrengir sér hvarvetna inn og gerir jafnvel jeppum með drifi á öllum hjólum erfitt um vik. Það er ekki furða þótt fólk í þessum heims- hluta treysti ekki á aðra farkosti en úlfalda og hesta, sem geta miklu betur aðlagað sig hrjóstrugum skil- yrðum en vélknúin ökutæki. Lífrð í Sahel-héraðinu er linnu- laus barátta við náttúruöflin. í fljótu bragði virðist sem maðurinn sé að bíða lægri hlut. En handan við sand- öldumar eru grænir rindar sem bera vott um að fólkið þama er staðráðið í að rétta hlut sinn gagn- vart ægivaldi náttúrunnar. Meðfram Niayes, sem er 5—10 kílómetra breið strandlengja, hefur maðurinn sigrað eyðimörkina og unnið land úr greipum hennar. Áður fyrr þurftu íbúamir að reisa sér hús á ári hverju vegna þess að sandöldumar eyddu strákofunum jafnharðan. En núna eru grænir og gróskumiklir garðar umhverfis hús- in. Hugmyndin var einföld. Það þurfti að gera skjólbelti til þess að stöðva uppblásturinn og frekari út- þenslu sandsins. Fyrir sjö árum tóku Bandaríkjamenn, Kanada- menn og Sameinuðu þjóðimar höndum saman um að reisa „græn- an vamarvegg" gegn framsókn eyðimerkurinnar. Ráðizt hefur verið í þessar aðgerðir á 183 km svæði frá Dakar til Saint Louis við ósa Senegal-fljóts. I Níger, grannríki Senegals, hef- ur einnig verið ráðizt í svipaðar framkvæmdir. Árangurinn er sá að matvælaframleiðsla hefur aukizt um 20% á skömmum tíma. M’Baiye N’Yang hafði fylgzt með miklum breytingum á landi sínu áður en framkvæmdir hófust þar 1980. Þar höfðu verið blómlegar grænmetisekrur, en þær gáfu stöð- ugt minna af sér og eyðimerkur- sandur barst sífellt inn^yfir landið og lagði það undir sig. Ymsir sam- verkandi þættir höfðu stuðlað að þessari miklu landeyðingu. N’Yang og grannar hans höfðu höggvið nið- ur tré til eldiviðar og þar með höggvið skörð í vamarvegg til mik- illa muna. Þá hafði búpeningi verið beitt óhóflega á viðkvæman gróður og þurrkar, sem geisuðu í sex ár, flýttu fyrir framrás eyðimerkurinn- ar. Nú er aftur orðið blómlegt um að litast í Niayes. Þar hefur verið plantað tijám frá Ástralíu á 200 km belti og þau hafa vaxið hratt og mynda nú góðan skjólvegg. „Dýrin eru jafnvel farin að koma aftur,“ segir Silla Khouna, skóg- fræðingur í Senegal, en hann sér um framkvæmd landnýtingar- áformanna í Kayar í Senegal. „Fyr- ir fimm árum var hér ekkert nema sandur en nú vex hér skógur, eins og sjá má. Dýralífíð verður sífellt Ijölskrúðugra og það má aftur heyra fuglasöng." Hinum megin við skóginn em grænmetisakrar þar sem vaxa gul- rætur, tómatar, ýmsar káltegundir og agúrkur. Fyrir skömmu var eyði- mörkin allsráðandi á þessum LÍF: Ef rétt er unniðgeta vinj- arnar orðið að gróðurlendi. slóðum. Nú er þama ræktað græn- meti í stórum stíl. Alls eru sex þúsund grænmetis- garðar í Niayes, sem njóta skjóls af tijánum, og þar eru framleidd 140 þúsund tonn af grænmeti sem fara á markað í Saint Louis og Dakar. „Eg verð að vökva plöntum- ar mínar mjög oft, að minnsta kosti annan hvem dag,“ segir N’Yang. „En það er ekkert stórmál, því að hér er miklu skjólríkara eftir að trén komu og vatnið gufar ekki eins fljótt upp og áður. Grænmetið þrífst prýðilega núna.“ Öflun vatns er einn liður í land- nýtingaráformunum í Sahel-hérað- inu. Borað hefur verið eftir vatni víða í Niayes og þar em nú þúsund- ir bmnna fyrir fólkið sem þar býr og telur um 30 þúsundir. Til skamms tíma fóm hirðingjar um hémðin og beittu kvikfénaði á beitarlönd. Nú em engin slík beit- arlönd eftir. Þau hafa blásið upp og sandurinn er allsráðandi. Hirð- ingjamir hafa hætt flökkuiífínu og tekið upp fasta búsetu. Þeir keppa nú um jarðnæði við fjölskyldumar, sem búið hafa í Niayes frá fornu fari, en landið þolir ekki þétta byggð vegna þess hve viðkvæmt gróður- farið er. Silla Khouma segir að hér sé um að ræða mikið pólitískt vandamál. „Mér er gert að taka ákvörðun um hveijir búa á svæðunum þar sem landnýtingaráformin em í fram- kvæmd. Og slíkar ákvarðanir er ekki auðvelt að taka því að landið getur ekki alið alla þá, sem vilja lifa af gæðum þess.“ - LARRY JAMES TAPAPÐ SPIL Þegar allt er skárra en raunveru- leikinn LÍBANSKA þjóðin, sundmð og í sámm vegna stanslausrar borgarastyijaldar í 12 ár, gerir hvað hún getur til að gleyma hlutskipti sínu, þessu skelfilega og óskiljan- lega bijálæði. Bardagar á milli trúflokka og pólitískra hreyfinga, innrásir ísra- ela, íhlutun Sýrlendinga, palestí- nskir skæmliðar og aðgerðir Bandaríkjamanna hafa kostað 125.000 manns lífíð frá 13. apríl árið 1975. Ein milljón manna, þriðj- ungur allra íbúanna, hefur orðið að hrökklast frá sínum fyrri heimkynn- um. Allt, sem getur hjálpað fólki til að gleyma, er vel þegið — ofbeldi, óhróður, fjárhættuspil, róandi lyf, sjónvarp, kynlíf, eiturlyf, mynd- bönd, íþróttir, matur, næturklúbbar og venjulegt fjölskyldulíf. Dagblöð og stjómmál skipta æ minna máli. Félagsfræðingurinn Mounir To- ufiq hefur bent á yfirborðsmennsk- una og hættumar, sem geta fylgt viðbrögðum af þessu tagi. „Fjöldinn allur af tískusýningum, sem hundmð þúsunda manna sækja eða fylgjast með í sjónvarpi, er til marks um, að fólk þráir að geta lifað „eðlilegu" lífi og gleymt ógn- um stríðsins," sagði hann. „Með þessu er hins vegar verið að fela þá staðreynd, að þjóðin horfist ekki í augu við vandamálin, hún er bara að reyna að svæfa sjálfa sig. Svona málamyndalausnir koma að engu haldi, innibyrgð örvæntingin brýst að lokum út í nýjum hamförum." Þrátt fyrir síhækkandi verðlag flykkist fólk enn um helgar á næt- urklúbbana, sem em rúmlega 300 talsins og flestir í kristna borgar- hlutanum í Beimt. „Því meira sem gengi líbanska pundsins er fellt, því meira kemur af fólkinu til að dansa,“ sagði einn næturklúbbs- eigandinn. „Kannski vegna þess, að það vill reyna að gleyma ástand- inu um stund." William, sextugur hljóðfæraleik- ari, sagðist verða var við vissa örvæntingu í fari fólksins. „Það dansar á svo móðursýkislegan hátt, að mér finnst stundum sem ég sé staddur á geðveikrahæli," sagði hann. Algengt er að menn noti kynlífíð til að drepa áhyggjunum á dreif, ekki síst þegar menn komast ekki út úr húsi langtímum saman vegna skothríðar og sprengjuregns. Af- leiðingin er að sjálfsögðu sú, að bömunum fjölgar ört og það sama á við um kynsjúkdómana. „Fyrir tveimur ámm vom vændishúsin í Líbanon fleiri en skólamir,“ sagði faðir George Bashar, kaþólskur fé- lagsráðgjafi, „en vegna aukinna áhrifa múhameðskra hreintrúar- manna í Vestur-Beimt og andstöðu kirkjunnar í Austur-Beimt hefur þeim fækkað mikið á báðum stöð- um.“ Dökkhærð, 35 ára gömul vændis- kona getur hins vegar sagt sögu af því hvemig henni tókst að hagn- ast á þörf viðskiptavinanna fyrir útrás og afslöppun. „Starfssystur mínar em flestar álitlegri en ég en þegar ég breytti nafni mínu, hætti að kalla mig „Susie“ og tók upp nafnið „Frið- sæld“, varð ég sú vinsælasta af þeim öllum," sagði hún. Neysla ýmissa eiturlyfja, sem auðvelt er að fá frá hassökrunum og heróínverksmiðjunum í austur- hluta Bekaa-dals, er orðin algeng meðal líbanskra ungmenna, ekki síst stríðsmannanna. „Þau em eina ánægjuuppsprettan í þessu landi,“ sagði tvítugur Líbani, sem ekki vildi segja til nafns. Eldra fólkið hallar sér meira að flöskunni en áður og geðlæknirinn dr. Edward Azouri sagði, að vegna aukins álags og áhyggna mætti finna einhvem í öllum fjölskyldum, sem notaði ró- andi lyf. Taugaálagið kemur einnig fram í óhóflegum reykingum og stór- hættulegum hraðakstri og það er eins og fólk geti ekki lengur talað' saman í rólegheitum. Fyrr en varir snúast hversdagslegar samræður upp í hróp og köll og hávaðarifrildi. „Á kvöldin sit ég úti á svölunum og velti upp í huga mér öllum þeim mestu svívirðingum og blótsyrðum, sem hægt er að ímynda sér, um þá, sem bera ábyrgð á þessu öllu saman. Það er minn háttur við að slaka á,“ sagði Naji Mansour, 45 ára gamall Líbani. Þeim fjölgar stöðugt, sem eiga ekki fyrir biýnustu nauðþurftum, og því ekki að undra þótt rán og gripdeildir færist í vöxt. „Stríðið er búið að kippa grundvellinum undan eðlilegu lífi," sagði Akram, 22 ára gamall Líbani, sem situr í fangelsi fyrir þjófnað. „Ég er reiðu- búinn til að gera hvað sem er til að eignast pínulitla hamingjustund áður en einhver byssukúlan bindur enda á líf mitt.“ - MICHAEL KULI BASL Listin að hjara á pólska vísu IBialystock í Norðaustur-Póllandi er útimarkaðinn (aðallega svart- an) að finna við eina aðalgötuna út úr bænum. Söluborðin skipta mörgum tugum, sum rekin með leyfi stjómvalda og önnur ekki og á milli þeirra reika viðskiptavinim- ir, hundruðum eða jafnvel þúsund- um saman. Karlarnir standa saman í hóp, aðskildir frá konunum. Bærinn, sem byggðist fyrst vegna lagningar jámbrautarinnar á milli Varsjár og Pétursborgar, tilheyrði Rússum í eina tíð og tungumálið, sem íbúam- ir tala, er einhvers konar blanda af rússnesku, litháísku og pólsku. Vörumar, sem karlamir hafa á boðstólum, em t.d. heimagerð stígvél, sem þeir bera í kippum á öxl sér, gamlar Singer-saumavélar, orður úr stríðinu og rússneskar rúblur, mynt og seðlar frá keisara- tímanum. Konumar em aðallega með notuð föt. Mikið er um, að fólk gangi á milli og skoði vaming- inn en minna virðist fara fyrir viðskiptunum. Algengt er, að sölumennimir séu ellilífeyrisþegar. Þeir em sjötti hluti íbúanna og fátækasta fólkið í Póll- andi. Þeir draga fram lífíð á launum, sem em frá þriðjungi og upp í helming venjulegra meðal- launa. í einu hominu beinist áhugi fólksins að 200 g súkkulaðistykki frá Sovétríkjunum. Hvers konar súkkulaði er yfírleitt ófáanlegt í Póllandi nema fólk eigi bam, sem hefur sitt eigið skömmtunarkort, eða einhvem aldraðan ættingja, sem nennir að bíða kiukkustundum saman í biðröð til að komast yfir þetta fágæti. Til að fá einhveija hugmynd um kaupmátt launa í Póllandi er hægt að bera saman venjuleg meðallaun þar og í Bretlandi þar sem þau em um 10.600 kr. á viku. Með þennan mælikvarða í huga er verðið, sem sett er upp fyrir súkkulaðistykkið, um 450 ísl. kr. Notuð peysa úr gerviefnum kostar um 10.800 kr., notuð kvenblússa um 5.800 kr. og einu „fersku" ávextimir, sem em á boðstólum, illaútlítandi epli, kosta um 65 kr. kílóið. í Póllandi em það skorturinn og takmarkað framboð, sem sjá um að verðleggja vömmar. Þær geta verið af ýmsu tagi, vissar gerðir af nöglum eða skrúfum, bækur, sem em orðnar ófáanlegar eða prentað- ar á laun. - MICHAEL SIMMONS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.