Morgunblaðið - 03.05.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.05.1987, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1987 r. £fí--------------------------- nhi! —u ■ j i . . , t ^ -., ,.,—/71" » AF AÐSTEÐJANDI TÍ SKU SVEIFLUM Mánudaginn eftir kosningar var veðrið rétt eina ferðina með sundurleitara móti, sólarglennur og hagl- él á milli. Þeir sem höfðu að heiman búist í ljósleitum sum- arklæðum, sumir jafnvel berfættir í skónum, áttu ekki annars úrkosta en taka örlögum sínum með stillingu, skjóta upp kryppu og arka móti hryðjunum. Þegar hann var hvað svartastur komu sumir sér í skjól við stóra verslunar- glugga þar sem þunnur léreftsfatn- aður, ættaður frá heitum löndum, var til sýnis rauðnefjuð- um Frónbúanum. Ævinlega þykir mér tilvist þessara fatap- lagga hér uppá íslandi gott dæmi um ókúgandi bjartsýni landans. Rœtt við Jónu Tyrfingsdóttur afgreiðslustúlku Ieinni haglélshryðjunni forð- aði ég mér inn í tískuverslun í miðbænum. Inni var and- rúmsloftið ólíkt hlýlegra. Falleg og sumarleg föt héngu á slám og brosmild stúlka spurði mig hvort hún gæti aðstoðað mig. Fyrr en varði var ég farin að máta jakka og kápur og komin í hróka samræður við stúlkuna um aðsteðj- andi tískusveiflur. „Hermanna- grænt, ljósgrátt og drappað, það verða litirnir í sumar,“ sagði stúlkan ákveðin í bragði. Mér fannst það ekki ótrúleg tilgáta en sagði sem svo að einhverju máli hlytu snið fatanna að skipta. Hún hélt að það væri minna mál. Ails kyns snið væru í tísku. Stutt og síð pils, víð og þröng og allt þar á milli. Þröng- ar buxur og víðar, þröngir jakkar og víðir, stuttir og síðir. Hins vegar yrðu föt með pífum að líkindum mjög vinsæl á næstunni. Hún seg- ist halda að sportlegur fatnaður yrði mest í tísku í sumar, bæði sem vinnuklæðnaður og svo til að fara í á skemmtistaði. Safari-línan yrði líklega vinsæl og við hermanna- græna litinn færi vel að hafa ferskjulítaðan fatnað svo og myndu ýmsir aðrir ljósir og daufir litir fara vel þar við. Hinir sígildu litir, svart og hvítt, yrðu mikið í tísku en þá notaðir saman og svo mætti ekki gleyma sjóliðatískunni sem væri að koma um þessar mundir. Það væri því um að gera að leita í fataskápnum að fötum í þessum dúr til að hafa með því sem keypt eða saumað yrði fyrir sumarið. Einnig mætti búast við að jogging- fatnaður yrði mikið notaður og vinsælustu efnin virtust vera bóm- ull og hör. Þessi greinargóða stúlka sem þannig talar heitir Jóna Tyrfings- dóttir. Hún segir mér að að hún sé nýlega komin frá Bandaríkjunum eftir að hafa dvalið þar sem au pair-stúlka í eitt ár. Tískan þar hafi verið eins og hún var hér fyrir nokkrum árum. Stretsbuxurnar verið að ryðja sér til rúms og annað eftir því. „Mér fannst fólkið úti oft allt að því hlægilegt í klæðaburði, notaði saman alls kyns furðulega liti og munstur og tók hreint ekk- ert tillit til kringumstæðna," segir Jóna. „Það var þó hægt að kaupa þar góðan fatnað en þá var hann dýr eins og annars staðar. Amerísku stelpumar fannst mér nánast kerlingalegar til fara, alltaf með krullujárn í höfðinu á sér, á pinnaháum hælum og alltof mikið málaðar. Mér varð oftar en einu sinni á að segja: „Guð, ertu ekki eldri en þetta?" Samt var ýmislegt ágætt þarna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.