Morgunblaðið - 03.05.1987, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.05.1987, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1987 SVAÐILFOR SEVERINS f KJÖLFAR SINDBAÐS Erlendar bækur Jóhanna Kristjónsdóttir Tim Severin: The Sindbad Voy- age Utg’.Hutchinson Margir kannast við siglingakap- pann Tim Severin. Hann sigldi yfir Atlantsála 1976-77 til að sanna að írski múnkurinn Brendan hefði fundið Ameríku á undan öðrum. Um þá för sína ritaði hann bók, sem varð víða metsölubók og var gefin út á mörgum tungumálum. Nokkrum árum síðar, eða 1980 lagði Severin upp í aðra ævintýra- ferð.út á Arabiuhaf og áleiðis til Kína. í bát sem var eins nákvæm eftirlíking af arabiskum farkosti til forna og unnt var. Og sú ferð var öldungis ekki farin undirbúnings- laust né út í bláinn. Severin rannsakaði heimildir og kynnti sér sæfarir arabiskra ævintýramanna af kostgæfni. Hann hafði eins og fleiri skemmt sér drengur yfír sög- unni af Sindbað sæfara og annarra kappa frá þessum tímum og slóðum. Báturinn var nefndur Sohar, eftir bæ í norðurhluta Ómans, en þar segir sagan að Sindbað hafi verið fæddur. Og Severin skrifaði einnig bók um þessa för og því miður hef ég ekki lesið hana fyrr en nú. Severin segir frá aðdraganda þessa máls. Áhugi hans hafði vaknað á sigling- um Ömana til forna, en þeir sigldu um öll heimsins höf og um tíma náði veldi þeirra frá Zansibar, und- an Afríkuströndum til Persíu. Severin kynnti sér frásagnimar eins nákvæmlega og hann gat og fékk leyfí til að koma til Ómans og var aðalerindi hans í það sinnið að kynna sér bátsgerðina þess tíma. í Óman fengu ráðamenn einnig áhuga á þessu verkefni Severins og tveimur vikum eftir að hann kom heim til írlands, barst honum skeyti frá menningarmálaráðherra lands- ins, þar sem honum var sagt, að Quaboos súltan hefði ákveðið að hann fengi allan þann styrk til að smíða skipið og sigla til Kína með þeim aðferðum, sem hinir fomu sækappar notuðu. Boltinn fór að rúlla og Severin fór síðan ásamt sérfróðum mönnum til Malabar á Indlandi, þar sem þeir sérvöldu HM SEVERIN hvert tré sem var notað við smíðina. Eftir tveggja ára vinnu eða svo var köppunum ekkert að vanbún- aði. Með tuttugu manna áhöfn, þar af átta Ómani, en hina af ýmsum þjóðernum lagði Sohar af stað. Þetta var um 6000 sjómílna leið, yfir Arabiuhaf til Indlands og þaðan til Sri Lanka og um Indlandshaf til B 21 -------------------------------& Sumatra og gegnum Malakkasund og þaðan á Kínahaf alla leið til Kanton. Þetta var mikil svaðilför og Se- verin er mikill og snjall sögumaður. Hann segir frá á lifandi hátt og ævintýrin eru á hverri báru. Áhafn- armenn urðu að synda innan um hákarla, þegar þeir vom að gefár við, safna rigningarvatni til drykkj- ar, er birgðir þraut um tíma, undan ströndum Víetnam hrepptu þeir hið ferlegasta veður og er fátt eitt upptalið, en óhætt að lofa frásagn- arhæfileika höfundar. Sagan er öll furðuleg, og Severin telur sig hafa sannað í The Sindbad Voyage, að sagnir um fyrri svaðil- farir eru meira og minna réttar. En auðvelt er að skilja, að mörg för hröktust stjórnlaus um hin úfnu höf og n áðu aldrei landi. Tim Sever- in er ekki ævintýramaður í þeinl skilningi, að hann leggi upp í reisur í glannaskap. Allt er þrautskipulagt fyrir fram og um það allt er ánægju- legt að lesa. Segja mætti mér að þessi bók verði talin með skemmti- legri og merkari bókum um sigl- ingaævintýri á seinni tímum. Stöð 2: Nýr þáttur um viðskipti og efnahagsmál NÝR þáttur um viðskipti og efna- hagsmál hefur göngu sína á Stöð 2 næstkomandi miðvikudag. Þátturinn verður í umsjá Sig- hvatar Blöndal og verður á dagskránni á liverju miðviku- dagskvöldi eftir fréttir. Þættir Jóns Óttars Ragnarssonar „Sviðsljós" og „Eldlínan" verða teknir út af dagskránni yfir sumartí- mann, en hefjast að nýju í haust. í stað þeirra verður boðið upp á létta spuminga- og samtalsþætti, að sögn forráðamanna sjónvarps- stöðvarinnar. Tónleikar í Háteigs- kirkju KÓR Tónlistarskólans í Reykjavík heldur tónleika í Há- teigskirkju í dag, sunnudaginn 3. maí, kl. 17.00. Flutt verður Missa brevis KV. 194 eftir Wolfgang Amadeus Moz- art fyrir ijóra einsöngvara, kór og strengjasveit. Stjómandi verður Marteinn H. Friðriksson, einnig syngja og stjóma nemendur úr tón- menntakennaradeild skólans. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Royal Jaixlin del Mar Gistislaður í sérflokki. otuxvnt Ferðaskrilstofa. Hallveigarslíg 1 slmar 28388 og 28560 ' HIGH TECHNOLOGY ' IN SHOES MANUFACT CAMPOS SKÓR FÁSTÍ EFTIRTÖLDUM VERSLUNUM Skæði Skósalan Adam Skómagasín Skóbúðin Keflavik Skóhöllin Hafnaríiröi Staöarfell Akranesi Skóbúö Sauðárkróks Perfect Akureyri. EF ÞU LEITAR AÐ VORU SEM ER FREMST A SVIÐITÆKNILEGRAR HÖNNUNAR, OG VILT HÁGÆÐA FRAMLEIÐSLU OG HEFUR EINNIG ÁHUGA Á TÍSKU SEM BYGGIR Á NOTKUN FYRSTA FLOKKS HRÁEFNIS GERÐ AF FRÆGUM HÖNNUÐI. ÞÁ ÓSKUM VIÐ ÞÉR TIL HAMINGJU. CAMPOS ER ÞITT VAL. ÞU VELUR CAMPOS.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.