Morgunblaðið - 03.05.1987, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.05.1987, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1987 B 27 William Walker Háskólabíó: Eddie Murphy leitar Gullbarnsins er Ed Pressman, sem einnig fram- leiðir nýjustu mynd Óskarsverð- launahafans Oliver Stones (Platoon), en hún heitir Wall Stre- et. Pressman er að vona að Walker, sem Universal dreifir, eigi eftir að hafa sömu áhrif á fólk og Platoon. „Mér finnst Platoon hafa sýnt að myndir sem taka á og fjalla um pólitísk deiluefni og eru ekki bara afþreying geti orðið vin- sælar," segir Pessman. William Walker (1824-1860) var afar flókinn persónuleiki og bæði Harris og Cox er í mun að lýsa honum með öllum hans mótsögn- um. Hann var dagblaðsritstjóri og lögfræðingur sem hugleiddi pólitískan frama og þráði rólyndis- legt heimilislíf. En það brást eitthvað innra með honum þegar eina konan sem hann elskaði, Ellen Martin, lést í New Orleans í kóleru- faraldri árið 1849. Ef marka má einn ævisöguritara hans breyttist skjótt hið „hljóða, alvarlega, næma og góða“ yfirbragð hans og hann varð „þunglyndur, stundum næst- um ofsóknarbrjálaður í framkomu og gagntekinn af hættulegri ævin- týraþrá án þess að taka til greina afleiðingar gerða sinna". Óskars- verðlaunahafinn Marlee Matlin mun leika Ellen Martin. „Walker var algerlega úr tengsl- um við raunveruleikann, maður sem hélt aö hann starfaði eftir kristnum grundvallarreglum en lokaði augunum fyrir því að hann drap hér fólkið sem hann kom til að hjálpa," sagði Cox. „Það er nokkuð til að leiða hugann að.“ Þess má geta í lokin að Sandin- istastjórnin hefur verið kvikmynda- gerðarmönnunum afar hjálpleg með hvaðeina sem að höndum hefur borið og séð til þess að þá skorti ekki neitt. ar hennar eru Steve Martin, Lorne Michaels (upphafsmaöur Saturday Night Live í frumraun sinni sem höfundur kvikmyndahandrits) og Randy Newman. Hugmyndin að Þremur vinum er frá Martin komin og umboðsmanni hans, Bill McEu- en. Martin hafði samband við Michaels sem samþykkti að skrifa handrit og vera framleiðandi og mælti með Newman í handrits- Á þúsund kynslóða fresti eða svo kemur hið fullkomna barn í heiminn — barn með töframátt, sent til að fœra hið góða á jörðina. III öfl rœna því og ekkert er mikilvægara í heimi hér en að finna það aftur. Samkvæmt spá- sögninni getur aðeins einn Með Charles Dance í myndinni Gullbamið. maður fundið barnið og bjargað úr klóm hins illa. Það eru örlög hans að bjarga „Gullbarninu". Hann er hinn útvaldi. Það urðu örlög Eddie Murphys að leika þann útvalda í fyrstu myndinni sinni eftir þá geysivin- sælu Beveriy Hills Cop. Nýjasta myndin heitir einfaldlega Gullbarn- ið og verður sýnd innan skamms í Háskólabíói. Með aðalhlutverk gerðina líka. Og útkoman varð, með orðum Steve Martins, þessi: Það sem ég kunni best við í loka- geröinni var sakleysi sögunnar. Við vorum ákveðnir í því að vera fyndn- ir án þess að minnast á kynlíf, eiturlyf eöa nota sóðalegt orð- bragð. Þessi tegund gamanmynda brýtur í bága við ríkjandi stefnur en ég held líka að hún sé hress- andi. auk Murphys fara Charles Dance (sá geöþekki leikari úr Dýrasta djásninu) og Charlotte Lewis (úr sjóræningjamynd Polanskis) en leikstjóri er Michael Ritchie (Wildc- ats) sem gert hefur í bland ágætar gamanmyndir og slappar líka. Það er fyrirtæki George Lucas, Industrial Light and Magic, sem sér um hinar sérstöku tæknibrellur myndarinnar og þær eru ófáar. Dance leikur fulltrúa hins illa sem Murphy bjargar Gullbarninu und- an illum öflum. rænir barninu og ætlar að drepa það. Geri hann svo mun skrattinn sjálfur taka völdin í heiminum. En barnið er ódrepandi nema með ákveðnum hníf, sem hinn útvaldi einn getur nálgast og áður en langt um líður lendir Murphy í hinum furðulegustu ævintýrum og bar- áttu við djöfla og dusilmenni. Það þurfti ekki nema eina mynd, 48HRS eftir Walter Hill, til að gera Murphy heimsfrægan fyrir frá- bæra kímni og gráthlægilega framkomu en rétt til að undirstrika að hann væri kominn til að vera gerði hann enn betur í næstu tveimur myndum, Trading Places og ekki síst Beverly Hills Cop. Hann lék í þessum þremur mynd- um á aðeins tveimur árum (1982 til 1984) og núna er Eddie Murphy oröið ógleymanlegt nafn í Hollywo- odsögunni. Frami hans í kvikmyndaheimin- um hefur verið skjótur en það er ekki þar með sagt að hann hafi komið af sjálfu sér. Hann var ekki alveg óþekktur í Bandaríkjunum þegar hann fór að leika i bíómynd- um heldur hafði hann þvert á móti slegið í gegn í gamanþáttunum Saturday Night Live og þar áður sem spaugari í næsturklúbbum. Ef marka má það sem stendur í kynningu myndarinnar Gullbarnið byrjaði Murphy að grínast og sprelia aðeins 15 ára gamall á unglingastöðum og víðar. Um síðir komst hann að í grínklúbbnum The Comic Strip og klúbbeigendunir voru svo hrifnir að þeir tryggðu honum áheyrn hjá Saturday Night Live-liðinu. Hann malaði keppi- nautana og eftireitt ár í „Saturday" þáttunum var hann orðin ein af stjörnunum. Þá var ekkert eftir annað en að leika í bíómyndum og þar tókst honum jafnvel best upp. Hann er nú að leika í framhaldsmynd Bev- erly Hills Cop. Kaldur og yflrvegaður kannar Martin stöðuna í Þrfr vinir. Hljómsveitin Hermans Hermits skemmtir í Glaumbergi í Keflavik föstudags- og laugardagskvöld. Hermans Hermits í Glaumbergi BRESKA hljómsveitin Hermans Hermits er væntanleg til íslands 8. maí nk. Hljómsveitin skemmt- ir föstudags- og laugardags- kvöld 8. og 9. maí nk. í veitingahúsinu Glaumbergi í Keflavík. Hermans Hermits var vinsæl á árunum 1964—67 og átti þá 19 topplög á vinsældalistum víða um heim. Meðal topplaga þeirra er „No milk today" og „Dandy". ‘ Hljómsveitin Hermans Hermits skipa fjórir Bretar og hafa tveir þeirra verið í henni frá upphafi. Það eru þeir Barry Whitwan trommuleikari og Derek Leckenby gítarleikari. Asamt þeim skipa hljómsveitina Garth Elliott gítar- leikari og aðalsöngvari, hann lék áður með Alvin Stardust og var síðan í hljómsveitinni Swinging Blue Jeans, og Paul Famell bassa- leikari, báðir gengu þeir til liðs við Hermans Hermits árið 1982. í fyrra fór Hermans Hermits ásamt Monkees í lengsta tónleika- ferðalag sem nokkur tónlistarmað- ur eða hljómsveit fór það áritf / Bandaríkjunum. Nú nýlega kom hljómsveitin úr mánaðarferðalagi frá Ástralíu. Hermans Hermits kom hingað til lands fyrir 20 árum og hélt þá nokkra tónleika í Austurbæjarbíói fyrir troðfullu húsi. Hermans Hermits skemmtir aðeins í þessi tvö skipti í þessari ferð þeirra hingað til lands. Veit- ingahúsið Glaumberg mun bjóða í kvöldverð bæði kvöldin og er miðasala hafín í Glaumbergi. Beethoventónleikar á Sauðárkróki og Blönduósi Tónlistarfélögin á Sauðár- króki og Blönduósi gangast fyrir kammertónleikum sunnu- daginn 3. maí. Þeir fyrri verða á Sauðárkróki i Safnahúsinu kl. 4, 'þeir seinni á Blönduósi í Tón- heimilinu Björk kl. 8.30 um kvöldið. Flytjendur eru Andrew Watkin- son fiðla, Oliver Kentish selló, Guðrún Guðmundsdóttir og Sig- urður Marteinsson á pfanó. Þau eru öll kennarar við Tónlistarskói- ann í Hafnarfirði. Öll verkin á tónleikunum eru eftir Ludvig van Beethoven, Sónata fyrir fiðlu og píanó „Op 24 í F-dúr“ Vorsónatan Rondó fyrir selló og píanó „úr Sónötu Op. 5 no. 2“, Tilbrigði fyr- ir selló og píanó „um stef eftir Mozart“, Tríó fyrir fíðlu selló og píanó „Op. 1 no. 3 í c-mol“. '

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.