Morgunblaðið - 03.05.1987, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.05.1987, Blaðsíða 24
24 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1987 „ sjz um uppþ^ottinn hén Feídu Þjórfeð mit± L SÓSunriL." ást er... að draga hring á fingur. TM Reg. U.S. Pst OW.-sll rightt rmwved * 1987 Los Aitgeles Tknee Syndicele taýfw | Hann veit ekkert í sinn haus. Og við í rétti til að skrifa ’ann upp. Það gæti létt á þunglyndi mínu að eignast konu og börn. Mér er það ljóst, en hvemig á ég að losna við þau þegar ég hef fengið bata? HÖGNI HREKKVISI £FT1R.» Há iimheimtulaun Heiðraði Velvakandi. Þriggja bama einstæð móðir, póstberi í aukavinnu, greiddi ekki af skuldabréfi á réttum gjalddaga. Kröfuhafi sneri sér til lögheimtunnar sem sendi konunni nauðungaruppboðstil- kynningu og krafði hana um leið um þrettán þúsund krónur í póstsendingarlaun. Þar fór mánaðardagvinnukaup konunnar í sendingarkostnaðinn. Innheimtulaun eru ákveðin prósentut- ala af skuld viðkomandi svo þau geta orðið nokkuð há, ja, allt upp í 100 þúsund krónur á bréf. Reyndar hafa þessi innheimtulaun löglærðra alltaf verið há í hlutfalli við greiðslugetu vinnuþræla þjóðfélagsins. Ég minnist til dæmis þegar ég var ung móðir og missti aleiguna ekki bara einu sinni heldur tvisvar í lúkumar á mönnum með skjal- atöskur sem óðu inn án þess að banka, hvað þá hæversklega, og sópuðu öllu út nema rúmstæðum bamanna. Tímamir vom samt öllu skárri þá, því þegar maður borgaði af húsnæðinu sínu, hvort sem það nú var réttindalaus kofi með útibmnn og kamri inn í Blesugróf eða íbúðarskonsa með þakgluggum í sambyggingu vestur í bæ. Sjálf fæddist ég í vaskahúsi í Mjóstræti á atvinnuleysisámnum, þá lækkaði skuldin en hækk- aði ekki margfalt eins og húsnæðisskuldir hafa gert um árabil, sem gerir það að verkum að fólk veit ekki lengur nema það sé bara nokkurs konar prókúmhafar fyrir það húsnæði sem það hefur komið sér upp hörðum höndum. Hinir löglegu eigend- ur séu þeir sem bjuggu til skuldagraut úr engu, líkt og náunginn naglasúpuna í ævintýrinu. Er nú ekki tími til kominn að hinir skriftlærðu hugsjóna- menn, sem alltaf em að senda rússneskum andófsmönnum baráttubréf, eða póstleggja mómælaskjal gegn líflátsdómum yfir bamadrápumm og stríðsglæpamönnum, snúi sér nú að innanlandsmálunum og geri eitthvað gagnlegt fyrir okkur íslenska andófsmenn í „skuldaflokknum"? Guðrún Jacobsen Skíðaskálinn í Bláfjöllum; Geymsluaðstöðu ábótavant Kæri Velvakandi. Að gefnu tilefni langar mig að koma á framfæri nokkmm orðum um Skíðaskálann í Bláfjöllum. Son- ur minn hefur verið að fara þangað með rútu, sem er gott og blessað, en það er aðstaðan í skálanum sem mér þykir mjög ábótavant — það virðist ekki vera friður með neitt í geymsluaðstöðunni. Sunnudaginn 28. desember síðastliðinn var tekin frá honum skíðapoki og taska und- an skíðaskóm. Skíðapokin er merktur syni mínum, Hilmari Snæ Rúnarssyni, og á pokanum er einn- ig heimilisfang og símanúmer. En því miður var hann ekki búinn að merkja skólatöskuna en hann fékk hana í jólagjöf pg var hún í notkun í fyrsta skipti. Einnig hefur verið farið í töskuna hjá honum og tekið af nestinu hans. Eins hefur tös- kunni verið hent í gólfíð með þeim afleiðingum að gosflaska brotnaði og virðist sem að sá sem það gerði hafí vantaði hillupláss og bjargaði sér svona. Og hvað hugsa foreldrar þeirra bama sem koma með skíðat- öskur merktar öðrum heim til sín? Er engin leið til að bæta þessa geymsluaðstöðu, annað hvort með læstum skápum (líkt og er í Sund- laugunum) eða hafa manneskju sem gætti geymslunar. Eða að fólk fái jafnvel númer þegar það leggur dótið sitt þama og dótið sé númer- að líka. Ég vona að eitthvað verði hægt að bæta út þessu. Ingibjörg Marelsdóttir Víkverji skrifar Osköp ætlar að verða lítið úr áróðursherferðinni fyrir auk- inni „umferðarmenningu" sem tryggingafélögin gumuðu sem mest af fyrir áramótin. Átti þetta ekki að vera heilt ár af fræðslu og hvatn- ingarorðum og föðurlegum um- vöndunum? Satt að segja hefur Víkveiji varla heyrt flugu suða hvað þá að allt tryggingaapparatið hafi hafíð upp raust sína í drynjandi kór og boðað okkur fagnaðarerindið um hnökra- lausa umferð og stíheila ökumenn. Þetta sýnist svona eins og hafa dottið uppfyrir hjá þeim, nema Víkveiji fylgist ekki betur með en þetta. Fyrmefndur Víkveiji rataði raunar í það umferðarævintýri um daginn — og mun eftir bestu getu forðast að upplifa það aftur — að hrekjast fyrir umferðarstraumn- um norður Kringlumýrarbraut um það leyti þegar þeir Hafnfírðingar og Kópavogsbúar, sem sækja vinnu í Reykjavík, vom að æða í bæinn. Þetta var níu-gusan sem svo mætti kalla, það er að segja sá hluti hins vinnandi lýðs sem á mætingu klukk- an níu en ekki átta eða á jafnvel óguðlegri tíma. Það er skemmst af að segja að Víkveija fannst um stund sem hann væri kominn á kappakstursbrautina í Monte Carlo eins og þeir Bjami Fel og aðrir af þeirri tegund sýna okkur í sjónvarpinu. Þegar nálgast Fossvoginn breikkar kappakstursbrautin þama og verður þtjár akreinar og þá færðist nú heldur betur fjör í leikinn fyrmefndan morgun. Víkveiji efar enda að sjálfir ökuþór- amir í Monte Carlo „svíni" jafn glæfralega og þeir hinir kræfustu meðal kappanna þama á Kringlu- mýrarbrautinni. Það var tilviljun og algert óviljaverk ef sumir þeirra töfðu lengur við á sömu akrein en í svosem þijár sekúndur allt talið. í alvöm em þessir bijálæðingar jafn hættulegir og þeir em mdda- legir. En hér snýst allt um hraða- mörkin fremur en aksturslagið. Og við þessu er vísast ekkert að gera nema að fjarlægja bílflökin og skondra með það sem eftir er af þeim slösuðu á spítalann og skrifa þessar venjulegu skýrslur um tjónið. Æði óbeysnar fréttir af öðmm vettvangi og að sama skapi ömurlegar. í auglýsingu frá líknar- samtökunum War on Want (Barátta gegn skorti) segir frá því að þótt meðlimaþjóðir Evrópubandalagsins þykist nú hafa tekið sér tak og gefí um þessar mundir um einn og hálfan milljarð sterlingspunda á ári til hjálpar þeim hijáðu í þriðja heim- inum þá veiji það samt sem áður ríflega sjö sinnum hærri upphæð til þess ýmist að eyðileggja allskyns matvæli eða stafla þeim í skemmur eins og við gemm til dæmis sjálf við smjörfjallið okkar. Á sama tíma em um tólf milljónir manna í svip- inn að falla úr hor í blásnauðu löndunum. Þeim hjá War on Want blöskrar þetta athæfí að vonum og orða það svo í fyrrgreindri auglýsingfu að allsnægtaþjóðunum væri nær að eyða meim af því fé sem nú fer í eyðingu náttúruauðlindanna til þess að bjarga mannslífum. Og mun sjálfsagt fleimm fínnast sem svo mætti vera.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.