Morgunblaðið - 03.05.1987, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 03.05.1987, Blaðsíða 5
MORGUNBLÁÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1987 B 5 Texti: GUÐRÚN GUÐLAUGSDÓTTIR úti í Denver, þorpi í Colorado, þar sem ég vann við bamagæslu hjá ungum læknishjónum. Má þar nefna að þegar fólk fer þar út að skemmta sér smakkar það oft ekki vín og er ekki eins lengi úti og hér gerist, enda skemmtistaðir ekki opnir eins lengi og hér. Fólk hittist þar miklu oftar á kaffíhúsum en fer sjaldnar heim hvert til annars. Hitt fannst mér slæmt hve fólkið er ótta- slegið. Það þarf að læsa öllu og gæta bamanna mjög vel svo þeim sé ekki rænt. Ég myndi ekki vilja ala bömin mín upp við slíkar að- stæður enda er ég eins og flestir íslendingar, vön frjálsræði. Ég ólst reyndar upp í vesturbæ Kópavogs. Ég ferðaðist töluvert um Banda- ríkin, fór m.a. til Utah, Nýju Mexíkó, Houston og Dallas í Texas og síðast en ekki síst til Las Veg- as. Þar var ævintýralegt næturlíf. Á daginn var þar allt dauflegt og kyrrt en á kvöldin var borgin upp- ljómuð í ljósadýrð og mikið að gerast. Þar sá ég fólk í glæsilegum fötum sem sist gefa því eftir sem best gerist hér. Ég tók með mér öll gömlu fötin mín út og gekk þeim þar til húðar en keypti mér ekkert, lagði þá pen- inga sem ég hafði í ferðalög. Þegar heim kom þurfti ég því að end- umýja fataskápinn. Ég hef alltaf „pælt í“ fötum og eftir að ég fór að vinna fyrir mér 16 ára að aldri hef ég varið sem svarar sjö þúsund krónum á mánuði í föt. Ég hef sloppið vel hvað það snertir, upp- hæðin væri hærri hefði ég ekki notið þess að mamma mín hefur unnið í tískubúð árum saman og hún því getað verslað fyrir mig með afslætti. Eftir að ég fór sjálf að vinna í tískuverslun nota ég mér afsláttinn sem ég get fengið og versla mikið þar. Eg versla auðvitað líka í öðrum búðum en miklu minna. Ég fer oftast út í hádeginu og annan hvem laugardag til að skoða hvað er til í verslununum. Vinkonur mínar sem em ógiftar hafa þetta svipað og ég, nema ein sem gerir mikið af því að sauma á sig og breyta gömlum fötum. Við hinar höfum allar látið það eftir okkur sem okkur hefur langað til á þessu sviði, höfum keypt okkur það sem hugurinn gimist þó það kostaði kannski nokkuð mikið. Ég kaupi að visu minna af fötum núna vegna þess að ég er að kaupa mér bfl, ég þarf heldur ekki að borga heim eins og er vegna bflsins. En þó ég og vinkonur mínar höfum hugsað mik- ið um föt þá fínnst mér sextán ára stelpur í dag hugsa enn meira um föt en við gerðum á sínum tíma. Þó konur á öllum aldri komi í versl- unina sem ég vinn í eru það ungling- ar í meirihluta sem kaupa." Meðan við Jóna höfum talað sam- an hefur illviðrinu slotað og sólin skín á ný. Áður en ég fer út á göt- una aftur spyr ég Jónu hvort hún ætli sér að vinna í tískuverslun til langframa. Hún svaraði mér á þessa leið: „Þegar ég fór út kunni ég mjög lítið í ensku. Nú er ég ágæt- lega talandi en get lítið skrifað. Enskunámið hefur vakið hjá mér löngun til að læra eitthvað meira, t.d. í sambandi við tölvur. Kannski myndi ég þó helst vilja læra að verða snyrtifræðingur." Með það kveð ég Jónu og öll ljósu sumarfötin, sem senn fara að vakna til nýs lífs, utan á líkömum ungra íslendinga, á löngum og hlýjum dögum komandi sumars, sem við skulum vona að verði sem flestir. Skoðanakönnun Helgarpóstsins: Flestir vilja Steingrím sem forsætisráðherra FLESTIR Reykvíkingar telja að Steingrimur Hermannsson forsæt- isráðherra „ætti að verða forsætis- ráðherra", samkvæmt skoðana- könnun sem SKÁÍS gerði fyrir Helgarpóstinn síðastliðið þriðju- dagskvöld. 49% þeirra sem afstöðu tóku nefndu Steingrim, 7,7% nefndu Þorstein Pálsson, 7,2% Jón Baldvin Hannibalsson, 7,1% Guðr- únu Agnarsdóttur, 3,1% Albert Guðmundsson og tæplega 1% nefndu Svavar Gestsson. Óákveðn- ir voru 22,4% og 2,9% nefndu aðra einstaklinga. í skoðanakönnuninni var spurt hvaða stjómarmynstur fólkið vildi helst sjá. Flestir vildu samsteypu- stjórn Framsóknarflokks, Sjálfstæð- isflokks og Kvennalista, eða 16,2% þeirra sem tóku afstöðu. 12,7% vildu sjá stjóm Alþýðuflokks, Sjálfstæðis- flokks og Kvennalista, 7,5% vildu stjóm Framsóknarflokks, Sjálfstæð- isflokks og Alþýðuflokks og 4,9% vildu stjóm Framsóknarflokks, Sjálf- stæðisflokks og Borgaraflokks. Mun færri vildu sjá aðrar stjómir, þar á meðal fjögurra flokka stjómir án þátttöku Sjálfstæðisflokksins, eða um 1%. 43% aðspurða sögðu að úrslit kosn- inganna hefðu ekki komið þeim á óvart, en 29% svörðu spumingu þessa efnis játandi. 63% töldu ekki ástæðu til að kjósa fljótlega aftur, en 17% svömðu þeirri spumingu játandi. Þjónusta fyrir fórnarlömb kynferðislegs ofbeldis SAMTÖK gegn kynferðislegu of- beldi hafa nú opnað skrifstofu í Hlaðvarpanum, Vesturgötu 3, og eru þau að hefja þjónustu við fólk sem orðið hefur fyrir slíku of- beldi. Fyllsta trúnaðar verður gætt um öll þau mál sem samtök- unum berast, segir i frétt sem Morgunblaðinu hefur borist. I fréttinni segir að markmið sam- takanna sé að bjóða upp á vináttu og stuðning til kvenna, karla og bama, sem eiga í erfíðleikum, gegn- um sjálfshjálpar- og stuðningshópa, einnig til mæðra, feðra og aðstand- enda bama sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi. Þá safni sam- tökin upplýsingum um kynferðislegt ofbeldi og komi þeim á framfæri til almennings, þrýsti á dóms- og heil- brigðiskerfí um breytta meðhöndlun þessara mála og ýti á meðvitaðri umræðu um þessi mál. Þá muni sam- tökin nú standa fyrir símaþjónustu fyrir þá sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldi í hverskonar mynd. Skipta megi kynferðislegu ofbeldi í fjóra þætti, gagnvart bömum og ungling- um innan heimilis, ofbeldi gagnvart bömum og unglingum utan heimilis, framkvæmt af ókunnum aðila, of- beldi gagnvart fullorðnum konum eða körlum, sem átt hefur sér stað í æsku þeirra og annað kynferðislegt ofbeldi. Samtök gegn kynferðislegu ofbeldi leggja áherslu á að þau vinni ekki meðferðarstarf, heldur hjálpi þeim, sem snúa sér til samtakanna, að leita sér sérhæfðrar hjálpar. Þá munu samtökin í anda laga um bamavemd beita sér fyrir því að bamavemdar- nefnd taki á hveiju ofbeldistilfelli fyrir sig, þegar um ræðir kynferðis- legt ofbeldi gagnvart bömum innan heimilis. Nú ætla samtökin að ráða starfskraft hálfan daginn á skrifstofu sína í Hlaðvarpanum, en þangað til ætla aðilar innan samtakanna að manna símann. Við símann mun einn- ig verða tengdur símsvari. í frétt samtakanna segir að símanúmer þeirra sé 91- 62 35 45 og er fólki bent á að fyllsta trúnaðar verður gætt um öll mál er þangað berast. VERKTAKAR - BYGGINGAMEISTARAR ALLUR BÚNAÐUR TIL STEINSTEYPUFRAMLEIÐSLU FRÁ CAR-MIX STEYPUHRÆRIVÉLAR, 400-1000 lítra, vatnsmælir, vikt, vibrator á skúffu, allt vökvadrifið. 6 ÁRA REYNSLA Á ÍSLANDI SEMENTSÍLÓ OG SEMENTSNIGLAR CARSISO, sementsíló á hjólum, CARMIX 500-3000, selfloading mobile concrete mixer MINI — steypustöðvar, 360-500 lítra. MJÖG HAGSTÆTT VERÐ VEGNA KYNNINGAR Á OFANGREINDUM BÚNAÐI VERÐA NOKKRAR VÉLAR SELDAR Á SÉRSTÖKU KYNNINGARVERÐI. KAUPLEIGUSAMNINGAR, ENGIN ÚTBORGUN. Mánudaginn 4. maí nk. verður staddur hér á landi sér- fræðingur frá METALGALANTE og CAR-MIX verksmiðj- unum á Ítalíu. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér verð og gæði steypuhrærivéla frá CAR-MIX á Ítalíu og ræða um við- skipti við sérfræðing verksmiðjunnar, eru vinsamlegast beðnir að koma eða hafa samband við Hótel Esju c/o Galante á mánudaginn kl. 9-15 og þriðjudaginn kl. 9-12. Bergfell hf. Eigi gler aó uppfylla • • þá komdutil okkar Við framleíðum tvöfalt Thermopane gler og Thermoplus comfort filmugler, sem einangrar betur en þrefalt gler. Við útvegum frá Thermopane verksmiðjunum í Belgíu (Glaverbel), yfirleitt allar hugsanlegar útgáfur af gleri. Glerhurðir, glerklæðningar (facade), öryggisgler og hert gler. Einnig eldvarnargler (Pyrobell), sólvarnargler (Stop-sol), skrautgler, vírgler og yfirleitt allar þær glertegundir sem framleiddar eru í dag. THERMOPANE GLERHURÐIR í NÝBYGGINGU SEÐLABANKANS THERMOPANE GLERKLÆÐNINGAR í KRINGLUNNI, NÝJA HAGKAUPSHÚSINU THERMOPANE GLER í NÝJU FLUGSTÖÐVARBYGGINGUNNI The/unofiane Glerverksmiðjan Esja hf., Völuteig 3 270 Mosfellssveit, Sími 666160.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.