Morgunblaðið - 03.05.1987, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.05.1987, Blaðsíða 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1987 aukaskilding með því að selja smá- teikningar. Mikkelsen vann þá hjá teiknimyndakvikmyndafélagi í Englandi og fékk þv-f-i föður sinn til þess að reyna að selja PIB, Blaðateiknifélaginu í Kaupmanna- höfn, teikningar sínar. Framkvæmdstjóri PIB, sem þá var Hjálmar Carlsen, varð svo hrif- inn af teikningunum að hann spurði hinn unga Mikkelsen hvort hann gæti ekki gert stuttar teiknimynda- sögur sem þá voru að verða vinsælar. Dahl Mikkelsen sló til og kom fljótlega til Danmerkur með teiknimyndasögu sem hann nefndi Ferdinand og merkti sér með „mik“. Það er ekki að orðlengja það að Ferdinand sló í gegn í Evrópu á augabragði en þegar seinni heim- styijöldin braust út þá batt hún Árið 1947 braust Ferdinand til nýrra landvinninga í hinum geysi- stóra blaðaheimi Bandaríkjanna. Dahl Mikkelsen fylgdi sjálfur í kjöl- far Ferdinands og settist að í Califomíu, þar sem hann bjó svo til dauðadags. Hann andaðist árið 1982, sextíu og sjö ára gamall. Hann teiknaði Ferdinand fram til síðasta dags, en fékk þó aðstoð frá hinum reynda ameríska teiknara A1 Plastino síðustu árin. Eftir dauða Dahl Mikkelsen hefur Plastino hald- ið áfram að teikna Ferdinand. Ferdinand er ein meðal þeirra tíu elstu teiknimyndasagna sem enn eru framleiddar. Til þess að minnast afmælis Ferdinands birtum við hér sex fyrstu sögumar sem um hann birt- ust. FIMMTUGUR Teiknimyndasöguhetjan Ferdin- and er líklega frægastur Dana, næst á eftir sjálfum H.C. Andersen, Hann hefur verið yndi og eftir- læti fjölmargra blaðalesenda um allann heim, allt frá því hann kom fyrst fyrir augu almennings fyrir réttum fimmtíu árum, þann þriðja maí 1937. Saga Ferdinands hófst með því að ungur teiknari, Henning Dahl Mikkelsen ákvað að vinna sér inn enda á sigurgöngu Ferdinands utan Danmerkur. Eftir að styijöldinni lauk var þó þráðurinn tekinn upp á ný, gömlu viðskiptavinirnir fóm aftur að birta teiknimyndasögumar um Ferdinand á nýir slógust í hóp- inn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.