Morgunblaðið - 03.05.1987, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 03.05.1987, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1987 B 9 Farfuglar án landamæra Heimkynni farfuglanna er heimurinn all- ur. Þeir virða ekki landamæri og ekki er krafist af þeim vegabréfs. Enda þykir eða þótti a.m.k. eftirsóknarvert að vera frjáls sem fuglinn flúgandi. Háttemi þessara furðufugla er í rauninni eitt af undrum ver- aldar. Það er aðferð náttúrunnar til að tryggja það að fuglategundir geti nýtt sér náttúruauðlindir þær sem aðeins eru til reiðu á vissum árstíma. Oftast er um að ræða sumarskordýr eða aðra hryggleysingja á norðlægum slóðum og fuglarnir eyða síðan vetrinum í suðurrænum löndum. Leiðir far- fuglanna eru þó margbrotnar. Geta líka legið frá austri til vesturs eða öfugt. Sumum tegundum nægir jafnvel að flytja sig upp og niður eftir fjöllunum. Lifa þannig af í mildara loftslagi að vetrinum í minni hæð frá sjávarmáli. í Evrópulöndunum eru 80% af 400 varpfuglategundum annað hvort al- farið farfuglar eða hafa innan sinna vébanda hópa sem flytja sig til. Það þýðir að hvert einasta ár eru fuglaflotar á ferð fram og aftur yfir allt meginland Evrópu. Leiðir jjgggjpt«***".. Skúföndin, sem hór er farfugl, prýðir bœði forsíðu og baksíðu Naturopa, nátt- úruverndartimarits Evrópuráðsins, sem helgað er farfuglunum. Skúföndin er til- tölulega nýr gestur hér, frá 1895. En stofninn er þó líklega orðinn stœrstur á íslandi og um helmingur hans við Mývatn. þeirra hafa mótast með kynslóðunum og hjá mörgum langleiðategundum gætir enn greinilega áhrifa frá síðustu ísöld fyrir 18000 árum. Auðvitað eru varp- og vetur- setustaðimir einir ekki þessum fuglum hættulegir heldur eru reglulegir „stoppu- staðir" þeirra á leiðinni ekki síður lífsnauð- syn. Fjöldi þessara farfugla er ótrúlega mikill. Sennilega leggja um 5.000.000.000 fuglar af 150 tegundum upp í flugið milli Evrópu og Afríku sunnan Sahara einni sam- an. Þar við bætast svo milljónimar sem koma norðan úr Ishafi til vetursetu í Evróp- ulöndum og milljarðar fljúga vestur yfir meginlandið til að eyða hlýrri vetmm úti við strendur Atlantshafsins. Og ekki em það aðeins litlu mófuglarnir sem þama er um að ræða heldur líka sjófuglar, vaðfugl- ar, votlendisfulgar, ránfuglar og allskonar tegundir, sem hver um sig hefur sína að- ferð og sínar sérþarfir til að geta komist leiðar sinnar. Margir þessara fugla bytja að búa sig undir hina erfiðu ferð löngu áður en lagt er upp. Alveg eins og maðurinn verður að taka bensín á bílinn áður en lagt er í lang- ferð verður fuglinn að safna á sig eldsneyt- inu sem hann brennir á leiðinni. Það getur tekið margar vikur og iðulega verður fugl- inn að tvöfalda þyngd sína til að hafa nægt faramesti. Fuglamir em alveg ótrúlega ferðafærir, flugáætlanir þeirra furðulega nákvæmar og rannsóknir hafa sýnt að litlir örsmáir spör- fuglar eyða um 0,7% þyngdar sinnar á hverri klukkustund sem þeir em á flugi. Þeir geta flogið viðstöðulaust í fjóra daga og nætur og lagt að baki 3.000 km í logni. Þetta gildir þó ekki fyrir stærri fuglana, sem ná vaxandi orkunýtingu með stærðinni. Af þeim hefur maðurinn í aldanna rás margt lært. Annað sem vakið hefur aðdáun hans- er hárnákvæm flughæfni og tímasetning fuglanna. Þeir rata með hjálp sólaráttavita, notkun stjömukortsins og sjötta skilninga- vitsins, sem gerir þeim fært að skynja og rétta sig af með því að nota segulsvið jarð- ar og frábært minni á kennileiti. Ekki nýta allar tegundir alla þessa þætti og fleiri til viðbótar, en allir farfuglar hafa gott tíma- skyn. Hættur við hvert vængjatak Þrátt fyrir ferðahæfni fuglanna hallar nú orðið á margar fuglategundir í Evrópu. Kannski virðast menn hafa mestar áhyggjur af fækkun storkanna af því að þeir em svo stórir og næstum heimilisfuglar, verpa á þökum. Allt frá Sahara og norður að Eystra- salti, í Danmörku, Grikklandi, Elsass og víðar fagna bömin þessum fugli sem svo margar þjóðsögur hafa myndast um og sem á að koma með bömin. En baráttan gegn engisprettunum sem eyðileggja uppskemna og þurrkamir fyrir sunnan Sahara em m.a. þættir í því að svo margir storkar geta ekki safnað nægilegri fæðu til ferðarinnar miklu og farast á leiðinni yfir Sahara. Og þótt aðgerðir séu hafnar í Evrópu til að vernda storkinn, sem er orðinn fágætur, þá er enn ekkert slíkt á ferðinni í Afríku. Mörgum minni fuglum er ekki síður hætt við útrým- ingu þótt storkurinn veki mesta athygli. Á nokkmm undanförnum ámm hefur þessi vandi sem teygir sig milli heimsálfa, hættan á ójafnvægi lífríkisins á hnettinum, alvarleg þurrkavandamál og hin öra jarðvegseyðing á Sahel-svæðinu orðið til þess að tengja löndin suðurfrá og norðurfrá og leitt til upphafs á alþjóðlegri samvinnu um þennan vanda milli landa og álfa. Ekki yrði umhverfi okkar aðeins fátæk- legra við að fuglarnir hættu að birtast, heldur em þeir víða ómissandi hluti af lífríkinu. Farfuglamir hafa áhrif á lífrfkið þegar þeir fara á milli landa og heimsálfa og breyttar aðstæður á stöðunum hafa aft- ur áhrif á lífskilyrði þeirra. Engin keðja er sterkari en veikasti hlekkurinn og til að hamla gegn því að veikur hlekkur sem brest- ur verði til þess að farfuglategund farist hefur verið efnt til ráðstefna á vegum al- þjóðasamtaka, Sameinuðu þjóðanna, Evrópuráðsins og sérstofnananna og dregn- ir upp alþjóðlegir samningar þar sem þjóðir skuldbinda sig til að virða ákveðnar um- gegnisreglur, sem ríkisstjómir taka ábyrgð á. _ íslendingar hafa sem fyrr verið tregir til að koma þar nokkurs staðar nærri sem um skuldbindingar er að ræða og hafa ekki fengist til að vera með í neinum af þeim alþjóðlegu sáttmálum sem gerðir hafa verið, stundum eina þjóðin í Evrópu. Næst kom- umst við því í svonefndum Ramsarsáttmála frá 1971 um vemdun votlendissvæða. íslend- ingar hafa að vísu samþykkt hann, en ekki komið í verk að fullgilda hann á alþingi, einir Evrópuþjóða. En við höfum ekki sam- þykkt svonefndan CITES sáttmála ( Convention on Intemational Trade in End- angered Species) um eftirlit með verslun með villt dýr og jurtir í útrýmingarhættu, Krían lifir í eilifu sumri Kemur allt að 20 þús km leið Krían okkar, af tegundinni Sterna paradisa- ea, á lengsta leið fyrir höndum þegar hún leggur í flugið til sumarstöðvanna norður við heimskautsbaug. Þær fljúga eflaust margar um 20 þúsund kilómetra leið frá Suður-Afríkuströnd- um og Ástralíu. Og ef þær kríur sem sést hafa við ísröndina við Suðurskautið koma héðan, sem ekki er vitað, þá bætast við 3000 km. Kríumar vega þó ekki nema 100-120 grömm, þótt þær sýnist stærri vegna langra vængja, stéls og mik- ils fiðurs. En með því að flytja sig um svo langan veg, þá nær krían því að sjá meiri sól og dags- birtu yfir árið en nokkuð annað sem lífsanda dregur. Kríumar sem verpa og dvelja t.d. norðan við heimskautabaug í eilífri dagsbirtu yfir suma- rið geta líka eytt vetrinum í eilífri dagsbirtu suður undir Suðurskauti. Fyrstu kríumar sem nú eru samkvæmt fregum famar að sjást við ströndina á íslandi hljóta því að koma örþreyttar og hafa miklu afrekað. Ekki ^ að furða þótt þær hvíli sig aðeins áður en þær halda áfram til að koma í Tjamarhólmann 14. maí. En þá þarf krían að drífa sig í að verpa fyrri hluta júnímánaðar, til að geta komið upp fleygum ungum ,því ekki hefur hún mikinn tíma. Upp úr miðjum júlí og í ágúst verður hún að leggja aftur í hann og fljúga löngu leiðina til að halda í sitt eilífa sumar. _ pps þar á meðal fálka, uglutegundir, stóru sjó- skjaldbökuna, emi o. fl. 90 þjóðir eru aðilar að þessum sáttmála sem þykir sjálfsagður meðal menningarþjóða Evrópu. Það er sá hinn sami sem hvalútflytjendur voru að reka sig á í Hamborg nýlega. Sama er að segja um Bemarsamninginn um vemdun villtra dýra og plantna og umhverfi þeirra í Evr- ópu og raunar alla aðra sáttmála til vemdar lífríki og náttúm. Við eram hvergi með. En nú era Afríkuþjóðirnar óðum að bætast í hópinn. Eða eins og forseti Senegals, vetrardval- arstað máríuerlunnar og steindepilsins okkar, Abdou Diouf, orðaði það:„ Hvernig á að tryggja áframhaldandi tilveru gæsa, vaðfugla og annarra farfugla Evrópu nema þeir séu almennilega vemdaðir og aðstæðum þeirra stjómað gegn um allan þeirra lífsfer- il, þ.e. á leiðum þeirra til og frá varpstöðun- um og meðan þeir hafa sumardvöl í norðri og vetursetu í Afríkulöndum. Til þess er Bemarsáttmálinn einstakt tæki til evro- afrískrar samvinnu með nýjum umræðu- grandvelli." TEXTI: ELÍN PÁLMADÓTTIR Creda tauþurrkarar Verð 4,5 kg. 19.900 kr. staðgr. Creda húshjálpin Sóluaðilan Viðja, Kópavogi, s. 44444 Rafbúðin, Hafnarfirði, s. 53020 Stapafell, Keflavik, s. 2300 Vörumarkaðurinn, Seltjamamesi, s. 622200 Grimur og Ámi, Húsavik, s. 41600 Creda-umboðið, Raftækjaverslun islands, Reykjavík. Tónleikar og töfrabrögð Þjóðlagatríóið „Bylina“ frá Rússlandi, söng- konan Galina Borisova og einn frægasti sjón- hverfingamaðurSov- étríkjanna, Arútjan Akopjan, skemmta á vegumMÍRííslensku óperunni (Gamla bíói) sunnudaginn3. maíkl. 15.00. Aðgöngumiðar seldir iaugardag í félagsheim- iliMÍRkl. 13.30-18.00 og við innganginn á sunnudag. Missiðekkiaf sérstæðri skemmtun frá- bærra iista- manna. MÍR Fróöleikur og skemmtun fyrirháa semlága!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.