Morgunblaðið - 03.05.1987, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.05.1987, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1987 B 19 Fjölskyldumynd frá árinu 1981, (frá hægri): Guðni, Ásdis Þóra, Arnar Karl og Elín. Islendingur yfirlæknir á Mayo Clinic Guðni Þorsteinsson, sérfræðing- ur í endurhæfingar- og orku- lækningum, var nýlega ráðinn yfirlæknir endurhæfingardeildar, hinnar virtu stofnunar Mayo Medic- al Center, í Rochester í Minnesota í Bandaríkjunum. Mayo Medical Center, sem er rótgróin og virt stofnun og hefur stundum verið nefnd „Mekka læknavísindanna", rekur sjálfstæða menntastofnun þar sem bæði er hægt að læra und- ir almennt læknispróf og einnig að stunda nám í sérgreinum og er skólinn frægastur fyrir það. Kemur þangað árlega mikill fjöldi lækna frá öllum heimshomum til slks náms. Guðni sem einnig gegnir pró- fessorsstöðu við skólann sagði í samtali við Morgunblaðið að lækna- skólinn væri ekki lengur háður háskóla Minnesota, heldur alger- lega sjálfstæður. Hann sagði að Eru stjórn- mál slagsmál? Legið hefur í loftinu um skeið að ríkisstjóm íhaldsflokksins í Bretlandi hafi hug á því að notfæra sér vinsældir stjómarinnar og láta fara fram þingkosningar á næst- unni þ.e. einu ári fyrr en nauðsyn krefur. Stjómmálaflokkamir hafa því allir hafið undirbúning fyrir hugsanlegar kosningar og foringjar flokkanna hafa haft í nógu að snú- ast. Breskt blað birti fyrir skömmu þessar myndir af forystumönnunum í stellingum hnefaleikara og má til sanns vegar færa að stjómmálabar- átta getur stundum líkst meira hnefaleikakeppni, þar sem beita má hinum lúalegustu brögðum, en skoðanaskiptum skyni gæddra mannvera. Mayostofnunin ræki einnig tvö sjúkrahús og þangað kæmu um 250.000 nýir sjúklingar árlega. Starfsfólk væri um 14.000, þar af væru fastráðnir læknar um 900 og þeir sem væru þar við nám um 800. Guðni Þorsteinsson, yfírlæknir, sagði að á endurhæfingardeildinni ynnu um 200 manns þar af væru 21 fastráðinn læknir og 20 læknar við sémám. Sjúkrarúm væru ekki mörg eða 58, enda byggði stofnun- in mest á göngudeildum og kæmu á sína deild að jafnaði 100 nýir sjúklingar daglega. Hann sagði að aðrar sjúkrastofnanir hefðu fetað í fótspor Mayostofnunarinnar hvað notkun á göngudeildum varðaði og ef rétt væri að málum staðið þá væri slíkt heppilegt bæði fyrir sjúkl- ingana og stofnanimar. Legudög- um hefði fækkað á sama tíma og aðgerðum hefði fjölgað. Guðni Þorsteinsson er 45 ára gamall, sonur Þorsteins Einarsson- ar, fyrrum íþróttafulltrúa ríkisins og konu hans Ásdísar G. Jesdóttur. Hann varð stúdent frá Menntaskól- anum í Reykjavík 1961 og lauk læknisprófí frá Háskóla Islands 1968. Hann hélt til Bandaríkjanna árið 1971, var aðstoðarlæknir við Pennsylvania Medical Center í eitt ár, en hélt þá til Mayostofnunarinn- ar og var þar við nám og störf til ársins 1980. 1980-1981 var hann yfírlæknir endurhæfingadeildar Landspítalans, en hélt að því búnu aftur til starfa við Mayostofnunina. Guðni er kvæntur Elínu Klein, dótt- ur Carls og Þóru Klein og eiga þau tvö böm, Amar Karl sem er við nám í Golgate University í New York og Asdísi Þóru er stundar framhaldsskólanám í Bandaríkjun- um. Guðni sagði við blaðamann Morgunblaðsins að þróunin í endur- hæfíngar- og orkulækningum væri ör, miklar breytingar væru fyrirsjá- anlegar á næstunni og hann liti björtum augum til framtíðarinnar. Royal Magaluf Gislistaður í sérfiokki. Ferðasknlstota, Hallveigarstíg 1 slmar 28388 og 28580 flfayigMtifrltafrift Metsölublad á hverjum degi! Utsala 40% afsláttur Við rýmum fyrir vor- og sumarvör- unum. Setjum þess vegna nokkrar vörutegundir á rýmingarsölu. ATH. Eigum til nokkuð lítið gallaðar svampdýnur á hlægilegu verði eða aðeins kr. 1.500.00 stk. Tilvalið t.d. í sumarbústaði o.fl. Notið tækifærið — verslið ódýrt. Grensásvegi 12. Símar: 688140 - 84660. Pósthólf: 8812,128 R. \- ■ g^HH ■1 ■ 'n<aar. : J W k jgjjj ÍL ■ 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.