Morgunblaðið - 03.05.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.05.1987, Blaðsíða 26
26 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1987 ÉE fiEIHI EVIEHyNEANN/4 Bræðurnir Ethan og Joel. Höfundar „Blood Simple": Coen-bræður gera mynd um barnaræningja Tveir tugthúslimir á flótta stela bil en eru ekki komnir langt þegar þeir uppgötva að upp. á bflþakinu situr reifabarn ( bflstól sínum. Þar hafði því veríð komið fyrír meðan foreldrarnir röðuðu dóti (bflinn. Þjófarnir aka burt eins og villtir menn, sjá barnið detta f götuna, þeir snúa við og snarhemla við höfuð barnsins þar sem það situr ( bamastólnum á hraðbrautinni, enn brosandi eftir ævintýríð. Þannig hefst nýja mynd Coen-bræör- anna, Joels og Ethans, sem frægir urðu fyrir tveimur árum þegar þeir gerðu ; Blood Simple, einhverja frumlegustu spennumynd síðari ára. Þeim veittist ekki erfitt að finna nýtt efni fyrir mynd, hugmyndabanki þeirra er óþrjótandi. Þeir ákváðu loks að spila á tilfinningar fólks; reifabarn og örlög þess i frekar gráglettnum tón. Ræningjarnir fyrrnefndu eru par sem lifir mjög borgaralegu og þar af leiðandi heilbrigðu (!) lífi, en sá skuggi hvílir á að þau geta ekki eignast barn saman. Þau sætta sig ekki við ófrjósemina meðan nágranninn, sem ber ættarnafn- ið Arizona, eignast fimmbura, og ræna því einum þeirra. Joel er 32 ára, Ethan 29, báðir eru frjálsir og konum óháðir og barnlausir. Þeir skrifa handrit sín í sameiningu en Joel er yfirleitt titlaöur leikstjórinn en Ethan framleiðir. En slik verkaskipting er þeim ekki geðfelld, þeir eru svo sam- rýndir að heilabú þeirra eru nánast alveg eins. Þeir gerðu Blood Simple árið 1985, skröpuöu saman 1,5 milljón dala sjálfir. Hvað með þó okkur takist ekki að gera listaverk? sögðu þeir, enginn tekur eft- ir því. En þeir vöktu óhemju athygli enda myndin stórskemmtileg, svo þeir fengu samning við Fox-myndaverið sem ber kostnaöinn af nýju myndinni. Hún er fjórfalt dýrari. „Og því erum við fjór- falt taugaóstyrkari," segja þeir bræður. Svo taugaveiklaðir að þeir ráku meira að segja ungabörnin heim með skömm ef þau hlýddu ekki skipunum þeirra möglunarlaust. Þeir skipuleggja alla vinnuna út í æsar og leyfa sér lítið frjáls- ræði þegar að tökum kemur. „Það er ekki hægt meðan við höfum svo litla peninga," segja þeir bræður. % Með Raising Arizona vildu þeir gera mynd sem væri eins langt í burtu frá Blood Simple og kostur var; hraöa og Ijúfa en ekki hæga og þunga, fyndna og fráleita en ekki blóði drifna og kald- hæðna. Frances McDermond, sem lék eitt aðalhlutverkið í Blood Simple, þekkir þá bræður betur en flestir aörir. Hún segir að í raun hafi þeir aðeins eina ástríðu í lífinu; að búa til myndir. Þeir liggi mánuðum saman yfir handritinu, síðan taki viö langur tími til aö elta uppi fjármagnið; allt er það þó ekki nema aödragandinn að meginatriöi númer eitt; tökunum sjálfum, sem taka frekar stuttan tíma. Þegar þeim lýkur ' er loks komið að meginatriöi númer tvö: klippingunni. Þá geta þeir hagað sér eins og sannir rithöfundar, skoðað myndina á klippiboröinu, og velt fyrir sér öllum möguleikum. Þeir reykja of mikið og borða of lítið, segir Frances, en þannig vilja þeir hafa það. Nicolas Cage og Holly Hunter leika unga parið sem girnist barn ná- grannans. Coen-bræður taka fátt hátíðlega, allra síst sjálfa sig. Ethan stúderaði heimspeki við háskóla; „aö gamni rnínu," útskýrir hann. Þeir kæra sig ekki um hástemmdar ræður né greinar um myndir sínar, þeir ræða sjaldan við blaðamenn (bjóöa þeim aö vísu sæti en segja síðan ekki orö). Ef þeim finnst spurningar blaðamanna fáviskulegar þá vitha þeir í vitringa eins og Karl Marx eða þylja upp löng samtöl úr gömlum bíómyndum. Það er yfirlýstur ásetning- ur þeirra aö gleðja enga með myndum sínum nema sjálfa sig; aðrir skipta þá nákvæmlega engu. Það er ef til vill þess vegna sem myndir þeirra eru svo frumlegar og ferskar sem raun ber vitni, þeir eru ekki háðir markaðnum og duttl- ungum almennings. HJÓ Regnboginn: ÞRIR VINIR OGLANDIS í Mexíkó árið 1916 verða þorpsbúar Santa Poco fyr- ir árásum og yfirgangi útlaga undir stjórn El Guapo (Alfonso Arau). Carmen (Patrice Martinez), ung og fal- leg þorpskona, sendir neyðarboð til þeirra þriggja manna sem hún hefur sóð að berjist gegn kúgun og vinni gegn óréttlæti, en að vísu aðeins í bíó. Það eru stjörnur þöglu myndanna, „Vinirnir þrír“. Á hvíta tjaldinu eru þeir Lucky Day (Steve Martin), Dusty Bottoms (Chevy Chase) og IMed Nederland- er (Martin Short), óttalausar, glæsilegar og rómantískar hetjur. I raunveruleikanum eru þeir sak- leysislegir hrakfallabálkar. Kvik- myndamógullinn Harry Flugelman (Joe Mantegna) rekur þá alla þegar Lucky Day gerist svo djarfur að heimta kauphækkun svo þeir vinda sér í að kom Carmen til hjálpar. Þeir vaða að vísu í þeirri villu að þeir eigi að koma fram sem hluti af skemmtidagskrá fyrir 100.000 pesósa og þegar þeir koma til Santa Poco halda þeir að útlagarn- ir illræmdu séu kollegar úr leikara- AlexCox gerir „Walker" í INlicaragua Wiiliam Walker hét Ameríkani og ævintýramaður sem uppi var á 19. öld, fæddur í Tennessee. Hann var foringi fyrir liði Bandaríkjamanna sem hélt inn í Nicaragua, sölsaði undir sig stjórn landsins og Walker sór forsetaeið áður en hann var leiddur fyrir aftökusveit og skotinn. Þótt Walker sé ekki stórt nafn í sögubókum í Bandaríkjunum er hann það í Suður- Ameríku. I Nicaragua stendur hann fyrir hið hugsunarlausa ofbeldi Kanans sem engu eirir, haldinn þeirri villu að hann sé að breiða út lýðræði. Breski leikstjórinn Alex Cox, sem frægur er fyrir myndir eins og Repo Man og Sid and Nancy, er nú staddur í Nicaragua að gera mynd um Walker þennan. Ed Harr- is (The Right Stuff) fer með titil- hlutverkið en myndin á einfaldlega að heita Walker. Líkt og leikstjór- inn, og margir aðrir sem vinna við myndina, þiggur Harris minni laun fyrir en ella vegna þess að hann er samþykkur pólitískum meining- um myndarinnar og hún er því mun ódýrari fyrir bragðið. Cox segir í viðtali við The New York Times að hann sé kominn til Nicaragua í þeim tilgangi að mót- mæla stefnu Bandaríkjastjórnar í málefnum Mið-Ameríku og sér- staklega stuðning hennar við Contraskæruliðana. „Bandaríkja- stjórn, með stuðningi minnar eigin stjórnar, aðstoðar við heimskulegt og tilgangslaust fjöldamorð á fólki sem vill henni ekkert illt, sagði Cox í blaðaviðtali. Embættismenn Nicaragua- stjórnar fóru yfir handritið að myndinni áður en þeir gáfu heimild fyrir gerð hennar í landinu. Og hin ríkisrekna kvikmyndastofnun Nic- aragua vinnur náið með kvik- myndagerðarmönnunum. Allir, sem þátt taka í myndinni, eiga þá sannfæringu sameiginlega að stefna Bandaríkjanna gagnvart Nicaragua sé siðlaus og myndin er gerð að hluta til í þeim tilgangi að koma því sjónarmiði á framfæri. Áætlað er að myndin verði frum- sýnd seint á þessu ári, jafnvel um sama leyti og þingið í Washington tekur fyrir nýja beiðni stjórnarinnar um aðstoð til Contra-skærulið- anna. Framleiðandi myndarinnar Alex Cox (til vinstri) og Ed Harris við tökur á myndinni Walker, sem gerist í Nicaragua. Vinirnir þrír í mynd John Landis: Martin Short, Chevy Chase og Steve Martin. Þeir eru þar sem þú finnur þá.(l) stéttinni. Þetta er aðeins upphafið á nýj- ustu gaman/ævintýramynd John Landis (Trading Places), sem heit- ir Þrír vinir (Three migos), og verður sýnd í Regnboganum. Steve Martin leikur Lucky Day, leiðtoga vinanna og forsvarsmann í kvikmyndaborginni, Chevy Chase leikur hinn rómantíska, gítarleik- andi Dusty Bottoms, sem helst vildi hverfa aftur til þess yndis að vera kvikmyndastjarna, og Martin Short (í sinni fyrstu mynd) leikur Ned Nederlander, fyrrum barna- stjörnu tveggja-spólu myndanna. Þetta er tíunda mýnd hins 35 ára gamla John Landis en höfund-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.