Morgunblaðið - 03.05.1987, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.05.1987, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1987 (Or B A r 11 „Fer hjónabandið að heyra sög- unni til?“ var fyrirsögn á frétt í einu blaðinu. Og fylgdu áhyggjur af því annars vegar að helmingur þrítugra er enn ógiftur nú_ orðið, þar sem aðeins þriðji hver íslend- ingur var það á þeim aldri fyrir áratug. Hins vegar að tala fráskil- inna var árið 1985 þrefalt hærri en fyrir 10 árum. Og í kosninga- ræðu þar sem ræðumaður hafði áhyggjur af afdrifum hjónabands- ins í okkar samfélagi og ónógum bameignum , upplýsti hann að þriðja hvert hjónaband leystist upp. Tengdi þetta og taldi váleg tíðindi. Nú í vikunni flutti virtur franskur sagnfræðingur, Georges Duby, háskólafyrirlestur um kjör kvenna á síðari hluta 12. aldar. Hann lætur hafa eftir sér að ýtar- legar rannsóknir hans á fjöl- skyldulífí, hjónabandi, kynlífí og hugsanagangi á miðöldum séu gerðar í þeim tilgangi að fá við- miðun og skilning á því sem er að gerast í nútímanum. Staða þeirra kvenna sem heimildir eru um, þ.e. kvenna í efri lögum sam- félagsins sem gefnar voru í hjónaband og algjörlega háðar eiginm'anni, gefur hugmynd um hvemig stofnunin hjónaband þró- aðist í álfunni og veitir þá um leið vissa skýringu á undanhaldi þess fyrirkomulags á undanföm- um áratugum við breyttar samfélagsaðstæður. Völd og erfð- ir áttu þá ríkastan þátt í stofnun hjónabanda. Elsti sonur og höfuð fjölskyldunnar varð að fá auðugra kvonfang en hann sjálfur og ríkir feður tryggðu sér áhrif með hjónaböndum dætra sinna. Þeir tryggðu svo sitt í hjónabands- samningnum með því að konan skyldi halda þriðjungi þess sem hún kom með við dauðsfall maka eða ef hún var send tilbaka, sem kom fyrir. En hún fékk þó ekki sjálf yfírráð yfír því fé. Faðir, bræður eða elsti sonur lögðu þá hald á fjármuni hennar. Hún var undirgefín þeim öllum og ólst upp við það sem sjálfsagðan hlut. Systkini ólust upp saman til 7-8 ára aldurs, en þá fóru drengimir til híbýla karlmanna og föðurins en dæturnar í innilokað samfélag kvennanna. Um tilfínningalegt samband karla og kvenna í slíkum hjónaböndum fjallaði fyrirlesarinn nánar, en ekki er rúm til að fara út í það hér. Með fjárhagslegu sjálfstæði beggja aðila hefur lífsmynstrið að sjálfsögðu breyst mikið. Mikilvægi fjölskylduarfsins ekki lengur ríkjandi þáttur og lífsspursmál hjónabandsins fyrir konuna ört víkjandi. Kannski er þama ein skýringin á þessari óeðlilegu, meðvituðu eða ómeðvituðu, tregðu við að greiða konum í raun jafnhá laun fyrir sömu vinnu burt séð frá laga skyldum, nú eftir að þær eru komnar út á vinnumark- aðinn í nútímaþjóðfélagi. Undir- gefnin hverfur með jafnstöðu. En með sýn til upprunalegrar mótun- ar slíkra þátta hljóta breytingar að verða skiljanlegri. Sagt er að þurfí fimm ár til að koma á lög- gjöf, 15 ár til að búa til brúklegt vín, 30 ár til að rækta eikartré, en ætli þurfí ekki aldir til að breyta rótgrónum siðum og hugs- unarhætti? Þessháttar vangaveltur vekja fleiri spumingar. Er eftir allt sam- an nokkuð víst að hvert hjónaband hafí að meðaltali varað lengur á Islandi áður fyrr en það gerir núna? Hvaða mgl er nú þetta, hugsa eflaust ýmsir. En þetta hlýtur að flokkast undir gagnrýna hlustun. Er ekki alltaf verið að hvetja til slíks og þykir af hinu góða? Hafa konur kannski ekki meiri möguleika á þremur tuttugu ára hjónaböndum á 80 ára með- alæfí, eins og hún er nú á íslandi, heldur en um aldamótin síðustu þegar meðalæfin var ríflega 40 ár og þær hmndu niður við bams- burð. Og hefur fólk ekki mun lengri og betri tíma til að hugsa sig um áður en farið er í hjóna- bandið þegar karlar eiga líkur á 76 ára æfi og konur á 80 ára æfí, heldur en meðan meðalæfín var 40-50 ár? Upp í hugann kemur myndin, sem ávallt kemur manni í gott skap þegar komið er inn í Þjóð- minjasafnið. Þar blasir andspænis gestum í anddyrinu við málverkið af Gísla biskupi Þorláksssyni á Hólum (1631-1684) með konum- ar sínar þrjár upp á arminn. Þegar sá góði maður lét mála af sér mynd hafði hann þær allar með, látnar og lifandi, þær Gróu Þor- leifsdóttur, Ingibjörgu Benedikts- dóttur og Ragnheiði Jónsdóttur. Enda eðlilegt að svo mætur mað- ur hefði átt þijár konur þegar hann var kominn á efri ár. Ekki skortur á góðu kvonfangi fyrir biskupinn. Situr kannski með þær í kring um sig í himnaranni. Hvað sagði ekki maðurinn við sr. Matthías Jochumsson, sem líka átti þijár konur, þegar sá góði maður var að segja að hinum megin mundi maður ömgglega hitta þá sem manni þætti vænst um. Þá varð manninum að orði: „Verði þér að góðu sr. Matthías með allar þínar þijár!“ Hvað um það, nú getur meða- ljóninn og hún meðalgunna sem best átt tvö til þijú silfurbrúðkaup á æfínni ef þau missa maka eða kjósa að skipta um. Em ekki líka meiri líkur á því á langri æfí að aðstæður og samband fólks breyt- ist en á fáum ámm, eða hvað? Er ekki samaburður á tölunum einum dulítið út í hött þegar mannsæfín hefur lengst svo mikið og samfélagið breyst? Þegar svo farið var að tengja þessar upplýsingar við áhyggjur af fáum börnum í hveiju hjóna- bandi, vakna enn spumingar. Þá kom upp í hugann mynd af ný- giftu hjónunum um fímmtugt, sem hyggjast arka saman sinn æfiveg, álíka langan og meðalæf- in var um aldamót, eiga silfur- brúðkaup og jafnvel möguleika á gullbrúðkaupi. Ekki em þau að ganga í hjónaband til að eignast böm, annað liggur þar að baki. En liggur nokkuð fyrir um að það verði verra hjónaband? En sá þátt- ur verður að bíða betri tíma, enda gámrýmið búið. Aðeins rúm fyrir eina litla viðeigandi grúkku frá Piet Hein í búningi Auðuns Braga: Að rista brauð er afar auðvelt, ef þá viðhelst brími. En þegar ósar ætti að nægja eitthvað.skemmri tími. Bændur — útgerðarmenn — fisksalar — iðnaðarmenn NISSAN1200 PICKUP er trúlega bíllinn sem hentar ykkur. — Þrælduglegur vinnuþjarkur á frábæru verði. Kr. 350.000,- Til sýnis ásamt öðrum bílum okkar í sýningarsalnum v/Rauðagerði. í < jffl. 1957-1987 % 30 M ára Juf Bílasýning laugardag og sunnudag kl. 14.00 - 17.00 Verið velkomin - Alltaf heitt á könnunni SH INGVAR HELGASON HF. ■■■ Sýningarsalurinn Rauðagerði, simi 33560.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.