Morgunblaðið - 16.05.1987, Síða 1

Morgunblaðið - 16.05.1987, Síða 1
72 SÍÐUR OG LESBÓK STOFNAÐ 1913 109. tbl. 75. árg.___________________________________LAUGARDAGUR 16. MAI 1987________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins íranir stóryrtir: Ráðumst hiklaust á bandarísk skip London, Reuter. DÓMSMÁLARÁÐHERRA írans sagði í Teheran í gær að íranir myndu ekki hika við að ráðast á bandarísk skip á Persaflóa, að því er íranska fréttastofan IRNA greindi frá. Forskot Thatcher 18 prósent Perth, Skotlandi, Reuter. MARGARET Thatcher, forsætis- ráðherra Bretlands, hefur átján prósenta forskot á Bandalag fijálslyndra og jafnaðarmanna og V erkamannaflokkinn sam- kvæmt skoðanakönnun, sem breskt dagblað birti i gær. Thatcher hefur ekki haft meira forskot á andstæðinga sina síðan hún komst tíl valda árið 1979. Thatcher og Neil Kinnock, for- maður Verkamannaflokksins, hófu í gær baráttuna fyrir kosningamar 11. júní. Thatcher lofaði í ræðu, sem hún flutti í bænum Perth á Skot- landi, að selja fleiri ríkisfyrirtæki og sagði að skuggi hemaðarmáttar Sovétríkjanna myndi falla yfir Bret- land ef Verkamannaflokkurinn kæmist til valda. Kinnock sagði að sú skipan mála, sem Thatcher vildi koma á væri hrottafengin: „Hún er rotin og býð- ur upp á óréttlæti, eymd og misskiptingu." Samkvæmt könnuninni, sem birt- ist í Evening Standard, myndi Thatcher vinna rúmlega 150 sæta meirihluta á þingi. Þar fær íhaids- flokkurinn 46 prósenta fylgi, Verkamannaflokkurinn 28 prósent og Bandalagið 25 prósent. Sjá „Efnahagsbati eykur sig- urlíkur ... “ á síðu 35. Haft var eftir Abdulkarim Musavi Ardebili að íranski herinn myndi ef til vill hika við að ráðast á skip frá Kuwait vegna þess hversu nálægt landið er íran, „en það verð- ur hiklaust ráðist á bandarísk skip“. Richard Murphy, aðstoðarmaður bandaríska utanríkisráðherrans, sem verið hefur á ferðalagi um ríki við Persaflóa, sagði að Bandaríkja- menn væm að semja við Kuwait um að skip þaðan sigldu undir bandarískum fána. Þá myndu skip- in njóta verndar bandaríska sjóhers- ins á Persaflóa' Stjómvöld í Kuwait hafa grigið til þessa ráðs vegna þess að íranir hafa ráðist á skip undir þeirra fána. IRNA hafði eftir yfirmanni íranska sjóhersins að haldið yrði áfram að stöðva skip, sem gmnur léki á að hefðu farm fyrir íraka um borð. Hvorki sá fáni, sem skipið sigldi undir, né eigandi þess gæti hindrað sjóherinn í að gegna hlut- verki sínu. Andstæðingar Atlantshafsbandalagsins efndu til mótmæla við bandariska sendiráðið í Osló dag. Kom til átaka milli fólksins og lögreglumanna og var fjöldi manna handtekinn. Reuter á fimmtu- Línurnar lagðar fyrir ráðherrafund NATO í Reykjavík: Samkomulag takí líka tíl Asíu-flauga Sovétmanna Horfið frá niðurstöðum Reykjavíkurfundar leiðtoganna, segir Tass Stavanger, Bonn, London, Moskvu, Reuter. FUNDI kjarnorkuáætlana- nefndar Atlantshafsbandalags- ins í Stavanger í Noregi lauk i gær. Fundinn sátu varnarmála- ráðherrar þeirra 14 ríkja sem aðild eiga að nefndinni. í sameig- inlegri yfirlýsingu fundarmanna er þess krafist að Sovétmenn Reuter Chirac og Sakharov Jacques Chirac, forsætisráðherra Frakklands, er nú staddur í Moskvu og ræddi hann í gær stuttlega við Andrei Sakharov í bakherbergi í Sovésku vísindaakademíunni. Sakharov bað Chirac að tala máli sam- viskufanga á fundi hans með Mikhail Gorbachev síðar um daginn. fjarlægi meðaldrægar flaugar sínar bæði í Evrópu og Asiuhluta Sovétrikjanna. Sovéska frétta- stofan Tass sagði kröfu þessa vera í ósamræmi við niðurstöður Reykjavíkurfundar leiðtoga stór- veldanna. Caspar Weinberger, vamarmála- ráðherra Bandaríkjanna, sem hvatti til þess að fundurinn ályktaði um Asíu-flaugamar, vildi ekki láta uppi hvort Bandaríkjastjóm hygðist breyta þeim samkomulagsdrögum sem lögð hafa verið fram í Genf í ljósi þessarar niðurstöðu ráðherr- anna. Fundarmenn fögnuðu því að bættar horfur væm á samkomulagi milli stórveldanna um verulega fækkun meðaldrægra kjamorku- flauga. Þeir lögðu jafnframt áherslu á nauðsyn þess að viðhalda þeim kjamorkuherafla sem væri ómiss- andi til varna Vestur-Evrópu og minntu á að vamaráætlanir Atl- antshafsbandalagsins væru grund- vallaðar á kenningunni um sveigjanleg viðbrögð á átakatímum. Sovéska fréttastofan Tass sagði að yfirlýsing ráðherranna bæri þess merki að þeir hefðu ekki komist að samkomulagi varðandi skamm- drægar kjamorkuflaugar í Evrópu, sem draga 500 til 1.000 kílómetra, en Sovétstjórnin hefur lagt til að þær verði upprættar með öllu. „Varðandi meðaldrægar flaugar kröfðust fundarmenn þess að vikið yrði frá því samkomulagi sem lá fyrir eftir Reykjavíkurfund leið- toganna," sagði í tilkynningu fréttastofunnar. Talsmaður vestur-þýsku ríkis- stjómarinnar birti í gær óvænta yfírlýsingu frá Helmut Kohl kansl- ara þar sem hann lagðist gegn því að samið yrði um útrýmingu skammdrægra flauga í Evrópu og hvatti til samkomulags um uppræt- ingu allra kjamorkuflauga, sem draga allt að 1.000 kílómetra. Sagði kanslarinn að samkvæmt þeim drögum sem kynnt hefðu verið í Genf væri ekki tekið tillit til vígvall- arvopna sem Vestur-Þjóðverjum stæði mest ógn af. Ráðgjafi kansl- arans um vamarmál, Horst Teltsch- ik, dró yfirlýsingu Kohls síðar tilbaka og sagði að hann krefðist þess ekki að samið yrði um öll kjam- orkuvopn í Evrópu í einu lagi. Sagði hann að Kohl vildi aðeins að kjam- orkuvopn, sem drægju allt að 500 km yrðu tekin með í reikninginn, en þau ætti ekki að gera að skil- yrði, ef stórveldin kæmust að samkomulagi um meðaldræg vopn. Sjá nánar um afvopnunarmál- in á síðu 32. Flugráni afstýrt Ungur Pólveiji tók í gær gísla í strætisvagni í Varsjá og heimtaði að ekið yrði til Okecie-flugvallar. Á flugvellinum hótaði hann að sprengja handsprepgju ef honum yrði ekki flogið til Ítalíu. Maðurinn gerði alvöru úr hótun sinni þegar ekki var gengið að kröfum hans og særðist einn maður í sprenging- unni. Ræninginn var handtekinn rétt eftir að sprengjan sprakk. Á myndinni er hann leiddur á brott. Reuter

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.