Morgunblaðið - 16.05.1987, Page 6

Morgunblaðið - 16.05.1987, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. MAÍ 1987 ÚTVARP / SJÓNVARP Ferruzzi Það er ekki ýkja langt síðan ís- lendingar voru hnepptir í spenni- treyju danskrar einokunarverslunar og borguðu glæsihýsi danskra kaup- manna með áti á maðksmognu mjöli. Nú er betri tíð með blóm í haga, en samt eimir enn eftir af selstöðuþanka- ganginum. Þannig upplýsti Gunnar Helgi Hálfdanarson, framkvæmda- stjóri Fjárfestingarfélags íslands, í samtali við Sighvat Blöndahl á Stöð 2 að íslendingum væri lögum sam- kvæmt . . .óheimilt að taka þátt í alþjóðlegum verðbréfaviðskiptum. Það er ekki ofsögum sagt að hér búi menn enn nánast í ofvemduðu austantjalds- umhverfí; mega drekka brennd vin en ekki bjór, kaupa vélar og tól með nýtísku fjármögnunarleigusamningi er sækir jafnvel aurana til erlendra samstarfsaðila, en mega ekki taka þátt í erlendum fýrirtækjarekstri. Hér gæti skipt sköpum að ljósvakafjölmiðl- amir bregðist við hart og upplýsi okkur hversdagsmenn um stöðu Is- lands í samfélagi þjóðanna nema menn vilji hanga í afturhaldshugsjón mið- stýringarsinna. Ég minntist hér áðan á samtal Sig- hvats Blöndahl við yfírmann Pjárfest- ingarfélagsins, þar sem hulunni var svipt af sérstöðu okkar íslendinga á hinum alþjóðlega hlutabréfamarkaði. Þessar mikilvægu upplýsingar komu fram síðastliðinn miðvikudag í upp- hafsþætti Viðskipta — nýrrar þáttar- aðar er Sighvatur stjómar á Stöð 2. Ég hef löngum boðað slíka þáttaröð hér í dálki og fagna Sighvati og vona að hann fái nægan stuðning frá frjáls- huga athafnamönnum og stjómmála- mönnunum blessuðum þannig að viðskiptaþátturinn geti með tíð og tíma orðið einskonar markaðstorg nýrra hugmynda og þar geti menn jafnvel stofnað til viðskiptasambanda og í framtíðinni til verðbréfaþings, þar sem til dæmis ónefndur bóndi norður í Skorradal á máski 100.000 króna hlut í ítölsku fyrirtækjasamsteypunni Ferruzzi, sem er stærsti sykurfram- leiðandi heims og framleiðir og selur einnig ógiynni af appelsínum, soya- baunun, kaffí og ég veit ekki hvað, en starfsmenn Ferruzzi stunda ræktun á 2.500 milljón ekrum um veröld víða. Hví skyldi íslenskum bónda meinað að taka þátt í Ferruzzi-landbúnaðar- undrinu sem hluthafa, en það undur hófst reyndar fyrir flörutíu árum með samvinnu nokkurra bænda í Revenna. Framreiðsluráð landbúnaöarins sendi inn á hina ágætu tónlistarvöku Bylgjunnar til styrktar Vímulausri æsku afar frumlegan lagstúf, sunginn af kvikfé, er skyldi hljóma á klukku- stundarfresti eða þar til hlustendur borguðu einskonar lausnargjald. Sannarlega hugmyndaríkir menn er starfa hjá framleiðsluráðinu og væri óskandi að hugmyndaríkið birtist bet- ur í ljósvakamiðlunum svo íslenskir bændur mættu nema ný markaðslönd. En vafalaust liggja landbúnaðarráðu- nautamir á digrum upplýsingasjóði. Þannig ræddi Hallgrímur Thorsteins- son Bylgjustjóri fyrir skömmu við Áma Snæbjömsson, æðarræktarráðu- naut Búnaðarfélags íslands. í þvf spjalli kom meðal annars fram að íslenskur æðardúnn rataði á dögunum í sæng er Yoko Ono keypti á 100.000 kall í New York. Þessa sæng keypti Yoko af bandarískum kaupmanni er um langa hrlð hefír verslað við íslenska æðarræktarbændur. í fimmtudagsþætti Torgsins, hins ágæta viðskiptaþáttar rásar 1 er Þor- geir Ólafsson stýrði, var athyglisvert viðtal við Pétur B. Lútersson hönnuð er nýlega sló í gegn á alþjóðlegri hús- gagnasýningu í Köben. Pétur hélt því blákalt fram að vonlaust væri að selja vöru í dag nema hönnunin væri fýrsta flokks. Hvemig væri nú að fslenskir æðarræktarbændur fengju hina fær- ustu hönnuði til að hanna 100.000 króna sængur handa fína fólkinu og máski yrði þeim svo dreift af Ferruz- zi-landbúnaðarrisanum, en bóndinn úr Skorradal hefði milligöngu um þau viðskipti. Slfkir eru töfrar hins ftjálsa markaðar, ágætu lesendur, og kominn tími til að menn hætti að mæna til þingmannsins „heima f héraði" og taki þess í stað þátt í heimsversluninni með hjálp ljósvakans. Ólafur M. Jóhannesson Ríkissjónvarpið: Byltingin á Queimada ■■■■ Byltingin á Qu- 0045 eimada, frönsk-ítölsk bíómynd frá árinu 1968, er á dagskrá sjónvarps í kvöld. Flugumaður bresku stjómarinnar kemur til eyj- arinnar Queimada til þess að binda endi á einokun Portúgala á sykurreyr sem ræktaður er þar. Eyjan er að mestu byggð svörtum þrælum og hvetur flugu- maðurinn þá til uppreisnar. Myndin er ekki við hæfi bama. Kvikmyndin Byltingin á Queimada er á dagskrá sjónvarps í kvöld. UTVARP © LAUGARDAGUR 16. maí 6.45 Veðurfregnir. Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 „Góðan dag, góðir hlustendur." Pétur Péturs- son sér um þáttinn. Fréttir eru sagðar kl. 8.00, þá lesin dagskrá og veöurfregnir sagðar kl. 8.15. Að þeim loknum er lesið úr forustu- greinum dagblaðanna en síðan heldur Pétur Péturs- son áfram að kynna morgunlögin. Fréttir á ensku sagöar kl. 8.30. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 9.15 f garðinum með Haf- steini Hafliðasyni. (Endur- tekinn þáttur frá miðviku- degi.) 9.30 ( morgunmund. Þáttur fyrir börn í tali og tónum. Umsjón: Heiödís Norðfjörð. (Frá Akureyri.) 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Óskalög sjúklinga. Helga Þ. Stephensen kynn- ir. Tilkynningar. 11.00 Vísindaþátturinn. Umsjón: Stefán Jökulsson. 11.40 Næst á dagskrá. Stiklaö á stóru í dagskrá útvarps um helgina og næstu viku. Umsjón: Trausti Þór Sverrisson. 12.00 Hér og nú. Fréttir og fréttaþáttur í viku- lokin í umsjá fréttamanna útvarps. 12.45 Veðurfregnir. 12.48 Hér og nú, framhald. 13.00 Tilkynningar. Dagskrá. Tónleikar. 14.00 Sinna. Þáttur um listir og menning- armál. Umsjón: Þorgeir Ólafsson. 15.00 Tónspegill. Þáttur um tónlist og tón- menntir á líðandi stund. Umsjón: Magnús Einarsson og Ólafur Þóröarson. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. 17.00 Síðdegistónleikar: 18.00 Islenskt mál. Ásgeir Blöndal Magnússon flytur þáttinn. 18.15 Tónleikar. Tilkynningafr- 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.35 Strauss-hljómsveitin í Vín leikur lög eftir Johann Strauss; Max Schönherr stjórnar. 20.00 Harmoníkuþáttur. Um- sjón: Einar Guðmundsson og Jóhann Sigurösson. (Frá Akureyri.) 20.30 Úr heimi þjóðsagnanna. Fyrsti þáttur af tíu. Umsjón: Anna Einarsdóttir og Sól- veig Halldórsdóttir. Lesari SJÓNVARP LAUGARDAGUR 16. maí 13.35 Coventry — Tottenham. Úrslitaleikur ensku bikar- keppninnar. Bein útsending frá Wembley. 16.30 íþróttir. Umsjónarmaður: Bjarni Fel- ixson. 18.00 Garðyrkja. 3. Grænmetisrækt. Norskur myndaflokkur í tíu þáttum. Þýðandi: Jón O. Edwald. (Nordvision — Norska sjón- varpiö). 18.30 Leyndardómar gull- borganna. (Mysterious Cities of Gold). Nýr flokur — Fyrsti þáttur. Teiknimyndaflokkur um þrjú börn og félaga þeirra í leit að gullborg í Suður-Ameriku á timum landvinninga Spán- verja þar i álfu. Þýðandi: Sigurgeir Steingrímsson. 19.00 Á háskaslóðum. 14. Grace í vanda. Kanadiskur myndaflokkur um dýravernd og ævintýri á sjó og landi. Þýðandi: Jó- hanna Jóhannsdóttir. 19.25 Fréttaágrip á táknmáli. 19.30 Stóra stundin okkar. Andrésar andar-skiðamótið á Akureyri. Umsjón: Erla Rafnsdóttir. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Lottó. 20.40 Fyrirmyndarfaöir. (The Cosby Show) 17. þáttur. Bandarískur gamanmyndaflokkur með Bill Cosby í titilhlutverki. Þýðandi: Guðni Kolbeins- son. 21.10 Óhræsi ( Undralandi. (Malice in Wonderland). Bandarísk sjónvarpsmynd frá árinu 1984. Leikstjóri Gus Trikonis. Aðalhlutverk: Elizabeth Taylor, Jane Alex- ander og Richard Dysart. Myndin er um slúöurdálka- höfundana Louellu Parsons og Heddu Hopper sem settu svip á kvikmyndabæ- inn Hollywood á árum áður. Þessar æskuvinkonur, sem áttu oft í erjum um ævina, mæla sér mót og rifja upp liöin ár en það veröur aðeins til að ýfa upp sárin. Þýð- andi: Kristmann Eiðsson. 22.45 Byltingin á Gueimada. Frönsk-ítölsk bíómynd frá árinu 1968. Leikstjóri: Gillo Pontecorvo. Aðalhlutverk: Marlon Brando og Evaristo Marquez. Flugumaður bresku stjórnarinnar kemur til eyjarinnar Queimada til þess að binda endi á einok- un Portúgala á sykurreyr sem ræktaöur er í eyjunni. Hún er að mestu byggö svörtum þrælum og hvetur flugumaöurinn þá til upp- reisnar. Þýðandi: Baldur Hólmgeirsson. Myndin er ekki við hæfi barna. 00.40 Dagskrárlok. * í STOD2 LAUGARDAGUR 16. maí § 9.00 Kum. Kum. Teikni- mynd. § 9.26 Jógi björn. Teikni- mynd. § 9.60 Lovisa (Lucie). Leikin barnamynd. §10.15 Herra T. Teikni- mynd. § 10.40 Þrumufuglarnir. Teiknimynd. § 11.00 Alli og ikornarnir. Teiknimynd. §11.30 Fimmtán ára (Fifte- en). í þessum þáttum fara ungl- ingar með öll hlutverk og semja textann jafnóðum. 12.00 Hlé. § 16.00 Ættarveldiö (Dyn- asty) Oftast býr eitthvaö að baki hjálpsemi Alexis Carring- ton, eins og fram kemur í þessum þætti. § 16.45 Myndrokk. § 17.00 Bíladella (Auto- mania). Ný bresk þáttaröð i léttum dúr. Þessi þáttur fjallar um þær félagslegu breytingar sem tilkoma bílsins hafði i för með sér. § 17.30 NBA-körfuboltinn. Umsjónarmaöur er Heimir Karlsson. §19.05 Kolabjörninn Snari. Teiknimynd. 19.30 Fréttir. 20.00 Undirheimar Miami (Miami Vice). Bandarískur framhaldsþátt- ur með Don Johnson og Philip Michael Thomson í aðalhlutverkum. § 20.50 Bráðum kemur betri tið (We’ll meet again). Breskur framhaldsmynda- flokkur með Susannah York og Michael J. Shannon í aðalhlutverkum. §21.45 Átvaglið (Fatso). Bandarísk mynd frá 1970 með Dom DeLuise, Anne Bancroft i aöalhlutverkum. Leikstjóri er Anne Bancroft. Mynd þessi fjallar bæði af gamni og alvöru um algengt vandamál, þ.e.a.s. ofát. §23.20 Skin og skúrir (Only When I Laugh). Sjónvarpsmynd frá 1981, eftir sögu Neil Simmons. Myndin fjallar um leikkonu með óljósa. sjálfsímynd og drykkjuvandamál, en kimni- gáfuna i lagi. Aðalhlutverk: Marsha Mason, Kristy McNichol og James Coco. Leikstjóm: Glenn Jordan. § 1.16 Myndrokk. 3.00 Dagskrárlok. með þeim: Arnar Jónsson. Knútur R. Magnússon og Sigurður Einarsson völdu tónlistina. (Áður útvarpað í október 1985.) 21.00 íslensk einsöngslög. Guðmundur Jónsson syng- ur lög eftir Jón Laxdal, Bjarna Þorsteinsson, Áskel Snorrason, Gísla Kristjáns- son, Jón Þórarinsson og Þórarin Guðmundsson. Ól- afur Vignir Albertsscn leikur með á pianó. 21.20 Á réttri hillu. Umsjón: Örn Ingi. (Frá Akureyri.) 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Tónmál. Heinrich Neuhaus; listin að leika á pianó. Sjötti og síðasti þáttur. Umsjón: Soffía Guömundsdóttir. 23.00 Danslög. 24.00 Fréttir. 00.05 Miönæturtónleikar. Um- sjón: Jón Örn Marinósson. 01.00 Dagskrárlok. Næturút- varp á samtengdum rásum til morguns. m LAUGARDAGUR 16. maí 08.00—12.00Valdis Gunnars- dóttir. Valdís leikur tónlist úr ýmsum áttum, lítur á það sem framundan er hér og þar um helgina og tekur á móti gestum. Fréttir kl. 08.00 og 10.00. 12.00-12.10 Fréttir 12.10—15.00 Ásgeir Tómas- son á léttum laugardegi. Öll gömlu uppáhaldslögin á sinum stað. Fréttirkl. 14.00. 15.00—17.00Vinsældalisti Bylgjunnar. Jón Gústafsson leikur 40 vinsælustu lög vik- unnar. Fréttir kl. 16.00. 17.00—19.00Laugardagspopp á Bylgjunni með Þorsteini Ásgeirssyni. Fréttir kl. 18.00. 19.00-21.00 Rósa Guð- bjartsdóttir lítur á atburöi siðustu daga, leikur tónlist og spjallar við gesti. Fréttir kl. 19.00. 21.00—23.00 Anna Þorláks- dóttir í laugardagsskapi. Anna trekkir upp fyrir helg- ina. 23.00—04.00 Þorsteinn Ás- geirsson, nátthrafn Bylgj- unnar, heldur uppi helgarstuöinu. 04.00—08.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. Haraldur Gisla- son leikur tónlist fyrir þá sem fara seint í háttinn og hina sem fara snemma á fætur. LAUGARDAGUR 16. maí 1.00 Næturútvarp. Georg Magnússon stendur vakt- 6.00 I bítið. Rósa Guöný Þórsdóttir kynnir notalega tónlist i morgunsáriö. 9.03 Tíu dropar. Helgi Már Baröason kynnir dægurlög af ýmsu tagi og upp úr kl. 10.00 drekka gestir hans morgunkaffiö hlustendum til samlætis. 11.00 Lukkupotturinn. Bjarni Dagur Jónsson sér um þátt- inn. 12.45 Listapopp í umsjá Gunnars Salvarssonar. (Þátturinn verður endurtek- inn aðfaranótt þriðjudags kl. 2.00.) 14.00 Poppgátan. Gunnlaug- ur Ingvi Sigfússon og Jónatan Garöarsson stýra spurningaþætti um dægur- tónlist. Keppendur í 9. þætti: Kári Waage og Jó- hannes Magnússon. (Þátt- urinn verður endurtekinn nk. þriöjudagskvöld kl. 21.00.) 16.00 Við rásmarkið. Þáttur um tónlist, iþróttir og sitt- hvað fleira i umsjá Siguröar Sverrissonar og iþrótta- fréttamannanna Ingólfs Hannessonar og Samúels Arnar Erlingssonar. 17.00 Savanna, Rió og hin trióin. Svavar Gests rekur sögu islenskra söngflokka í tali og tónum. 18.00 Tilbrigöi. Þáttur i umsjá Hönnu G. Sigurðardóttur. (Þátturinn verður endurtek- inn aöfaranótt miðvikudags kl. 2.00.) 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Með sínu lagi. Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir. 20.00 Rokkbomsan. Þorsteinn G. Gunnarsson. 21.00 Á mörkunum. — Jóhann Ólafur Ingvason. (Frá Akur- eyri.) 22.05 Snúningur. Vignir Sveinsson kynnir gömul og ný dægurlög. 00.05 Næturútvarp. Óskar Páll Sveinsson stendur vakt- ina til morguns. Fréttir kl. 7.00, 8.00, 9.00, 10.00, 12.00, 16.00, 19.00, 22.00 og 24.00. SVÆÐISÚTVARP AKUREYRI 18.00—19.00 Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni — FM 96,5. Um að gera. Þáttur fyrir unglinga og skólafólk. FM 1§2,» LAUGARDAGUR 16. maí 13.00 Skref ( rétta átt. Stjóm- endur: Magnús Jónsson, Þorvaldur Daníelsson og Ragnar Schram. 14.30 Tónlistarþátturíumsjón Hákonar Muller. 16.00 Á beinni braut. Ungl- ingaþáttur. Stjómendur: Gunnar Ragnarsson og Sæmundur Bjarklind. 17.00 Hlé. 22.00 Vegurinn til lífsins: Tón- listarþáttur með lestri úr Ritningunni. 24.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.