Morgunblaðið - 16.05.1987, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 16.05.1987, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. MAÍ 1987 ÚTVARP / SJÓNVARP Ferruzzi Það er ekki ýkja langt síðan ís- lendingar voru hnepptir í spenni- treyju danskrar einokunarverslunar og borguðu glæsihýsi danskra kaup- manna með áti á maðksmognu mjöli. Nú er betri tíð með blóm í haga, en samt eimir enn eftir af selstöðuþanka- ganginum. Þannig upplýsti Gunnar Helgi Hálfdanarson, framkvæmda- stjóri Fjárfestingarfélags íslands, í samtali við Sighvat Blöndahl á Stöð 2 að íslendingum væri lögum sam- kvæmt . . .óheimilt að taka þátt í alþjóðlegum verðbréfaviðskiptum. Það er ekki ofsögum sagt að hér búi menn enn nánast í ofvemduðu austantjalds- umhverfí; mega drekka brennd vin en ekki bjór, kaupa vélar og tól með nýtísku fjármögnunarleigusamningi er sækir jafnvel aurana til erlendra samstarfsaðila, en mega ekki taka þátt í erlendum fýrirtækjarekstri. Hér gæti skipt sköpum að ljósvakafjölmiðl- amir bregðist við hart og upplýsi okkur hversdagsmenn um stöðu Is- lands í samfélagi þjóðanna nema menn vilji hanga í afturhaldshugsjón mið- stýringarsinna. Ég minntist hér áðan á samtal Sig- hvats Blöndahl við yfírmann Pjárfest- ingarfélagsins, þar sem hulunni var svipt af sérstöðu okkar íslendinga á hinum alþjóðlega hlutabréfamarkaði. Þessar mikilvægu upplýsingar komu fram síðastliðinn miðvikudag í upp- hafsþætti Viðskipta — nýrrar þáttar- aðar er Sighvatur stjómar á Stöð 2. Ég hef löngum boðað slíka þáttaröð hér í dálki og fagna Sighvati og vona að hann fái nægan stuðning frá frjáls- huga athafnamönnum og stjómmála- mönnunum blessuðum þannig að viðskiptaþátturinn geti með tíð og tíma orðið einskonar markaðstorg nýrra hugmynda og þar geti menn jafnvel stofnað til viðskiptasambanda og í framtíðinni til verðbréfaþings, þar sem til dæmis ónefndur bóndi norður í Skorradal á máski 100.000 króna hlut í ítölsku fyrirtækjasamsteypunni Ferruzzi, sem er stærsti sykurfram- leiðandi heims og framleiðir og selur einnig ógiynni af appelsínum, soya- baunun, kaffí og ég veit ekki hvað, en starfsmenn Ferruzzi stunda ræktun á 2.500 milljón ekrum um veröld víða. Hví skyldi íslenskum bónda meinað að taka þátt í Ferruzzi-landbúnaðar- undrinu sem hluthafa, en það undur hófst reyndar fyrir flörutíu árum með samvinnu nokkurra bænda í Revenna. Framreiðsluráð landbúnaöarins sendi inn á hina ágætu tónlistarvöku Bylgjunnar til styrktar Vímulausri æsku afar frumlegan lagstúf, sunginn af kvikfé, er skyldi hljóma á klukku- stundarfresti eða þar til hlustendur borguðu einskonar lausnargjald. Sannarlega hugmyndaríkir menn er starfa hjá framleiðsluráðinu og væri óskandi að hugmyndaríkið birtist bet- ur í ljósvakamiðlunum svo íslenskir bændur mættu nema ný markaðslönd. En vafalaust liggja landbúnaðarráðu- nautamir á digrum upplýsingasjóði. Þannig ræddi Hallgrímur Thorsteins- son Bylgjustjóri fyrir skömmu við Áma Snæbjömsson, æðarræktarráðu- naut Búnaðarfélags íslands. í þvf spjalli kom meðal annars fram að íslenskur æðardúnn rataði á dögunum í sæng er Yoko Ono keypti á 100.000 kall í New York. Þessa sæng keypti Yoko af bandarískum kaupmanni er um langa hrlð hefír verslað við íslenska æðarræktarbændur. í fimmtudagsþætti Torgsins, hins ágæta viðskiptaþáttar rásar 1 er Þor- geir Ólafsson stýrði, var athyglisvert viðtal við Pétur B. Lútersson hönnuð er nýlega sló í gegn á alþjóðlegri hús- gagnasýningu í Köben. Pétur hélt því blákalt fram að vonlaust væri að selja vöru í dag nema hönnunin væri fýrsta flokks. Hvemig væri nú að fslenskir æðarræktarbændur fengju hina fær- ustu hönnuði til að hanna 100.000 króna sængur handa fína fólkinu og máski yrði þeim svo dreift af Ferruz- zi-landbúnaðarrisanum, en bóndinn úr Skorradal hefði milligöngu um þau viðskipti. Slfkir eru töfrar hins ftjálsa markaðar, ágætu lesendur, og kominn tími til að menn hætti að mæna til þingmannsins „heima f héraði" og taki þess í stað þátt í heimsversluninni með hjálp ljósvakans. Ólafur M. Jóhannesson Ríkissjónvarpið: Byltingin á Queimada ■■■■ Byltingin á Qu- 0045 eimada, frönsk-ítölsk bíómynd frá árinu 1968, er á dagskrá sjónvarps í kvöld. Flugumaður bresku stjómarinnar kemur til eyj- arinnar Queimada til þess að binda endi á einokun Portúgala á sykurreyr sem ræktaður er þar. Eyjan er að mestu byggð svörtum þrælum og hvetur flugu- maðurinn þá til uppreisnar. Myndin er ekki við hæfi bama. Kvikmyndin Byltingin á Queimada er á dagskrá sjónvarps í kvöld. UTVARP © LAUGARDAGUR 16. maí 6.45 Veðurfregnir. Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 „Góðan dag, góðir hlustendur." Pétur Péturs- son sér um þáttinn. Fréttir eru sagðar kl. 8.00, þá lesin dagskrá og veöurfregnir sagðar kl. 8.15. Að þeim loknum er lesið úr forustu- greinum dagblaðanna en síðan heldur Pétur Péturs- son áfram að kynna morgunlögin. Fréttir á ensku sagöar kl. 8.30. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 9.15 f garðinum með Haf- steini Hafliðasyni. (Endur- tekinn þáttur frá miðviku- degi.) 9.30 ( morgunmund. Þáttur fyrir börn í tali og tónum. Umsjón: Heiödís Norðfjörð. (Frá Akureyri.) 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Óskalög sjúklinga. Helga Þ. Stephensen kynn- ir. Tilkynningar. 11.00 Vísindaþátturinn. Umsjón: Stefán Jökulsson. 11.40 Næst á dagskrá. Stiklaö á stóru í dagskrá útvarps um helgina og næstu viku. Umsjón: Trausti Þór Sverrisson. 12.00 Hér og nú. Fréttir og fréttaþáttur í viku- lokin í umsjá fréttamanna útvarps. 12.45 Veðurfregnir. 12.48 Hér og nú, framhald. 13.00 Tilkynningar. Dagskrá. Tónleikar. 14.00 Sinna. Þáttur um listir og menning- armál. Umsjón: Þorgeir Ólafsson. 15.00 Tónspegill. Þáttur um tónlist og tón- menntir á líðandi stund. Umsjón: Magnús Einarsson og Ólafur Þóröarson. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. 17.00 Síðdegistónleikar: 18.00 Islenskt mál. Ásgeir Blöndal Magnússon flytur þáttinn. 18.15 Tónleikar. Tilkynningafr- 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.35 Strauss-hljómsveitin í Vín leikur lög eftir Johann Strauss; Max Schönherr stjórnar. 20.00 Harmoníkuþáttur. Um- sjón: Einar Guðmundsson og Jóhann Sigurösson. (Frá Akureyri.) 20.30 Úr heimi þjóðsagnanna. Fyrsti þáttur af tíu. Umsjón: Anna Einarsdóttir og Sól- veig Halldórsdóttir. Lesari SJÓNVARP LAUGARDAGUR 16. maí 13.35 Coventry — Tottenham. Úrslitaleikur ensku bikar- keppninnar. Bein útsending frá Wembley. 16.30 íþróttir. Umsjónarmaður: Bjarni Fel- ixson. 18.00 Garðyrkja. 3. Grænmetisrækt. Norskur myndaflokkur í tíu þáttum. Þýðandi: Jón O. Edwald. (Nordvision — Norska sjón- varpiö). 18.30 Leyndardómar gull- borganna. (Mysterious Cities of Gold). Nýr flokur — Fyrsti þáttur. Teiknimyndaflokkur um þrjú börn og félaga þeirra í leit að gullborg í Suður-Ameriku á timum landvinninga Spán- verja þar i álfu. Þýðandi: Sigurgeir Steingrímsson. 19.00 Á háskaslóðum. 14. Grace í vanda. Kanadiskur myndaflokkur um dýravernd og ævintýri á sjó og landi. Þýðandi: Jó- hanna Jóhannsdóttir. 19.25 Fréttaágrip á táknmáli. 19.30 Stóra stundin okkar. Andrésar andar-skiðamótið á Akureyri. Umsjón: Erla Rafnsdóttir. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Lottó. 20.40 Fyrirmyndarfaöir. (The Cosby Show) 17. þáttur. Bandarískur gamanmyndaflokkur með Bill Cosby í titilhlutverki. Þýðandi: Guðni Kolbeins- son. 21.10 Óhræsi ( Undralandi. (Malice in Wonderland). Bandarísk sjónvarpsmynd frá árinu 1984. Leikstjóri Gus Trikonis. Aðalhlutverk: Elizabeth Taylor, Jane Alex- ander og Richard Dysart. Myndin er um slúöurdálka- höfundana Louellu Parsons og Heddu Hopper sem settu svip á kvikmyndabæ- inn Hollywood á árum áður. Þessar æskuvinkonur, sem áttu oft í erjum um ævina, mæla sér mót og rifja upp liöin ár en það veröur aðeins til að ýfa upp sárin. Þýð- andi: Kristmann Eiðsson. 22.45 Byltingin á Gueimada. Frönsk-ítölsk bíómynd frá árinu 1968. Leikstjóri: Gillo Pontecorvo. Aðalhlutverk: Marlon Brando og Evaristo Marquez. Flugumaður bresku stjórnarinnar kemur til eyjarinnar Queimada til þess að binda endi á einok- un Portúgala á sykurreyr sem ræktaöur er í eyjunni. Hún er að mestu byggö svörtum þrælum og hvetur flugumaöurinn þá til upp- reisnar. Þýðandi: Baldur Hólmgeirsson. Myndin er ekki við hæfi barna. 00.40 Dagskrárlok. * í STOD2 LAUGARDAGUR 16. maí § 9.00 Kum. Kum. Teikni- mynd. § 9.26 Jógi björn. Teikni- mynd. § 9.60 Lovisa (Lucie). Leikin barnamynd. §10.15 Herra T. Teikni- mynd. § 10.40 Þrumufuglarnir. Teiknimynd. § 11.00 Alli og ikornarnir. Teiknimynd. §11.30 Fimmtán ára (Fifte- en). í þessum þáttum fara ungl- ingar með öll hlutverk og semja textann jafnóðum. 12.00 Hlé. § 16.00 Ættarveldiö (Dyn- asty) Oftast býr eitthvaö að baki hjálpsemi Alexis Carring- ton, eins og fram kemur í þessum þætti. § 16.45 Myndrokk. § 17.00 Bíladella (Auto- mania). Ný bresk þáttaröð i léttum dúr. Þessi þáttur fjallar um þær félagslegu breytingar sem tilkoma bílsins hafði i för með sér. § 17.30 NBA-körfuboltinn. Umsjónarmaöur er Heimir Karlsson. §19.05 Kolabjörninn Snari. Teiknimynd. 19.30 Fréttir. 20.00 Undirheimar Miami (Miami Vice). Bandarískur framhaldsþátt- ur með Don Johnson og Philip Michael Thomson í aðalhlutverkum. § 20.50 Bráðum kemur betri tið (We’ll meet again). Breskur framhaldsmynda- flokkur með Susannah York og Michael J. Shannon í aðalhlutverkum. §21.45 Átvaglið (Fatso). Bandarísk mynd frá 1970 með Dom DeLuise, Anne Bancroft i aöalhlutverkum. Leikstjóri er Anne Bancroft. Mynd þessi fjallar bæði af gamni og alvöru um algengt vandamál, þ.e.a.s. ofát. §23.20 Skin og skúrir (Only When I Laugh). Sjónvarpsmynd frá 1981, eftir sögu Neil Simmons. Myndin fjallar um leikkonu með óljósa. sjálfsímynd og drykkjuvandamál, en kimni- gáfuna i lagi. Aðalhlutverk: Marsha Mason, Kristy McNichol og James Coco. Leikstjóm: Glenn Jordan. § 1.16 Myndrokk. 3.00 Dagskrárlok. með þeim: Arnar Jónsson. Knútur R. Magnússon og Sigurður Einarsson völdu tónlistina. (Áður útvarpað í október 1985.) 21.00 íslensk einsöngslög. Guðmundur Jónsson syng- ur lög eftir Jón Laxdal, Bjarna Þorsteinsson, Áskel Snorrason, Gísla Kristjáns- son, Jón Þórarinsson og Þórarin Guðmundsson. Ól- afur Vignir Albertsscn leikur með á pianó. 21.20 Á réttri hillu. Umsjón: Örn Ingi. (Frá Akureyri.) 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Tónmál. Heinrich Neuhaus; listin að leika á pianó. Sjötti og síðasti þáttur. Umsjón: Soffía Guömundsdóttir. 23.00 Danslög. 24.00 Fréttir. 00.05 Miönæturtónleikar. Um- sjón: Jón Örn Marinósson. 01.00 Dagskrárlok. Næturút- varp á samtengdum rásum til morguns. m LAUGARDAGUR 16. maí 08.00—12.00Valdis Gunnars- dóttir. Valdís leikur tónlist úr ýmsum áttum, lítur á það sem framundan er hér og þar um helgina og tekur á móti gestum. Fréttir kl. 08.00 og 10.00. 12.00-12.10 Fréttir 12.10—15.00 Ásgeir Tómas- son á léttum laugardegi. Öll gömlu uppáhaldslögin á sinum stað. Fréttirkl. 14.00. 15.00—17.00Vinsældalisti Bylgjunnar. Jón Gústafsson leikur 40 vinsælustu lög vik- unnar. Fréttir kl. 16.00. 17.00—19.00Laugardagspopp á Bylgjunni með Þorsteini Ásgeirssyni. Fréttir kl. 18.00. 19.00-21.00 Rósa Guð- bjartsdóttir lítur á atburöi siðustu daga, leikur tónlist og spjallar við gesti. Fréttir kl. 19.00. 21.00—23.00 Anna Þorláks- dóttir í laugardagsskapi. Anna trekkir upp fyrir helg- ina. 23.00—04.00 Þorsteinn Ás- geirsson, nátthrafn Bylgj- unnar, heldur uppi helgarstuöinu. 04.00—08.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. Haraldur Gisla- son leikur tónlist fyrir þá sem fara seint í háttinn og hina sem fara snemma á fætur. LAUGARDAGUR 16. maí 1.00 Næturútvarp. Georg Magnússon stendur vakt- 6.00 I bítið. Rósa Guöný Þórsdóttir kynnir notalega tónlist i morgunsáriö. 9.03 Tíu dropar. Helgi Már Baröason kynnir dægurlög af ýmsu tagi og upp úr kl. 10.00 drekka gestir hans morgunkaffiö hlustendum til samlætis. 11.00 Lukkupotturinn. Bjarni Dagur Jónsson sér um þátt- inn. 12.45 Listapopp í umsjá Gunnars Salvarssonar. (Þátturinn verður endurtek- inn aðfaranótt þriðjudags kl. 2.00.) 14.00 Poppgátan. Gunnlaug- ur Ingvi Sigfússon og Jónatan Garöarsson stýra spurningaþætti um dægur- tónlist. Keppendur í 9. þætti: Kári Waage og Jó- hannes Magnússon. (Þátt- urinn verður endurtekinn nk. þriöjudagskvöld kl. 21.00.) 16.00 Við rásmarkið. Þáttur um tónlist, iþróttir og sitt- hvað fleira i umsjá Siguröar Sverrissonar og iþrótta- fréttamannanna Ingólfs Hannessonar og Samúels Arnar Erlingssonar. 17.00 Savanna, Rió og hin trióin. Svavar Gests rekur sögu islenskra söngflokka í tali og tónum. 18.00 Tilbrigöi. Þáttur i umsjá Hönnu G. Sigurðardóttur. (Þátturinn verður endurtek- inn aöfaranótt miðvikudags kl. 2.00.) 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Með sínu lagi. Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir. 20.00 Rokkbomsan. Þorsteinn G. Gunnarsson. 21.00 Á mörkunum. — Jóhann Ólafur Ingvason. (Frá Akur- eyri.) 22.05 Snúningur. Vignir Sveinsson kynnir gömul og ný dægurlög. 00.05 Næturútvarp. Óskar Páll Sveinsson stendur vakt- ina til morguns. Fréttir kl. 7.00, 8.00, 9.00, 10.00, 12.00, 16.00, 19.00, 22.00 og 24.00. SVÆÐISÚTVARP AKUREYRI 18.00—19.00 Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni — FM 96,5. Um að gera. Þáttur fyrir unglinga og skólafólk. FM 1§2,» LAUGARDAGUR 16. maí 13.00 Skref ( rétta átt. Stjóm- endur: Magnús Jónsson, Þorvaldur Daníelsson og Ragnar Schram. 14.30 Tónlistarþátturíumsjón Hákonar Muller. 16.00 Á beinni braut. Ungl- ingaþáttur. Stjómendur: Gunnar Ragnarsson og Sæmundur Bjarklind. 17.00 Hlé. 22.00 Vegurinn til lífsins: Tón- listarþáttur með lestri úr Ritningunni. 24.00 Dagskrárlok.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.