Morgunblaðið - 16.05.1987, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.05.1987, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. MAÍ 1987 50 erlendir blaðamenn koma í boði Tetra-Pak UM 50 blaðamenn frá ýmsum Evrópulöndum koma hingað til lands í byrjun júní í boði sænska fyrirtsekisins Tetra-Pak. Blaða- mennirnir starfa allir við mjólk- urfræði- og matvælatímarit og eru i félagi sem nefnt er „Skál- klúbburinn" og Tetra-Pak hefur stutt árum saman. Nokkur matvælafyrirtæki og Upplýsingaþjónusta landbúnaðar- ins sjá um skipulagningu dvalar hópsins hér. í frétt frá Upplýsinga- þjónustunni kemur fram að Tetra- Pak bauð klúbbnum í ferð til Bandaríkjanna fyrir tveimur árum, og áður til Afríku, Suður-Ameríku og Asíu, en aldrei hefur verið jafn mikil ásók í nokkra ferð og til ís- lands núna. VITASTÍG 13 26020-26065 Opið í dag kl. 1-3 MEISTARAVELLIR. 2ja herb. íb. 60 fm. Sér inng. Góð íb. Verð 2,2 millj. HOLTSGATA. 3ja herb. góð íb., 70 fm. Sérinng. Verð 2,7 millj. ENGIHJALLI. 3ja herb. góð íb. 90 fm. Nýstandsett. Þvottahús á hæðinni. Stórar svalir. NJÁLSGATA. 3ja-4ra herb. íb. 65 fm. Verð 2,2-2,3 millj. KRUMMAHÓLAR. 3ja herb. góð íb. 70 fm í lyftublokk auk bílsk. Stórar suðursv. HRAFNHÓLAR 4ra herb. íb. 117 fm auk bílsk. Nýl. innr. KAMBASEL. 4ra herb. góð íb. 115 fm. Suðursv. Verð 3,5 millj. ESKIHLÍÐ. 4ra herb. íb. 115 fm. Suðvestursv. Góð íb. Verð 3,5 millj. FRAMNESVEGUR. 3ja herb. íb. 85 fm. Sérinng. Verð 2,8 millj. RAUÐALÆKUR. Góð 4ra herb. íb. 100 fm á jarðhæð. Sérinng. Verð 3,4-3,5 millj. Vegna mikillar sölu vantar okkur allar gerðir eigna á skrá Skoðum og verðmetum samdægurs Bergur Oliversson hdl., Gunnar Gunnarsson, HEIMASÍMI: 77410. Metsölubfad á hverjum degi! Hafnarfjörður Hverfisgata. Járnv. timburh. með þremur íb. á jarðh., miðh. og í rish. Grunnfl. húss um 50 fm. Ekkert áhv. Tilboð. Álfaskeið. 2ja herb. 65 fm íb. á jarðh. V. 1,6 millj. Miðvangur. 3ja herb. endaíb. V. 2,5 millj. Einkasala. Selvogsgata. 2ja herb. falleg íb. á jarðh. V. 1,4 millj. Brattakinn. 3ja herb. jarðh. Sérinng. V. 1,7 millj. Hverfisgata. 2ja herb. rish. V. 950 þús. Einkasala. Kjarrmóar — Garðabær. 3ja herþ. sem nýtt 110 fm raðh. á tveimur hæðum. Skipti á 3ja herb. íb. m. bflsk. koma til greina. Siglufjörður 4ra herb. 96 fm efri hæð í timb- urh. Allt sér. V. aöeins 500 þús. Opið ídag kl. 13.00-16.00 Ámi Gunnlaugsson m Austurgötu 10, sfmi 50764. SIMAR 21150-21370 SOLUSTJ LARUS Þ VALDIMARS' LOGM JOH ÞORÐARSON HDL Vorum að fá til sölu: Ný úrvals eign við Neðstaleiti með frábæru útsýni. Raðhús á tveimur hæðum meö bílskúr 234,3 fm nettó. Ennfremur geymsla í risi um 40 fm. Á efri hæö eru 4 rúmg. svefnherb., baö, fatabúr og stór sjónvarpsskáli. Á neöri hæð, forstofa, eldhús með þvottahúsi og búri, bað, tvær saml. stofur og bílskúr. Svalir á efri hæð, verönd á neðri hæð. Teikn. og nánari uppl. aðeins á skrifst. Á vinsælum stað í Fossvogi Glæsil. raðhús um 180 fm nettó auk bilskúrs. 4 svefnherb. á neöri hæö. Glæsil. suöurstofur á efri hæö. Ræktuð lóð. Skuldlaust. Laust fljótl. Nánari uppl. og teikn. aðelns á skrifst. Góð eign á góðu verði 3ja herb. suðuríb. i lyftuhúsi í Hólahverfi, ekki stór en vel skipulögö. Laus fljótl. Stór og góður bílskúr fylgir. Á útsýnisstað við Funafold Stór og glæsil. raöhús í smiðum. 4 rúmg. svefnherb. Tvöf. bílskúr. Allur frág. fylgir utanhúss. Húsin eru rétt við Gullinbrú í Grafarvogi. Byggjandi Húni sf. Með 24 mánaðargreiðslum 3ja og 4ra herb. úrvalsfbúðir i smíðum við Jöklafold. Byggjandi Húni sf. Mánaðargr. eftlr vali i allt að 2 ár fyrir þá sem kaupa í fyrsta sinn. Sameign fullfrág. Teikn. og uppl. á skrifst. í Árbæjarhverfi óskast 3ja-4ra herb. rúmg. ib. Mikil og góö útb. Við Blikahóla eða í nágr. Fjársterkir kaupendur óska eftir 3ja-4ra herb. góðri ib. og 5-6 herb. rúmg. íb. Afh. eftir samkomul. Góðar greiðslur. Miðsvæðis í borginni Fjársterkir kaupendur óska eftir 3ja-6 herb. ibúðum, sérhæðum og einbhúsum. Margir bjóöa útborgun ó kaupverði fyrir rétta eign. Opið í dag, laugardag, kl. 10.00-12.00 og kl. 13.00-16.00. ALMENNA FASTEIGWASAIAN LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 Sinfóníutónleikar Tónlist Jón Ásgeirsson Efnisskrá: Rimski—Korsakov Rússneskir páskar Prokoféff Píanókonsert nr. 3 Nielsen Sinfónía nr. 5 Einleikari: Barry Douglas Stjórnandi: Arthur Weisberg Fyrsta verkið á tónleikunum, Rússneskir páskar, eru í raun trúar- legt verk og stefín tekin upp úr söngvasafni rússnesku rétttrúnaðar- kirkjunnar. Markmið höfundar var að túlka hátíðahald, sem vitað er að stundum var í Rússlandi til foma, á mörkum heiðni og kristni. Stefin eru mjög fom tónlesstef og til gam- ans má geta þess að hugsanlega liggur þama þráður í millum til íslenskrar þjóðlaga, sem mörg hver sækja lagferli sitt til sléttsálma Gregors mikla, t.d. eins og upphafs- stefið, sem hefur nærri sama upphafstónferli og lagið „Austan kaldinn á oss blés". Þ6 að hér kunni að ráða tilviljun er það samt um- hugsunarefni að íslenska lagið sækir stefform sín til sama upprana og Barry Douglas þau rússnesku í þessu verki Kor- sakovs. Verkið var hátíðlegt í flutningi hljómsveitarinnar, en trú- lega hafa hlustendur átt von á meiri gleðilátum, eins og venjulega á sér stað í tónverkum, sem túlka eiga alls konar hátíðarhald. Annað verkið á efnisskránnni, Píanókonsert nr. 3 eftir Prokoféff, var leikið af ungum íra, Barry Douglas, er nýlega vann Tsjaikov- sky-keppnina í Moskvu. Slíkt gera ekki nema þeir allra bestu, að skáka rússneska skólanum, enda kom það á daginn ( píanókonsertinum, að Barry Douglas er feikna góður píanóleikari, teknískur, kraftmikill og músíkalskur. Það verður gaman að fylgjast með honum á næstu ámm og sjá hvemig hann vinnur úr mikl- um hæfileikum sínum. Síðasta verkið var sú fímmta eftir Carl Nielsen, sem er trúlega nokkuð erfitt verk fyrir þá sem eru óreyndir í Nielsen. Þrátt fyrir að Nielsen hefði ekki sérstakt „prógramm" í huga, er hann að fjalla um manninn og það miskunnarleysi (fyrri heims- styijöldin), er hann þarf að yfirvinna og óbugaður að horfa til nýrrar framtíðar. Þetta er stórbrotinn óður um átök hins illa og góða, þar sem söngur mannsins er truflaður af trommubamingi, sem samkvæmt Nielsen á að verka eins og „frunta- leg“ árás, en verkinu lýkur með hugleiðingu mannlegrar sáttar (Adante un poco tranquillo) er síðan biýst út fögnuð þess er trúir á komu nýs og betri tíma. Það var margt fallega gert f þessu viðamikla verki, og auðheyrt að hljómsveitarstjórinn, Arthur Weissberg, kann vel til verka. Ráðið í aðalhlutverk í Tristan og ísold: Montínn af litlu systur - segir Hrafn Gunn- laugsson, en Tinna systir hans leikur eitt aðalhlutverkið GENGIÐ hefur verið frá ráðn- ingu leikara í öll helstu hlutverk kvikmyndarinnar Tristan og ísold, sem Hrafn Gunnlaugsson leikstýrir og er höfundur að. Upptökur fara fram hérlendis í júlí og ágúst, en erlendis í sept- ember. Kostnaður við þann hluta myndarinnar sem gerist á íslandi er áætlaður 64 milljónir króna. Með aðalkvenhlutverk í myndinni fara Tinna Gunnlaugsdóttir, Krist- björg Kjeld og Helga Backman, en með helstu karlhlutverk Egill Ólafs- son, Helgi Skúlason, Sigurður Sigurjónsson, Sveinn M. Eiðsson og Flosi Ólafsson. Mikill fjöldi ann- arra leikara kemur fram í myndinni, þar á meðal sænsku leikaramir Sune Mangs, Reine Brynolfsson og Johan Neuman. Þetta er í fyrsta skipti sem þau systkynin Tinna og Hrafn vinna saman að kvikmynd, en þau eru böm Herdísar Þorvaldsdóttur, leik- konu og Gunnlaugs Þórðarsonar. „Ég var mjög montinn af litlu syst- ur strax í vöggu, ég var þá sjö ára,“ sagði Hrafn í gær í samtali við Morgunblaðið. „Það er orðið langt síðan við yfirgáfum föðurhús og héldum í sitt hvora áttina. Ég veit að við höfum bæði náð að skapa okkur það sjálfstæði í gegnum árin sem gerir svona samstarf mögu- legt, þótt tilfinningatengslin séu allt frá blautu bamsbeini. Ég hlakka til að vinna með Tinnu,“ sagði Hrafn ennfremur. A meðan á vinnslu Tristan og ísold stendur, verður gerð fyrir sænska sjónvarpið, sérstök heimild- armynd Hrafninn, sem fjallar um Hrafn. Fylgst verður með upptöku myndarinnar frá því hún hefst og allt til frumsýningar. Framleiðandi Tristan og ísold er íslenska kvikmyndafyrirtækið F.I.L.M. í samvinnu við Sænsku kvikmyndastofnunina og Cinema Art, ásamt fleiri erlendum aðiljum. Blönduós: 34 bændur undirrita samn- ing um kaup á minkaskálum Blönduósi. NÝLEGA voru opnuð á Blöndu- Morgunblaðið/Jón Sig. 34 bændur, allt austan úr Þingeyjarsýslum vestur á Strandir, undir- rita hér samninga um kaup á jafnmörgum minkaskálum við bygg- ingavörudeild SIS, Kaupfélag Húnvetninga og Kaupfélag Skagfirð- inga. ósi tilboð í efni til byggingar 34 minkabúa á Norðurlandi. Alls bárust 9 tilboð en sameiginlegt tilboð Kaupfélaganna á Blöndu- ósi og Sauðárkróki og bygginga- vörudeildar SÍS reyndist hagstæðast og er tilboðsverð þeirra fyrir 60 metra langan minkaskála um 606 þús. Að sögn Magnúsar Sigsteinssonar hjá Búnaðarfélagi íslands (BÍ) er þetta tilboð mjög hagstætt og a.m.k. 25—30% ódýrara, en ef farnar hefðu verið hefbundnar leiðir við efnisöflun. Góð tilboð bárust einnig frá Húsasmiðjunni, verslun Friðriks Jónssonar, Garðasmiðjunni og BYKO, en þau reyndust örlitið hærri og voru öll innan við 700 þúsund. Tilboði SÍS og kaupfélaganna á Blönduósi og Sauðárkróki var tekið og vom samningar um kaupin gerð- ir á Blönduósi sl. laugardag. í samningum segir að byggingarefn- ið verði afhent í júlí á Blönduósi eða Sauðárkróki, allt eftir því hvar viðkomar.di bóndi býr. Af þeim 34 bændum sem tilboði þessu tóku eru 20 búsettir vestan Vatnsskarðs og fá því efnið afhent á Blönduósi. Gísli Pálsson á Hofi í Vatnsdal er einn helsti frumkvöðull í þessu máli og hefur verið óþreytandi við að koma því á þetta stig. Gísli sagði að hér væri um að ræða hús yfir 10.500 minkalæður og lauslega áætlað er skinnaverðmæti eftir þennan læðufjölda um 72,8 milljón- ir. Magnús Sigsteinsson, bútækni- ráðunautur hjá BÍ, annaðist útreikninga á tilboðum og teiknaði hann jafnframt alla minkaskálana. Að sögn Magnúsar verður þessi leið við byggingarefniskaup farin í framtíðinni. Það má segja að með þessu fram- taki hafi verið unnið eitt stærsta átak í viðhaldi byggða um langa hríð og landsbyggðaumræðunni að þessu sinni komið á framkvæmda- stig. — Jón Sig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.