Morgunblaðið - 16.05.1987, Side 11

Morgunblaðið - 16.05.1987, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. MAÍ 1987 11 Aída á hátíð- arsýningu Hátíðarsýning' verður í ís- lensku óperunni sunnudags- kvöldið 17. maí nk. Þar verður óperar Aida flutt í síðasta sinn á þessum vetri og sett í sérstakan viðhafnarbúning í tilefni þess. Á sýningunni á sunnudags- kvöldið verður sama hlutverka- skipan og var á frumsýningunni og kemur Sigríður Ella Magnús- dóttir til landsins til að syngja hlutverk Amnerísar. Þessi sýn- ing verður tekin upp af Sjón- varpinu til endursýninga síðar. Áð lokinni sýningunni á Aidu verður uppboð á listaverkum þeim sem íslenskir myndlistar- menn færðu íslensku óperunni að gjöf fyri' í vetur. Álls eru þetta um 30 listaverk eftir marga af þekktustu myndlistar- mönnum þjóðarinnar og mun Haraldur Blöndal stýra upp- boðinu. Veitingar verða bomar fram í hléi og eftir sýninguna og allt gert til að gera hana sem hátíðlegasta. Operan Aida eftir Verdi er eitt af stórverkum óperubók- menntanna og_ langviðamesta verkefni sem íslenska óperan hefur ráðist í til þessa. Hefur sýningin fengið mikið lof áheyr- enda og gagnrýnenda og alls eru sýningamar á Aidu nú orðnar rúmlega 30 talsins. Sem fyrr segir verða sömu flytjendur á sýningunni nú og voru á frumsýningunni. Aðal- hlutverkin syngja þau Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Garðar Cortes og Sigríður Ella Magnús- dóttir en með önnur stór hlut- verk fara Kristinn Sigmundsson, Viðar Gunnarsson og Hjálmar Kjartansson. Hljómsveitarstjóm er í höndum Páls P. Pálssonar en Bríet Héðinsdóttir leikstýrði verkinu. Búningar og leikmynd em eftir Unu Collins. Vængir duttu af PA-28-flugvéi í Bandaríkjunum; Skoða þarf nokkrar íslenskar flugvélar FYRIRMÆLI hafa borist frá . Bandaríkjunum þess efnis að all- ar einhreyfilsflugvélar af gerð- inni PA-28 frá Piper í Bandaríkjunum, sem náð hafa 5.000 flugtímum eða meira, skulu skoðaðar eftir ákveðnum fyrirmælum áður en þær ná 5.050 tímum. Hér á landi munu vera um það bil þrjátíu vélar af gerðinni PA-28, ein sem komin er yfir 5.000 flugtíma og tvær sem munu vera að nálgast þann tímafjölda. Björn Bjömsson, deildarstjóri Loftferðaeftirlitsins sagði í samtali við Morgunblaðið, að ástæða fyrir- mælanna væru sú að vængir slíkrar flugvélar hefðu dottið af í flugi í Bandaríkjunum fyrir skömmu með þeim afleiðingum að hún hrapaði og áhöfnin fórst. Hún mun hafa flogið í 7.488 tíma og var af gerð- inni PA-28-181 og er ein slík vél til hérlendis. Bjöm sagði algengt að slík fyrir- mæli bærust Loftferðaeftirlitinu. „Skoða þarf allar þær vélar, sem flogið hafa meira en 5.000 tíma og á grundvelli slíkrar skoðunar verður tekin ákvörðun um hvort skoða beri yngri vélamar nánar. Sérstak- lega þarf að sprunguskoða væng- bitana," sagði Bjöm. Flugvél Lufthansa af gerðinni Boeing 727—200, en slíkar vélar verða i íslandsfluginu fyrri hluta sumars. Lufthansa flýgur til Dusseldorf og Miinchen LUFTHANSA býður upp á beint flug frá Keflavíkurflug- velli til DUsseldorf og MUnchen frá 31. maí til 6. september. Flogið verður frá Keflavíkur- flugvelli til DUsseldorf og þaðan til MUnchen. Flogið er einu sinni í viku, á sunnudög- um. PEX-fargjald til Dússeldorf er 16.200 krónur og til Múnchen 19.900 krónur. Lágmarksdvöl er vika og hámarksdvöl þrír mánuð- ir. PEX-fargjald er bundið við fyrirframákveðna brottfarartíma, sem ekki er hægt að breyta. Sér- fargjald til Dússeldorf er 29.260 krónur og til Múnchen er það 35.800 krónur. Það er bundið við sömu tímatakmörk og PEX-far- gjaldið, en er hinsvegar með hreyfanlegum brottfarartímum. Fargjald á svokölluðum „Business Class" með Lufthansa er 40.560 krónur til Dússeldorf og 49.740 til Múnchen. Á „First Class" til Dússeldorf kostar ferðin 55.160 krónur og til Múnchen 67.660 krónur. Ofan á öll þessi verð leggst síðan flugvallaskattur að upphæð 750 krónur. Flogið verður með Boingvél 727-200 í júní og júlí en seinni- hluta sumars verður skipt yfir í Boing 737-300. HIN GOMLU KYNNI ELDRI BORGARAR REYKJAVÍKUR OG NÁGRENNIS Veitingahúsið Broadway hefur undanfarin ár staðið fyrir skemmtidag- skrá fyrir eldri borgara, sem hlotið hefur nafnið „HIN GÖMLU KYNNI“. Þessi kvöld hafa vakið mikla ánægju og ávallt verið næg þátttaka. Nú hefur verið ákveðið að endurtaka þessi kvöld og mun fyrsta skemmti- kvöldið verða fimmtudaginn 21. maí. Við óskum eftir áframhaldi á því góða samstarfi sem skapast hefur milli veitingahússins og öldrunarstofnana hér í Reykjavík og nágrenni. Húsið opnað kl. 18.00-23.30 Hljómsveit Jóns Sigurðssonar leikur vinsælustu lögin ykkar. Kynnir: Bryndís Schram Sverrir Hermanns son, menntamála ráðherra. Skemmtidagskrá: Heiðursgestur: Flosi Ólafsson leikari flytur ávarp. Töframaðurinn Baldur Brjánsson sýnir kúnstir Söngkonan frábæra Hjördís Geirsdóttir syngur með hljómsveit Jóns Sigurðssonar. Tískusýning undir stjórn Unnar Arngrímsdóttur, eldri borgarar sýna. - Við komuna verður tekið á móti gestum með fordrykk og síðan vísað til sætis og sest til borðhalds. Matseöill: RjómalögÖ rósinkálsúpa. GrilluÖ lambasteik. Kaffi og konfekt. Vinsamlega tilkynnið þátttöku í þessari kvöldskemmtun sem fyrst í veitingahúsið Broadway í síma 77500 daglega. Ath! Starfsfólk öldrunarstofnanna at- hugið að ef um hópa er að ræða, vinsamlega hafið samband í tíma. Góða skemmtun! DIDÍ)AIDWA>'

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.