Morgunblaðið - 16.05.1987, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 16.05.1987, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. MAÍ 1987 Michael Goldthorpe Guðspjallamaðurinn frá York Michael Goldthorpe Á skírdag og fostudaginn langa flutti Kór Langholtskirkju Jó- hannesarpassíuna eftir J.S. Bach ásamt kammerhljómsveit og flmm einsöngvurum. Þessir tónleikar voru merkilegir fyrir margra hluta sakir en hér skal tiltaka tvennt. í fyrsta lagi er flutningur Jóhann- esarpassíunnar stórviðburður og í öðru lagi var þessi flutningur hennar með miklum ágætum. Einsöngvaramir sem þama komu fram voru þau Kristinn Sig- mundsson og Viðar Gunnarsson bassar, Ólöf Kolbrún Harðardóttir sópran, Sölveig Björling alt og síðast en ekki síst Englendingur- inn Michael Goldthorpe tenór, sem söng guðspjallamanninn og tenór- aríur verksins. Michael Goldthorpe er íslend- ingum kunnur. Hann hefur nokkmm sinnum komið til íslands og sungið óratoríur en þetta er í þriðja sinn sem hann syngur með Kór Langholtskirkju. Á páska- dagsmorgun gaf hann sér tíma til að spjalla við mig og segja frá sjálfum sér. Spilaði fjórhent með f öður sínum Michael Goldthorpe er meðal- maður á hæð, alvarlegur í fasi og minnir um margt á Islending, hann gæti jafnvel verið bóndi að norðan en svo er þó ekki; hann er borinn og bamfæddur Jórvík- ingur eða frá York í Norður- Englandi. Það var einmitt þar sem Egill orti og flutti Eiríki blóðöxi Höfuðlausn sína. Söngrödd Mic- haels Goldthorpe er geysilega há og björt, en það er einmitt slík rödd sem þarf til að syngja hlut- verk guðspjallamannsins í óratorí- um Bachs og guðspjallamenn eru ekki á hverju strái. Michael Goldthorpe sagði mér að hann hefði sungið í drengja- kómum í St. Michael-La Belfrey- kirkjunni í York þegar hann var bam. Hann söng sópran þar til hann fór í mútur en þá tók hann sér hlé frá söng um nokkurt skeið, en lærði þá að leika á enskt hom. Hann sagðist eiga föður sínum, sem var rafmagnsverk- fræðingur, mikið að þakka hvað varðaði tónlistarlegt uppeldi sitt, en þeir feðgar léku saman §ór- hent á píanó og á þann hátt kynntist hann mörgum tónverk- um. Háskólapróf í enskum bókmenntum Michael Goldthorpe lauk há- skólaprófi í enskum bókmenntum og öðlaðist kennsluréttindi í þeirri grein. Tónlistin var honum á þess- um tíma eingöngu tónstundagam- an, hann söng í Trinity-kómum í Cambridge og ætlaði hreint ekki að verða tónlistarmaður. Það var fyrst eftir að þessum áfanga lauk að leið hans lá í allt aðra átt og hann hóf nám við Guildhall School of Music í London. Ég spurði hann hvort bók- menntanámið hefði nýst honum og svaraði hann að bragði að það hefði komið sér vel á margan hátt. Hann hefði þurft að standa sjálfur straum af söngnáminu og hefði getað unnið fyrir sér á með- an með kennslu. „Sá sem hefur unnið með orð, lært að skilja og skynja blæbrigði orðanna, kemst fyrr að hjarta ljóðsins. Það hjálpar vissulega við túlkun andlegra texta," sagði Michael Goldthorpe. Hann sagði einnig að texti sá sem sunginn er í óratoríum Bachs gerði miklar kröfur til söngvarans hvað varðar fágaða túlkun. Söngvarinn verður að halda aftur af sér, líkt og sá sem syngur ljóð, á meðan óperusöngvarinn fær að opna sig og syngja út. Guðspjalla- maðurinn í Jóhannesarpassíunni er til dæmis hlutlaus sögumaður, en á nokkmm stöðum verður frá- sögn hans hádramatísk eins og þar sem segir frá bitrum gráti Péturs postula þegar hann hafði afneitað herra sínum þrisvar. Hins vegar gefa aríur passíunnar tilefni til mun fijálslegri túlkunar. Barokktónlist í tísku Michael sagði að síðustu 15—20 árin hefði áhugi á barokktónlist aukist mikið og væri hún flutt oft og víða nú til dags. Hann sagðist hafa næg verkefni á sérsviði sínu, sem er flutningur ópera frá 17. og 18. öld, auk óratoría og því hefði hann þegar fengið mörg tækifæri til að ferðast um heim- inn. Michael Goldthorpe hefur tekið þátt í flutningi barokkópera í Covent Garden í London og Opera Royale í Versölum, en þar eiga þessar óperur vel heima þar eð margar þeirra voru upphaflega samdar til flutnings þar við hirðir Lúðvíkanna. En Goldthorpe hefur einnig flutt óperur og óratoríur í Singapor, Bandaríkjunum, Pól- landi, Austur-Þýskalandi og mörgum löndum Vestur-Evrópu auk íslands. Einn af hápunktum ferils síns sagði hann þó hafa verið að syngja H-moll-messu Jóhanns Sebastians Bachs í Tómasarkirkjunni í Leipzig, en þar starfaði tónskáldið sjálft. Michael Goldthorpe hefur sung- ið inn á margar hljómplötur og má þar nefna óperumar La princ- esse de Navarre, Pygmalion og Hippolyte et Aricie, sú síðast nefnda er eftir franska tónskáldið Jean-Philippe Rameau. En hann sagði að uppáhaldsplata sjálfs sín væri Deux Grands Motets eftir de Mondonville. Á þeirri plötu eru tvær mótettur sem eru tæknilega mjög erfiðar og þarf söngvarinn að syngja þar mjög háa tóna. Tónleikarnir í Langholtskirkju Michael Goldthorpe sagðist hafa verið mjög ánægður með tónleikana í Langholtskirkju, hljómburður í kirkjunni væri sér- staklega hreinn, ekki síst þegar hún væri full af fólki. Hann sagði að hljómur kórsins væri léttur og ferskur og greinilegt væri að söngvaramir legðu líf sitt og sál í sönginn, enda væm þeir ungir og áhugasamir en þó engir við- vaningar. Hann tók það fram að hann ætti dálítið erfitt með að leggja dóm á kórinn þar eð hann væri sjálfur of náinn tónleikunum, en hann bætti við og brosti: „Kon- an mín var yfír sig hrifín og það er mikið hrós, því það er ákaflega erfítt að gera henni til hæfís. Áður en fundi okkar lauk spurði ég hvort íslenskir tónleikagestir mættu eiga von á því að heyra í Michael Goldthorpe einhvem tima á næstunni. Þá gerðist hann dul- arfullur á svipinn og sagði að ekki væri útilokað að hann kæmi hingað eftir næstu jól og reyndar hvíslaði að mér lítill fugl, og það var ekki farfugl, að Kór Lang- holtskirkju hefði ákveðið að flytja Jólaóratoríu J.S. Bachs milli jóla og nýárs næsta vetur. TEXTI: GUÐLAUG GUÐMUNDSDÓTTIR Trúboð á 19. öld Bókmenntir Erlendur Jónsson Gunnar F. Guðmundsson: KAÞ- ÓLSKT TRÚBOÐ Á ÍSLANDI 1857-1875. 137 bls. Sagnfræði- stofnun HÍ Reykjavík, 1987. Höfundur þessarar ritgerðar tel- ur að tveim meginstoðum hafi verið rennt undir katólskt tníboð hér á seinni hluta 19. aJdar. í fyrsta lagi var rýmkað um trúfrelsi. íjóðir kröfðust aukinna lýðréttinda. Trú- frelsi var þar ofarlega á blaði. Katólska kirkjan fór strax á stúfana að nota sér það. í öðm lagi vildi kirkjan spoma við vaxandi efnis- hyggju sem færðist í aukana jafnt og þétt eftir því sem leið á öldina og endaði með vantrúaröldu sem fylgdi fast á eftir þróunarkenning- unni og átti rót að rekja til hennar. Frakkland var langöflugast hinna katólsku ríkja. En þangað mátti líka rekja upphaf svo til allra byltinga aldarinnar. Katólska kirkjan stóð því hallari fæti þar en annars stað- ar. Hvort tveggja mátti ásannast er katólskir hófu hér trúboðið. Frakk- ar koma þar mjög við sögu. Styrkur frá þeim var nauðsynlegur. En »frönsk stjómvöld reyndust ekki eins vinveitt trúboðunum og þeir höfðu gert sér vonir um«. Þvf fór svo að hið fyrsta trúboð varð frem- ur endasleppt. Það bar þó árangur nokkum: Katólskir vom búnir að koma sér fyrir í Landakoti í Reykjavík þar sem þeir reistu síðar kirlgu sína, þá sem þar stendur. Nítjánda öldin hefur löngum ver- ið kjörefni íslenskra sagnfræðinga: nógu Qarlæg til að geta heitið saga; en einnig svo nálæg að heimildir brestur sjaldan. Ennfremur gerðist þá margt sem þykir í frásögur fær- andi svo ekki sé meira sagt. Gunnar F. Guðmundsson heldur sig við efn- ið, fer lítið út fyrir það. Hann rekur nákvæmlega aðdraganda trúboðs- ins erlendis og síðan viðleitni trúboðanna er hingað komu, svo og hindranir þær sem urðu á vegi þeirra. Danir vom búnir að lögleiða trúfrelsi, íslendingar ekki. Og svo virðist sem hér hafí ekki verið til þess »pólitískur vilji* eins og stund- um er að orði komist nú á dögum. Hvers vegna vildu íslendingar ekki fylgja Dönum að því leyti? Gunnar rekur þá sögu ekki gerla, enda fyr- ir utan svið það sem hann markar riti sínu. En benda má á að íslenska þjóðfélagið var enn tiltölulega kyrr- stætt. Prestastéttin var hér nánast eina menntastéttin. Og prestar vom jafnan margir á Alþingi. Áhrif þeirra vom því drýgri en annarra, lengi vel. Og hver fer að fleygja frá sér valdi sem honum hefur verið fengið? Gunnar bendir á að íslendingar hafí, í andstöðu sinni við katólsk- una, skírskotað til sögunnar, það er að segja ofríkis katólsku kirkj- unnar hér fyrir siðaskipti. Skaut þar skökku við því fijálsari vom Islendingar áður en kirkjan gekk undir konungsvaldið og öll völd urðu þar með á einni hendi sem svo endaði með hinu óskoraða einveldi, ósællar minningar. En svo er að sjá sem framan af sjálfstæðisbarátt- unni hafí fyrirmenn landsins verið ófúsir að deila á konungsvaldið sjálft eða vefengja það á nokkurn hátt. Það skyldi hafíð yfír gagnrýni eins og kristindómur sá sem hér var kenndur. Það var því naumast tilviljun að sá þingmaðurinn sem helst beitti sér fyrir trúfrelsi — og jafnframt storkaði samtíðinni með því að greiða fyrir katólíkunum, skyldi vera réttur og sléttur bóndi: Einar í Nesi. En þar munu hafa komið til almennar frelsishugmyndir frem- ur en áhugi á trú- og kirkjumálum sem slíkum. Eins og rakið hefur verið oft og víða áttu Frakkar talsverðra hags- muna að gæta hér á seinni hluta 19. aldar. Fjöldi franskra skipa var gerður út á íslandsmið og sóttu Frakkar fast að fá hér aðstöðu í landi vegna útgerðar sinnar. Kat- ólskir prestar, sem settust hér að, gátu því starfað undir því yfírskini að þeir hygðust þjóna frönskum sjómönnum. íslenskir áhrifamenn voru reiðubúnir að sætta sig við það, út af fyrir sig, ef ekkert annað byggi undir. Sem sagt: Frakkar máttu veiða físk hér við land; ekki boða trú! Afleiðingin varð sú að frönsk stjórnvöld tóku að óttast að trúboðið gæti spillt fyrir hagsmun- um þeirra hér; öðru hvoru yrði að fóma. Og þá var einsætt að taka fískveiðarnar, sem skiluðu arði, fram yfír trúboðið sem kostaði pen- inga! Þótt ritgerð þessi fjalli um efni sem liggur á útjaðri íslandssögunn- ar bregður hún nokkru ljósi yfír menn og málefni hér á landi á umræddu tímabili. Höfundur hefur orðið að leita vítt og breitt eftir heimildum. Að minni hyggju hefur hann unnið vel úr þeim og þar með skilað góðu verki. Djassband Kópavogs: Leikur í „Heita pottinum“ DJASSBAND Kópavogs heldur tónleika i „Heita pottinum“ í Duushúsi sunnudagskvöldið 17. maí kl. 21.30. Djassband Kópavogs hefur fjöl- breytt lagaval og eru flestir hljóð- færaleikaramir úr Homaflokki Kópavogs. Meðlimir Djassbandsins eru 18 talsins frá sautján ára aldri upp í fertugt. Stjómandi er Ámi Schev- ing.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.