Morgunblaðið - 16.05.1987, Síða 20

Morgunblaðið - 16.05.1987, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. MAÍ 1987 1, Ef þið beríð ekki kennsl á skrautverkið á skrífborði Jóns Leifs, þá er þetta píanósónata nr. 3 eftir Pierre Boulez, sem fjáröflunarnefndin skoðar hér. Frá vinstrí: Karólína Eiríksdóttir, Selma Halldórs- dóttir, Eyþór Arnalds og Þorsteinn Hauksson. Morgunblaðið/Þorkell Það er ýmislegt rart til í safninu, svo sem pappírskörfusónata í heiðstefnustíl (hljóðfræðiverkefni Björns Ólafssonar), íslenzk rímnalög í eigin handríti Karls O. Runólfssonar, árítuð sónata eftir Corigl- iano og margt fleira, eins og sjá má — Ur tónlistarlífinu Sigrún Davíðsdóttir Eflum bókasafn Á uppstigningardag, 28. maí, verða lokatónleikar tónlistarskól- ans, þar sem koma fram hljómsveit skólans og fjórir nemendur, sem útskrifast nú. Tónleikamir em fast- ur liður, en í þetta skiptið verður tækifærið notað til að safna pening- um handa fjárþurfandi bókasafni skólans. Tónleikarnir em reyndar lokaátak fjársöfnunar, sem fjögurra manna fjáröflunamefnd hefur skipulagt. Það em þau Karólína Eiríksdóttir og Þorsteinn Hauksson, kennarar við skólann, Sesselja Hall- dórsdóttir bókavörður og Eyþór Amalds nemandi. Undanfarið hafa þau, ásamt nemendum skólans, haft samband við fyrirtæki og ein- staklinga, minnt á tilvist skólans og safnsins og sagt frá söfnuninni. Þeim hefur sem betur fer verið vel tekið. Nesco ætlar til dæmis að leggja safninu til geislaspilara, svo nú verður ný tækni tekin í gagnið á bókasafni Tónlistarskólans. Það er annars merkilegt að jafn bókelsk þjóð og Islendingar skuli vera svo treg sem raun ber vitni til að skilja og viðurkenna nauðsyn bókasafna. Háskólabókasafn í kröm, og Tónlistarskóli rekinn langa lengi án svo mikils sem bóka- safnsnefnu. Skóli án bókasafns er eiginlega eins og sjúkrahús án rúma. Sjúklingamir geta svo sem alveg verið á gólfínu. Þeir fá bara ekki alveg eins góða umönnun og þeir ættu að fá. Um daginn lagði ég leið mína á bókasafnið, hitti Qáröflunamefnd- ina og var leidd í allan hörmungar- sannleikann um safnið. Ekki svo að skilja að nefndin sitji og sífri, öllu frekar að ég fengi smávægilegt áfall við að sjá hvemig er búið að skólanum, sem hefur stutt flest af okkar ágæta tónlistarfólki fyrstu skrefin í áttina til músíkmúsunnar. Tónlistarskólinn hefur starfað síðan 1930. Bókamál skólans hafa verið alla vega á þessum tíma. Kennarar hafa keypt sjálfír og lán- að nemendum úr einkasöfnum sínum. Það, sem skólanum hefur áskotnast, hefur verið í bunkum hér og þar. í ársbyijun 1985 voru þær Sesselja Halldórsdóttir og Þóra Gylfadóttir fengnar til að huga að safninu og fyrst nú í vetur hefur það verið opið daglega. Það er í úthýsi skólans við Laugaveg, Stekk, og það er nú eitt. Lifandi bókasafn þarf nefnilega helzt að vera þar sem nemendumir eiga allir leið um, svo það sé alltaf stutt í að tylla sér þar inn. Af bókum eru á milli 600 og 700 á safninu. Ætli þær þyrftu ekki a.m.k. að vera um 10 þúsund, ef þokkalegt ætti að vera. Það er slæmt hve þær em fáar, enn annað og verra að það er býsna tilviljunar- kennt, hvað þar er að hafa. Meginuppistaðan í safninu er dán- argjafir eftir þá Jón Leifs og Pál ísólfsson. Þar í er gott raddskrár- safn og auk þess hefur Paul Zukofsky gefíð myndarlegt radd- skrársafn, einkum nútímatónlist. Raddskrá er annars nótur allra hljóðfæra í einstökum hljómsveitar- verkum, ef einhver velkist í vafa. Það þarf auðvitað annað og meira en bara bækur á bókasafn tónlistarskóla. Þar þurfa að vera hljóðritanir á plötum, snældum, Sigrún Eðvaldsdóttir og Selma Guðmunds- dóttir í Norræna húsinu Efnisskrá tónleika 22. maí 1987: Beethoven: Sónata í Es-dúr óp. 12 nr. 3. Bach: Einleikspartíta nr. 1. Mozart: Sónata í B-dúr K. 570. Zimbalist/Sarasate: Carmen fantasía. 22. maí lýkur tónleikaröð Nor- ræna hússins, þar sem hafa komið fram einleikarar af norrænni tón- listarhátíð ungra einleikara. Hátíðin er tvíæringur, síðast haldin í Hels- inki nú í haust og næst í Reykjavík, haustið 1988, svo það er ekki seinna vænna að fregna af hátfðnni. Fram- takssemi Norræna hússins er því lofsverðari, þar sem lítið hefur farið fyrir hátíðinni á öðrum vettvangi. Það var ekkert flallað um hana hér meðan hún stóð yfír og þó aðrar norrænar sjónarpsstöðvar hafí sýnt frá henni, þá er spólan aðeins í athugun hjá okkar stöð. Eitthvað hefur þó heyrst í útvarpinu. En nóg um afskiptaleysið. Víkjum að tónleikunum 22. maí, þar kemur fram fulltrúi Islands, Sigrún Eðvaldsdóttir fíðluleikari. Og Selma Guðmundsdóttir píanó- leikari. Á hátíðinni í Helsinki komu þær Sigrún og Selma tvívegis fram á tónleikum í Síbelíusar-akademí- unni og léku m.a. sónötu í G-dúr eftir J. Brahms. Auk þess lék Sig- rún einleik með Helsingfors stads- orkester í Finlandia-húsinu. Tónleikanna var lofsamlega getið í fjölmiðlum á Norðurlöndum. Grípum aðeins niður í dómunum: í Svenska Dagbladet segir Carl- Gunnar Ahlén að bæði Sigrún og Selma hafí hrifíð áheyrendur. Sig- rún, sem sé aðeins 19 ára og í námi við Curtis-tónlistarskólann í Ffla- delfíu, hafí ásamt Selmu komið á óvart með óvenjulega agaðri túlkun í Brahms-sónótunni. Þær hafi dreg- ið fram eiginleika í sónótunni, sem oft fari forgörðum, þegar kraftam- ir einir ráði ferðinni. Og í Helsinki Sanomat skrifar Seppo Heikin- heimo um flutning Sigrúnar á Poéme eftir Chausson, að þótt hún sé enn ekki fullmótaður fíðluleik- ari, þá sé hún samt orðin tónlistar- maður, sem lifí og andi gegnum tónlist sína. Að hlýða á flutning hennar á Poéme var eins og draum- kennd ferð um framandi og heill- andi landslag. í lokin biður hann alla góða vætti að haida vemdar- heridi yfír gáfum hennar og vonar að hún komi reglulega til Finnlands. Vafalaust er hugmynd hátíðar- haldara að koma ungu norrænu tónlistarfólki á framfæri, rétt eins og Norræna húsið gerir nú. Og hátíðin hefur þegar komið þeim Sigrúnu og Selmu til góða. Sigrúnu hefur verið boðið á kammermúsík- hátíð í Finnlandi, Selma hefur fengjð tiiboð um að spila í Noregi og saman fara þær í upptöku hjá norður-þýzka útvarpinu í Hamborg í febrúar á næsta ári. Eins og kemur fram í viðtalinu hér á eftir, fer einkar vel á með þeim tveimur við hljóðfærin. í sam- ræðum taka þær við af hvor annarri, samstillingin nær greini- lega út fyrir tónlistina. Og báðar eru prakkaralega kátar. — En hvenær byijuðu þær að vinna saman og hvemig bera þær sig að? SE: Fyrstu tónleikamir okkar saman voru í nóvember 1985, vom síðasti liður í undankeppni fyrir hátíðina í Finnlandi. Mig langaði til þess að spila sónötu eftir Cesar Franck og hafði samband við Selmu, sem ég vissi að hafði spilað hana áður. Eins og sjá má eru þær Sigrún og Selma nýbúnar að spila glæsilega í Helsinki, þegar þessi mynd var tekin. Samvinnan er eins og bezt verður á kosið, bara ekkert mál, rétt eins og í lygasögu. SG: Æfíngatími okkar hefur ekki alltaf verið langur, svo við emm stundum spurðar hvort við æfum í gegnum síma ... En þó tíminn hafí oft verið naumur, þá hefur þetta alltaf gengið vonum framar... SE: Og auðvitað væri það ekki hægt, nema af því að samband okkar er gott og þá um leið sam- vinnan. Við spilum reyndar meira en við tölum, en getum sagt allt sem okkur finnst. Við verðum báðar að vera eins jákvæðar og hægt er, svo við komumst báðar að. SG: Og það skiptir líka máli, að þegar við tölum um hlutina, þá skiljum við hvor aðra.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.