Morgunblaðið - 16.05.1987, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 16.05.1987, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. MAÍ 1987 Heitar deilur á Súðavík um hlutabréfakaup í Frosta hf Hreppsnefnd Súðavikurhrepps ásamt fundarstjórum. Talið frá vinstri: Jónína Guðmundsdóttir varamaður Barða Ingibjartssonar, Hrafn- hildur Þorsteinsdóttir, Sigríður Hrðnn Eliasdóttir, varaoddviti, Hálfdán Kristjánsson, Auðunn Karlsson, oddviti, Steinn Ingi Kjartansson, sveitarstjóri og fundarstjóri, Heiðar Guðbrandsson, annar fundarstjóri. Tillögu um sáttaleið var hafnað en vinnubrögð við sölu hlutabréfa fordæmd 19 ræðumenn tóku 39 sinnum til máls á fimm klukkutíma löngum fundi Isafirði. Á ALMENNUM borgarafundi sl. sunnudag höfnuðu inu á staðnum. Yfir eitthundrað manns sótti fundinn Súðvíkingar tillögu um að leitað yrði sátta í deilumáli en við nýafstaðnar alþingiskosningar voru 170 manns hreppsins og fimm einstaklinga sem hafa tryggt sér á kjörskrá í hreppnum. Nítján ræðumenn tóku 39 sinn- meirihlutaaðstöðu í Frosta hf. stærsta atvinnufyrirtæk- um til máls á fundinum, sem stóð í tæpa fimm tíma. Augljóst er að mjög alvarlegur ágreiningur er risinn milli íbúa Súðavíkur um málefni Frosta hf., eftir að fimm einstaklingar, sem allir eru lykilmenn í rekstri fyrir- tækisins, tiyggðu sér meirihlutaað- ild í fyrirtækinu. En þá hafði hreppsnefnd hafnað forkaupsrétti og almennt hlutafjárútboð meðal íbúa hreppsins og starfsmanna fyr- irtækisins höfðu fengið dræmar undirtektir. Auðunn Karlsson oddviti Súða- víkurhrepps setti borgarafundinn sl. sunnudag. Stakk hann upp á Steini Inga Kjartanssyni sem fund- arstjóra, en uppástunga kom einnig um Heiðar Guðbrandsson. Steinn Ingi náði kosningu og byrjaði hann á að skipa Heiðar Guðbrandsson sem varafundarstjóra. Síðan til- nefndi hann Maríu Kristófersdóttur og Önnu Lind Ragnarsdóttur sem fundarritara, en gat þess jafnframt að öll umræða á fundinum yrði tek- in upp á segulband. Hreppnum tryggð rétt- indi í Frosta hf. Auðunn Karlsson var fyrstur á mælendaskrá. Rakti hann ítarlega þróun máia frá því Frosti hf. inn- leysti öll hlutabréfin önnur en bréf hreppsins á síðastliðnu ári, og hvemig staðið var að breytingum á samþykktum hlutafélagsins til að treysta áhrif hreppsins á stjóm fyr- irtækisins. Innlausnarverð bréfanna sem keypt vom nam 70,3 milljónum króna og átti að greiða helminginn út á árinu en hitt á 7 ámm verð- tryggt með 2% ársvöxtum. Þá var staðan sú, að Súðavíkur- hreppur átti 42,57% hlutaQár, en Frosti hf. 57,43%. Samkvæmt lög- um má hlutafélag aðeins eiga 10% hlutafjár í sjálfu sér, svo selja varð innan skamms tíma 47,43% hluta- Qárins. Hreppurinn notaði tækifærið á meðan hann átti alla stjómarmenn- ina í Frosta hf. til að breyta samþykktum þess til þess að tryggja: 1. Að atvinnustarfsemin væri að mestu bundin við sveitarfélagið. 2. Aðild hreppsins að stjóm félagsins. 3. Að. þessum samþykktum yrði ekki raskað þótt aðrir kæmust í meirihlutaaðstöðu. 4. Að koma þessum breytingum á áður en haf- ist væri handa við sölu hlutabréfa. Lögmaður ráðinn Stjómin réð Jónatan Sveinsson hæstaréttarlögmann til að móta til- lögur í þessa veru, sem hann lagði síðan fyrir framhaldsaðalfund í Frosta hf. að kvöldi 27. október sl. Fundinn sátu allir aðalmenn í hreppsnend og lýstu allir ánægju sinni með tillögumar. Hluthafa- fundur var svo boðaður í Frosta hf. 15. desember, þar sem tillögumar vom lagðar fram og samþykktar. í 6. málsgrein segir að enginn megi eiga hærra hlutfall í félaginu en 48% af virku hlutafé. Stjóm skal skipuð 3 mönnum. Hluthafar kjósa 2, en hreppsnefnd Súðavíkurhrepps hefur rétt til að tilnefna einn aðal- mann í stjóm meðan hreppurinn á ekki minna en 11% af hlutafé. Lengra ekki hægt að ganga Auðunn taldi að ekki yrði hægt að ganga lengra í að tryggja hags- muni hreppsins ef fást ættu aðilar til að kaupa það hlutafé sem falt yrði. Væri litið svo á að hrepps- nefndin teldi ekki kappsmál að hafa frekari afskipti af fyrirtækinu, en þama kæmi fram. Taldi hann að það hefði verið undirstrikað þegar hreppsnefndin hafnaði forkaups- rétti á fundi sínum 15. desember. Óheilindum og trúnað- arbrotum vísað á bug Áburði og óheilindi og trúnaðar- brot vísaði Auðunn afdráttarlaust á bug. Hann sagði að eftir að hrepp- urinn hefði hafnað forkaupsrétti hafi þeir sem seinna stóðu að stofn- un hlutafélagsins Togs rætt um að taka höndum saman um lausn á vandanum. En það var samdóma álit þeirra að ekki kæmi til greina að kaupa hluti fyrr en bréfin hefðu verið boðin út eins og gert var. Auðunn sagði jafnframt að hann og Jónatan Ásgeirsson hefðu báðir samþykkt það að bjóða starfsmönn- um Frosta og íbúum hreppsins að kaupa bréfin á stjómarfundi 15. desember. Þegar útboðsfresti lauk höfðu 17. einstaklingar staðfest kaup á hluta- bréfum auk þeirra fimmmenning- anna sem létu það fylgja tilboði sínu að þeir hygðust stofna félag til kaupanna. Kauptilboð þessara fimm aðila var samtals í 43,47% af hlutafé, sem er rúmlega helming- ur af virku hlutafé. Á stjómarfundi 1. maí var gerð grein fyrir hveijir hefðu samþykkt kauptilboð félagsins á lögmætan hátt og framkvæmdastjóra falið að kalla eftir hlutafjárgreiðslum. Viljayfirlýsing Guðmundar Heiðars kom of seint Auðunn sagði að viljayfirlýsing frá Guðmundi Heiðarssyni um kaup á 20% hlutafjár hefði komið of seint í óstaðfestu símskeyti, auk þess sem þá hafi legið fyrir staðfest kauptil- boð í allt falt hlutafé að undanskild- um 3%. Því hafi ekki komið til álita að taka viljayfirlýsinguna alvarlega. Hvað varðar fullyrðinguna um vanhæfi Auðuns og Jónatans Ás- geirssonar til að fjalla um sölu hlutabréfanna í stjóm Frosta hf. las Auðunn upp úr álitsbréfi lögfræð- ings Frosta hf., Jónatans Sveins- sonar, þar sem segir að þeir sem vefengja söluna til Togs hf. hafi ekki vefengt söluna til stjómar- mannanna sjálfra á hlutabréfum. Hann segir jafnframt að sá grund- vallarmisskilningur liggi fyrir að stjómin hafí verið að semja um sölu hlutabréfa. Hlutabréfín vom til sölu á þegar tilgreindu verði, sem aðrir áttu kost á að nýta sér. Sölu- skilmálar vom löngu ákveðnir og almennir og því afgreiðsla stjómar- innar á erindi þeirra sem sendu inn tilboð ekki samningsaðgerð heldur staðfesting á almennum skilmálum. Samningamir tóku í raun gildi 28. febrúar, þegar útboðsfrestur hlutafjár rann út, því sölutilboð fé- lagsins frá 16. janúar er bindandi fyrir félagið. Lögfræðingurinn lýsir því síðan yfir að Auðuni Karlssyni og Jónatani Ásgeirssjmi hafi ekki borið skylda til að víkja af stjómar- fundi 1. maí hvorki á gmndvelli vanhæfisákvæða 56. gr. né annarra vanhæfísákvæða hlutafjárlaga. Ekki hagsmunir hreppsbúa Auðunn Karlsson sagði að lokum að hann gæti ekki skilið hvemig það samræmdist hagsmunum hreppsbúa að gera tortryggilega menn á borð við Jóhann Símonar- son, Jónatan Ásgeirsson og Barða Ingibjartsson skipstjómarmenn á skipum félagsins til margra ára og Ingimar Halldórsson framkvæmda- stjóra. Það hljóti að vera langsótt og torskilin rök að eignarhald þess- ara manna á hlutafé í Frosta hf. skuli nú vera talin varhugaverð hagsmunum félagsins og þá um leið hagsmunum starfsmannafé- lagsins og í raun allra Ibúa hrepps- ins. Auðunn sleit samstarfinu Sigríður Hrönn Elíasdóttir vara- oddviti var næst á mælendaskrá. Hún gagnrýndi mjög vinnubrögð Auðuns Karlssonar og sagði að hann hefði slitið meirihlutasam- starfinu við félaga sína á S-listanum og tekið upp meirihlutasamstarf við A-listann. Gat hún þess að enginn fundur hefði verið haldinn í hrepps- nefnd á meðan hlutabréfin vom til sölu. Sagðist hún hafa gagnrýnt að hreppsnefnd skyldi ekki vera látin fylgjast með framvindu mála. Á aðalfundi Frosta hf. á síðastliðnu ári gerði Auðunn það að kröfu að aðeins einn maður færi með at- kvæði hreppsins á aðalfundinum, en Hálfdán Kristjánsson vildi að hreppsnefndin öll mætti á fundinn og skipti með sér atkvæðum hrepps- ins. Áuðunn hótaði að taka upp samstarf við A-listann ef samstarfs- menn hans féllust ekki á tillöguna um einn fulltrúa. Kom það síðan í ljós á hreppsnefndarfundi 3. ágúst í fyrra þegar fulltrúar A-listans greiddu tillögu Auðuns atkvæði. Nýr meirihluti Þar með var í raun kominn nýr meirihluti í hreppsnefnd. Tveir full- trúar A-lista með Auðuni Karlssyni oddvita af S-listanum. Hún sagðist líta þannig á að Auðunn treysti henni ekki til að fara með 'Aat- kvæða Súðavíkurhrepps á aðalfundi Frosta hf. þess vegna hefði það komið henni mjög á óvart þegar Auðunn bauð henni sæti í stjóm Frosta hf. auk þess að vera ráð- gjafi sinn í stjóminni. Hún neitaði því þar sem hún leit þannig á að Auðunn Karlsson vildí leika einleik í málinu og hafa svo einhveija leppa til að fylla í skörðin. Sagðist hún ekki vilja vera neitt peð í leik sem Auðunn Karlsson stjómaði. Borgarafundur var haldinn í Súðavík 25. september á sfðastliðnu ári. Þá svaraði Auðunn fyrirspum um upplýsingastreymi frá Frosta hf. að það stæði til bóta. Á hrepps- nefndarfundi 23. október er sama staðan. Engar upplýsingar. Þá lagði Sigríður Hrönn fram bókun í hreppsnefnd um að þar sem bæði oddviti og sveitarstjóri sætu í stjóm Frosta hf. gagnrýndi hún að engar upplýsingar hefðu fengist um gang mála í fyrirtækinu. A sama fundi ætlaði oddviti að sögn Sigríðar Hrannar að knýja fram ákvörðun um höfnun á forkaupsrétti á hluta- bréfum. Á þessum sama fundi voru lagðar fram tillögur að breytingum á samþykktum Frosta hf. Hálfdán Kristjánsson taldi það siðlaust að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.