Morgunblaðið - 16.05.1987, Side 25

Morgunblaðið - 16.05.1987, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. MAÍ1987 25 Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson A borgarafundinn mœttu rúmiega hundrað manns, sem er yfir 2/s af atkvæðisbærum mönnum i hreppnum. Mjög heitar umræður urðu um málin, þar sem sjónarmið Auðuns Karlssonar og Hálfdáns Kristjánssonar skiptu fólki i tvo hópa. Þó bar nokkuð á þvi að fólk teldi að þama væri einungis um að ræða valdabaráttu þessara tveggja manna og krafðist meðal annars einn hreppsnefndarmanna, Hrafnhildur Þorsteinsdóttir, þess að þeir létu af þessu einkastríði. ætla að knýja fram afgreiðslu um að hafna forkaupsréttartilboði, án þess að hreppsnefndin vissi hveiju hún væri að hafna. Vildi hann fresta afgreiðslu þar til staða sveitarfé- lagsins væri ljós. Vildu meirihluta hreppsins Sigríður Hrönn spurði hvort Auð- unn Karlsson hefði þá þegar verið farinn að hugsa um stofnun papp- írsfyrirtækis til að hrifsa undir sig öll völd í Frosta hf. Á hreppsnefnd- arfundi tveim dögum síðar lagði Hálfdán til að hreppurinn nýtti sér forkaupsrétt. Sigríður Hrönn lagði til að hreppurinn tryggði sér meiri- hlutaaðstöðu í félaginu sem bak- tryggingu. Jafnframt spurði hún stjómarmennina í Frosta hvort þeir ætluðu að gæta hagsmuna byggð- arlagsins. Svöruðu þeir þvi að þeir ætluðu fyrst og fremst að gæta hagsmuna sveitarfélagsins. Síðan selur Auðunn Karlsson sjálfum sér og sínum meirihluta í félaginu. „Er hægt að treysta slíkum mönnum?" spurði Sigríður Hrönn. Fundir við hentugleika Hún gagnrýndi einnig fram- kvæmd oddvitans á fundum hrepps- nefndar. Sagði hún að oddvitinn héldi einungis fundi þegar það hent- aði honum. Gat þess jafnframt að á fundi í febrúar hefði hann staðið upp á miðjum hreppsnefndarfundi og sagst verða að yfírgefa fundinn vegna anna og beðið Sigríði Hrönn að taka við án þess að láta hana vita áður. Fundur var haldinn í hreppsnefnd Súðavíkurhrepps 2. maí. Þá höfðu válegir atburðir gerst sagði Sigríður Hrönn. Auðunn Karlsson hafði selt sér og félögum sínum meirihluta í Frosta hf. Því var ákveðið á fundin- um að leita allra leiða til að rifta kaupunum og í framhaldi af því var svo boðað til þessa borgarafundar. Leitað til sýshimanns Beiðni um fund í hreppsnefnd föstudaginn 8. maí hundsaði Auð- unn. Haft var samband við sýslu- manninn í N-ísafjarðarsýslu og krafðist að hann gætti þess að lög væru haldin. Hann mun hafa haft samband við Auðun en tilkynnti Sigríði Hrönn síðan að Auðunn ætlaði að kanna réttarstöðu sína í málinu. Spurði hann síðan hvort fundurinn væri nauðsynlegur. Það þótti Sigríði Hrönn einkennilega spurt. Sagðist ekki sjá að ástæða væri til að hafa samband við sýslu- mann nema erindið væri brýnt. í lok ræðu sinnar skoraði Sigríð- ur Hrönn Elíasdóttir varaoddviti á oddvitann Auðun Karlsson að segja af sér embætti áður en hann yrði sviftur því. Óháð Hálfdáni Jónína Guðmundsdóttir varafull- trúi A-lista í hreppsnefnd Súðavík- urhrepps gerði að umræðu sinni viðtal við Auðun Karlsson sem birt- ist í Morgunblaðinu. Sagði hún að Auðunn gæfí það í skyn að þær Sigríður Hrönn, sem báðar eru starfsmenn Sparisjóðs Súðavíkur þar sem Hálfdán Kristjánsson er sparisjóðsstjóri, létu Hálfdán segja sér fyrir verkum á hreppsnefndar- fundum. Hún sagðist ekki láta Hálfdán Kristjánsson né nokkum annan segja sér hvað hún ætti að hugsa, segja eða gera. Hún sagði að það væm ekki margir sem hefðu kjark til að selja sjálfum sér hlutabréfín í Frosta hf. Hún sagði það vera langt gengið ef Auðunn Karlsson væri orðinn hræddur við hana, auma einstæða móður, sem að vísu borgaði hærri skatta en hann, eignamikli og tekju- hái maðurinn. Svala valdagræðgi Hálfdán Kristjánsson sagði í upp- hafi ræðu sinnar að hann teldi að aðferðir eigenda Togs hf. við að komast yfír meirihluta hlutabréfa í Frosta hf. væm til þess eins að svala valdagræðgi þessara manna. S-listamenn lofíiðu því fyrir síðustu kosningar að beita sér fýrir umbótum í atvinnumálum Súðavík- ur en fram til þess tima höfðu atvinnumálin öll verið á einni hendi. Úrslit kosninganna virtust svo end- urspegla þann vilja, en S-listi fékk hreinan meirihluta í hreppsnefnd. Beiskur kaleikur ósigursins Börkur Ákason, sem var helsti hvatamaður að A-Iistanum, játaði sig sigraðan og hafði sig í burtu af staðnum. Hann er beiskur kal- eikur ósigursins, þegar mikið er lagt undir, sagði Hálfdán. Börkur bauð hlutabréf sín til kaups fyrir 100 milljónir, en Frosti hf. bauð honum 36,5 milljónir. Hálfdán tók þátt í þeim samningaviðræðum vegna tengsla við hluthafa. Hann segir að Auðunn hafí þá komið að máli við sig og sagt að hann hafi gert Berki 50 milljóna króna tilboð í bréfín, þar sem hann telji að með því megi leysa málin. Hálfdán seg- ist þá hafa mótmælt þessum vinnubrögðum oddvitans, þar sem hreppsnefnd hafí ekki verið gert grein fyrir stöðu mála. Börkur hafði svo samband um kvöldið og urðu niðurstöður viðræðna þær að hann seldi sinn hlut fyrir 52,3 milljónir. Skrifað undir Laugardaginn 5. júlí boðar svo Karlsson til fundar eins og Hálfdán orðaði það og tilkynnti þá að skrifa ætti undir samning um sölu á hluta- bréfunum þá síðar um daginn. Hreppsnefnd gagnrýndi þessi vinnubrögð, en þá varð kappinn sár og sagðist bara vera að gæta hags- muna hreppsins. Hann sagði að hreppsnefndin gæti bara fellt sam- komulagið. Hálfdán sagðist þá hafa bent honum á að það þyrfti ekki nema tvo menn í stjórn Frosta hf. til að samþyklqa samkomulagið og víst væri að hvorki Kristján Svein- björnsson né Ólafur heitinn Gísla- son myndu taka orð sín til baka um það samkomulag sem þama hafði náðst. Sú staða sem oddvitinn hafði nú komið hreppsnefndinni í var svipuð og hjá sjálfstæðismönnum þegar Þorsteinn Pálsson hafði rekið rýt- inginn í bakið á Berta. Þeir urðu að bakka hann upp, það var engin leið til baka. Hálfdán sagði að Auðunn hefði borið það á sig í tveggja manna tali að hann ætlaði að sölsa undir sig völdin í Frosta með hlut föður síns og aðstöðu varaoddvitans. Hræðslubandalag Á fundinum gerðist það svo að oddvitinn gerði hræðslubandalag við A-listann. Lista sem hafði verið settur honum til höfuðs við síðustu kosmngar. Ástæðan fyrir hræðslubandalag- inu sagði Hálfdán að hefði verið að Auðunn hefði óttast að ein ættin kæmi í stað annarrar og engir molar myndu hijóta af borðinu nið- ur á gólf til hans. Hálfdán rakti síðan aðdragand- ann að útboðinu á hlutabréfunum og sölu þeirra og sagðist draga í efa að fímmmenningamir hefðu skilað inn tilboðum sínum á tilsett- um tíma. Lokaorð hans vom: I raun okkar eigu „Eigum við að sætta okkur við það, að það tækifæri sem við höfð- um til að ráða okkur sjálf renni úr greipum okkar? Eigum við að sætta okkur við það að þurfa að lifa og hrærast eins og ófrjálst fólk? Eigum við að þurfa að líta upp til hús- bændanna, sem hafa nú sölsað undir sig með þessum siðlausa hætti, sem við höfum orðið vitni að, það sem er í rauninni okkar eign. Súðavíkurhreppur átti þetta fyr- irtæki. Eigum við að kijúpa á kné og kyssa á vöndinn. Ef við viljum það skulum við fara heim nú þeg- ar. Ef ekki þá skulum við krefjast þess, hér og nú, hvert einasta mannsbam, að þau vinnubrögð sem hér hefur verið lýst nái ekki fram að ganga. Hvorki nú né í nokkurri næstu framtið. Við erum fijálst fólk. Við höfum rétt til að taka eig- in ákvarðanir, og okkur á að líðast að hafa skoðanir á mönnum og málefnum." Síðan endaði hann ræðu sína með erindi úr aldamóta- kvæði Einars Benediktssonar: Sjá hin ungboma tíð, vekur storma og stríð. leggur stórhuga dðm á feðranna verk. Heimtar kotungum rétt, og hin kúgaða stótt, hristir klafann af sér, hún er voldug og sterk. Einkastríð Auðuns og* Hálfdáns Hrafnhildur Þorsteinsdóttir sagðist ekki hafa setið hrepps- nefndarfundinn þar sem ákveðið var að reyna að ógilda söluna á hlutabréfunum í Frosta hf. Hún sagði að sér virtist að þama væri Hálfdán Kristjánsson að fínna sér leið til að heyja sitt einkastríð við Auðun Karlsson. Hún sagði að mik- ilsVert væri að fólk reyndi að draga réttar ályktanir af orsökum þessara átaka. Sagðist hún óttast að þessi deila gæti dregið alvarlegan dilk á eftir sér. Að máttarstólpar atvinnu- lífsins á staðnum hyrfu frá Súðavík vegna grófra aðdróttana um óheil- indi og jafnvel afbrot. Er ekki kominn tími til að þeir Hálfdán Kristjánsson og Auðunn Karlsson dragi ályktanir af þessari stað- reynd. Ánnaðhvort með því að setjast niður og gera út um þessar deilur sín á milli eða hverfa báðir úr hreppsnefnd. Mikilvægast er að menn geri sér grein fyrir því að þessi deila er rekin undir fölskum formerkjum, meðal annars með því að kasta á milli sín fjöreggi byggð- arlagsins, sjálfum afkomumögu- leikum fólksins. Hvað varðar fullyrðingar Hálfdáns um að búið hafí verið að gera samning við tvær stúlkur í þorpinu um umboðshald fyrir Skeljung hf., en Hrafnhildur er núverandi umboðsmaður, sagðist hún hafa fengið aðrar upplýsingar. Að stilla saman strengi Þegar hreppsnefndarmenn höfðu lokið máli sínu var orðið gefið laust og tók Sesselja Þórðardóttir fyrst til máls. Hún sagði að fyrsta verk- efni sveitarstjómarmanna ætti að vera að stilla saman strengi sína svo úr yrði sami hljómur. Hún spurði hvort stefnuskrármál S-list- ans frá því í fyrra um að koma atvinnumálum í byggðarlaginu í það horf að það yrði öllum til góða hefði gleymst. Kemur það sveitarfé- laginu til góða, að allir tekjuhæstu mennimir skuli vera búsettir í öðr- um sveitarfélögum? Þá gat hún þess að hún og maður hennar, Magnús Þorgilsson, hefðu leitað eftir kaupum á fískvinnsluhúsum á Langeyri, en eigendur Frosta hefðu neitað að selja. Hún sagði að vegna einræðishneigðar þeirra Frosta- manna hefðu þau orðið að flytja búsetu til ísafjarðar þótt þau vildu miklu heldur búa áfram í Súðavík. Nýtt Dallas Ragnheiður Gísladóttir vildi leggja Qórar spumingar fyrir þá Auðun Karlsson og Hálfdán Krist- jánsson. í fyrsta lagi hvort þeir vissu til hvers þeir hefðu verið kosn- ir af kjósendum S-listans. í öðm lagi hvort þeir teldu sig hafa efni á því að sundra hér öllu, bara vegna persónulegra deilna sem enginn annar vildi taka þátt í. í þriðja lagi hvort það hefði bara verið fyrirfram ákveðið að Súðavík ætti að vera eins og eitthvert Dallas, þar sem allt snerist um deilur við að ná yfir- ráðum. Og í fjórða lagi vildi hún spyija Háifdán Kristjánsson að því, hvort hann, ef hann næði yfírráð- um, ætlaði að stjóma Frosta í gegnum síma eins og hann hefur stjómað Sparisjóði Súðvíkinga und- anfarin ár. Hvort hann teldi það vænlegt? Guðfaðir A-listans Heiðar Guðbrandsson sagðist hafa átt sæti í síðustu hreppsnefnd. Hann hefði hinsvegar ekki ætlað í framboð aftur, en sagðist hafa ver- ið guðfaðir að A-listanum í fyrra. Sá listi hefði aðeins haft einn meg- intilgang. Það væri að koma í veg fyrir að þessi „kvikindi", Auðunn Karlsson og Hálfdán Kristjánsson, næðu völdum í sveitarfélaginu. Síðan breyttust viðhorf á A-listan- um og hvarf Heiðar frá honum og hóf störf utan byggðarlagsins. Þó fór það svo að þriðji listinn kom fram og var Heiðar efsti maður á honum. Hann sagði að megintil- gangur listans hefði verið að þjappa fólki saman um það fyrirtæki sem þau áttu þá, undir stjóm Barkar Ákasonar. Þá þóttu S-listamönnum það hlægileg markmið. Heiðar féll Listi Heiðars náði ekki kjöri og voru skýrar kosningar milli þeirra sem vildu Börk og þeirra sem vildu Hálfdán og Auðun. Þó taldi hann að fólk hefði ekki viljað Auðun, enda hafí hann lagt á það áherslu að hann næði ekki kjöri sem þriðji maður á S-lisa. Heiðar gagnrýndi vinnubrögð Auðuns í síðustu hreppsnefnd. Sagði að hann hefði á fyrsta ári viljað selja hlutabréf hreppsins í Frosta. Það þyrfti að auka völd fólksins í fyrirtækinu. Heiðar taldi að þama væri maðkur í mysunni og sagðist hafa bent mönnum á það. Hann sagðist jafn- framt oft hafa átt í útistöðum við Börk Ákason, en þeir hefðu alltaf getað jafnað sín mál. Sagðist oft hafa sagt að ekki væri hægt að gera ráð fyrir atvinnurekanda sem menn væm alltaf sáttir við. Þá ertu bara rekinn Núna höfum við fyrirtæki sem við getum ekki átt í útistöðum við. Ef þú ert ekki á sömu skoðun núna, þá ertu bara rekinn. Hann sagðist hafa varað Súðvíkinga við hvað væri að gerast í málefnum Auðuns Karlssonar og Barkar Ákasonar og spurði fundarmenn hvað hefði kom- ið á daginn. Óskhyggja þeirra eða skoðanir hans. H. Krisljánsson Hálfdán Kristjánsson tók aftur til máls og gat þess að Auðunn hefði bent sér á það á síðastliðnu hausti að til þess gæti komið að þeir yrðu að taka höndum saman um að leysa hlutabréfamál félags- ins. Hálfdán hefði hafnað því, sagðist efast um heilindi Auðuns, auk þess sem hann hefði stofnað sitt eigið fyrirtæki, H. Kristjánsson hf., og hefði verið að afla því fyrir- tæki viðskipta. Hann sagði að breytingar væru að verða á eignar- aðild atvinnufyrirtækja og sagðist hafa reifað hugmyndir sínar um valdskiptingu í Frosta hf. Fyrirtæki fólksins í þriggja manna stjóm sæti einn fulltrúi frá hreppnum, sem ekki

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.