Morgunblaðið - 16.05.1987, Page 32

Morgunblaðið - 16.05.1987, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. MAÍ 1987 V estur-Þýskaland; Kohl kanslari leggst gegn tillögn Sovétstj órnarimiar Ógnvænlegustu vopnin undanskilin Bonn, Reuter. HELMUT Kohl, kanslari Vestur- Þýskalands, hefur vísað á bug tillögu Sovétmanna um uppræt- ingu skammdrægra kjaraorku- flauga. Talsmaður stjórnarinnar birti í gær yfirlýsingu frá Kohl þar sem hann sagði tillögur Sovét- stjóraarinnar ógna öryggishags- munum Vestur-Þýskalands. Hvatti kanslarinn til þess að stór- veldin semdu um algera uppræt- ingu þeirra kjamorkuflauga sem draga allt að 1.000 kílómetra. „Samkomulag sem tekur aðeins til skammdrægra flauga, sem draga 500 til 1.000 kílómetra, undanskilur þau vopn sem ógna landi okkar. Því verður samningur að taka til allra þeirra kjamorkuflauga sem draga allt að 1.000 kílómetra," sagði í yfír- lýsingu kanslarans. Ef gengið yrði að þessari kröfu kanslarans þyrftu samningamenn risaveldanna að komast að sam- komulagi um upprætingu 10.000 kjamaodda til viðbótar, að mati sér- fræðinga. Að auki yrðu þeir að taka til við að ræða vopnabúnað sem aldr- ei hefur borið á góma áður í af- vopnunarviðræðum m.a. sökum þess að hér er um gríðarlega flókinn málaflokk að ræða. Samkvæmt upp- lýsingum frá Atlantshafsbandalag- inu og Alþjóðlegu herfræðistofiiun- inni í London (IISS) eru um 11.600 kjamaoddar í flaugum sem draga skemur en 500 kílómetra. Eru oddar þessir bæði í flugvélum og vígvallar- vopnum af öllum hugsanlegum gerðum. Ef vopn þessi yrðu jafn- framt tekin til umræðu í Genf væm hinar 'ýmsu samninganefndir í raun að ræða um niðurskurð allra kjam- orkuvopna í vopnabúrum stórveld- anna. Vígvallarvopnin eru færanleg og því yrði óhemju erfitt að semja um fullnægjandi reglur varðandi eft- irlit. Helmut Kohl lagði ennfremur áherslu á að hann styddi tillögu um upprætingu meðaldrægra kjamorku- flauga og kvaðst hann vænta þess að þeir Ronald Reagan Bandarílqa- forseti og Mikhail Gorbachev Sovét- leiðtogi undirrituðu samkomulag þessa efnis á þessu ári. „Stjómin mun því styðja Reagan forseta eftir megni í þeim samningaviðræðum," sagði í yfírlýsingu hans. Deilur hafa verið innan stjómar Kohls um hvemig bregðast eigi við tillögu Sovétstjómarinnar frá því í síðasta mánuði um útrýmingu skammdrægra og meðaldrægra flauga í Evrópu en þær draga 1.000 til 5.000 kílómetra. Flokkur Kohls, kristilegir demókratar, hefur lýst sig andvígan þessari tillögu en Hans- Dietrich Genscher utanríkisráðherra og flokkur hans, ftjálsir demókratar, telur að ganga beri að henni. Tilkynningin kom mjög á óvart og er talið víst að hún muni síst verða til þess að lægja deilumar. Talsmaður stjómarinnar sagðist ekki vita til þess að yfirlýsing kanslarans hefði verið borin undir Genscher ut- anríkisráðherra og flokk hans. Júrgen Chrobog, talsmaður Gensc- hers, vildi ekki tjá sig um yfírlýsing- una og bar því við að hún hefði komið sér gjörsamlega á óvart. Wolfgang Mischnik, formaður þingflokks fijálsra demókrata, sagði að tilkynn- ing kanslarans væri ekki lokayfirlýs- ing stjómarinnar. Talsmaður Jafnaðarmannaflokksins sagði að með þessu vonaðist Kohl til að fyrir- byggja að samningaviðræður risa- veldanna í Genf bæru árangur. Talsmaður stjómarinnar vildi á hinn bóginn ekki tjá sig um yfírlýs- ingu bresku ríkisstjómarinnar frá því á fimmtudag þess efnis að stjómin gæti fallist á tillögu Sovétmanna með ákveðnum skilyrðum. Yfirlýs- ingin kom stjóm Kohls í opna skjöldu því hún hafði vænst þess að aðild- arríki Atlantshafsbandalagsins biðu þess að vestur-þýska ríkisstjómin kæmist að sameiginlegri niðurstöðu. Bretland: Samþykkja tillögnrnar með vissum skilyrðum f yinrlnn Ronfnp London, Reuter. BRESKA rikisstjórnin lýsti yfir þvi á fimmtudag að hún gæti fallist á tillögu Sovétstjómarinnar um upprætingu meðal- og skammdrægra kjaraorkuflauga með ákveðnum skilyrðum. Talsmaður utanríkisráðu- neytisins birti tilkynningu þessa og sagði stuðning ríkisstjómarinnar bundin þvi skilyrði að öryggishagsmuna Vestur-Evrópuríkjanna yrði gætt í hvivetna. Var þetta fyrsta í fyrsta skipti sem ríkisstjómin tjáir sig um tillögu Sov- étmanna og kom tilkynningin á óvart. Talsmaðurinn minnti á að Atlantshafsbandalagið hefði lengi hvatt til þess að samið yrði um tak- mörkun skammdrægra kjamorku- flauga. Almennt er litið svo á að afstaða bresku ríkisstjómarinnar skipti miklu um sameiginlega stefnu- mótun Atlantshafsbandalagsins. Hið sama gildir raunar um vestur-þýsku ríkisstjómina i, sem er klofin í af- stöðu sinni, en er ósammála bresku ríkisstjóminni ef marka má yfirlýs- ingu Heimuts Kohl kanslara frá í gær. Að sögn breskra embættismanna er stjómin reiðubúin til að sam- þykkja tillögu Sovétsyómarinnar með því skilyrði að samið verði sam- hliða um upprætingu meðaldrægra og skammdrægra flauga. Sovét- stjómin hefur á hinn bóginn lagt til að samið verði sérstaklega um þær skammdrægu. í annan stað vill breska ríkisstjómin að fyrir liggi skýrar og afdráttalausar reglur um eftirlit. Einnig að samkomulag risa- veldanna taki ekki til 72 Pershing Ia eldflauga sem vestur-þýski flug- herinn ræður yfír en Bandaríkjaher ræður á hinn bóginn yfir þeim kjamaoddum, sem unnt er að koma fyrir í þeim. Loks krefst ríkisstjómin þess að stórveldin semji um algera útrýmingu skammdrægra flauga hvar sem þær er að finna í heiminum þannig að samkomulagið taki ekki einvörðungu til Evrópuflauganna svonefndu. Embættismennimir bentu á að tvö síðastnefndu atriðin kynnu að valda deilum þar eð Sovétríkin hefðu kraf- ist þess að samið yrði um Pershing Ia flaugamar og að í tillögum þeirra, sem lagðar hefðu verið fram í Genf, væri gert ráð fyrir að einungis yrði samið um Evrópuflaugamar. Byttíngm á Fíji ógnun við stöðugleika í S-Kyrrahafí Sydney, Reuter. BYLTINGIN á Fiji hefur skotíð leiðtogum eyrílqa á Kyrra- hafi skelk í bringu. í þessum heimshluta hefur löngum ríkt pólitískur stöðugleiki, en nú óttast embættís- og áhrifa- menn að byltingin kunni að stefna honum í hættu. Kunnugir telja að byltíngin gæti orðið til þess að draga úr vestrænum áhrifum í Suður-Kyrrahafi og leiða til aukinnar spennu þar. Reuter Kvikmyndaleikkonan vinsæla Rita Hayworth þegar hún var upp á sitt bezta. Hún lezt í gær á 68. aldursári eftir lang- varandi baráttu við Alzheim- ir-sjúkdóminn. Rauðhærða kynbomban Rita Hay- worth látín New York, Reuter. RITA Hayworth, kvik- myndaleikkonan vinsæla, og rauðhærða kynbomban, eins og hún var oftast nefnd, lézt í gær á heimili dóttur sinnar eftir langvar- andi baráttu við Alzheimer- sjúkdóminn. Rita Hayworth fæddist 7. október árið 1919 í New York og var því á 68. aldursári. Uppr- unalegt nafn hennar var Margarita Cansino. Hún var dóttir dansara og byijaði að sýna með foreldrum sínum að- eins sex ára gömul. Starfsmað- ur 20th Century-Fox kvikmyndafyrirtækisins sá hana á leiksviði í Mexíkó þegar hún var 16 ára og bauð henni til Hollywood til reynslu. Fyrsta kvimyndahlutverk hennar var dansatriði í mynd- inni „Dante’s Inferno" en hún sló síðan í gegn árið 1939 með leik sínum í kvikmyndinni „Only Angels Have Wings“. Hún var síðan ein skærasta stjarna Hollywood á fímmta áratugnum og vann hvem leiksigurinn af öðrum. Metaðsókn var að mynd- um hennar. Ljósmjmd af leikkonunni í svörtum blúndunáttkjól var eft- irsótt í heimsstyijöldinni síðari og prýddi skála bandarískir dáta. Mynd af henni var einnig Iímd á aðra lqamorkusprengj- una, sem varpað var á Japan. Rita Hayworth gekk fímm sinnum í hjónaband og var brúð- kaup þeirra Aly Khan, sem var frægur glaumgosi, víðfrægt. Eignuðust þau dótturina Yasm- in Khan, sem annaðist móður sína síðustu árin, meðan hún barðist við Alzheimir-veikina. Jafnframt óttast menn að Líbýu- menn, sem reynt hafa að tryggja sér áhrif á Suður-Kyrrahafi, not- færi sér ástandið á Fiji til að ala á óvild þar. Bob Hawke, forsætisráðherra Ástralíu, sagði í gær að ekkert benti til þess að erlent ríki stæði á bak við valdaránið. Hann sagði það hins vegar eiga sér stað á sama tíma og reynt væri að stuðla að sundr- ungu annars staðar á Kyrrahafinu, en þar átti hann við undirróður Líbýumanna í þessum heimshluta. Eyríkið Vanuatu hefur sætt harðri gagnrýni fyrir að koma á formlegu sambandi við Líbýu, sem heitið hef- ur uppreisnaröflum á svæðinu stuðning, einkum í Nýju Kaledóníu, sem lýtur frönskum yfírráðum. Walter Lini, forsætisráðherra Vanuatu, sagði i gær að byltingin á Fiji gæti haft „óheppilegar afleið- ingar" fyrir jaftivægi á svæðinu. Hvatti hann Fijimenn til þess að endurreisa lýðræðið sem fyrst ð& það án ótilhlýðilegra utanaðkom- andi áhrifa. í síðustu viku bannaði Lini áströlskum og nýsjálenskum herskipum og -flugvélum að koma til Vanuatu. Bandaríkjamenn, Bretar, Ástral- ir og Nýsjálendingar hafa fordæmt byltinguna. Sovétmenn vinna ötult að því að ná auknum áhrifum í þessum heimshluta en stjómin í Kreml hefur þó ekki tekið afstöðu til atburðanna á Fiji. Hin opinbnera fréttastofa TASS birti þó frétt um byltinguna í gær og segja stjóm- málaskýrendur að efnistökin í fréttinni bendi til að sovézkir leið- togar hafi ekki verið yfir sig hrifnir. Embættismenn og leiðtogar eyríkja í Suður-Kyrrahafí hafa lýst andúð sinni á því að Ratu Sir Kame- sese Mara, fyrrum forsætisráð- herra, skyldi hafa lagt byltingar- mönnum í hemum lið. Mara var forsætisráðherra Fiji í 17 ár, eða þar til flokkur hans, Sambands- flokkurinn, beið lægri hlut í kosn- ingum 12. apríl sl. Mara var ennfremur vel liðin leiðtogi Suður- Kyrrahafsráðsins, sem 13 eyríki eiga aðild að. Gremst nú leiðtogum þessara ríkja að Mara skuli hafa lagst á sveif með byltingarmönnum og verið í foiystu fyrir því að ógilda stjómarskrá^em hann átti sjálfur stærstan þátt í að rita fyrir 17 ámm. Framganga Mara gæti beinlínis orðið til þess að einangra byltingar- stjómina á Fiji og valda ringulreið í Suður-Kyrrahafsráðinu, en leið- togafundur þess er fyrirhugaður í Apia, höfuðborg Vestur-Samóa, eftir tvær vikur. Eitt þeirra mála, sem líklega verður fjallað um á fundinum, er hvort viðurkenna beri byltingar- stjómina, en það mál gæti allt eins klofíð samtökin, að sögn kunnugra. Lini, forsætisráðherra Vanuatu, sagði í gær að ef Ástralíumenn reyndu að bendia Líbýumenn við atburðina á Fiji og gera samband þeirra við Kyrrahafsríki að máli á fundinum í Apia, kynni það að marka upphafið að endalokum ráðs- ins. Vanuatumenn hafa ekki aðeins sætt gagnrýni fyrir vinskap sinn við Líbýumenn. Það mæltist heldur ekki vel fyrir er þeir gerðu nýlega fískveiðisamninga við Sovétríkin, en með því tryggðu Sovétmenn sér hafnaraðstöðu á Suður-Kyrrahafí í fyrsta sinn. í maí 1980 sendi Papua . New Guinea herlið til Vanuatu til að bæla niður uppreisn manna, sem risið höfðu upp gegn stjóm landsins og náð ejmni eyjanna, Espiritu Santos, á sitt vald. Háttsettur emb- ættismaður í Papua New Guinea sagði hins vegar í gær að um allt annað ástand væri að ræða á Fiji og útilokaði íhlutun þar. Ástralir og Nýsjálendingar eru hins vegar með herskip við Fiji og hvomgt ríkjanna hefur viljað úti- loka fhlutun. Vestrænir stjómarer- indrekar sögðu í gær að íhlutun mundi mælast illa fyrir meðal íbúa annarra ríkja f Suður-Kyrrahafí, sem vom nýlendur þar til þau hlutu sjálfstæði tiltölulega nýlega. Sérfræðingar á sviði vamarmála segja að byltingin á Fiji muni eflaust draga úr áhuga manna á sameiginlegum vömum og öðm samstarfi á sviði hermála. Það muni, þegar til lengri tíma er litið,

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.