Morgunblaðið - 16.05.1987, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 16.05.1987, Blaðsíða 35
SÖLUGENGIVERÐBRÉFA ÞANN14. MAÍ1987 Einingabréf verö á einingu Einingabrél 1 Einingabróf 2 Einingabrét 3 Lifeyrisbréf *erð a einlngu Liloy risbréf Skuldabréfaútboð pr. 10.000,- kr. pr. 10.000,- kr. IllH j Verðtryggð veöskuldabréf 2 gjeidd.«*ri vopr tATr arr'"**rriJ1 nnr, r <tttm TíníTTAqnir MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. MAI 1987 Ungverskt stjórnarmálgagn: Raoul Wallenberg var fangelsaður að ósekju „Játning“ sovéskra stjórnvalda liggur fyrir öryggisþjónustunni fyrir að hafa Búdapest. AP. DAGBLAÐIÐ Magyar Hirlap, sem er málgagn ungversku ríkisstjórnarinnar, sagði ný- lega, að fyrir lægi játning“ sovéskra stjómvalda þess efnis, að sænski diplómatinn Raoul Wallenberg hefði verið fangels- aður að ósekju i Moskvu. í grein, sem birtist í blaðinu, meðan á þingi Heimsráðs gyðinga stóð í Búdapest, var enn fremur ítrekuð sú fullyrðing Sovétsijóm- arinnar frá 1957, að Wallenberg hefði látist af völdum hjartaáfalls í fangavistinni árið 1947, 34 ára að aldri. Margir þeirra, sem dva- list hafa í sovéskum fangelsum, telja sig þó hafa séð Wallenberg eftir þann tíma - jafnvel nýverið. í bréfi, sem systir Wallenbergs ritaði og lesið var á þinginu við sérstaka athöfn til minningar um bróður hennar, heldur hún fram, að hann sé enn á lífi, og biður hún heiminn um hjálp til að ná fanganum út úr Sovétríkjunum. Raoul Wallenberg Magyar Hirlap sakar Viktor S. Abakumov, sem var yfirmaður leynilögreglu sovéska hersins 1942-46, um að hafa haldið Wal- lenberg í fangelsi. Blaðið gagmýnir einnig ónafn- greinda yfirmenn f sovésku gefið sovéskum stjómmálamönn- um viilandi upplýsingar um mál Wallenbergs árum saman. Blaðið hrósar Svíanum fyrir að hafa bjargað lífi þúsunda gyðinga í Ungveijalandi með því að útvega þeim sænsk vegabréf. Að sögn blaðsins skrifaði A. L. Smoltsev, yfirmaður Lyuby- anka-fangelsisins í Moskvu, Abakumov og bað um leyfi til að láta fara fram líkskoðun á Wallen- berg. Svar Abakumovs hljóðaði á þá leið, að Svíinn skyldi brenndur þegar í stað. Magyar Hirlap segir, að Abak- umov hafi verið dæmdur til dauða og tekinn af lífi fyrir margvísleg „glæpaverk". Engin dagsetning er nefnd í því sambandi. Þetta var önnur greinin, sem Magyar Hirlap birti um mál Wal- lenbergs á um mánaðartíma. Ungversk stjómvöld hafa látið gera styttu af Wallenberg til að heiðra minningu hans. Austurríki: Bandaríkjamenn leggja fram gögn um Waldheim Stuðningur Austurríkismanna við forsetann þverrandi Vfn, Reuler. BANDARÍKJAMENN lögðu í gær fram gögn til að sýna fram á hvers vegna ákveðið var að Kurt Wald- heim, forseti Austurríkis, skyldi ekki leyft að koma til Banda- ríkjanna i einkaerindum. Þrír háttsettir embættismenn bandaríska dómsmálaráðuneytisins afhentu Egmont Foregger, dóms- málaráðherra Austurríkis, gögn um feril Waldheims í heimsstyijöldinni síðari. Bandaríski sendiherrann í Vín, Ronald Lauder, var með embættis- mönnunum og sagði hann við blaða- menn að það ætti sér engin fordæmi að bandarísk sljómvöld útskýrðu ákvörðun um innanríkismál erlendis. Þetta væri gert að ósk Austurríkis- manna. Austurríkismenn hafa sagt að það sé bæði óskiljanlegt og óréttlátt að Waldheim skuli hafa verið settur á lista yfir fólk, sem ekki fær að fara til Bandaríkjanna vegna gruns um feril hans í heijum Hitlers. Waldheim kveðst ekki hafa framið stríðsglæpi í heimsstyijöldinni. Lauder ræddi við Franz Vranitzky kanslara og Alois Mock utanríkisráð- herra í Vínarborg í gær og sagði að nú væri komið að Austurríkismönn- um að ákveða hvemig bmgðist yrði við. Bandaríkjamenn hafa aldrei áður neitað leiðtoga vinveitts ríkis um að koma til Bandaríkjanna og hefur þetta mál vakið miklar pólitískar deil- ur S Austurríki. Þingheimur lýsti á fímmtudag yfir stuðningi við Waldheim, en í umræð- um um tillöguna spmttu upp miklar deilur um hlut forsetans. í dagblöðum í gær var vitnað í gagnrýni þingmanna þriggja af fjór- um flokkum á þingi á forsetann. Hið útbreidda dagbiað Kurier sagði að stuðningur við Waldheim væri ef til vill að minnka, „en stíflan heldur enn“. Hann sakaði Miami Herald um að hafa framið mannorðsmorð. En ýmsir stjómmálaskýrendur segja að ekki hafí verið ódrengilega vegið að Hart. „Maður rannsakar vitaskuld ekki kynlíf frambjóðanda í þaula, eins og t.d. fjármögnun kosningabaráttu," sagði sljóm- málaskýrandinn William Schneider. „Aftur á móti leitar maður að eldin- um ef reyk leggur til himins. í þessu tilfelli mátti greina reykjarkóf og orðrómurinn var þrálátur." Einnig segja sérfræðingar að Hart hafi boðið hættunni heim. í stað þess að svara stuttu og lagg- ott: „Ykkur kemur þetta ekki við“, sakaði hann pólitíska andstæðinga sína um að breiða út slúðursögur um sig og skoraði á blaðamenn að fylgja sér við hvert fótmál. „Blöðin em ekki sek um mann- orðsmorðið á Gary Hart,“ skrifaði dálkahöfundurinn Ellen Goodman. „Við skulum kalla það sjálfsvíg." En setjum svo að Hart hefði sagt að kynlífið væri sitt einkamál. Hefðu blaðamenn átt að halda sig fjarri? Mikið er deilt um þessa spumingu. Dálkahöfundurinn Edwin Yoder sagði að nánast öll blaðaskrif um kynlíf stjómmálamanna ættu að vera utan velsæmismarka til þess að þeir nytu einhverrar friðhelgi. Hann spyr hvers vegna J. Edgar Hoover, fyrmrn yfír maður Banda- rísku alríkislögreglunnar (FBI), hafi gert sig sekan um fyrirlitlegt athæfi þegar sími Martins Luther King, Jr. var hleraður, en það telj- ist aðdáunarvert að Miami Herald skyldi hafa njósnað um Hart að heimili hans. Margir blaðamenn í Washington em samþykkir þessu og segja að blaðamenn eigi ekki að leggjast svo lágt að njósna um fólk. En þessir sömu blaðamenn segja aftur á móti að réttlætanlegt sé að greina frá kynlífi manna ef upplýs- ingar em fengnar eftir hefðbundn- um leiðum, eins og t.d. frásögn vitnis. Sara Fritz, blaðamaður Los Angeles Times, sagði í sjónvarps- umræðum að þá og þá aðeins ætti að greina frá einkalífí stjómmála- manna ef hætta væri á að hegðan þeirra gæti dregið úr hæfni þeirra til að gegna embætti. Sagt er að John F. Kennedy hafi átt vingott við flugfreyjur, leikkon- una Marilyn Monroe, ritara í Hvíta húsinu og Judith nokkra Campbell, sem einnig var í tygjum við mafíu- foringja. Samkvæmt Fritz hefði aðeins átt að greina frá sambandi Kennedy við Campbell vegna þess að hægt hefði verið að nota það til fjárkúgunar. Skoðanakönnun Time í NÝJASTA hefti tímaritsins Time er birt skoðanakönnun þar sem leitað er eftir viðhorfi al- mennings til máls Garys Hart og umfjöilunar fjölmiðla um það. Tæpur helmingur aðspurðra kvaðst telja að Gary Hart hefði logið er hann neitaði þvi að hafa haldið við Donnu Rice. 37 pró- sent sögðu að efasemdir um hæfni Harts til að gegna forseta- embættinu hefðu vaknað í kjöl- far hneykslisins. Hér á eftir fara spumingamar og svör þeirra sem tóku þátt í könnuninni. Hvort þætti þér verra- að Gary Hart hefði haft samræði við konu þessa eða ekki sagt bandarísku þjóðinni sannleikann? Haft samræði við hana: 7% Ekki sagt sannleikann: 69% Tclur þú að efasemdir vakni um hæfni Harts til að gegna forseta- embættinu í kjölfar þessa? Telja efasemdir vakna: 37% Tefja að svo sé ekki: 60% Telur þú það rétt eða rangt að dagblöð og tímarit birti fréttir um kynlíf forsetaframbjóðenda? Rétt: 27% Rangt: 67% Dæmi: skuldabréf aö nafnverði kr. 100.000,- með 6% vöxtum og 2 gjald. ó ári. Söluverð yröi kr. 95.000,- KAUPÞtNG HF Húsi verslunarinnar ■ sími 68 69 88 Sölustaður Lífeyrisbrefanna er hja Kaupþing hf. 13% av. umfr. verðtr. 11% av. umfr. verötr Nafnvextir Lónstimi 103,7% nafnávöxtun Eigendur Einingabréfa, til hamingju Við erum 2 ára • Seld hafa verið 8.500 Einingabréf til 3.300 aðila. • Verðmæti eigna í ávöxtunarsjóðum Einingabréfa 1,2, og 3 var 1. maí 1987 rúmlega 550 milljónir. • Nafnávöxtun s.l. 2 ár var 103,7%, sem svarar til 17,1% ávöxtunar - umfram verðtryggingu á ári. • >eir sem þess óska, hafa fengið Einingabréf sín greidd út samstundis. • Endurskoðandi Einingabréfa 1, 2 og 3 er Endurskoðunar- miðstöðin hf. -N. Manscher, Höfðabakka 9. I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.