Morgunblaðið - 16.05.1987, Síða 40

Morgunblaðið - 16.05.1987, Síða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. MAI 1987 Morgunblaðið/KGA. Forsvarsmenn Vímulausrar æsku taka við eintaki hljómplötunnar úr hendi Jóns Gústafssonar. Hljómplata til styrkt- ar Vímulausri æsku Samtök tónlistarmanna, sem nefna sig Tónlistarmenn fyrir vímulausa æsku, kynntu plötu sem gefin er út til styrktar Vímulausri æsku á blaðamannafundi á Hlemmt- orgi í gær . Allir tónlistarmenn á plötunni hafa gefið vinnu sína en þeir eru Ragnhildur Gísladóttir, Ax- el Einarsson, Eiríkur Hauksson, Pálmi Gunarsson, Magnús Þór Sigmundsson og Bjami Tryggvason og hljómsveitimar Síðan skein sól, Cosa Nostra, Sonus Futurae, Art Ef til vill og Ríó Tríó. Á plötunni eru tólf lög. Hagnaður af sölu plötunnar rennur til samtakanna Vímu- laus æska. Útgáfustjóm önnuðust þeir Jón Gústafsson og Herbert Guðmundsson. Herbert Guðmundsson tók lagið fyrir viðstadda. Breyttur afgreiðslutuni póst- o g símstöðva FRÁ 15. maí breytist afgreiðslu- tími póst- og símstöðva á höfuð- borgarsvæðinu. Þessi afgreiðslu- tími er til reynslu og gildir til 1. október. Á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum verður opið frá kl. 8. 30—16.30 en þriðrjudaga og fimmtii- daga frá kl. 8.30-17.30. Afgreiðslutími pósthússins í Um- ferðarmiðstöðinni, R-6, verður með sama hætti og áður, virka daga frá kl. 8.00—19.30 og laugardaga kl. 8.00-15.00. Flokkur mannsins: Fundaberferð með yfirskrift- inni „Við erum rétt að byrja“ FLOKKUR mannsins heldur fund í Tónabíói laugardaginn 16. maí kl. 14.00 með þeim sem eru fylgj- andi stefnu flokksins. Efni fundarins verður að leggja drög að framtíðarstarfi flokksins og hvemig hægt verði að stuðla að þvi að flokkurinn fái fulltrúa á þing í næstu kosningum. Fundurinn sem haldinn er í Tónabíói er upphaf fundaherferðar sem verður um allt land í sumar á vegum flokksins og munu þeir allir bera yfirskriftina „Við erum rétt að byija". Morgunblaðið/Jón Sig. Rækjunni skipað upp úr rækjutogaranum Nökkva á Blönduósi sl. sunnudag. Blönduós: 70 tonnum af rækju landað úr Nökkva Blönduósi. NÖKKVI, hinn nýi rækjutogari Blönduósinga, kom úr sinni þriðju veiðiferð á laugardaginn 9. maí. Aflinn í þessari veiðiferð var 70 tonn eftir 19 daga úthald og var flokkunin á rækjunni góð þvi um 30% af aflanum fór í verðmesta flokkinn. Nökkvi er búinn að veiða um 225 tonn af rækju frá því skipið hóf veið- ar 1. mars sl. Að sögn Guðmundar Ingþórssonar, útgerðarstjóra Nökkva, eru menn ánægðir með út- gerð skipsins og engin stórkostleg vandamál hafa skotið upp kollinum. Rækjutogarinn Nökkvi hélt í sína fjórðu veiðiferð á mánudagskvöldið. — Jón Sig. ísafjörður Stjórn fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Isafirði boða til bæjarmála- fundar þriöjudaginn 19. maí kl. 20.15 i Hafnarstræti 12, 2. hæð. Dagskrá: Reikningar bæjarsjóðs (safjarðar fyrir árið 1986. Stjórnin. Kosningaspjall Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi Sjálfstæðisfélögin á Suðurlandi boða til spjallfundar fyrir stuðnings- menn Sjálfstæðisflokksins til þess aö ræða úrslit Alþingiskosning- anna og starfið framundan. Fundurinn verður haldinn i Hótel Selfossi nk. sunnudag 17. mai kl. 15.30. Stuöningsmenn Sjálfstæöisflokksins eru hvattir til þess aC mæta og ræða málin. Þingmenn flokksins mæta á fundinn. Kaffiveitingar. Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins. Vörður S.U.S. Akureyri Opinn fundur verður haldinn í Kaupangi við Mýrarveg sunnudaginn 17. maí kl. 14.00. Dagskrá fundarins: 1. Kosning fulltrúa á S.U.S.-þing. 2. Önnur mál. Félagar eru hvattir til að mæta. Stjórnin. Níels Hafstein á vinnustofu sinni. Níels Hafstein sýn- ir á Kjarvalsstöðum OPNUÐ verður í dag, 16. maí,. kl. 14.00 á Kjarvalsstöðum sýn- ing á verkum eftir Níels Hafstein og ber hún yfirskriftina Svartir og gylltir hestar. Sýningin er byggð á minnum úr þjóðsögum, goðfræði, kristinni trú, hemaði, ævintýrum og skáldskap og fjallar um líf og hreyfingu, kyrrð og dauða. Á sýningunni eru skúlptúrar úr tré og stáli, ísaumað klæði, útklippt og grafið látún, og fylgir hverju verki stuttur texti. Sýningu Níelsar Hafstein lýkur annan í hvítasunnu. ívar Val- garðsson sýn- ir skúlptúra OPNUÐ verður í dag, 16. maí, kl. 14.00 á Kjarvalsstöðum sýn- ing á verkum eftir ívar Valgarðs- son. Á sýningunni eru fjórir skúlptúr- ar úr steinsteypu og veggmyndir málaðar á tré og stál. Sýningu ívars Valgarðssonar lýkur á annan í hvítasunnu. Vottar Jehóva halda mót UM helgina halda söfnuðir votta Jehóva á suðvesturhorni landsins tveggja daga mót í húsakynnum Fjölbrautaskólans í Breiðholti við Austurberg. Mótið hefst kl. 9.55 í dag, 16. maí, og verður dagskráin alls um 8 klukkustunda löng. Fjallað verð- ur um algeng dagleg vandamál kristins manns í heimi nútímans og ráð Biblíunnar við þeim. Aðal- ræðu mótsins flytur Bjami Jóns- son á sunnudag og nefnist hún: ,Þú getur lifað friðsælu lífi núna.“ Ollum er heimill aðgangur. (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.