Morgunblaðið - 16.05.1987, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 16.05.1987, Qupperneq 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. MAI 1987 Morgunblaðið/KGA. Forsvarsmenn Vímulausrar æsku taka við eintaki hljómplötunnar úr hendi Jóns Gústafssonar. Hljómplata til styrkt- ar Vímulausri æsku Samtök tónlistarmanna, sem nefna sig Tónlistarmenn fyrir vímulausa æsku, kynntu plötu sem gefin er út til styrktar Vímulausri æsku á blaðamannafundi á Hlemmt- orgi í gær . Allir tónlistarmenn á plötunni hafa gefið vinnu sína en þeir eru Ragnhildur Gísladóttir, Ax- el Einarsson, Eiríkur Hauksson, Pálmi Gunarsson, Magnús Þór Sigmundsson og Bjami Tryggvason og hljómsveitimar Síðan skein sól, Cosa Nostra, Sonus Futurae, Art Ef til vill og Ríó Tríó. Á plötunni eru tólf lög. Hagnaður af sölu plötunnar rennur til samtakanna Vímu- laus æska. Útgáfustjóm önnuðust þeir Jón Gústafsson og Herbert Guðmundsson. Herbert Guðmundsson tók lagið fyrir viðstadda. Breyttur afgreiðslutuni póst- o g símstöðva FRÁ 15. maí breytist afgreiðslu- tími póst- og símstöðva á höfuð- borgarsvæðinu. Þessi afgreiðslu- tími er til reynslu og gildir til 1. október. Á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum verður opið frá kl. 8. 30—16.30 en þriðrjudaga og fimmtii- daga frá kl. 8.30-17.30. Afgreiðslutími pósthússins í Um- ferðarmiðstöðinni, R-6, verður með sama hætti og áður, virka daga frá kl. 8.00—19.30 og laugardaga kl. 8.00-15.00. Flokkur mannsins: Fundaberferð með yfirskrift- inni „Við erum rétt að byrja“ FLOKKUR mannsins heldur fund í Tónabíói laugardaginn 16. maí kl. 14.00 með þeim sem eru fylgj- andi stefnu flokksins. Efni fundarins verður að leggja drög að framtíðarstarfi flokksins og hvemig hægt verði að stuðla að þvi að flokkurinn fái fulltrúa á þing í næstu kosningum. Fundurinn sem haldinn er í Tónabíói er upphaf fundaherferðar sem verður um allt land í sumar á vegum flokksins og munu þeir allir bera yfirskriftina „Við erum rétt að byija". Morgunblaðið/Jón Sig. Rækjunni skipað upp úr rækjutogaranum Nökkva á Blönduósi sl. sunnudag. Blönduós: 70 tonnum af rækju landað úr Nökkva Blönduósi. NÖKKVI, hinn nýi rækjutogari Blönduósinga, kom úr sinni þriðju veiðiferð á laugardaginn 9. maí. Aflinn í þessari veiðiferð var 70 tonn eftir 19 daga úthald og var flokkunin á rækjunni góð þvi um 30% af aflanum fór í verðmesta flokkinn. Nökkvi er búinn að veiða um 225 tonn af rækju frá því skipið hóf veið- ar 1. mars sl. Að sögn Guðmundar Ingþórssonar, útgerðarstjóra Nökkva, eru menn ánægðir með út- gerð skipsins og engin stórkostleg vandamál hafa skotið upp kollinum. Rækjutogarinn Nökkvi hélt í sína fjórðu veiðiferð á mánudagskvöldið. — Jón Sig. ísafjörður Stjórn fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Isafirði boða til bæjarmála- fundar þriöjudaginn 19. maí kl. 20.15 i Hafnarstræti 12, 2. hæð. Dagskrá: Reikningar bæjarsjóðs (safjarðar fyrir árið 1986. Stjórnin. Kosningaspjall Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi Sjálfstæðisfélögin á Suðurlandi boða til spjallfundar fyrir stuðnings- menn Sjálfstæðisflokksins til þess aö ræða úrslit Alþingiskosning- anna og starfið framundan. Fundurinn verður haldinn i Hótel Selfossi nk. sunnudag 17. mai kl. 15.30. Stuöningsmenn Sjálfstæöisflokksins eru hvattir til þess aC mæta og ræða málin. Þingmenn flokksins mæta á fundinn. Kaffiveitingar. Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins. Vörður S.U.S. Akureyri Opinn fundur verður haldinn í Kaupangi við Mýrarveg sunnudaginn 17. maí kl. 14.00. Dagskrá fundarins: 1. Kosning fulltrúa á S.U.S.-þing. 2. Önnur mál. Félagar eru hvattir til að mæta. Stjórnin. Níels Hafstein á vinnustofu sinni. Níels Hafstein sýn- ir á Kjarvalsstöðum OPNUÐ verður í dag, 16. maí,. kl. 14.00 á Kjarvalsstöðum sýn- ing á verkum eftir Níels Hafstein og ber hún yfirskriftina Svartir og gylltir hestar. Sýningin er byggð á minnum úr þjóðsögum, goðfræði, kristinni trú, hemaði, ævintýrum og skáldskap og fjallar um líf og hreyfingu, kyrrð og dauða. Á sýningunni eru skúlptúrar úr tré og stáli, ísaumað klæði, útklippt og grafið látún, og fylgir hverju verki stuttur texti. Sýningu Níelsar Hafstein lýkur annan í hvítasunnu. ívar Val- garðsson sýn- ir skúlptúra OPNUÐ verður í dag, 16. maí, kl. 14.00 á Kjarvalsstöðum sýn- ing á verkum eftir ívar Valgarðs- son. Á sýningunni eru fjórir skúlptúr- ar úr steinsteypu og veggmyndir málaðar á tré og stál. Sýningu ívars Valgarðssonar lýkur á annan í hvítasunnu. Vottar Jehóva halda mót UM helgina halda söfnuðir votta Jehóva á suðvesturhorni landsins tveggja daga mót í húsakynnum Fjölbrautaskólans í Breiðholti við Austurberg. Mótið hefst kl. 9.55 í dag, 16. maí, og verður dagskráin alls um 8 klukkustunda löng. Fjallað verð- ur um algeng dagleg vandamál kristins manns í heimi nútímans og ráð Biblíunnar við þeim. Aðal- ræðu mótsins flytur Bjami Jóns- son á sunnudag og nefnist hún: ,Þú getur lifað friðsælu lífi núna.“ Ollum er heimill aðgangur. (Fréttatilkynning)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.