Morgunblaðið - 16.05.1987, Síða 49

Morgunblaðið - 16.05.1987, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. MAÍ 1987 49 I ÞINGHLÉI STEFÁN FRIÐBJARNARSON Þingsályktanir: Stefnumörkuntíl næstu framtíðar Morgunblaðið/01. K. M. Þessir fyrrverandi þingmenn gáfu ekki kost á sér til endurkjörs 1987: Helgi Seljan, Haraldur Ólafsson, Guðmundur J. Guðmundsson (að baki Haraldar), Þórarinn Siguijónsson, Kolbrún Jónsdóttir, Ellert B. Schram, Kolbrún Jónsdóttir, Garðar Sigurðsson, Stefán Benediktsson, Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, Ingvar Gíslason og Pétur Sigurðsson. Hvernig þingsályktunum, sem þau kunna að hafa staðið að, reiðir af á nýju kjörtimabili, skal ósagt iátið. Löggjöf er höfuðverkefni Alþingis, það er að setja lög- bundnar reglur um gerð samfélagsins, samskipti þjóð- félagsþegnanna, réttindi þeirra og skyldur. Alþingi mótar og stefnu til næstu framtíðar með þingsályktunum. Þær hafa ekki lagagildi, en fela engu að siður í sér viljayfirlýsingu hins þjóð- kjörna þings, æðstu valdastofn- unar lýðveldisins, i þeim efnum er þær fjalla um. Það er síðan rikisstjórnar og handhafa framkvæmdavaldsins að fylgja þeim eftir, undirbúa mál og þróa til samræmis við fram- kominn meirihlutavilja Alþing- is. Meðferð ályktunartil- lagna. „Tillögur til þingsályktunar skal bera upp í Sameinuðu þingi og skulu þær vera í ályktunar- formi", segir í 28. grein þingskapa Alþingis. Umræður um slíkar til- lögur skulu vera tvær. Þingnefnd- ir §alla yfirhöfuð um tillögumar milli umræðna. Við fyrri umræðu hefur flutn- ingsmaður fimmtán mínútur til framsögu. Aðrir þingmenn og ráð- herrar mega tala í allt að átta mínútur. Hver ræðumaður má taka tvisvar til máls. Síðan er leit- að atkvæða um, hvort tillagan skuli ganga til síðari umræðu, sem og hvaða þingnefnd skuli fara ofan í sauma málsins milli um- ræðna. Við síðari umræðu gilda ákvæði 36. greinar þingskaparlaga, sem eru rýmri. Fýrsti flutningsmaður má taka þrisvar til máls og ein- stakir þingmenn gera stuttar athugasemdir, eftir að hafa notað ræðutíma sinn. Ráðherrar geta talað eins oft og þeir vilja. Um þingsályktanir, er fjalla um stjómskipan, utanríkis- eða vam- armál, staðfestingu fram- kvæmdaáætlana, alþjóðasáttmála eða milliríkjasamninga gilda ákvæði 36. greinar bæði við fyrri og síðari umræðu. Þrátt fyr þá meginreglu að ályktunartillögu skuli bera upp í Sameinuðu þingi má leggja slíka tillögu fram í þingdeild. Framkvæmdaályktan- ir. Sem dæmi um framkvæmdaá- lyktun má nefna þingsályktun um vegaáætlun fyrir árin 1987-1990, sem samþykkt var á síðasta þingi. Samkvæmt henni hefur Vegagerð ríkisins til ráðstöfunar 2150 m.kr. 1987, 3,816 m.kr. 1988, 3,912 m.kr. 1989 og 4000 m.kr. 1990. Vegaáætlun mótar stefnu í þess- um mikilvæga verkþætti næstu ár, en nýtt Alþingi ræður hinsveg- ar ferð, m.a. með ijárlagagerð og í væntanlegri endurskoðun vegaá- ætlunar, sem fram fer eftur tvö ár. Um vegaáætlun hefur verið fjallað áður í þessum þáttum. Annað dæmi um fram- kvæmdaáætlun er þingsályktun um landgræðslu- og landvemd- aráætlun fyrir árin 1987-1991, sem nær til verkefna Land- græðslu ríkisins, Skógræktar ríkisins, Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins o.fl. Fjölþætt ályktunar- svið Hér á eftir verða nefnd nokkur efnisatriði - sýnishom - úr þings- ályktunum síðasta þings, sem eins og fyrr segir fela í sér stefnumörk- un en hafa ekki lagagildi: * „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að endurskoða starf- semi Þjóðhagsstofnunar og meta hvort ekki sé hagkvæmt að fela öðram verkefni hennar1'. * „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjóminni að láta fara fram könnun á valdi í íslenzku þjóð- félagi. Könnunin skal fólgin í því að rannsaka og greina hvernig háttað er völdum og valdahlut- föllum stofnana og samtaka, bæði opinberra og óopinberra" * „Alþingi álytkar að fela ríkis- stjórninni að skipa sjö manna nefnd til að vinna að undirbúningi þjóðarátaks í umferðaröryggi...". * „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að beita sér fyrir að fram fari skipulegar rannsóknir á botnlægum tegundum á grann- slóð og kortlagningu slíkra miða til að auðvelda veiðar, ekki sízt innfjarða. Jafnframt verði athug- uð hagkvæmni í veiðum botn- lægra tegunda...". * „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjóminni að hraða undirbúningi að skipulegri kennslu í ferðamál- um. Veitt verði menntum í þeim greinum er tengjast alhliða ferða- mannaþjónustu...". * „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjóminni að láta undirbúa löggjöf um fjármögnunarfyrirtæki". * „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjóminni að skipa nefnd til þess að endurskoða gildandi lög sem fjalla um ábyrgð þeirra sem tengj- ast húsbyggingum og annarri mannvirkjagerð". * „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjóminni að skipa nefnd til að undirbúa heildarlöggjöf um aug- lýsingar". * „Alþingi ályktar að hvetja til þess að efnt verði til ráðstefnu hér á landi um vamir gegn meng- un við ísland og annars staðar í Norðaustur-Atlantshafi þar sem sérstaklega verði fjallað um þá hættu sem fiskistofnum og mann- vist á þessu svæði er búin vegna mengunar frá geislavirkum efn- um“. * „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjóminni að undirbúa tillögur um lífeyrisréttindi þeirra sem ein- göngu sinna heimilis- og umönn- unarstörfum...". Aöeins sýnishorn Þau dæmi um þingsályktanir, sem hér að framan er drepið á, era sýnishom en ekki tæmandi upptalning. Þessi sýnishom nægja þó til að sýna fram á, hve fjölþætt þau verkefni löggjafans era, sem þannig era á könnunar- og undir- búningsstigi, en þingsályktun er á stundum fyrsta skref til fram- kvæmdákvörðunar eða löggjafar. Þaun sýna og að löggjafínn felur framkvæmdavaldinu dijúg- an hlut í undirbúningi löggjafar. Framkvæmdavaldið hefur í hendi sinni, þegar tímatakmörk era ekki sett, hve hratt það gengur fram í könnun, undirbúningi og stund- um framkvæmd efnisatriða í ályktunum Alþingis. smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Sunnudagur 17. maí Kl. 10.30 Brennlstein8fjöll — Kistufell. Gengið frá Grinda- sköröum i Brennisteinsnámurn- ar og aö gignum Kistufelli. Verö. 600 kr. Kl. 13.00 Þjóðleið mánaðarins: Gengiö um gömlu þjóðleiöina frá Djúpavatni og Lækjarvöllum yfir Ketilstíg í Sveifluhálsi að hvera- svæðinu Krísuvík. Létt ganga. rjölbreytt leið. Verð 600 kr., fritt f. börn m. fullorðnum. Brottför frá BS(, bensínsölu. Kvöldganga á mlðvlkud. 20. maí. kl. 20.00: Óttarsstaðir — Lónakot. Helgarferðir 22.-24. maí. Þórs- mörk og Eyjafjallajökull — Selja- vallalaug. Munið sumarleyfi f Útlvlstar- skálunum Básum. Pantið tímanlega. Útivist, Grófinni 1, sími/símsvari: 14606. Sjáumst. Útivist, ferðafólag. Elím, Grettisgötu 62, Reykjavík Á morgun, sunnudag, verður almenn samkoma kl. 11.00. Ath. breyttan samkomutfma. Verið velkomin. 1927 60 ára 1987 FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR 11798 og 19533. Dagsferðir sunnudag- inn 17 maí: 1) Kl. 9.00 Skarðsheiðl - Helð- arhorn (1053 m) Ekið sem leiö liggur i Svinadal og lagt upp á fjallið frá Hlfðar túni eða Eyri. Verð kr. 800.- 2) Kl. 13.00 Seljafjall - Háafell — Botnsdalur Gengið frá Litla Botni í Hvalfiröi upp með Selá og á Selfjall og Háafell. Verð kr. 600.- Brottför frá Umferöamiðstööinni, austanmegin. Farmiðar við bil. Fritt fyrir böm i fylgd fullorðinna. Helgarferðir 22.-24. maf: Þórs- mörk - Eyjafjallajökull. Gist í Skagafjörösskála/Langa- dal. Gengið yfir Eyjafjallajökul frá Þórsmörk og komið niður hjá Seljavallalaug. Upplýsingar á skrifstofu Ferðafélagsins. Ferðafélag íslands. Amerískir karlmenn vilja skrifast á við fsl. konur með vináttu/giftingu í huga. Sendið uppl. um starf, aldur, áhugamál og mynd til: Rainbow Ridge, Box 190MB Kapaau, Hawaii 96755. SKRR Reykjavíkurmeistarar Miðvikudaginn 20. mai kl. 20.30 fer fram f Árseli við Rofabæ verðlaunaafhending fyrir Reykjavikurmeistaratitla 1987. Einnig veröa afhent verðlaun i fyrmakeppni SKRR 1987. Kaffi- veitingar. Stjórn SKRR. Krossinn Auðbrckku 2 — Kópavojri Almenn unglingasamkoma f kvöld kl. 20.30. Allir velkomnir. Dyrasímaþjónusta Gestur rafvirkjam. — S. 19637. raðauglýsingar Ibúðarhúsnæði Óska eftir íbúðarhúsnæði til leigu. Góð um gengni. Tryggð og skilvísar greiðslur. Halldór Lárusson, sími: 77323. radauglýsingar Akureyri 4ra-5 herbergja íbúð óskast til leigu á Akur- eyri nú þegar (helst í Lundahverfi) fyrir starfsmann Morgunblaðsins. Góðri um- gengni heitið. Fyrirframgreiðsla ef óskað er. Upplýsingar í síma 96-23905 frá kl. 9.00- 18.00 og 96-26392 á kvöldin. raðauglýsingar Konur ath! Verslun til sölu sem gefur mikla möguleika. Hagstæð leiga. Lítill lager. Upplýsingar í síma 79061, heimasími 12927..

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.