Morgunblaðið - 20.05.1987, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 20.05.1987, Qupperneq 33
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 1987 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 1987 33 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 550 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið. Flokkur í tilgangs- lausri biðstöðu Alþýðubandalagið er stjórn- málafokkur í biðstöðu. Miðstjóm flokksins kom saman um helgina til að rýna í kosn- ingaúrslitin og meta erfíða stöðu flokksins á grundvelli þeirra. í stuttu máli var niðurstaðan sú að slq'óta uppgjörinu á frest. Nokkrum helstu forystumönn- um flokksins var gert að skila skriflegum greinargerðum um vanda flokksins. Sú aðferð við sjálfsgagnrýni kemur ekki á óvart, þegar hugað er að upp- runa flokksins; kommúnista- hreyfíngar víða um lönd ganga af og til í gegnum skeið sjálf- skoðunar. Að vísu heyrir til undantekninga, að mark sé tek- ið á þeirri gagnrýni af þeim, sem raunverulega ráða. Niðurstaðan verður oftast sú, að það kvam- ast út úr flokkunum eða þeir klofna. Alþýðubandalagsmenn tóku því að sjálfsögðu illa, þegar Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í setningarræðu á landsfundi sjálfstæðismanna, að Alþýðu- bandalagið væri flokkur án tilgangs. Niðurstaða kosning- anna og umræðumar í Alþýðu- bandalaginu að þeim loknum sýna betur en flest annað, að mat Þorsteins Pálssonar var rétt. Alþýðubandalagið veit ekki í hvom fótinn það á að stíga. Það glímir við alvarlegan tilvist- arvanda. í leitinni að blóraböggli stað- næmast hinir hávæmstu innan Alþýðubandalagsins helst við verkalýðshreyfínguna, forstöðu Ásmundar Stefánssonar innan hreyfíngarinnar og kjarasamn- inga þá, sem gerðir hafa verið undanfarin ár. Svíður þeim al- þýðubandalagsmönnum að sjálfsögðu undan þeirri stað- reynd, að ekki tókst að tryggja jafn mikinn kaupmátt fyrir launafólk, á meðan Svavar Gestsson, formaður þeirra, sat í ríkisstjóm og á síðasta kjörtímabili, þegar hann var ut- an stjómar. Olafur R. Grímsson, formaður framkvæmdastjómar Alþýðubandalagsins, segir í Morgunblaðssamtali í gær, að stefna sú, sem fylgt hafí verið í flokknum um náið samband við verkalýðshreyfínguna sé röng og hafí leitt til rangrar pólitískrar niðurstöðu og sé að- alorsök þess vanda sem flokkur- inn á við að glíma. í stað þess eigi flokkurinn að marka sér eigin stefnu í kjaramálum óháð þeim málamiðlunum sem gerðar em hveiju sinni í kjarasamning- um. Með þessum orðum ræðst Ólafur Ragnar beint á þá skoðun Svavars Gestssonar, að Alþýðu- bandalagið sé hinn pólitíski armur verkalýðshreyfíngarinn- ar. í kosningabaráttunni gekk Ólafur Ragnar fram á Reykja- nesi án þess að nefna Alþýðu- bandalagið nema hann gæti alls ekki undan því komist. Hann talaði á hinn bóginn mikið um „nýtt landstjómarafl". Þótt Al- þýðubandalagið væri haft í felum á Reykjanesi, náði Ólafur Ragnar engu betri árangri en Alþýðbandalagið í Reykjavík, sem gat ekki með nokkm móti farið í feluleik með formanninn í efsta sæti. Þetta tal forystumanna Al- þýðubandalagsins um verka- lýðshreyfínguna og stuðning manna í henni er í raun furðu- legt þegar til þess er litið, að félagsmenn í verkalýðsfélögum telja Alþýðubandalagið og þing- menn þess enga sérstaka umbjóðendur sína. Þetta sýna skoðanakannanir. Auðvelt er að færa að því rök, að umræður innan Alþýðubandalagsins, sem miða að því að kenna verkalýðs- forystunni um fylgishrun flokks- ins, séu marklausar afsakanir flokksforingja, sem vilja^ ekki líta í eigin barm. Eða er Ólafur R. Grímsson að lýsa yfír því, að Asmundur Stefánsson njóti ekki trausts umbjóðenda^ sinna innan Alþýðusambands íslands? Ef Ólafur Ragnar er ekki að gera það, blasir hitt við, að Ásmund- ur Stefánsson verður fylgislaus um leið og hann treður upp sem frambjóðandi Alþýðubandalags- ins. Er ekki miklu nær fyrir verkalýðsrekendur að velta fyrir sér, hvort þeir séu í réttum flokki í Alþýðubandalaginu, heldur en sitja undir stöðugum árásum þar fyrir að vera hinar örgustu at- kvæðafælur? Á forsíðu Alþýðublaðsins í gær er skýrt frá því, að Svavar Gestsson, formaður Alþýðu- bandalagsins, hafí uppi kröfur um það í stjómarmyndunarvið- ræðum, að Alþýðubandalagið fái utanríkisráðuneytið í sinn hlut. Þetta er svo sem eftir öðru hjá alþýðubandalagsmönnum. Á fundum sínum berja þeir sér á brjóst og segjast ætla að sækja harðar fram fyrir alþýðuna og til að bæta hag launþega. Þegar þeir setjast svo til viðræðna við aðra flokka, er aðeins rætt um embætti utanríkisráðherra og hver skuli skipa það. Var ein- hver að tala um ráðherrasósíal- isma? Upplýsingaherferðin ruddi úr vegi fordómum og fáfræði - segir Dr. Mallory Wober, sem kann- þriggja mánaða tímabili og þess aði áhrif herferðar Breta gegn eyðni „Það er enginn vafi á að þessi upplýsingaherferð gerði gagn, en hvort hún náði upphaflega til- gangi sínum er svo annað mál. En það er greinilegt að hún hefur að einhverju leyti rutt úr vegi bæði fordómum og fáfræði og þá er mikið unnið, því fáfræði leiðir oftast af sér óskynsamleg við- brögð,“ sagði dr. Mallory Wober, aðstoðarforstöðumaður rann- sóknardeildar breska viðskipta- sjónvarpsins, IBA, i samtali við Morgunblaðið. Hann hélt á föstu- daginn fyrirleslur á vegum félagsvisindadeildar Háskóla ís- lands um áhrif upplýsingaher- ferðar um eyðni, sem Bretar hleyptu af stokkunum um síðustu áramót. IBA kannaði jafnhliða áhrif sjónvarpsherferðarinnar, auk þess sem Dr. Wober hefur gert tvær kannanir varðandi eyðni þar sem þekking almenn- ings á þessum sjúkdómi og viðhorf til hans voru athuguð. Upplýsingaherferð bresku stjóm- valdanna, sem var þriggja mánaða verkefni, var í því fólgin að bækling- um var dreift inn á hvert heimili, auglýst var í blöðum, útvarpi og sjón- varpi og veggspjöld voru hengd þar sem víðast. En hver vom helstu áhrif sjónvarpsherferðarinnar? Þekking jókst verulega „Við gerðum tvær kannanir, þá fyrri áður en farið var af stað og þá síðari þegar herferðinni var lokið. Þessar kannanir okkar vom þríþætt- ar. Við könnuðum hver áhrif upplýs- ingaherferðin hafði varðandi þekkingu, viðhorf og kynhegðun, en um hana var afskaplega lítið vitað áður. Það er enginn vafí á því að þekking fólks jókst vemlega og það Morgunblaðið/Einar Falur Dr. Mallory Wober, aðstoðarfor- stöðumaður rannsóknardeildar breska viðskiptasjónvarpsins. er kannski fyrst og fremst þekking sem getur haldið þessum sjúkdómi í skefíum, svo það er óhætt að fullyrða að í því tilliti bám sjónvarpsþættimir mikinn árangur. Það vom gerðir 14 mismunandi sjónvarspþættir, sem sýndir vom á báðum sjónvarpsstöðv- unum á hveiju kvöldi í tvær vikur. Hvað viðhorfín varðar þá kom t.d. í ljós, þvert á það sem margir bjug- gust við, að jákvæðni í garð kyn- hverfra jókst. Meðal þeirra er tíðni sjúkdómsins lang hæst og því hefði mátt búast við að almenningsálitið snerist gegn þeim, en svo varð ekki. Þá kom einnig í ljós að herferðin hafði þau áhrif að fólk taldi minni líkur á að því stafaði hætta af sjúk- dómnum. Þekking fólks jókst á þessu Övæntar niðurstöður Það má því segja að ýmsar niður- stöður hafí komið á óvart. Þau skilaboð, sem fólk fékk í öllum þess- um upplýsinga- og áróðursþáttum, vom þau að það ætti á hættu að verða fómarlömb þessarar farsóttar, en viðbrögðin einkenndust af auknu raunsæi. Hvað varðar kynlífshegðun fólks vom niðurstöður athyglisverð- ar. í fyrsta lagi kváðust um 80% aðspurðra hafa haft kynmök á síðustu tveimur mánuðum og í öðm lagi sögðust einnig um 80% hafa sofíð hjá einum aðila. Þessi hlutföll vom hærri en margir bjuggust við. Það er lítil ástæða til að áætla að herferðin hafí haft áhrif á kynlífs- hegðun fólks og notkun smokksins jókst ekki þrátt fyrir þann áróður sem rekinn var fyrir notkun hans. Þess vegna má segja að sá árangur, sem til var ætlast, hafi ekki náðst. Það má fara að minnsta kosti tvær leiðir í því skyni að fá fólk til að breyta hegðun sinni. Við fómm þá leið sem ef til vill mætti kalla skynsemisleið- ina. Skilaboðin vom þessi: „Hættan vofír yfír þér og þess vegna verður þú að breyta hegðun þinni eða venj- um.“ En eins og fram kom í könnun IBA þá breytti fólk ekki hegðun sinni og því virðist sem þessi leið sé ekki sú rétta til að ná til fólks, hún skil- aði ekki tilætluðum árangri. Hin leiðin, og hér er rétt að taka fram að sú leið átti ekki upp á pallborðið hjá heilbrigðisstéttunum né heilbrigð- isyfirvöldum í upphafí, er leið sið- ferðisins. Álit sérfræðinga breyttist töluvert í ljósi þeirra upplýsinga, sem fengust með þessum könnunum og svo virðist sem sú leið að höfða til siðferðisvitundar fólks, gæti skilað miklum árangri. Það var hinsvegar ekki sú Ieið sem við fórum," sagði dr. Mallory Wober. Kristín Árnadóttir, skólastjóri Klébergsskóla á Kjalamesi, tekur fyrstu skóflustunguna að nýju skólahúsi. Morgunbiaaía/Þorkeii Kjalarneshreppur: Fyrsta skóflustung- an að nýju skólahúsi FYRSTA skóflustungan var tekin að nýju skólahúsi við Kléberg á Kjalarnesi fyrir skömmu. Að byggingunni standa auk Kjalar- neshrepps íbúar Kjósarhrepps og munu þaðan koma nemendur í elstu bekki skólans. í ávarpi sem sveitarstjóri Kjalar- neshrepps, Pétur Þórðarson, hélt við þetta tækifæri, sagði hann meðal annars að sannarlega væri tími til þess kominn að byggja við Klébergs- skóla, sem um tæplega 60 ára skeið hefði þjónað sveitinni. Gamli Klé- bergsskóli á Kjalamesi var tekinn í notkun árið 1929, en hann var á sínum tíma hannaður sem heimavist- arskóli. Pétur sagði að nemendur væru nú um 70 í forskóla til sjöunda bekkjar, en með tilkomu 8. og 9. bekkjar og liðsauka frá Kjósarhreppi mætti vænta þess að fjöldinn yrði um eða yfír 100. Þá sagði Pétur að merkilegt mætti heita að í sögu skólahalds í hinu gamla húsi hefðu aðeins fímm skólastjórar starfað, þar af hefði Ólafur Kr. Magnússon lagt fram krafta sína í yfír 30 ár. Núverandi skólastjóri Klébergs- skóla, Kristín Ámadóttir, tók fyrstu skóflustunguna að hinu nýja skóla- húsi sem alls verður tæplega 1.800 fermetrar að stærð. Bifreiðaeftirlitið: Met í nýskráningnm Eyfírðinga hefði ekki linnt síðan tollar vom lækkaðir af bílum í fyrravor. Síðasta vika skæri sig þó nokkuð úr. Metvikur hafa verið taldar þegar 30—40 bílar em skráð- ir. Á þessari kaupgleði kunna bifreiðaeftirlitsmenn enga skýringu og töldu ómögulegt að spá um hversu lengi hún endist. EKKERT lát virðist á bifreiða- kaupum Eyfirðinga. í síðustu viku voru skráðar 75 nýjar bif- reiðir hjá Bifreiðaeftirlitinu á Akureyri og hefur sjaldan verið eins mikið að gera við nýskrán- ingar. Starfsmaður bifreiðaeftirlitsins tjáði blaðamanni að bifreiðakaupum Tvöfalt sið- gæði Vestur- landabúa AP Gorbachev hefur aðeins sleppt úr haldi nokkrum einstaklingum og allur heimurinn talar um það mánuðum saman. Þessir einstaklingar hafa ekki verið endurreistir, aðeins náðaðir. Eftir Natan Shcharansky ER Mikhail Gorbachev baráttu- maður fyrir auknum mannrétt- indum? Hefur hann áhyggjur af ófrelsi og andlegri líðan þegna sinna? Vissulega ekki. Gorbachev er maður, sem hefur öðlast allan sinn frama innan sovétkerfisins, og helstu stuðningsmenn hans voru yfirmenn KGB, sovésku örygTfpslögreglunnar. Samt sem áður er hann allt öðruvisi leið- togi. Hann er umfram allt miklu raunsærri en fyrirrennararnir. Skömmu eftir að Gorbachev komst til valda og þegar ég var enn í fangelsi, las ég yfírlýsingu í Prövdu þar sem hann sagði, að yrði ekkert að gert myndi sovéskt efna- hagslíf verða undir í samkeppninni við kapitalismann. Þetta var sögu- leg yfírlýsing vegna þess, að í Sovétríkjunum er fólk alið upp við það frá blautu bamsbeini, að það sé náttúrulögmál, sem Karl Marx uppgötvaði og Lenin samþykkti, að kapitalisminn sé dæmdur til að bíða ósigur. Þegar það gerist allt í einu, að sovéskur leiðtogi en ekki andófs- maður, sem auðvelt er að kasta í fangelsi, segir, að kapitalisminn geti sigrað, þá er eitthvað nýtt á ferðinni. Gorbachev lítur ekki aðeins raunsæjum augum á vandamálin í Sovétríkjunum, heldur gerir hann sér líka góða grein fyrir hugsunar- hætti Vesturlandamanna. Hann er fyrstur sovéskra leiðtoga til að skilja hvað mannréttindamálin vega þungt í samskiptunum við Vestur- lönd og áttaði sig á, að hann yrði að gera eitthvað til að breyta ímynd Sovétríkjanna. Stefna Sovétríkjanna að undan- fomu hefur verið miklu forframaðri og fágaðri en áður og við skulum játa það hreinskilnislega, að á Vest- urlöndum voru menn ekki undir það búnir. Þegar ég var að tala við Andrei Sakharov og konu hans í síma fyrir tveimur mánuðum — fyrsta samtal okkar í tíu ár — minntu spumingar hennar mig á ástandið eins og það var fyrir ára- tug þegar ég var að hjálpa þeim við að koma í kring blaðamanna- fundum. Hún sagði, að tveimur dögum fyrr hefðu þau átt viðtal við frönsku fréttastofuna Agence France Press. Nokkru síðar var það flutt í sovéska útvarpinu og þá var orðin á því mikil breyting. Ekki vantaði, að öll gagnrýnin á Ronald Reagan kæm- ist til skila og jafnvel hert á henni en gagniýni þeirra á stefnu Gorbac- hevs — og hún var umtalsverð — sérstaklega að hann skuli spyrða saman bandarísku geimvamaáætl- unina og afvopnunarmálin, var horfín. Hver hafði ritskoðað við- talið? Ég sagðist vera viss um, að enginn hefði gert það. Þetta væri alveg eins og í þá góðu, gömlu daga þegar við höfðum sem mest samskipti við vestræna blaðamenn: þeir fara eftir því, sem heimurinn vill heyra. Nú vill hann heyra, að Gorbachev sé góður og að leiðtogar vestrænna ríkja séu nú svona og svona. Ég furða mig stöðugt á því hvað Vesturlandabúar geta gengið langt í tvöföldu siðgæði, tvöföldu siðgæð- ismati í málum, sem mér virðast liggja í augum uppi. Nefnum sem dæmi Suður-Afríku og aðskilnaðar- stefnuna. Stjómvöld þar hafa tekið hvert skrefíð á fætur öðru en á Vesturlöndum hafa þau öll verið vegin og léttvæg fundin. Ég er líka sammála því vegna þess, að sjálft inntak aðskilnaðarstefnunnar hefur ekkert breyst. Hér er um það að ræða að vera trúr hugsjónum sínum og þær megum við ekki gera að verslunarvöru. Lítum svo á Sovétríkin. Án þess að mæla Suður-Afríkumönnum nokkra bót get ég sagt, að í Sov- étríkjunum era framin a.m.k. jafn mörg mannréttindabrot og í Suður- Afríku. í Sovétríkjunum hafa allir skilríki þar sem skráð er hvar þeir verða að búa. Þegar ákveðið var að reka burt alla tartarana, 500 þúsund múham- eðstrúarmenn, frá ICrím, þá vora þeir sendir til Síberíu. Nú, rúmlega 40 áram síðar, getur enginn þeirra snúið aftur vegna þess, að í vega- bréfínu þeirra stendur, að þar megi þeir ekki eiga heima. I Sovétríkjun- um er engin stjómarandstaða, engir fjölmiðlar, sem eru þó ekki nema dálítið á móti stjóminni, og engar frjálsar kosningar, ekki einu sinni fyrir minnihlutann. Menn furða sig oft á fangafjöld- anum í Suður-Afríku enda er hann mikil. í Sovétríkjunum era þó ekki færri en fímm milljónir manna (ekki pólitískir fangar) í vinnubúðum og fangelsum og sem hlutfall af íbúa- fjölda er þessi tala a.m.k. tíu sinnum hærri en í Suður-Afríku. Þrátt fyrir það dirfíst enginn að tala um refsi- aðgerðir gegn Sovétríkjunum. Margir hafa orðið til að líkja Gorbachev við Krúsjeff. Við skulum þó ekki gleyma því, að Krúsjeff leysti milljónir manna úr vinnubúð- unum og hann gaf þeim ekki bara upp sakir, heldur endurreisti þá, viðurkenndi með því, að ríkinu hefðu orðið á mistök. Það gerði hann líka án þess að auglýsa það um alla heimsbyggðina. Gorbachev hefur aðeins sleppt úr haldi nokkram einstaklingum og allur heimurinn talar um það mán- uðum saman. Þessir einstaklingar hafa ekki verið endurreistir, aðeins náðaðir. Refsilagaákvæðin, sem þeir vora dæmdir eftir, era enn í gildi og enn er verið að handtaka fólk. Samt sem áður heyrist það æ oftar, að ekki sé rétt að vera að ergja Sovétmenn, heldur hvetja þá og uppörva. Gorbachev er svo sann- arlega ólíkur Krúsjeff. Höfundur sat lengi íaovéskum fangelaum vegna akoðana sinna en ernú búsetturí íarael. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir LARS LUNDSTEN Forsetakjör í Finnlandi: Kjörmenn að víkja fyrir kjósendum Flestir Finnar og flestir finnskir stjórnmálaflokkar eru komn- ir á þá skoðun að þjóðin ætti að kjósa forseta i beinum kosningum, ekki síst vegna þess hve valdamikill forsetinn er. Samkvæmt gild- andi stjórnarskrá, sem er frá árinu^ 1919, kýs þjóðin kjörmenn, sem koma saman og velja forseta. í næstu forsetakosuingum, i janúar 1988, verða völd kjörmannanna líklega skert. Er unnið að því að breyta lögum á þann veg, að fái einn frambjóðandi hreinan meirihluta verður hann ekki að koma saman. En það er ekki einungis kosn- ingalöggjöfin sem er í brennidepli. Mörgum finnst einn- ig, að forsetinn fari með of mikil völd. í sömu andrá er minnt á, að forsetinn getur gefíð eins oft kost á sér og hann sjálfur vill. Urho Kekkonen sat við völd frá 1956 til 1981. Forseti Finnlands stjómar ut- anríkismálum. Hann er æðsti maður hersins, ákveður hver situr í ríkisstjórn og hann má einnig ijúfa þing og beita neitunarvaldi gagnvart samþykktum þingsins. Hann hefur með öðram orðum miklu meiri völd en t.d. forseti íslands. Menn hafa helst borið valdastöðu Finnlandsforseta sam- an við mátt Frakklandsforseta. Þrátt fyrir að ríkjandi sé þingræði getur ríkisstjómin auðveldlega orðið tæki í höndum forsetans. Þótti þess gæta í tíð Kekkonens. Eitt af fyrstu heitum ríkis- stjómar Harri Holkeri forsætis- ráðherra, sem tók til starfa fyrir nokkram vikum, var að leggja fram tillögu um að breyta löggjöf- inni um forsetakjör. Helstu flokkamir í samsteypustjóminni, jafnaðarmenn og hægri menn, lýstu yfir því að þeir vildu láta kjósa forseta með sama hætti og tíðkast í Frakklandi. Þar geta verið margir frambjóðendur í fyrstu umferð. Fái enginn hreinan meirihluta verður kosið aftur milli þeirra tveggja, sem hlutu flest atkvæði í fyrstu umferð. Þannig er talið að þjóðin sjálf geti best ráðið hvem hún vill sem þjóð- höfðingja. í síðustu viku var það ítarlega rætt í fínnsku ríkisstjóminni, hvort unnt væri að breyta stjóm- arskránni nú rúmu hálfu ári fyrir næstu forsetakosningar. Fyrrver- andi ríkisstjóm, sem féll í kosn- ingunum í mars, hafði smíðað frumvarp um breytt kosningafyr- irkomulag. í því er gert ráð fyrir að kosnir verði kjörmenn til vara og komi þeir til sögunnar ef eng- inn frambjóýenda fær hreinan meirihluta. í vikulokin tilkynnti Harri Holkeri, forsætisráðherra og forsetaefni Hægri flokksins, að ríkisstjóm hans myndi ekki leggja framvarp sitt fram fyrir næstu forsetakosningar. Þótti ríkisstjóminni ekki fært að gjör- breyta ákvæðum um kosningu forseta svo skömmu fyrir næsta kjördag. Þess vegna er líklegast að þjóðþingið afgreiði gamla framvarpið sem fyrst og kosið verði samkvæmt ákvæðum þess. Margir stjómmálamenn, eink- um til vinstri, hafa hreyft hugmyndum um að skerða ætti valdasvið forsetans um leið og kosningafyrirkomulaginu verður breytt. Vitað er að Mauno Koi- visto er mikil.l þingræðismaður og hann sættir sig við að hluti af forsetavaldinu sé færður í hendur kosinn beint og kjörmenn þurfa Urho Kekkonen fékk atkvæði 151 kjörmanns, þegar hann varð forseti árið 1956, en 149 greiddu atkvæði gegn honum. Mauno Koivisto þykir eiga sig- urinn vísan fari hann fram í næstu forsetakosningum. þings og ríkisstjómar. Þá hefur enginn harðlega mótmælt hug- myndinni um að takmarka valda- tíma forsetans og leyfa honum ekki að sitja nema í tvö kjörtíma- bil. í Finnlandi er kjörtímabil forsetans sex ár, en þingmenn era kjömir til fjögurra ára. Milli beinna og óbeinna kosninga Nú er með öðram orðum helst útlit fyrir að í janúar fái Finnar að kjósa forseta til næstu sex ára sapikvæmt kosningalögum, sem era mitt á milli beinna og óbeinna kosninga. Hver kjósandi fengi tvo atkvæðaseðla: með öðram gerði hann upp á milli frambjóðenda, en með hinum veldi hann fulltrúa sinn á kjörmannafundi. Kjörmenn kæmu því aðeins saman ef enginn frambjóðandi fengi hreinan meiri- hluta. Verði núverandi forseti í fram- boði verður hann væntanlega endurkjörinn. Skoðanakannanir sýna að Mauno Koivisto forseti nýtur stuðnings öraggs meiri- hluta. Þótt jafnaðarmenn hafí tapað þingkosningunum í vor er Koivisto, fyrram flokksbróðir þeirra, mæta vinsæll. Þannig má ætla að kjörmenn þurfí ekki að koma saman og næstu forseta- kosningar verði í raun beinar kosningar. Eins og stjómlögum er nú hátt- að í Finnlandi er ekki einu sinni gert ráð fyrir framboði til forseta í þeim. í stjómarskránni er þess eins getið að kjörmenn verði að kjósa innfæddan finnskan ríkis- borgara í embætti forseta. Af því að kjörmennimir hafa í raun verið flokksbundnir og enginn flokkur hefur fengið hreinan meirihluta í kjörmannahópnum hefur alltaf verið mikið baktjaldamakk við val á forseta. Kjósendur hafa hrein- lega ekki hugmynd um hvem þeirra kjörmaður ætlar að kjósa eða hvem hann kaus að lokum. Flokkamir hafa áram saman ver- ið með óformleg forsetaefni, en formlega er hvetjum kjörmanni frjálst að greiða hveijum sem er atkvæði. 151. atkvæðið Þegar Urho Kekkonen var fyrst kosinn forseti 1956 fékk hann 151 Harri Holkeri forsætisráðherra þótti ekki fært að gjörbreyta kosningalögunum. atkvæði en keppinautur hans, K.A. Fagerholm, 149. Kjörmenn vora þá 300. Eitt af helstu málefn- um þeirra, sem spá í stjómmála- söguna hefur síðan verið að geta sér til um hveijum það sé að þakka eða kenna að Kekkonen var kjörinn. „Eitt hundrað fímm- tugasta og fyrsta atkvæðið" hefur orðið að hugtaki, sem allir Finnar þekkja og er einnig til marks um það hve erfítt hefur verið fyrir venjulegan kjósanda að hafa áhrif á úrslit forsetakosninga. Kjörmannakerfíð varð til á fyrstu áranum eftir að Finnar fengu pólitískt sjálfstæði 1917. Þangað til höfðu Rússakeisarar verið finnskir þjóðhöfðingjar í rúma öld. Til þess að koma í veg fyrir allt of róttækar breytingar í þjóðmálum var ákveðið að kjósa forseta í óbeinum kosningum. Allar götur síðan hefur verið rætt um að leyfa beinar kosningar. Fyrsta skrefið virðist á næsta leiti. Höfundur er fréttaritari Morgunblaðsins fi Helsinki.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.