Morgunblaðið - 20.05.1987, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 1987
49
fleiri mögnleikar kæmu til greina
sem skýring og ekki fyndist af-
dráttarlaus sönnun fyrir neinum
einum, er ljóst að ekki er hægt að
fínna öruggt svar við umræddri
spumingu. En Sveinbjöm fylgir
ekki þessari aðferð. Þess í stað
gefur hann sér þá forsendu, að
aðeins ein ástæða sé hugsanleg
fyrir því, að gossins sé ekki getið.
En slíkt er auðvitað ekki annað
en ágizkun. Þetta er galli á rann-
sóknaraðferð Sveinbjörns. Hann
átti að kanna ýmsa aðra mögu-
leika, sem gætu skýrt það, að
Heklugossins 1104 hefði ekki verið
getið í Fmm-landnámu (ef menn
vilja gefa sér þá forsendu).
2. Tilgangurinn með ritun
Fmm-Landnámu. Sveinbjöm telur,
að Landnáma sé „socio-ökonim-
iskt“ rit, ritverk sem sé tilkomið
sem afleiðing af félagslegri og
efnahagslegri þróun í samfélagi
þjóðveldisaldar í þeim tilgangi að
styðja jarðeigendur og þó einkum
það, sem í ritgerðinni er nefnt
Jarðeignaættimar" en ekki skil-
greint nánar. Með ritun Landnámu
em jarðeignaættirnar að styrkja
rétt sinn til jarðeigna, segir höf-
undur.
Sveinbjöm leggur hér fram til-
gátu, sem hann reynir síðan að
rökstyðja eftir megni. En í rök-
stuðningi sínum sníður hann
meðferð sína á heimildum þannig
að tilgátunni, að þeim atriðum er
sleppt, sem mundu veikja rök-
stuðning hans. Þetta er galli á
Pantanir sýslumanna á kornmeti
fyrirárið 1755
mjöl brauð
hafnir tunnur tunnur
Eyrarbakki 1601 550
Grindavík 250 150
Básendar 340 130
Keflavík 400 160
Hafnarfjörður 500 145
Hólmurinn 1200 440
Búðir 700 250
Stapi 200 44
Ólafsvík 400 110
Gmndarfjörður 260 90
Stykkishólmur 700 130
Skagaströnd 1200 0
Hofsós 1000 220
Akureyri 1000 150
Húsavík 850 150
Vopnafjörður 530 0
Djúpivogur 258V2 0
Vestmannaeyjar 360 150
Nú gerist það, að Hörmangara-
félagið hélt ekki samkomulag sitt
við Rentukammerið og varð inn-
flutningur mun minni á ýmsar
hafnir en pantanir sýslumanna
sögu til um, að ætti að vera. Þetta
hafði alvarlegar afleiðingar og
kemur að því síðar í bókinni. í lok
14. kafla hef ég sett upp töflu
(tafla IV) þar sem sýndur er mis-
munur á pöntunum sýslumanna
og innflutningi félagsins. Til að
spara pláss tek ég aðeins sex fyrstu
hafnimar með hér.
Tafla IV. Innflutningur á kommeti
1755 og mismunur á innflutningi
og pöntunum sýslumanna.
hafnir innflutt (í tunnum) mismunur (í tunnum)
rúgrnjöl brauð
Eyrarbakki 950 275
Grindavík 190 67
Básendar 300 95
Keflavík 400 115
Hafnarfj. 450 110
Stykkish. 700 320
rannsóknaraðferð Sveinbjöms.
Auðvitað þarf að prófa líka þau
atriði, sem mæla gegn tilgátunni.
I annan stað hefur Sveinbjörn ekki
prófað tilgátu sína nægilega í sam-
hengi hinnar sögulegu framvindu.
Tilgátan þarf að standast öll slík
próf. í þriðja lagi beitir Sveinbjörn
staðhæfingum, sem stundum eru
ágizkanir, sem ókleift er að prófa,
og stundum staðhæfingum, sem
hægt er að prófa og reynast þá
rangar.
Rannsóknaraðferð Sveinbjörns
er því gölluð og ekki á niðurstöður
hans að treysta.
Með hliðsjón af því, sem nú hef-
ur verið sagt, má ætla, að gölluð
aðferð geri einnig vart við sig í
nefndaráliti hans (og hinna dóm-
nefndarmannanna), sem nefnt er
í upphafi þessarar greinar, enda
kemur það á daginn. í stuttu máli
sagt hefur Sveinbjörn við mat sitt
á ritgerð minni eingöngu farið
eftir dómnefndarálitunum frá 1981
og 1984, þótt ég hafi í ítarlegum
athugasemdum sýnt fram á, að
þau standast ekki og hvorug dóm-
nefndin hafi treyst sér til að standa
við álit sitt. Aðferð hans er hér sú,
að hann ákveður fyrst, hver niður-
staðan eigi að vera. Síðan velur
hann sér þau gögn, sem hann fóðr-
ar hana með og skiptir þá engu,
þótt þau séu ávöxtur af óvönduðum
vinnubrögðum, þótt þau séu stað-
lausir stafír. Þetta er gölluð aðferð
hjá Sveinbirni og hún leiðir óhjá-
kvæmilega til notkunar á falsfor-
sendum. Athugum nú eina slíka.
Dæmi um falsforsendu
í 14. kafla í Hörmangarabók
minni hef ég sett upp nokkrar töfl-
ur. Þannig stóð á, að vorið 1754
höfðu Rentukammerið (fjármála-
og atvinnumálaráðuneytið) og
stjóm Hörmangarafélagsins orðið
ásátt um að Hörmangarafélagið
flytti inn kommeti samkvæmt
pöntunum sýslumanna á íslandi.
Samkvæmt þessu samkomulagi
sendu sýslumenn pantanir og fyrir
árið 1755 em pantanir þeirra sett-
ar upp í töflu sem er merkt Tafla
I. Hún lítur út sem hér segir:
gijón/baunir rúgmjöl brauð
52 - 651 -275
4*/2 - 60 - 83
7 - 40 - 35
6'/2 0 - 45
13’/2 - 50 - 35
43 - 500 -120
Um þetta segir dómnefndin frá
1984 að tafla IV sé að hálfu leyti
endurtekning á töflu I. En eins og
lesendur geta sannprófað með því
að bera töflurnar saman er slíku
ekki til að dreifa. Tafla I sýnir
pantanir sýslumanna og tafla IV
sýnir innflutning og mismun á
pöntunum og innflutningi. Engin
endurtekning kemur fyrir. Aðferð
dómnefndarinnar frá 1984 er hér
sú að fara rangt með og setja
þannig upp falsforsendu. Það eru
vinnubrögð af þessu tagi, sem
Sveinbjöm Rafnsson byggir á.
Stjórnarnefnd heim-
spekideildar
Tilnefning heimspekideildar, er
hún nefndi Gunnar Karlsson til
setu í áðumefndri dómnefnd um
prófessorsembættið, er sérkenni-
leg stjórnsýlsa af hálfu deildarinn-
ar. Eins og málum var háttað gat
Gunnar auðvitað ekki talizt hlut-
laus. Tilnefningin sýnir, að deild-
inni var ekki umhugað um
réttlátan dóm um mig sem um-
sækjanda. Hér er auðvitað hið
sama á ferðinni og neitun deildar-
innar að taka kærur mínar til
efnislegrar meðferðar. Allt ber hér
að sama bmnni. Heimspekideild
misbeitir valdi sínu.
Ljóst er því, að breytingar er
þörf. Það þarf breytingu á lögum
um Háskóla íslands. Setja þarf inn
í þau ákvæði um stjórnarnefnd
kjöma af Alþingi til eftirlits með
heimspekideild. Stjómamefndin
ætti að líta eftir tilnefningum deild-
arinnar. Og stjómamefndinni yrði
m.a. falið á hendur að fjalla um
kærur, sem koma fram vegna vafa-
sams framferðis einstakra deildar-
manna. Eðlilegt væri og, að hún
fjallaði um umsóknir um stöður í
deildinni, þótt deildin héldi að sjálf-
sögðu sínum rétti til umsagnar
eins og verið hefur. Þá væri og
eðlilegt, að nefndinni yrði fengið
vald til að setja á laggimar nýja
dómnefnd til að dæma framlagðar
doktorsritgerðir, þegar deildinni
hafa verið mislagðar hendur við
slík verkefni eins og dæmi em um.
Verið velkiædd i sumar:
Iðunnar-peysur eru íslenzk framleiðsla, sem seld er víða um
heim. Sumarpeysurnar okkar eru pijónaðar úr ítölsku bó-
mullargarni í tískulitunum.
Dömupeysur — Herrapeysur — Barnapeysur
Auk þess eru seldar í verzlun okkar:
Dömubuxur frá GARDEUR í Þýskalandi.
Dömublússur og skyrtur frá OSCAR of SWEDEN og KELLERMANN í Svíþjóð.
Verzlunin er opin daglega frá 9.00-18.00, laugardaga frá 10.00-12.00.
Kreditkortaþjónusta.
> PRJÓNASTOFAN
Uduntv
v/Nesveg, Seltjamamesi.
VEISLU-OG RÁÐSTEFNUSALUR
Eru fundlr
eða maiuitasnaðir framuiidaii?
Við höfum til útleigu einn glæsilegasta veislu- og ráð-
stefnusal borgarinnar. NORÐURLJÓSIN henta fyrir
hverskonar mannfagnaði, svo sem; útskriftarafmæli,
sumarfagnaði, brúðkaupsveislur, afmælisveislur, kokk-
teilpartý, að ógleymdum fundum, námskeiðum og
smærri ráðstefnum. Salurinn hentar við nánast öll tæki-
færi og rúmar um 130 manns í sæti. Boðinergóðþjónusta
í mat og drykk, fullbúið diskótek, aðstaða fyrir hljóm-
sveitir, áhöld og tæki til ráðstefnuhalds og reyndar hvað
eina sem þarf til að veislan, ráðstefnan eða fundurinn
megi takast sem best. Hafið samband við veitingastjóra
sem gefur allar nánari upplýsingar.
SJÓN ER SÖGU RÍKARI!
VEISLU- OG RÁÐSTEFNUSALUR
í Þórshöll, Brautarholti 20.
Símar: 29099 og 23335.
Höfundur er sagnfræðingur.