Morgunblaðið - 20.05.1987, Síða 23

Morgunblaðið - 20.05.1987, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 1987 23 áfram“. Sé Haraldi Blöndal þökk fyrir þessi orð. Og óánægjuraddimar þagna ekki. Hvað hefur t.d. sá merki skólamaður, Jón Á. Gizzurarson, til málanna að leggja svo vitnað sé í orð hans í grein, sem birtist í Morg- unblaðinu 29. júní 1983 og hét „Burt með báknið". „í menntamálaráðuneyti íslands er skólarannsóknadeild, mikið bákn. Eitt af aðalstörfum hennar er að semja samræmd próf í níunda bekk grunnskóla og meta úrlausnir. í apríl sl. efndu kennarafélög Reykjavíkur og Reylqaness ásamt prófanefnd til umræðufundar um próf þessi. Frá fundi þessum segir í júní-blaði félaganna. Enginn varð til að mæta prófum þessum bót. Hér koma millifyrirsagnir blaðsins: „Sjálf hugmyndin um samræmd próf eru í andstöðu við grunnskóla- lögin". „Sjálf prófín hrein skemmd- arstarfsemi innan skólakerfísins." Hvað segir svo sjálfur formaður prófanefndar og trúlega hug- myndasmiður, hálærður doktor frá Bandaríkjunum? Hér kemur í hnot- skum samasntekt blaðsins: „Niður- staða Ólafs var í stuttu máli sú, að samræmdu prófín væru eitthvað það allra versta, sem upp hefði vakizt í skólakerfinu og væri brýn nauðsyn að afnema þau sem allra fyrst." Bragð er að, þá bamið fínn- ur.“ Loks eru þetta niðurlagsorð greinarinnar: „Nýr menntamála- ráðherra ætti nú að taka sér kamb í hönd og kemba óværuna úr kolli skólakerfisins, gera stjómun alla einfaldari og færa hana aftur inn í skólana. Þar á hún heima. Skólum verður ekki fjarstýrt fremur en skipi á siglingu. Orð í tíma töluð. Burt með fjarstýring- una. Þótt ég gæti vitnað í athyglis- verð skrif fleiri um sama efni, læt ég nú hér staðar numið. Væri ég Norður-Kóreubúi, sem hefði gerzt svo fífldjarfur að gagn- rýna áróðursherra Kim Li Sum fyrir ritsmíðar þeirra, en pappírsflóð þeirra er sýnu meira en það, sem kemur frá skólaþróunardeildinni okkar og er þó mikið sagt, þá hefði ég annaðhvort verið hnepptur um- svifalaust í varðhald eð_a hreinlega líflátinn. Hér norður á íslandi fara menn öðruvísi að, hér er ég sakað- ur um „ærumeiðandi fullyrðingar“ og „atvinnuróg“ og mér hótað máls- sókn. Þótt á ýmsu gengi á leik- dómaraárum mínum, var mér þó aldrei hótað málaferlum af nokkr- um leikhúsmanni. Ríkir ekki lengur skoðanafrelsi í okkar lýðfrjálsa landi? Ég veit það ekki, en hitt þykist ég vita, að dr. Jóhannesi Nordal hefði aldrei komið til hugar að höfða mál, ef hinn hagfróði vin- ur minn, sem minnzt var á í upphafí þessa máls, hefði haft uppburði í sér til að birta opinberlega skoðan- ir sínar um Seðlabanka íslands. Þetta sýnir okkur og sannar, hversu mjög misvirtrir menn eru. Mikið hafa þeir á samvizkunni, Piaget-postularnir þrír, þ.e. Wolf- gang Edelstein, Andri ísaksson og því miður vinur' minn og skólabróð- ir, Jóhann S. Hannesson sálugi líka. Þeir boðuðu fagnaðarerindi meist- ara síns með ólíkt betri árangri en Þangbrandur gerði á sínum tíma í kristniboðsþófi sínu og hafði hann þó mun haldbetri og merkari boð- skap að flytja. Ánægjulegt er til þess að vita, að út sé komin bók eftir Amór Hannibalsson um skólastefnu, þar sem m.a. mun vera bent á að kenn- ingar Jeans Piaget séu reistar á ákaflega hæpnum forsendum. Málið er hér með útrætt af minni hálfu. P.S.: Hér með afþakka ég gott boð í skólaþróunardeild mennta- málaráðuneytisins. Ef þið talið eins og þið skrifíð sumir hvetjir, þá held ég, að ég yrði að taka að mér túlk, jafnvel þótt ég kunni nú talsvert í tungumálum. Auk þess gætuð þið ef til vill tekið upp á því að keyra mig ofan í „ástandsrúm", sem ég veit reyndar ekki hvað er, en tæp- lega áhættandi fyrir mig, giftan manninn. Hríngdi klukkum Víkur- kirkju í síðasta sinn Vlk, Mýrdal. VIÐ guðsþjónustu í Víkurkirkju, Vík í Mýrdal, sunnudaginn 10. maí sl., hringdi Ólafur Jónsson klukkum kirkjunnar í síðasta sinn sem hringjari. Það hefði i sjálfu sér ekki verið í frásögur færandi nema vegna þess að Ólafur á að baki lengsta starfs- feril sem starfsmaður kirkjunnar í Vík. Hann hringdi klukkunum þegar kirkjan var vígð 1934, og hefur gert það samfellt síðan, eða í 53 ár. Ólafur, sem varð 92 ára þann 22. mars sl., er mjög hress líkam- lega sem andlega, en taldi tímabært að einhver annar leysti sig nú af sem hringjara. Ólafur starfaði lengst af sem verslunarmaður í Vík. Hann hefur starfað með sex skipuðum prestum sóknarinnar á 53ja ára starfsferli auk fjölda ann- arra. Við guðsþjónustuna voru Ólafí þökkuð frábær störf í þágu kirkju sinnar og safnaðar frá upphafí. Við þessa guðsþjónustu var minnst Agnesar Jakobsdóttur Sand, sem búsett var í Bandaríkjunum og lést 2. mars sl. Hún var ættuð úr Mýrdalnum. Þá var og veitt við- töku tveimur gjöfum til kirkjunnar. Nýrri fagurlega útskorinni sálma- númeratöflu frá bömum Guðlaugs Jónssonar og Guðlaugar Matthildar Jakobsdóttur í Vík, sem gáfu hana til minningar um foreldra sína, og grindum undir blómakransa frá Siguijóni Bjömssyni og Sigur- björgu Guðmundsdóttur í Vík. Fjölmenni var við guðsþjón- ustuna og að henni lokinni var efnt Ólafur Jónsson á tröppum Víkurkirkju. til kaffídrykkju í félagsheimilinu Víkursóknar. Leikskálum í boði sóknamefndar — R.R. Peugeot 309 Aukasending er komin til landsins Höfundur er forstöðumaður Mála■ skóla Halldórs. Nýbýlavegi 2 • Sími 42600

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.