Morgunblaðið - 20.05.1987, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. MAI 1987
„Kerfið getur verið
nægilega sveigjanlegt“
— segir Jón Björnsson f élagsmálastj óri
um málefni fjölskyldu þríburanna
. f STJÓRN Akureyrarbæjar hafa
þær hugmyndir verið ræddar
hvort greiða mætti foreldrum
laun sem hefðu áhuga á því að
sinna börnum sínum í stað þess
að senda þau á dagvistarheimili.
Jón Björnsson forstöðumaður
félagsmálstofnunar sagði að
hann ætti ekki von á því að nokk-
urt sveitarfélag myndi ráðast í
slíka aðgerð eitt og sér. „í mörg-
um tilvikum er dagvistargjaldið
og niðurgreiðsla bæjarins hærri
en þær tekjur sem móðirin getur
náð í úti á vinnumarkaðinum.
Það gefur augaleið að betra
væri að bjóða upp á þetta val,“
sagði Jón.
I blaðinu síðastliðinn laugardag
birtist samtal við móður akureysku
þríburanna. Lét hún svo um mælt
að kerfið gerði ekki ráð fyrir slíku
tiifelli; hún fengi ekki afslátt af
dagvistargjöldum, væri bundin yfir
börnunum og tekjur einnar fyrir-
vinnu nægðu ekki til framfærslu
þeirra.
„Ég tel að kerfíð geti í raun
brugðist við slíkum aðstæðum og
„ÁSTÆÐAN fyrir því að við ein-
beitum okkur að skreiðarverkun
er sú að engin önnur vinnsla
gefur eins mikinn arð af þorskin-
um,“ sagði Ottó Jakobsson,
eigandi Blika á Dalvík, einn fjöl-
margra fiskverkenda við Eyja-
fjörð sem hefur að undanförnu
unnið skreið til sölu á ítaliu. ís-
Iendingar eiga nú betri mögu-
hafí gert það í þessu tilfelli," sagði
Jón þegar þessi ummæli voru borin
undir hann. „Hinsvegar má alltaf
gera betur. Það er mjög illa skil-
greint hvað kerfíð á nákvæmlega
að gera og virðist fólk stundum
hafa hærri hugmyndir um hvað því
beri frá hinu opinbera en raun er á.
Það sem hið opinbera er skyldugt
að veita er í stystu máli fram-
færsla, þannig að enginn svelti,
húsaskjól, kennsla, heilsugæsla og
réttargæsla. Hinu opinbera ber ekki
skylda til að sjá fyrir dagvistun
bama, heimilisþjónustu eða íjár-
hagsaðstoð umfram það að hafa í
sig og á, svo dæmi séu nefnd. Þetta
hefur að mörgu leyti staðið óbreytt
frá árinu 1874 og það má vel spyija
hvort ekki sé tímabært að skýra
þetta hlutverk og skilgreina,“ sagði
Jón.
Hann sagði að í þessu einstaka
tilfelli kæmi vel til greina að veita
afslátt af dagvistargjöldum. Það
væri ekki hlutverk einstakra dag-
vistarstofnana og þyrfti að sækja
um slíkt til félagsmálaráðs. Hann
leika á þesum markaði. í vor
hafa allar aðstæður við Eyjafjörð
verið skreiðarverkendum afar
hagstæðar og verða margir um
hituna.
Starfsfólk Kaldbaks á Grenivík
hefur einnig unnið einvörðungu að
skreiðarverkun í vor. Knútur Karls-
son framkvæmdastjóri sagði að
framleiðendur væru famir að bítast
sagði að ráðið gæti jafnframt veitt
fjárhagsaðstoð sem miðaðist við þá
sem hefðu lægri tekjur en þyrfti
fyrir nauðsynjum. Um þetta giltu
ekki nákvæmar reglur, heldur ein-
staklingsbundið mat.
Hann sagði að fjölburar hefðu
vanalega forgang við úthlutun dag-
vistarrýmis. Þar réði það sjónarmið
að þau böm hefðu gott af því að
hafa samneyti við fleiri en systkini
sín.
Hvað mæðralaun varðar hljóta
fjölskyldur bamabætur fyrir hvert
bam. Þessi upphæð fer til greiðslu
skatta en afgangurinn rennur til
móðurinnar.
„Þetta em ekki merkilegar upp-
hæðir en skipta þó einstæða for-
eldra miklu máli. Hlutimir gerast
hægt. Mat á störfum húsmæðra
hefur verið að færast í áttina. Hvert
skref er smátt, en að mínu mati
er það löggjafans að ákveða skrefa-
stærðina. Það er hæpið fyrir eitt
sveitarfélag að taka sig útúr í þessu
efni, það getur skapað misrétti á
EINSTÆÐ móðir með þijú börn
undir sjö ára aldri á rétt á baraa-
bótum og barnabótaauka sem
nema allt að 189.000 krónum auk
13.146 króna mæðralauna. Hjón
fengju hinsvegar ekki mæðra-
laun en 88.820 krónur í bama-
bætur fyrir sama fjölda auk
ákveðinnar greiðslu fyrir hvert
bara, sem tekur mið af tekjum.
Þessar upplýsingar fengust hjá
skattstofunni á Akureyri og í trygg-
ingamálaráðuneytinu. Greiðslur
bamabóta eru tengdar framtali for-
svo um þorskinn að þetta væri eina
leiðin til þess að ná arði út úr fram-
leiðslunni. „Við byijuðum að verka
skreið eftir páska og búumst við
að halda því áfram fram í júní.
Ætli við hengjum ekki upp svona
200—300 tonn af hráefni. Þetta er
auðvitað alltaf viss áhætta en sölu-
aðilamir telja sig vera með trygga
sölu og von um hagstætt verð,“
sagði Knútur.
Ottó sagði að ekki mætti rugla
saman Ítalíuskreið og þeirri vöru
sem seld er til Nigeríu. Þar væri
um mismunandi vinnubrögð að
ræða.
„Þessi skreið er lúxusvara og
mun hærra metin á Italíu en fryst-
ur fískur eða saltaður. Það er mín
skoðun að við ættum að gera miklu
meira af því að vinna fisk á þennan
hátt. En það er vandasamt verk.
Fiskurinn má ekki fijósa fyrstu vik-
umar og miklu skiptir að veðrið sé
hæfilega þurrt. Hér í Eyjafirðinum
erum við mjög vel í sveit settir. Það
sem þegar er komið upp er vænn
fiskur og gott hráefni. Ég spái því
að við getum boðið mjög góða vöm
í haust," sagði Ottó.
Bliki mun að líkindum vinna
skreið úr um 500 tonnum af þcrski
upp úr sjó. Þokkaleg nýting er talin
ýmsan veg. Við þetta hafa sveitar-
stjómarmenn verið hræddir. Mín
tilfínning er að frumkvæðið þurfí
að koma frá Alþingi," sagði Jón.
Hann taldi mjög erfítt að útfæra
þá hugmynd að greiða foreldrum
laun sem vildu sinna bömum sínum
í stað þess að setja þau á dag-
heimili. „Margir eru hræddir við
mistnotkun. Þetta kerfí yrði að
sjálfsögðu dýrt, á sama hátt og
rekstur dagheimila er dýr. Pening-
amir yrðu teknir einhvers staðar
frá.
Varðandi orlofsmálin á ég fast-
lega von á að þeim verði breytt
innan tíðar þannig að húsmæður
fái það greitt eins og aðrir vinnandi
menn. Við erum að sigla inn í það
skeið þar sem ríkisvaldið verður að
„múta“ þeim sem vilja eiga bam.
Staðreyndin er að það skortir
heildarsýn í félagslega kerfinu.
Þjónustan er misjöfn eftir sveitarfé-
lögum og ekki alltaf sanngjöm. Við
eigum líka á hættu að á hana verði
litið eins og gustuk eða ölmusu."
eldra. Þannig fá hjón auk bótanna
25.230 krónur greiddar með hveiju
bami, en þegar samanlagðar tekjur
fara yfir 505.000 krónur á ári
skerðist hver greiðsla um 7% af
launum sem umfram eru. Séu laun-
in til dæmis 720.000 krónur (eða
60.000 krónur á mánuði) lækkar
greiðslan um 15.050 krónur í 8.180
krónur.
Inn í upphæð barnabóta einstæðs
foreldris, sem tíunduð var hér að
framan, voru reiknaðar samskonar
greiðslur og miðast þær einnig við
tekjur foreldris.
um 16%, sem skilar 80 tonnum af
skreið úr þessu magni. Ottó kvaðst
binda vonir við að verðið, sem feng-
ist fyrir vöruna, yrði á bilinu
300—600 krónur eftir stærð.
Fregnir frá Noregi herma að þar-
lendir fiskverkendur hafi fengið
heldur smáan og rýran físk til verk-
unar í vor, þannig að söluvonir
íslendinga eru með betra móti.
FRÉTTAMAÐUR hefur verið
ráðinn að akureysku útvarpstöð-
inni, Hljóðbylgjunni. Hefur hann
störf um næstu mánaðamót. Að
sögn Gests Einars Jónassonar er
ætlunin að fyrst um sinn verði
tveir fastir fréttatímar sendir út
daglega, í hádeginu og um kvöld-
matarleytið.
Fréttamaöurinn kemur af Dag-
blaðinu Vísi og heitir Friðrik Ind-
riðason. Gestur lét þess getið að
Friðrik væri af framsóknarættum
Björa Axelsson Akureyrar-
meistari í golfi
Erlendir
kylfingar
sýna
„Artic open“
áhuga
GOLFKLÚBBUR Akureyrar
sendi á síðastliðnum vetri út
um 5.000 kynningarbæklinga
vegna svonefnds „Artic
Open“-golfmóts sem haldið
verður í lok júní. Er búist við
að allt að 100 erlendir þáttak-
endur muni tilkynna komu
sína. Mótið hefur vakið at-
hygli þeirra þar sem það er
haldið á nyrsta golfvelli Evr-
ópu. Þá hefst keppni á
miðnætti báða mótsdagana og
verður því leikið í ósvikinni
miðnætursól.
Mótshald á Jaðarsvellinum
hófst helgina 16.—17. maí með
flaggakeppni og snærisleik.
Síðan mun hvert mótið reka
annað. Landsmót kylfínga verð-
ur haldið á Akureyri í sumar og
er búist við allt að 250 þáttak-
endum. Þá verður golfmót á
vellinum alla fímmtudaga að
landsmótsdögunum undanskild-
um. Þáttakendur safna stigum
og verður árangur tíu bestu
keppnisdaga þeirra látnir gilda
þegar sigurvegarar sumarsins
verða valdir.
Af öðrum mótum sumarsins
sem tíunduð eru í mótaskrá golf-
klúbbsins má nefna Mitsubishi-
mótið 4.-5. júlí. Þá verður
glæný bifreið þessarar tegundar
geymd við golfskálann og fær
sigurvegari hana afhenta til
eignar í mótslok. Þetta munu
vera ein hæstu verðlaun sem
keppt hefur verið um á Jaðri.
úr Skagafirði, því faðir hans er
Indriði G. Þorsteinsson ritstjóri
Tímans. Friðrik hefur ráðið sig til
sex mánaða og mun sjá einn um
fréttimar, að minnsta kosti fyrsta
kastið.
Útsendingar Hljóðbylgjunnar
nást nú um allan Eyjafjörð, til
Húsavíkur og Siglufjarðar. Heima-
menn á Blönduóssvæðinu hafa lýst
áhuga á því að setja upp endur-
varpssendi til þess að geta hlustað
á stöðina og er verið að athuga það
mál að sögn Gests.
Sjaldgæf sjón síðustu árín - skreið á hjöllum
Jóhanna Birgisdóttir ásamt þríburunum
Skreiðin gefur mest af sér
— segir Ottó Jakobsson í Blika á Dalvík
Mismunur á barna-
bótum hjóna o g
einstæðs foreldris
Hljóðbylgjan ræð-
ur fréttamann