Morgunblaðið - 20.05.1987, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 20.05.1987, Blaðsíða 60
60____________________________________ MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 1987 Morgunblaðið fylgist með sigur- liðinu íSan Marino-kappakstrinum: Þegar sigurvegarinn í Imola- kappakstrinum, Nigel Mansell, stóð með verðlaunagripinn í hönd- um bogaði svitinn af honum og hann átti litla orku eftir til að lyfta hinum veglega grip. í þrjá daga hafði hann meira og minna verið undir stýri í Williams-keppnisbíl sínum, æðandi áfram á 2—300 km hraða. Þó höfðu starfsmenn Will- iams-liðsins gert allt sem hægt var að gera til að minnka álagið á honum. En álag, bæði líkamlegt og sálarleg, er gífurlegt í kapp- akstri og Mansell eins og aðrir ökumenn í Formula 1 gefa sig alla í hverja keppni. Það gera líka mennirnir á bakvið hann. Morgun- blaðið fylgdist með gangi mála hjá Williams-liðinu í kappakstrinum í San Marino. Liðið hafði þá hvíldar- lítið unnið í vikutíma á Imola- brautinni til að ná takmarkinu — sigri. Það tókst. En undirbúningur fyrir hvern kappakstur tekur lengri tíma en viku. Williams-liðið hefur bækistöð í Englandi, þar sem öll starfsemi liðsins er skipulögð og keppnis- bílarnir smíðaðir. Þar sem sextán keppnir fara fram ár hvert í hinum ýmsu heimshlutum hefur liðið ær- inn starfa. Mánuði fyrir Imola- kappaksturinn fór hluti liðsins ásamt Mansell og prófaði keppnis- bílinn á brautinni í þrjá daga, stillti vélina miðað við aðstæður, einnig '3*'fjöðrun, bremsur, stýri og reyndi mismunandi dekk. Þegar liðið kom aftur til Imola viku fyrir keppni var flest tilbúið. Öllum upplýsingum af fyrri æfingunni hafði verið rennt gegnum tölvu og bíllinn stilltur samkvæmt niðurstöðu útreikninga hennar. En aðstæður geta alltaf breyst, jafnvel örlítið meiri hiti í jörðu og andrúmslofti getur þýtt að stilla þarf Honda-vélarnar upp á nýtt, enda um fíngerð verkfæri að ræða. Vélarnar eru um 1400 cc með túrbí- num og ýmsum tækjabúnaði, sem skilar hátt í þúsund hestöflum. Á annan tug Japana með tölvur og stillingartæki annast vélarnar í ^>hverri keppni, á meðan Bretar sjá um aðra hluti keppnisbílanna. Tveim dögum fyrir kappaksturinn hófst slagurinn. Þá fengu keppnis- liðin þrjá tíma til að prófa bílana og ná góðum aksturstímum. Tíminn ákvarðar hvar þeir lenda í rásröð í sjálfum kappakstrinum, liðin leggja mikið uppúr þessu, því framúrakstur er enginn leikur þeg- ar 26 bílar leggja af stað í einu. Það var handagangur í öskjunni á æfingunum. Nelson Piquet, sem einnig ekur Williams, náði fljótlega besta tima, en Mansell var aðeins sekúndubrotum á eftir í öðru sæti. En stuttu eftir að þetta varð Ijóst skall bíll Piquet á grindverkið á 300 km hraða. Ökumannsklefinn hélst heill, en bíllinn fór í tætlur að öðru leyti. Piquet slapp ómeiddur, en fékk heilahristing og daginn eftir var honum bannað að keppa af læknum liðsins. Mansell hélt ótrauður áfram og ætlaði að ná besta aksturstíma á laugardegin- um. Hann náði þó aðeins öðrum besta tíma og varð foxillur þegar hann kost að því að japanskir vél- armenn höfðu minnkað afl bílsins, til að athuga hve bensíneyðslan yrði mikil í keppninni. Að æfingum loknum undirbjó -fiðið sig fyrir keppnisdaginn. Morg- uninn fyrir keppni lenti Mansell í vandræðum með gírkassann, en bíllinn festist í gír. En málið bjarg- aðist og þeir voru klárir í keppni. Dekkjum sem nota átti til skipt- anna í miðri keppni var raðað upp. Öll yfirbyggingin var hreinsuð og efni borið á til að minnka loftmót- ítöðuna. Allir boltar og festingar • Það er rótt svo að ökumenn í Formula I komist um borð í bfla sína. Þó fá þeir ekki innilokunarkennd. Hjálmarnir eru tengdir tal- kerfi til viðgerðarskýlisins. í hjálminum eru einnig súrefnisleiðsiur og leiðsla með drykkjarvökva fyrir ökumann. • Loftmótstaðan skiptir miklu máli í kappakstri. Hér bera viðgerðar- menn efni á yfirbygginguna, sem minnkar loftmótstöðu og hreii.sar um leið burt hundruð flugna, sem skella á bflnum á æfingum .. . • Williams Mansell var hraðskreiðastur í fyrstu æfingunni, náði bfllinn 335 km hraða á beinasta kafla brautarinnar. voru yfirfarnar. Varabíllinn var líka yfirfarinn, en ökumenn hafa slíkan bíl ef keppnisbíllinn bilar á síðustu stundu. Þegar Mansell var kominn af stað var árangurinn í hans hönd- um, en liðið var þó í beinu sambandi við hann gegnum tal- kerfi. í miðri keppni kom hann inn á viðgerðarsvæðið og lét skipta um dekk. Það tók 8,3 sekúndur að skipta um dekkin fjögur, hreinsa framan af hjálminum og frá kæl- ingu vélarinar. .. Það var rafmagnað andrúmsloft þegar Mansell var að Ijúka síðustu hringjunum. Á tveggja mínútna millibili þeysti hann beina kaflann framhjá viðgerðarskýlunum og menn biðu þar spenntir. Þegar síðasta hringnum lauk trylltust starfsmenn liðsins úr fögnuði, veif- uðu breska og japanska fánanum. Enn einn sigurinn var staðreynd, og heimsmeistari þar með í smíðum. Mansell ók á 335 km hraða Hámarkshraði kappaksturs- bílanna var mældur á fyrstu æfingunni á föstudag og litu ískyggilega háar tölur dagsins Ijós á radarmælinum. Við sjáum hér tölur hjá helstu köppunum. Mans- ell var hraðskreiðastur á 335 km hraða, en sá sem fór hægast náði „aðeins" 245 .. . Km/Klst N. Mansell, Williams-Honda 335 S. Nakajima, Lotus Honda 333 N. Piquet, Williams-Honda 332 A. Senna, Lotus Honda 326 M. Alboreto, Ferrari 326 M. Brundle, Zakspeed 325 T. Fabi, Benetton Ford 324 E. Cheever, Arrows Megatron 324 T. Boutsen, Benetton Ford 323 A. DE Cesaris, Brabham BMW 323 A. Nannini Minardi 323 G. Berger, Ferrari 322 D. Warwick, Arrows Megatron 321 R. Patrese, Brabham BMW 321 R. Arnoux, Ligier 320 A. Prost, MC Laren TAG 317 Morgunblaðlö/Gunnlaugur Rögnvaldsson • Rétt fyrir ræsingu. Nigel Mansell bíður hér í afslappaðri stellingu eftir að keppnin hefjist. Aðstoðar- menn hans leggja siðustu hönd á Williams-bflinn. Á dekkjunum eru hitapokar, svo þau virki sem best þegar bfllinn leggur af stað, gripið er meira þegar þau eru heit. Meistari í smíðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.