Morgunblaðið - 20.05.1987, Page 42

Morgunblaðið - 20.05.1987, Page 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 1987 „Bleikálóttur eins og mamma“ Valdimar Kristinsson Vorið er tími hinna nýju einstaklinga, ungar koma úr eggjum, lömb og folöld koma úr móðurkviði. Sauðburður er nú í fullum gangi og hryssumar eru að byrja að kasta. Ein þeirra, Saga frá Stóra-Hofí, eignaðist sitt fyrsta afkvæmi á föstudagskvöldið eftir að hafa gengið með í þijúhundruð sextíu og þijá daga. Meðfylgjandi myndir eru teknar á bæn- um Naustanesi í Kollafírði en þar hefíir Sögu verið gefíð út í vetur ásamt fleiri hrossum. Eitt fyrsta verkið hjá hryssunum er að hreinsa frá vitum afkvæmisins og má hér sjá nefíð gægjast út úr líknarbelgnum. „Og hér er ég kominn, bleikálóttur eins og mamma." Fæðingin sjálf eða öllu heldur köstunin tók stuttan tíma og virtust bæði hin hressustu. Næsta verk var svo að hreinsa burtu líknarbelginn. Henni Helgu litlu Ólafsdóttur fannst komin tími til að vita hvort hér væri nýfædd- ur hestur eða hryssa og gerði hún sig líklega til að komast að hinu sanna, en fyrst þurfti að kynna sig fyrir þeim stutta. Þegar að var gáð reyndist þetta vera hestur. Með Helgu á myndinni er Alfreð Mounir en Saga lætur sér fátt um finnast um þetta handapat. Það eru mikil viðbrigði að koma úr 37,5 stiga hita í móðurkviði út í 7 stiga heitt vorloftið. Morgunblaðið/V aldimar Kristinsson „Og þá er ég staðinn upp, eða þannig sko, og best að koma sér að því að finna þessa spena þar sem bíður mín glóðvolg kaplamjólkin. Mér er reyndar sagt að fyrsta mjólkin sem kemur úr hryssunum eftir köstun innihaldi mikilvæg mótefni sem eru mér lífsnauðsynleg fyrstu sólarhringana,“ segir bleikur litli sem bíður þess að fá nafn. Fjörutíu ár liðin frá stofnun Egilsstaðahrepps Ejjilsslixlum. ' FJORUTÍU ár verða liðin frá formlegri stofnun Egilsstaða- hrepps þann 24. maí nk. Af því tilefni boðaði afmælisnefnd til blaðamannafundar þar sem af- mælisdagskráin var kynnt ásamt fleiru sem menn ætla að gera sér til upplyftingar á þessum tíma- mótum. Að sögn Bjarna Björg- vinssonar formanns afmælis- nefndar verður stefnt að þvi að hafa afmælisdagskrána hátíð- lega en jafnframt látlausa. í tengslum við afmælið munu Menningarsamtök Héraðsbúa verða með sína árlegu Héraðs- vöku. Föstudaginn 22. maí munu Menningarsamtökin flytja dagskrá undir nafninu Byggðin á Ásnum sem fjallar um tilurð Egilsstaða- hrepps og kauptúnsins. Þessi dagskrá er tekin saman af Sigurði Ó. Pálssyni og Vilhjálmi Einarssyni og flutt með aðstoð Leikfélags Fljótsdalshéraðs. Heiðursgestir verða Bjöm Sveinsson og Stefán Pétursson en þeir vom í fyrstu hreppsnefnd Egilsstaðahrepps. Kvöldvaka undir nafninu Fljóts- dalshérað á 21. öldinni verður í Valaskjálf laugardaginn 23. maí. Þar munu ýmsir framsýnir menn gera grein fyrir viðhorfum sínum varðandi þróun atvinnu- og mannlífs á komandi ámm. Dregnar verða upp myndir af æskilegri framtíðarþróun í ýmsum greinum s.s. landbúnaði, bæði hefðbundnum og nýgreinum, ferðaþjónustu, iðn- aði, fískiðnaði og skógrækt. Á afmælisdaginn 24. maí verður samfelld dagskrá frá kl. 14 fram á kvöld. Þar mun skólahljómsveit Egilsstaða leika og kórar syngja. Menningarsamtök Héraðsbúa verða með dagskrá um Egilsstaði. Verð- launaafhending fer fram í ritgerð- arsamkeppni sem.efnt var til meðal efstu bekkja gmnnskóla vegna af- mælisins. Kynntar verða tillögur og úrslit í samkeppni sem efnt var til meðal arkitekta og landslagsfræð- inga á Austurlandi um skipulag Tjamarsvæðisins hér í bæ. Opnuð verður sýning á gömlum ljósmyndum og skipulagsuppdrátt- um af Egilsstöðum en tekist hefur að safna saman fjölda fróðlegra og skemmtilegra mynda frá bemsku- ámm kauptúnsins. Þennan dag verður líka opnuð myndlistarsýning fjögurra myndlistarmanna hér á Egilsstöðum, þeirra Ólafar Blöndal, Helgu Sigurðardóttur, Steinþórs Eiríkssonar og Vilhjálms Einars- sonar. Sinfóníuhljómsveit íslands heim- sækir Egilsstaði 29. maí og heldur hér tónleika. Einleikari með hljóm- sveitinni verður Erling Blöndal Bengtson en stjómandi Páll P. Páls- Morgunblaðið/Bjöm Afmælisnefnd Egilsstaða, talið frá vinstri: Björn Ágústsson, Sigurð- ur Símonarson og Bjarni Björgvinsson. Einnig er Ragnar Steinarsson í nefndinni. son. Á þessum hljómleikum mun karlakórinn Jökull frá Homafirði koma fram. Að sögn afmælisnefndarmanna, þeirra Bjarna Björgvinssonar, Björns Ágústssonar og Ragnars Steinarssonar, munu afmælisnefnd- in og ýmis félagasamtök á staðnum gangast fyrir ýmsum uppákomum fram til 8. júlí a.m.k., en þann dag verður hátíðarfundur í hrepps- nefndinni sem væntanlega verður þá orðin bæjarstjóm Egilsstaðabæj- ar en 8. júlí eru fjörutíu ár liðin frá fyrsta fundi hreppsnefndar Egils- staðahrepps. — Björn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.