Morgunblaðið - 20.05.1987, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 1987
Mario Vargas Llosa
og Milan Kundera
Erlendar bækur
Siglaugur Brynleifsson
Mario Vargas Llosa: The Real
Life of Alejandro Mayta.
Faber and Faber 1986.
Milan Kundera: Life is Else-
where. Faber and Faber 1986.
„The War at the End of the
World" kom út á Englandi 1985.
Þar segir frá atburðum sem urðu
í Brasilíu fyrir um níutíu árum.
Uppreisn í nafni jafnréttis og
bræðralags og tilgangurinn guðs-
ríki á jörð. Þessi uppreisn fjaraði
ut og afleiðingamar urðu þær að
hinir útskúfuðu voru eftir sem áður
útskúfaðir og spámaðurinn tekinn
af. Þessi fjölda-geðtruflun og hóp-
efli bar öll einkenni samsvarandi
atburða fyrr og síðar, þegar ruglað-
ir mannkynsfrelsarar hefja upp
raust sína og telja sig boðbera
æðri afla, prédika trúarslepju og
magna upp þau öfl í undirdjúpun-
um, sem einkennast af öfund, hatri
og heift undir yfírskyni trúarlegs
bróðurkærleika.
í þessari nýju skáldsögu Llosa
er sögusviðið heimaland hans, Perú.
Sagan gerist þar í landi eftir nokk-
ur ár, með stöðugri tilvísun til Perú
nútímans. Höfundur segir sögu
hugmyndafræðings, Alejandro Ma-
yta, sem er troskyisti annað veifíð
eða játar öðru hvoru aðrar kreddu-
kenningar marxista. Hann vinnur
að byltingu, sem hann telur reista
á vísindalegum samfélagskenning-
um Marxs og Engels og hyggst
byggja upp réttlátt samfélag, þar
sem jöfnuðurinn ríkir og fátækt er
útrýmt. Perú tíma Maytas er öllu
ömurlegra land en nú er. Sagan
hefst í fátæktarhverfum og á rusla-
haugum Lima og endar á sömu
slóðum, en þá eru haugamir hærri,
mengunin stækari og hverfin
víðáttumeiri og ennþá ömurlegri.
Mayta talar stöðugt um hina vænt-
anlegu byltingu og jafnframt
breytist sögusviðið í tíma; fortíð og
nútíð skiptast á og tengjast. Þessi
tækni höfundar er mjög vel heppn-
uð og sagan verður altækari fyrir
vikið. Dregnar eru upp myndir af
A ÍSLANDJ í 20ÁR
Við lofum því
sem skiptir mestu
máli:
GÓÐRI
ÞJÓNUSTU
Verð og tæknileg
útfærsla við allra
hæfi
PFAFF
Borgartúni 20
Sími 2-67-88
Mario Vargas Llosa
Miian Kundera
fundahöldum byltingamanna og
raktar umræður þeirra um þær
réttu aðferðir, sem lyktar stundum
með því að menn eru reknir úr
flokknum. Þótt meðlimir í klíku
Maytas séu ekki margir, sjö eða
átta, þá efast þeir aldrei um að
bylting þeirra muni takast. Lýsing-
amar á fundahöldunum og viðræð-
unum er ágæt lýsing á mönnum
sem lifa í sálsýkislegum hugarheimi
hugmyndafræðanna. Hér koma
ýmsir við sögu, óvandaðir pólitíkus-
ar, sem þurfa nú enn magnaðri
auglýsingar um eigið ágæti, en
fyrrum, skyldmenni Maytas og eig-
inkona, embættismenn og liðsfor-
ingjar, nunnur og prestar og í
bakgrunninum er allslaus múgur-
inn, sem lifír í eigin sorpi og lætur
hverjum degi nægja sína þjáningu.
Átök hefjast milli innrásarliðs frá
Kúbu og víðar og Perúhers, sem
styðst við bandarískar sjóliðasveitir
og í bókarlok berast fréttir af þeim
átökum.
Uppreisnartilraun Maytas rennur
út í sandinn og mynd þeirra til-
burða er kómísk fremur en tragísk.
Og í lokin hittir höfundur Mayta,
þar sem hann vinnur fyrir sér sem
VJterkurog
k-J hagkvæmur
auglýsingamiöill!
Tómas heilsar
og kveður
afgreiðslumaður í íssjoppu og eina
áhugamál hans er að komast úr
landi.
„Life is Elsewhere" kom út á
frönsku 1973. Höfundurinn skrifar
eftirmála. Hugmyndin að sögunni
kviknaði um miðjan sjötta áratug-
inn og inntak hennar er: „Hvað er
mannleg tilvera?" Sú spuming er
jafnframt svarið við spumingunni,
samkvæmt kenningum Heideggers,
maðurinn og tilvera hans er spum-
ing. Aðalpersónan er Jaromil, skáld,
sem elst upp með móður sinni, sem
á hann algjörlega og verður nán-
asti vinur hans. Sambönd Jaromils
við aðrar konur misheppnast utan
við rauðhærða stúlkukind, sem
hann hirðir upp á götunni, og hann
verður að þola óeigingjarna ást
hennar. Jaromil svíkur bróður þess-
arar ástmeyjar sinnar í hendur
leynilögreglunni, eins og hann
svíkur flesta eftir að hann gengur
á mála hjá kúgurum þjóðar sinnar,
sem hann yrkir til lofkvæði í hreinni
skáldlegri upphafningu. Hann var
talinn gott skáld og það var það
eina, sem var heillegt í fari hans,
að öðm leyti var hann tóm túba,
ekkert, fullur af svikum, lygi og
hræsni, viðurstyggilegur óskapnað-
ur.
Kundera hefur með þessari lýs-
ingu í huga viðbrögð Eluards, þegar
hann lagði blessun sína yfir aftöku
vinar síns, sem fór fram í Prag.
Þar með hmndi heimur þeirra gilda
sem þar til hafði verið álitinn órask-
anlegur. Böðullinn og skáldið
samsömuðust í þjónustunni við
landráðalýðinn. Kundera segir í eft-
irmálanum: „Ekkert var ömggt
lengur, hmnin gildi og gmndvallar-
verðmæti... Þessi atburður varð
til þess að hugmyndin um Jaromil
myndaðist og um svipað leyti, „eft-
ir miðja öldina, hljóðnuðu raddir
skáldanna í Evrópu“.
Sú skoðun er að vísu bundin við
það umhverfi og ástand, sem mót-
aðist austan jámtjalds, þar sem
persónuleg tjáning í skáldskap er
tortryggileg, nema hún sé í tengsl-
um við ríkjandi samfélagsstefnu,
en það er sögupersónan. Lygin
verður honum sannleikur og þar
með er skáldskapur marklaus og
„skáldið vaknar aldrei", en Kundera
telur, að „skáldið“ sé öllum með-
fætt.
Békmenntir
Erlendur Jónsson
Guðbergur Bergsson: TÓMAS
JÓNSSON METSÖLUBÓK. 355
bls. Forlagið. 2. útg. 1987.
Það var sólskinsdag einn vorið
1968 að ég mætti Ragnari í Smára
í Austurstræti. Hann bauð mér í
kaffi á Borginni. Hálft annað ár
var þá liðið frá því að Tómas Jóns-
son metsölubók kom út. Ragnar
sagði mér að hann hefði efast um
að bókin seldist mikið og því hefði
hann látið prenta hana í takmörk-
uðu upplagi. Nú væri svo komið að
hann ætti ekki einu sinni eintak
handa sjálfum sér. Svo fullkomlega
hefði þessi bók risið undir nafni —
metsölubók.
Það hafði fallið í minn hlut sem
gagnrýnanda að skrifa um bókina.
Lítt merkileg hygg ég að sú um-
sögn hafi verið. Þar var þó ekki
skilningsleysi einu saman um að
kenna. Mergurinn málsins var sá —
að minnsta kosti að áliti undirritaðs
— að óhægt var að segja nokkuð
af viti um þetta nýstárlega skáld-
verk nema fara út fyrir ramma
þann sem þæfa þótti í stuttri blaða-
umsögn. Í hefðbundnum skilningi
var þetta alls engin saga heldur
samtíningur: nokkurs konar and-
hverfa skáldsögunnar. Og ef til vill
samin í þeim tilgangi að koma fyr-
ir kattamef alvarlegum bókmennt-
um! Sýnt þótti að höfundurinn vildi
ganga fram af þeim sem aðhylltust
þáverandi hefð. Þarna var blandað
saman raunsæi og fáránleika. Og
siðgæði ríkjandi kynslóðar gefíð
langt nef.
Gamlir skáldsagnahöfundar
kunnu gagnrýnandanum litlar
þakkir fyrir að sofa á verðinum og
gera ekki einu sinni tilraun til að
spyma við fæti. Afstaða þeirra var
auðskilin. Ef þessi nýja skáldsaga
Guðbergur Bergsson
yrði að stefnu og sú stefna yrði
almennt meðtekin og viðurkennd —
væri þá ekki um leið verið að
ómerkja og úrelda allt sem áður
hafði verið skrifað? Sumir vildu
vera bæði sanngjarnir og umburð-
arlyndir og sögðu: Guðbergur getur
skrifað. Það sýndi hann með Mús-
inni sem læðist. En þessi ósköp,
herraguð! Bókfróðir menn skyggðu
hönd fyrir auga og rýndu út í
fjarskann: Sumir minntu á Joyce.
Aðrir nefndu Alain Robbe-Grillet.
Og jafnvel Borges.
En beinar fyrirmyndir að Tómasi
Jónssyni urðu ekki auðfundnar.
Hann var rótfastur í sínu ranni og
sjálfum sér samkvæmur, gamall
íslenskur karlfauskur, lokaður í
sjálfs hugarheimi. »Tómas hefur,
góðu heilli, ekki skapað neina
ákveðna stefnu í íslenskum bók-
menntum,« segir Guðbergur. Og
það er rétt.
Meðan við Ragnar í Smára vorum
að renna úr kaffíbollunum á Borg-
inni hófst enn ein uppreisnin í
París. Sú átti eftir að skekja heim-
inn, en einkum þó fornar dygðir,
þar með talið mat á skáldskap.
Kynslóð 68 fann í Tómasi Jónssyni
Ungir norrænir einleikarar
Tónlist
Jón Asgeirsson
Timo Korhonen er frábær
gítarleikari og þó hann sé aðeins
tuttugu og þriggja ára á hann
að baki fjórtán ára nám í gítar-
leik. Á efnisskránni voru verk
eftir Brouwer, Donatoni, Bach,
Torroba, Tiensuu og Ginastera.
Þijú verkanna voru samkvæmt
síð-moderne-vinnuaðferðum.
Brouwer vinnur mikið með alls
konar blæbrigði og leikbrellur,
sem Korhonen útfærði af mikilli
snilld. Það sama má í raun segja
um verkin eftir Donatoni og Ti-
ensuu (fínnskur), en þau eru
samt meira bundin við stak-
tónablæbrigði, sem heldur svona
geta orðið leiðinleg og tilbreyt-
ingarlaust, jafnvel þó útfærslan
sé frábær. Verk Tiensuu nefnist
Dolce Amorosa og má segja að
það, sem tengist sætleika ástar-
innar, geti tekið á sig hinar
ótrúlegustu myndir.
E-dúr partitian (tilgreind sem
svíta í eftiisskrá) er upphaflega
samin fyrir fíðlu en síðar rituð
fyrir lútu og talin óhæf til leiks
á það hljóðfæri. Eitthvað hafa
menn velt vöngum yfir þessu
uppátæki án þess að komast að
neinni niðurstöðu nema helst
þeirri, að Bach mun hafa eignast
„Lautenchlavicymbel", sem var
cembalo með gimisstrengjum,
og því talið hugsanlegt að umrit-
un partítunnar sé gerð fyrir þetta
sérkennilega hljóðfæraafbrigði.
Ekki þarf að hafa mörg orð um
leik Korhonen, sem var í alla
staði stórglæsilegur.
Ekki var leikur Korhonen síðri
í tveimur sónötuverkum. Það
fyrra eftir Torroba og síðara eft-
ir Ginastera, sem báðir voru
ágæt tónskáld. Korhonen er eins
og fyrr segir frábær gítarleikari
hvað snertir allar hliðar tækninn-
ar í fingrafimi og blæmótun, en
einnig í túlkun. Ekki ætti það
að koma á óvart að þessi ungi
snillingur næði mikilli frægð og
trúlega eru fáir hans jafningjar
á Norðurlöndum. En hvað sem
verður vom þessir tónleikar mjög
skemmtilegir.
SAMSÖNGUR
Samkór trésmiðafélags
Reykjavíkur hefur um árabil
staðið fyrir samsöng og meðal
annars tekið þátt í samstarfi al-
þýðusöngfélaga á Norðurlönd-
um, en á vegum þessara samtaka
hafa verið haldin söngmót, sem
Samkór trésmiðafélagsins hefur
tekið þátt í.
Tónleikar Samkórs trésmiða-
félags Reykjavíkur voru haldnir
um sl. helgi undir stjórn Guðjóns
B. Jónssonar. Á efnisskránni
voru íslensk og erlend alþýðulög.
Margt var mjög þokkalega sung-
ið og helst þau lög sem eru
hressileg, eins og Sjá hin ung-
boma tíð og Við flýtum nú för.
Nokkur íslensk þjóðlög voru flutt
í raddsetningu söngstjórans, sem
í sinni einföldu gerð hljómuðu
ágætlega. Lögin voru Hættu að
gráta hringaná og Góð böm og
vond, og auk þess tvö erlend lög
og var það seinna, Sjá roðann í
austri, einkar hressilegt í gerð
og ágætlega sungið. í heild var
þokki yfir söng kórsins og frá
því undirritaður heyrði hann
síðast hefur hann eflst og hefur
nú á að skipa þó nokkuð góðum
sópranröddum. Eins og í öðrum
kórum er tenórinn veikasta rödd-
in og margir erfiðleikamir í að
halda réttri tónstöðu vegna þess
hve sterka tilhneigingu þeir
höfðu til að hækka sig, sem
venjulega er þó á hinn veginn.
Til aðstoðar við undirleik var
Lára Rafnsdóttir.
Það verður að teljast merkileg
menningarviðleitni hjá trésmiða-
félagi Reykjavíkur að styðja slíka
starfsemi sem samkór félagsins
er og ekki síst fyrir þá stað-
reynd, að verkalýðsfélögin í
landinu hafa í raun svikið sitt
fólk í menningar- og félagslegu
tilliti. Nokkrar tilraunir hafa ver-
ið gerðar á sviði tónmenntar, en
svo einkennilega hafa þau mál
þróast, að verkalýðsfélögin hafa
oft ekki viljað neitt með slíka
starfsemi að gera og talið hana
utan síns verksviðs. Þama er um
að ræða brotalöm í starfsemi
verkalýðsfélaganna, þó e.t.v. sé
rótin sú, að þessi félög séu ekki
lengur sú btjóstvöm alþýðunnar
í viðhaldi mannlegrar reisnar,
sem menn trúðu eitt sinn að hún
ætti að vera.