Morgunblaðið - 20.05.1987, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.05.1987, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 1987 + Morgunlaðið/Bjöm Blöndal Frá helgistundinni í Útskálakirkju. Lengst til vinstri er sóknarprest- urinn, séra Hjörtur Magni Jóhannsson, og við hlið hans situr forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir. Björn Stefánsson, forseti islensku hreyfingarinnar, er annar frá hægri í fremri röð. Keflavík: Forseti Islands heiðursgestur á hátíðisdegi gamalla skáta Keflavik. HÁTÍÐISDAGUR St. Georgs- gilda var haldinn hátíðlegur í Utskálakirkju í lok aprílmánaðar og var forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, sérstakur gestur við þessa athöfn. St. Georgsgildi er alþjóðasamtök gamalla skáta og þeirra sem láta sér annt um velferð skátahreyfing- arinnar. Forseti íslensku samtak- anna er Bjöm Stefánsson, en meðlimir í þessari hreyfingu eru um 65 þúsund talsins í 36 aðildarrikj- um. í tengslum við daginn fór fram námsstefna í skátahúsinu í Keflavík og var forseti íslands, Vigdís Finn- bogadóttir, meðal gesta, en hún er vemdari skátahreyfíngarinnar á Islandi. - BB Fyrrverandi kafararfá viðurkenningu AÐALFUNDUR Félags íslenskra kafara var haldinn 16. maí síðastliðinn og var þetta jafnframt fyrsti aðalfundur eftir að félagið var endurreist eftir hlé i rúman áratug. Á fundinum af- henti Jóhann Gauti, formaður félagsins, lengst til hægri, fyrrver- andi köfurum heiðursviðurkenningar. Þeir sem hlutu viðurkenn- ingarnar eru, talið frá vinstri: Friðfinnur Finnsson, Ársæll Jónasson og Einar Eggertsson. Helgi Hálfdanarson: Málfar í útvarpi Ýmsir sem leggja orð í belg um íslenzkt mál, kvarta sáran undan málfari fjölmiðla, saka þá um málvillur, útlenzkuskotið orðbragð og annan kauðahátt. Þó kemur fyrir, að menn finni til ógleði af nöldrinu í sjálfum sér og reyni þá að bragðbæta það ofurlítið með því að gera sem mest úr þeim mörgu, sem rísa undir lofí. Jafnvel hefur þá heyrzt, að starfsmenn Ríkisútvarpsins standi sig allir ævinlega með prýði. Sannleikurinn er sá, að meðal útvarpsmanna er fólk, sem er mjög vel máli farið og lætur sér ekki verða á mistök í ræðu sinni. Hins er þó sízt að dyljast, að þar eiga ekki allir óskilið mál; og því miður dynja hvumleiðar málvillur á eyr- um hlustenda oftar en ekki. Nú er svo sem engin ástæða til að hrópa húrra, þó að útvarpsmað- ur tali íslenzku lýtalaust. Þar gerir hann ekkert umfram skyldu sína. Reyndar eru útvarpsmenn þeir einu af þegnum þjóðfélagsins, sem að lögum ber skylda til að tala gott mál. Því er von, að ýmsum blöskri að heyra málvillur kveða við úr þeirri átt, jafnvel dögum oftar. Álmenningur á lögstudda kröfu á því að geta treyst málfari Ríkisútvarpsins, sér og bömum sínum til eftirbreytni. Hér skal á það minnt, að starfs- fólk útvarpsins hefur fengið til ráðgjafar ágætan málfræðing, svo að afsökun fyrir gölluðu máli er næsta lítil, og vítavert að ekki skuli meira til hans leitað en raun ber vitni. Að vísu ætti ekki að ráða neinn til starfa í Ríkisútvarpinu án þess gengið sé úr skugga um lágmarks-getu í meðferð móður- málsins. Hér verður engin sakaskrá þulin um málfar útvarpsmanna. En af sérstökum ástæðum skal eitt dæmi nefnt, þó ekki sé það af versta taginu. Síðan álbræðsla og fískeldi hófust, hefur orðið ker æ oftar borið á góma. Fljótlega fór að skjóta upp kollinum annarleg beyging þessa orðs, og er þá sagt keijum og kerja í stað hins rétta, sem er kerum og kera. Ég hygg að fleiri en undirritaður hafí farið að kvíða því, að leirkerasmiður- inn frægi breyttist fyrr en varði í leirkeijasmið. Með þessari j-villu er apað eftir orðunum ber og sker, sem að réttu lagi fá j í beygingu. Að fornu var talað um kerafiski (ekki keijafiski); og „kumbl kon- unga ór kerum valdi“ segir í frægu kvæði. Orðabækur þeirra Sigfúsar Blöndals og Áma Böðvarssonar hafa báðar kera-beyginguna eina, og sýna um hana sitt dæmið hvor. En þessari nýríku keija-beygingu virðist útvarpið hafa tekið með fögnuði, því það hefur stutt hana með dáð og dug. Ástæðan til þess, að ég nefni þetta dæmi sérstaklega, er reyndar sú, að kunningja mínum einum ofbauð svo sífelld misþyrming út- varpsmanna á orði þessu, sem á sér hefðbundna beygingu í úrvals- bókmenntum íslendinga, að hann herti upp hugann og hringdi til Ríkisútvarpsins og spurði, hvort hann mætti af vinsemd benda á það, að þágufall og eignarfall fleir- tölu af ker væri kerum og kera en ekki keijum og keija. Svarið sem hann fékk, var ekki síður vin- samt, og honum var þakkað kærlega fyrir bendinguna. En kera-talið í útvarpinu hélt því mið- ur áfram að vera keija-tal, eins og ekkert hefði í skorizt. Og það sem meira var: þetta símtal var síðar endurtekið tvisvar að gefnu tilefni, í öll skipti með sömu kær- leikum á báða bóga og sama hjartanlega þakklætinu. En j-ið í kerunum situr jafnfast og nokkru sinni. Nú er að vísu ekki sjálfsagt, að útvarpsmenn rjúki upp til handa og fóta, þó einhver ómerkingur úti í bæ hringi og steyti sig. En synd- laust hefði verið að líta í orðabók eða spyija málfarsráðunaut álits. Hitt er verra, að helzt til margt af þörfum bendingum málfræðing- anna Erlings og Guðmundar, sem annast með prýði útvarpsþáttinn Daglegt mál, virðist fara fyrir ofan garð og neðan hjá þeim sem helzt þyrftu þeirra með. Algengustu málglöp útvarps- manna varða ef til vill fomöfnin hvor og annar (eða hver og ann- ar, og jafnvel sinn og hvor). Þessi fomöfn eru einatt látin standa saman, á hvetju sem gengur, og í sama aukafallinu bæði, og em þar augljós áhrifín frá ensku (each other) og dönsku (hinanden). Þar er greinilega um að kenna vondri unglingakennslu, ekki aðeins í íslenzku, heldur öllu fremur í þess- um erlendu tungumálum, þar sem ljóst er, að kennarinn svíkst um að gera nemendum grein fyrir þeim mun, sem er á meðferð þess- ara orða í íslenzku annars vegar og meðferð samsvarandi orða í erlendu málunum hins vegar. Hin rökvísa notkun fomafnanna, sem hefðbundin er í íslenzku, er látin lönd og leið, og hrein lokleysa upp tekin í hennar stað. Að vísu er gott íslenzkt mál ekki ævinlega „rökvíst" í sjálfu sér; en það afsakar ekki þau mál- spjöll sem þama em framin. Eigi alls fyrir löngu gaf Bók- menntafélagið út smákver, sem nefnist Gætum tungunnar. Þar er getið um nokkur hin algengustu lýti á máli manna um þessar mund- ir, og á það bent, hvemig hjá þeim megi sneiða. Þar vom sérfróðir menn um íslenzkt mál með í ráð- um, þó að leikmenn stæðu að sjálfri útgáfunni. Ég þykist hafa veitt því athygli, að langflest þeirra mál- lýta, sem útvarpsmenn gera sig seka um, gætu þeir losað sig við með því að renna augum yfír þenn- an pésa. Ef þeir telja, að þar hafí flotið með atriði, sem um mætti deila, gætu þeir ráðfært sig við málfarsráðunaut útvarpsins og lát- ið hann vísa til vegar. Mætti ég að lokum minna á það, að notkun orðabókar er eng- um manni ofætlan, og íslenzk orðabók ætti að vera sjálfsagður hlutur á hveiju íslenzku heimili, svo ekki sé minnzt á vinnustaði, þar sem sérstaklega reynir á mál- far. Hirðuleysi um móðurmálið er hvergi til sæmdar, en málspjöll í fjölmiðlum ríkisins eru hneyksli. Leiðrétting í þýðingu Helga Hálfdanarsonar á kvæði Runebergs, Kvæði um bónda, í síðustu Lesbók kom fyrir hvumleið prentvilla. Þar átti 9. ljóðlína að vera: flæddi burt að hálfu nýjan gróður; Smiðsbúð 8, 210 Garðabæ, sími 44300. Sólstofur - Svalahýsi Framleiðum sólstofur og svalahýsi með stórum renniglugg- um og rennihurðum úr viðhaldsfríu PVC efni. Komið og sannfærist um gæðin f Gluggar og Gardhús hf. Ferskar dögum saman -enda í loftskiptum umbúöum. Mjólkursamsalan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.