Morgunblaðið - 20.05.1987, Side 20

Morgunblaðið - 20.05.1987, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. MAl 1987 TRJÁHLÍFAR Nýjung í trjá- og skógrækt á Islandi eftír Þorberg Hjalta Jónsson Áhugi á tijá- og skógrækt eykst ár frá ári. Flestir vilja strax sjá árangur ræktunarinnar. Flest tré á íslandi vaxa hægt fyrstu árin eftir gróðursetningu. Á þessum árum er tijánum einnig hættast við skakkaföllum. Nú eru framleiddar tijáhlífar, sem í senn auka vöxt tijánna og forða þeim frá skakka- föllum. Þessar hlífar gera tijá- og skógrækt öruggari. Auk þess nýtur tijáræktarfólk ávaxta verka sinna mun fyrr en ella. Trjáhlífar á Bretlandseyjum Árið 1979 setti Graham upp til- raun með eik í tijáhlífum á tveimur stöðum á Englandi. Árangur varð framar öllum vonum, einkum á öðru ári. Á öðru ári óx eikin sex- falt meira en sambærilegar eikur utan hlífa. Á þriðja ári var vöxtur- inn fimmfaldur í hlífunum saman- borið við eik utan hlífa. Sem dæmi um vöxtinn má nefna eik í hlíf í Wiltshire á Englandi. Tréð var 27 cm hátt við gróðursetn- ingu. Á fyrsta ári óx eikin 64 cm og á öðru ári um 84 cm. Eftir 28 mánuði var eikin rétt rúmir 2 metr- ar á hæð og stóð hátt yfír hlífina. Þorbergur Hjalti Jónsson Jafngömul eikartré utan hlífa voru aðeins um 50 cm. Breska ríkisskógræktin hefur reynt fjölda tegunda af hlífum. Vöxtur hefur reynst fjór- til átt- faldur eftir tegundum. Bæði lauftré og barrtré sýna góðan vöxt í hlífun- um. Trjáhlífar á íslandi íslenskir skógræktarmenn fréttu fljótt af reynslu Breta af tijáhlífum. Þó var það ekki fyrr en 1986 að gróðursett var í hlífar á íslandi. Þá var gróðursett í 2000 hlífar, mest á Norðurlandi vestra. Eftirtaldir aðilar reyndu tijá- hlífar vorið 1986: Höfundur fylgdist með árangri af gróðursetningum á þremur stöð- um, á Hólum í Hjaltadal, á Reykjar- hóli við Varmahlíð og á Fjósum í Svartárdal. Á þessum þremur stöð- um var gróðursett í samtals 730 hlífar. Hlífamar stóðu sig vel. Örfáar hlífar hafa fokið um eða 2% hlífanna á Hólum í Hjaltadal. í öll- um tilfellum var illa gengið frá vírbindingum. Til að hlífamar standi vel þarf staurinn sem þær eru bundnar við að vera beinn og ekki má snúa svo upp á vírinn að hann slitni eða veikist. Afföll voru lítii í hlífunum. Á Fjósum dóu örfáar plöntur í hlífum. Aðili Fjöldi hlífa Bændaskólinn á Hólum og Skógræktarfélag Skagfírðinga 500 Gísii Pálsson bóndi á Hofi í Vatnsdal 500 Skógræktarfélag Eyfirðinga 250 SkógræktarfélagReykjavíkur 250 Skógrækt ríkisins 230 Skógræktarsjóður Húnvatnssýslu 200 Bændur og áhugafólk á Norðurlandi vestra 50 Skógræktarfélag Vestur-Húnvetninga 20 Alls 2000 Trjáhlífar Tijáhlífar em hólkar úr plasti, sem settir eru utan um smáar tijá- plöntur. Hlífamar vemda trén fyrir beit, illgresi og skaðlegum veðmm. í hlífunum em ákjósanleg skilyrði til vaxtar. Þar er mun hlýrra og rakara en utan hlífa. Auk þess er logn í hlífunum. Vöxtur er því margfaldur á við tré utan hlífa. Tijáhlífar em ný bresk uppfínn- ing. Fyrstu tilraunir með hlífar em frá árinu 1979. Árin 1982 og 1983 komu þær á almennan markað á Bretlandseyjum. Þá var strax gróð- ursett í hálfa milljón hlífa á ári. Hvatinn að þróun hlífanna Hvatinn að þróun hlífanna var erfíð endumýjun laufskóga á Eng- landi. Vistkerfí þessara skóga er allt úr lagi gengið vegna áhrifa mannsins. Flest rándýr em horfin. Skógamir em aðeins smáteigar umluktir ökmm og engjum á alla vegu. Skógurinn veitir hjörtum og kanínum skjól og akrar og engi em ríkulegt beitiland. Skilyrði fyrir grasbíta em því ákjósanleg. Óðalseigendur vilja gjaman hafa marga hirti fyrir veiðiskap. Auk þess vill almenningur sjá hjartardýr í skógunum. Af þessum sökum er hjörtum ekki fækkað og fjöldi þeirra er langtum meiri en skógam- ir þola. Kanínur em mýmargar á Bret- landseyjum. Þótt reynt sé að fækka þeim gengur það lítið. Fyrir nokkr- um áratugum kom augnsjúkdómur í kanínumar og fækkaði þeim mik- ið. Kanínumar em nú að verða ónæmar fyrir þessum sjúkdómi og stofninn kominn í fyrra horf. Kanínur og hirtir nauðnaga ný- græðing og gróðursetningar. Hægur vöxtur verðmætustu skóg- artijánna í æsku veldur því að lengi þarf að vemda trén fyrir beit. Til dæmis vex eik ekkert árið sem hún er gróðursett og aðeins um 15 cm árið eftir gróðursetningu. Mjög er erfitt að girða hirti og kanínur úti. Kanínumar grafa und- ir girðingamar og hirtimir stökkva yfír hæstu girðingar. Oft er erfítt að vera viss um að ekki sé verið að girða dýrin inni en ekki halda þeim úti. Fyrir allmörgum ámm tóku skóg- og tijáræktarmenn að setja vímet utan um hveija plöntu til að veija hana fyrir ágangi dýranna. Vímetið var þá fest við staur og haft svo hátt að hirtimir næðu ekki í toppinn. Rannsóknarmanni hjá Bresku ríkisskógræktinni (Forestry Commission) Graham Tuley að nafni kom ráð í hug. Hann sá að slá mætti tvær flugur í einu höggi með því að nota gegnsæja plast- hólka í stað vímetsins. Á þennan hátt væm trén líkt og í gróðurhúsi meðan þau væm að ná rótfestu. Auk þess ver hólkurinn trén fyrir biti kanína og hjarta. Illgresi nær ekki að vaxa yfír trén og minni hætta er á skrælnun á sumrin eða á útmánuðum. Þessum plöntum var plantað um mánaðamótin júní/júlí í miklum sólarhita. Á Hólum er ekki vitað um nein afföll í hlífum. Á Reykjarhóli við Varmahlíð dó ein planta vegna þess að þröstur féll ofan í hlífína og tvær aðrar skemmdust. Hægt er að fá fugla- net á hlífamar til að komast hjá því að smáfuglar falli í þær. Hlífamar vörðu sígræn tré fylli- lega fyrir sól á útmánuðum 1987. Á Hólum var stafafura á berangri við Hjaltadalsá bæði í hlífum og utan hlífa. í mars síðastliðnum var furan utan hlífanna skrælnuð en fummar í hlífunum vom grænar og frísklegar. Hraður vöxtur Vöxtur lofar góðu. Þar sem snemma var gróðursett uxu tré mjög vel, en minna því seinna sem gróðursett var. Á Norðurlandi er mjög þurrt á summm og efstu lög jarðvegsins þoma fljótt. Þurrkurinn stöðvaði vöxtinn á þeim tijám, sem seint vom gróðursett. Gróðursett var 23. maí ’86 á Reykjarhóli við Varmahlíð. Gróður-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.