Morgunblaðið - 20.05.1987, Side 41

Morgunblaðið - 20.05.1987, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 1987 41 Ný reglugerð Hollustuverndar um aukefni 1 matvælum: AZO-litarefni bönnuð í f lestum neysluvörum HOLLU STU VERND ríkisins sendir heilbrigðisráðuneytinu um næstu mánaðarmót drög að nýrri reglugerð um notkun auk- efna í matvælum og öðrum neysluvörum. Núgildandi reglu- gerð er frá árinu 1976 en reiknað er með, að hin nýja taki gildi um mitt þetta ár og verði gefin út með hálfs árs aðiögunartíma. Um næstu áramót eiga því allar neysluvörur á markaði hérlendis að vera í samræmi við hana. Með reglugerðinni fylgir listi yf ir þau efni sem nota má og í hversu miklum mæli. Auk þessa verða gerðar auknar kröfur um merk- ingu umbúða neysluvara. Frá því gamla reglugerðin var gefin út hafa bæst við á markaðinum margar nýjar tegundir matvæla og aukefna, sem notuð eru við matvælagerð. Að sögn Jóns Gíslasonar deildarráðunauts heilbrigðiseftirlits Hollustvernd- ar ríkisins fylgja nýju reglugerð- inni margar breytingar. Má þar sérstaklega nefna breytingar varðandi notkun litarefna t.d. i sælgætis- og drykkjarvörum. Við samning reglugerðarinnar hefur verið höfð hliðsjón af reglum hér að lútandi á Norðurlöndum en þar hafa samsvarandi breytingar átt sér stað. Einnig hefur verið tek- ið mið af rannsóknum síðustu ára, bæði hvað varðar notkun og eitur- áhrif aukefna. í tilefni af nýju reglugerðinni var rætt við Jón Gíslason. Hann sagði í upphafi við- talsins, að norræn nefnd hefði gert athugun á þessum málum og gefið út skýrslu um heimildir á Norðurl- öndum til notkunar aukefna. í henni kemur m.a. fram, að gildandi reglur eru þó nokkuð misjafnar eftir lönd- um. Litarefni sem verða bönnuð í flestum neysluvörum samkvæmt nýju reglugerðinni eru að sögn Jóns svonefnd azo-litarefni, sem hafa verið nokkuð mikið notuð hérlendis sérstaklega í sælgæti og svala- drykkjum. Varðandi rotvamarefni, sem margir virðast nú telja ástæðu til að óttast, sagði hann, að mjög misjafnt væri hvaða efni væm not- uð og i hve miklum mæli. Hérlendis væru þau til dæmis notuð minna í brauð en víða erlendis. Hann sagði Hafa verið notuð hérlendis, sérstak- lega í sælgæti og svaladrykkjum. síðan: „Rotvamarefni verða ekki bönnuð en leyfilegt magn verður í vissum tilvikum minnkað og síðan verða ákvæði um að aukefni, og þar með talin rotvarnarefni, verði að koma fram í innihaldslýsingu á umbúðum neysluvara. Það verða meðal annars settar ákveðnar regl- ur um notkun á sulfítum, en það em rotvamarefni sem notuð em til dæmis í þurrkuðum ávöxtum og vínum. Reglugerðin segir m.a. til um merkingar á þeim, auk þess sem stefnt er að takmörkun á notkun þeirra eins og unnt er.“ Reglur um merkingar hertar Þá sagði Jón, að sætuefni væm sérstaklega tekin til meðferðar. Fleiri sætuefni yrðu nú leyfð, en leyfilegt magn sumra sætuefna yrði lægra en áður. Þá hefði merkingum verið ábótavant og hefðu sykursjúk- ir til dæmis kvartað yfir ófullnægj- andi merkingum á neysluvömm með sætuefnum. Þrátt fyrir að vör- ur væm oft merktar sem sykur- skertar eða sykurlausar þá kæmi ekki fram orkugildi í innihaldi, sem væri mörgum sjúklingum og öðmm nauðsynleg vitneskja. Reglur um þetta verða hertar. Merkingar á umbúðum neysluvara sem innihalda sætuefni verða eftirfarandi: Sykur- skert, sem þýðir að hlutfall sykurs í vömnni er 10-50% af innihaldi sykurs í sambærilegri vöm. Syk- ursneytt: Hlutfall sykurs í vömnni er frá 0% til 10% af innihaldi syk- urs í sambærilegri vöm og Sykur- laust: Enginn sykur er i vömnni. Nýverið komu upp atvik í mat- vælaiðnaði hérlendis þar sem notuð vom óleyfileg efni. Við spurðum Jón, hvort mörgdæmi væm til sam- bærileg hérlendis. Hann sagði að ætíð væri um að ræða einhver til- felli og þá einnig í innfluttum vömm, en vandi Hollustuvemdar væri sá að stofnunin hefði enn ekki aðstöðu til efnafræðilegra rann- sókna á matvælum. Eingöngu væri fyrir hendi aðstaða til gerlafræði- rannsókna. Það skortir bæði húsnæði og starfsfólk, með til- heyrandi fjárveitingum. Hann bætti því við, að væntanlega yrði hús- næðisvandamálið leyst, þegar stofnunin flytti í Armúlann, fyrrver- andi húsnæði Vömmarkaðarins. Sem dæmi um, hversu brýnt væri að koma upp aðstöðu til efnarann- sókna hjá stofnuninni sagði Jón m.a., að það hefði margsýnt sig að fræðsla og annað forvamarstarf gefur bestan árangur varðandi holl- ustuvemd. Það væri ljóst að best væri að fylgjast með matvælum strax á framleiðslustigi eða við inn- flutning en til þess þyrfti góða aðstöðu og starfsfólk. Bráðasj úkdómstilf eili undantekning- Aukefni og aðskotaefni í matvæl- um hafa mest verið til umræðu í sambandi við langtímaáhrif, svo sem hvort þau geti verið krabba- meinsvaldandi. Til undantekninga heyrir, að bráð sjúkdómstilfelli séu tengd þessari umræðu. Þar til koma fremur gerlasýkingar og matareitr- anir af völdum gerla. Þess ber þó að geta í þessu sambandi að auk- efni og önnur efni, svo sem lyfja- leyfar geta valdið ofnæmisáhrifum. Forvamarstarf varðandi almenna hollustuvemd hefur einnig verið í brennipunkti að undanfömu og m.a. kom fram á síðasta löggjafar- þingi stjómarfmmvarp um breyt- ingar á lögunum um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit. Jón sagði, að I því væm mörg veigamikil atriði en hvað mikilvægast að hans mati það sem varðar framkvæmd inn- flutningseftirlits, efnarannsóknir og fræðsluþáttinn. Hann sagði: „Fræðsluþátturinn er án efa hvað mikilvægastur. Besta eftirlitið fólg- ið í því að upplýsa almenning, — að fá neytendur sjálfa í lið með okkur við eftiriitið. Ekki er síður mikilvægt að koma fræðslu á fram- færi við þá sem starfa við fram- leiðslu og innflutning matvæla. í þessu sambandi má geta þess að þegar nýja reglugerðin verður kom- in til framkvæmda um áramótin er ráðgert að gefa út fræðslubækling Morgunblaðið/Ámi Sæberg Jón Gíslason á skrifstofu sinni hjá Hollustuvernd ríkisins. með upplýsingum um notkun auk- efna og bækling eða lista fyrir almenning í litlu broti, sem unnt verður að stinga inn í seðlaveski eða í vasa. I bæklingi þessum munu verða upplýsingar um E-númer og heiti aukefna. Auk þeirra efna sem umrædd reglugerð fjallar um, hafa ýmis aðskotaefni í matvælum valdið áhyggjum heilbrigðisyfirvalda hér- lendis og erlendis. Aðspurður sagði Jón, að þar væri helst um að ræða ýmsa málma, s.s. blý og efni sem bærust úr umbúðum t.d. frá plast- efnum. Ennfremur útrýmingarefni sem oft væru notuð til útiýmingar skordýra við ræktunarstörf erlend- is, en hérlendis væri aftur á móti lítil þörf fyrir slíka notkun. Að- spurður um hvort mikil brögð væru af því hérlendis að slík efni fyndust við innfluting, svo sem grænmetis og ávaxta, sagði Jón að við vissum ekki í hvaða mæli slík efni væru í innfluttum matvælum vegna þess að rannsóknaraðstaða til þeirra hluta væri ekki fyrir hendi. Hann sagði síðan: „Við erum þó aðilar að norrænu samstarfi þannig að ef slík mál koma upp á hinum Norður- löndunum fær stofnunin tilkynning- ar um það. Það er til dæmis eftirtektarvert, hversu innflutning- ur á matvælum er oft stöðvaður til Svíþjóðar vegna slíkra aðskotaefna. Það sýnir okkur og sannar nauðsyn- ina á því að koma upp þessu eftirliti. Vegna aðskotaefnanna þurfum við einnig að setja okkur strangar regl- ur. I því tilliti eru fyrirliggjandi viðmiðunarreglur sem unnar hafa verið á vegum FAO og WHO og við getum notfært okkur, þegar slíkt eftirlit hæfist hérlendis." Fræðslustarfið mikil- vægast — Hvað með geislun í matvæl- um eftir lq'amorkuslysið í Rúss- landi. Höfum við ekkert eftirlit með henni lengur? „Það eru reglur í gildi um að það verða að liggja fyrir vottorð um geislamælingar í matvælum frá ákveðnum löndum, en stjómvöld þessara landa gæta þess vandlega að geislavirk matvæli fari ekki frá þeim. Þá má geta þess að tekin hafa verið sýni af matvælum hér á markaði til mælinga á geislavirkni. Hefur ekkert athugavert komið fram við þær mælingar, sem em framkvæmdar af Geislavömum ríkisins. “ Aðspurður sagði Jón, að almenn- . ingur sýndi störfum Hollustuvemd- ar mikinn áhuga og að áhuginn væri sífellt að aukast á þessum málaflokki, þ.e. aukefnum og að- skotaefnum í matvælum. Mikið væri hringt; spurst fyrir og komið með ábendingar. Varðandi nýju reglugerðina sagði hann ennfrem- ur, að heilbrigðiseftirlit sveitarfél- aganna væri nú að hefja athuganir á einstökum vömflokkum, þannig að breytingin ætti að verða auðveld- ari í framkvæmd þegar þar til kemur, bæði fyrir heilbrigðiseftirlit- ið og þá aðila sem verða að gera breytingar á innlendum eða inn- fluttum vömtegundum. Þá vildi hann koma hvatningu á framfæri við framleiðendur og innflutingsað- ila um að þeir kynntu sér vel nýju reglugerðina um leið og hún væri gefín út og sagði ennfremur, að starfsfólk Hollustuvemdar væri ætíð reiðubúið til aðstoðar og upp- lýsinga. Annars kvaðst hann ekki kvíða breytingunni, því mikið og gott samstarf hefði verið haft við stórkaupmenn, matvælaframleið- endur og félög iðnrekenda, sem sýnt hefðu málinu skilning og áhuga. Jón Gíslason sagði að lokum: „Við höfum unnið mjög opið að þessari reglugerðarsmíði og allir þeir sem leitað hefur verið til hafa tekið okkur mjög vel. Ég veit einn- ig, að margir þeir sem þurfa að breyta framleiðslu- og söluvöm sinni hafa þegar undirbúið breyt- ingar og jafnvel hafíst handa við að nota ný efni. Innflytjendur hafa einnig haft samband við framleið- endur sinna vara, þannig að þetta á að geta gengið vel fyrir sig.“ Hann ítrekaði í lokin, að hann teldi fræðslustarfíð árangursríkast til að koma nýju reglunum í framkvæmd. í því sambandi sagði hann stofnun- ina vonast eftir góðri samvinnu við almenning, stjómvöld og þá hags- munaaðila sem málið varðar. — Texti: Fríða Proppé Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Nýr götuhreinsunarbíll Keflavikurbæjar í notkun í Vogunum, en hann þykir afar afkastamikill og liafa nágrannabyggðarlögin fengið afnot af bílnum. Nýr götuhreinsunar- bíll til Keflavíkur Keflavík. KEFLAVÍKURBÆR tók í notkun nýjan götuhreinsunarbil sem bæði sópar og sýgur upp sand og aðskotahluti. Bíllinn er enskur Ford, en annar útbúnaður er frá danska fyrirtækinu Beam. Að sögn Vilhjálms Ketilssonar bæj- arstjóra kostaði billinn, sem þykir ákaflega fullkominn, 7 milljónir með öllurn búnaði. Tveir menn frá danska fyrirtæk- inu komu til Keflavíkur til að kenna starfsmönnum Keflavíkurbæjar meðferð og notkun bflsins. Að sögn Vilhjálms er ætlunin að nýta þetta tæki í nágrannabyggðarlögunum og nú hefur bfllinn verið notaður til að hreinsa götur í Vogunum og Njarðvík með góðum árangri. - BB Leiktæki Þessi vinsælu barnaleiktæki nú aftur fáanleg. Hentug viö sumarbústaöi og heimaleikvelli. Pantanir óskast sóttar GElSiPf

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.