Morgunblaðið - 20.05.1987, Page 52
52
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 1987
Minning:
*
Asgeir Magnússon
fv. sakaskrárritari
Fæddur 15. desember 1914
Dáinn 21. apríl 1987
Fyrir nokkru andaðist hér í
Reykjavík Asgeir Magnússon fv.
sakaskrárritari. Að eigin ósk fór
útför hans fram í kyrrþey.
Foreldrar hans voru Magnús
Magnússon, skipstjóri, og Karítas
Ólafsdóttir.
Magnús var sonur Magnúsar
Guðmundssonar og Margrétar Páls-
dóttur í Pálsbæ í Reykjavík og var
hann meðal stofnenda útgerðarfé-
laganna Alliance og Defensor og
framkvæmdastjóri hins síðamefnda
félags. Um hann var sagt: „Afla-
maður góður og í hvívetna meðal
merkustu manna í sjómannastétt."
Karítas var dóttir Ólafs Guð-
mundssonar, útvegsbónda í Mýrar-
húsum á Seltjamamesi, og Önnu
Bjömsdóttur frá Möðruvöllum í
Kjós. Ólafur og næstu nágrannar
vom brautryðjendur í útgerð þil-
skipa við Faxaflóa. Bjöm, sonur
hans og bróðir Karítasar, var þekkt-
ur skipstjóri og útvegsmaður og
einn af frumherjunum í útvegi tog-
ara.
Asgeir var borinn og bamfæddur
í Vesturbænum og ólst hann upp
hjá móður sinni á Vesturgötu.
A þessum ámm náði Vesturbær-
inn vart suður fyrir Túngötu,
Bræðraborgarstíg og Framnesveg.
Húsin bám gjaman ákveðin nöfn
og vom þá íbúarnir, oft í marga
ættliði, kenndir við þau. Aðkomu-
fólk settist að í Austurbænum.
Vesturbæingar höfðu meiri metnað
til að bera fyrir sinn bæjarhluta en
aðrir íbúar í bænum. Leikvellir pilta
vom aðallega tveir. Annarsvegar
íjömmar, einkum úti í Eyju, eins
og Örfirisey var þá jafnan kölluð,
en þangað var stutt að fara fót-
gangandi í hafnargarðinum. Hins-
vegar túnin, þar sem fótbolti var
vinsælastur leikja. Vesturbæingar
höfðu sitt fótboltafélag, KR.
í þessu umhverfi ólst Ásgeir upp.
Hann gekk að sjálfsögðu í KR og
iðkaði hina vinsælu íþrótt undir
stjóm Guðmundar Ólafssonar,
skósmíðameistara. Minntist hann
Guðmundar ávallt með virðingu
fyrir hið fómfúsa starf hans í þágu
knattspymunnar. Ásgeir keppti á
knattspymumótum og átti þátt í
sigmm KR á þeim tíma.
Haustið 1929 settist Ásgeir í
fyrsta bekk gagnfræðadeildar
menntaskólans. Hann var ágætur
námsmaður og vorið 1935 lauk
hann stúdentsprófi úr stærðfræði-
deild með góðri 1. einkunn. Honum
vom þá margar leiðir opnar til frek-
ara náms því að hann var jafnvígur
á „humanisk" fræði sem raungrein-
ar. Hefur það oftar en ekki gert
ungum stúdent erfiðara fyrir en
ella að ákveða sémám. Skal ósagt
látið hvort svo kunni að hafa verið
um Ásgeir, en skólanámi hélt hann
eigi áfram.
Sigurður Ólafsson, hálfbróðir
Ásgeirs, var 13 ámm eldri. Hann
hóf ungur störf hjá fyrirtæki Hjalta
Jónssonar, Kol og Salt hf. og árið
1932 stofnaði hann eigið fyrirtæki,
Kolaverzlun Sigurðar Ólafssonar.
Þá var kolasala þýðingarmikil grein
verslunar í Reykjavík því að með
kolum vom hús og híbýli hituð og
togarar kyntir. Segja má með sanni
að kol væm bæjarbúum lífsnauð-
syn.
Að loknu stúdentsprófi hóf Ás-
geir störf við Kolaverzlun Sigurðar
ðlafssonar. Fyrirtækið gekk vel
fram yfir stríðslok, en þá komu
nýjir orkugjafar til sögunnar. Hita-
veita og olía komu í stað kola til
að hita upp ús og knýja vélar skipa.
Kolaversíunum fækkaði og þar kom
að Sigurður Iagði niður verslun sína
eftir tæplega þriggja áratuga rekst-
ur. Þannig varð hlutskipti kola-
kaupmanna annað en þeirra manna,
sem að morgni íslenska efnahags-
undursins hófust handa um verslun
með bifreiðir, efni til húsbygginga
og heimilistæki.
Árið 1961 gerðist Ásgeir starfs-
maður hjá nýstofnuðu embætti
saksóknara ríkisins. Varð hann
sakaskrárritari og gegndi því starfi
í nærfellt 14 ár eða þar til hann
varð að hætta vegna sjóndepm. Við
Ásgeir vomm samstarfsmenn sein-
ustu starfsár hans. Það er eigi
ofsagt að hann hafi verið samvisku-
samur starfsmaður og unnið störf
sín af alúð og nákvæmni og með
stakri snyrtimennsku.
Ég, sem línur þessar rita, kynnt-
ist Asgeiri þegar í menntaskóla og
vomm við saman í bekk í þijá vet-
ur og stúdentar sama ár. Auk
skólanámsins lágu leiðir okkar oft
saman niður á höfn því að við höfð-
um báðir áhuga á skipum og
fylgdumst vel með ferðum þeirra
og reyndar athafnalífi hafnarinnar.
Þá höfðum við báðir áhuga á knatt-
spymu og mæltum okkur oft mót
á Melavelli.
Ásgeir fylgdist einnig með enskri
knattspymu, en fyrir stríð vom
þeir ekki margir hér á landi, sem
það gerðu. Það gat hann með því
að lesa bresk blöð, sem komu til'
landsins með tveggja til þriggja
vikna millibili og á laugardögum
hlustaði hann á íþróttafréttir enska
útvarpsins. Hann þekkti ekki aðeins
einstök knattspymufélög í Bret-
landi og í hvaða deild þau vom
heldur vissi hann einnig deili á liðs-
mönnum og um framgöngu þeirra
á leikvelli.
En áhugaefni Ásgeirs vom fleiri.
Þegar í skóla var hann skákmaður
góður. Hann keppti á skólamótum
og sótti lengi almenn skákmót. Þá
var málaralist honum hugleikin.
Honum var einkar lagið að meta
verk ungra manna og segja fyrir
um framtíð þeirra á listabrautinni.
Oftar en ekki kom á daginn að
hann hafði sagt rétt fyrir um það
efni. En einkafjarskipti vom þó
mesta hugðarefni hans. Hann var
mikill „radíó amatör" og varði
mörgum stundum í viku hverri við
tæki sitt. Hann var í loftsambandi
við fjölmarga áhugamenn um fjar-
skipti víðsvegar um veröldina og
margir þeirra vom góðir kunningjar
hans.
Ásgeir átti ávallt heima við Vest-
urgötu. Fyrstu árin í húsi númer
52 en frá 1932 í húsi númer 54A.
í sama húsi bjó Sigurður Ólafsson
ásamt eiginkonu sinni, Guðrúnu
Ámadóttur, og fjölskyldu. Eftir
andlát móður sinnar í maí 1950
naut Ásgeir nábýlisins við þá fjöl-
skyldu, en Sigurður andaðist í
október 1969. Seiníista áratuginn
var Ásgeir orðinn blindur. Í þeirri
raun var umhyggja Guðrúnar hon-
um ómetanleg og fómfysi hennar
þessi þungbæm ár gleymist eigi
þeim, sem til þekktu. Seinustu
mánuðina var hann á EUiheimilinu
Gmnd við Hringbraut og andaðist
þar næst seinasta vetrardag.
Ásgeir var enginn hávaðamaður
og sýndarmennska var honum fjarri
skapi. Hann kunni vel að hlusta á
menn skiptast á skoðunum og hann
lét ekki uppi álit sitt fyrr en að vel
athuguðu máli. Þá var hann hóf-
samur í dómum um menn og
málefni.
Kröfugerðir á hendur öðmm vom
honum fjarlægar en hann setti sér
sjálfum reglur og lifði í samræmi
við þær.
Við^ skólasystkini og samstarfs-
fólk Ásgeirs Magnússonar og við
hjónin sendum frændfólki hans og
aðstandendum einlægar samúðar-
kveðjur.
í hugum okkar lifir minningin
um hlédrægan heiðursmann, sem
ól sinn aldur í Vesturbænum.
Þórður Björnsson
'X.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og
útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu,
HILDAR PÁLSDÓTTUR,
Skarðshlfð 18G,
Akureyri.
Jóhann Angantýsson,
Gunnar Jóhannsson,
Benný Jóhannsdóttir,
Guðbjörg Jóhannsdóttir,
Guðlaug Jóhannsdóttir,
Númi Jóhannsson,
Páll Jóhannsson,
Hilmar Jóhannsson,
Guðrún Jóhannsdóttir,
Heiðar Jóhannsson,
Helga Alice Jóhanns,
barnabörn og
Sigurbjörg Guðjónsdóttir,
Edna Jóhannsson,
Haraldur Hannesson,
Gary Salow,
Sigurður Jónsson,
Ásgerður Gústafsdóttir,
Svanhildur Árnadóttir,
Árni Sigurðsson,
Bergrós Ananiasdóttir,
Haraldur Pálsson,
barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð
og hlýhug við andlát og jaröarför
JÓNÍNU EGILSDÓTTUR,
Skeljagranda 4, Reykjavfk.
Guðni Gestsson,
börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Þökkum innilega öllum þeim er sýndu okkur samúð og vinarhug
við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og systur,
MARGRÉTAR KRISTJÁNSDÓTTUR,
er lést 2. maí í hjúkrunardeild Grundar, Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Grundar.
Ingunn Ósk Sigurðardóttir,
Kristján Ársœli Sigurðsson, Margrót S. Jóhannesdóttir,
Einar Sigurðsson, Ingibjörg Árnadóttir,
Gunnþórunn Sigurðardóttir, Sveinn isleifsson,
Guöbjörg Kristjánsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Hjartans þakklæti sendum við öllum þeim er sýndu okkur hlýhug
og samúð við andlát og útför
JÓHANNS HAUKSSONAR,
Ásbúð 8,
Garðabæ.
Anna Aradóttlr,
Steinunn Jóhannsdóttir,
Dóróthea Jóhannsdóttir,
Bjarney Jóhannsdóttir, Haukur Vigfússon,
Steinunn Jóhannsdóttir
Minning:
Friðrik Kárason
símaflokkssíjóri
Fæddur 5. febrúar 1959
Dáinn 10. maí 1987
Já, hann er dáinn, stóri bróðir,
sem ég kallaði alltaf Bróa. Hann
varð veikur í haust og var skorinn
upp, en eftir áramót varð hann svo
frískur að allir héldu að hann væri
kominn yfir veikindin. Hann fór að
vinna og leit björtum augum fram
á sumarið. Hann ætlaði að aka alla
Vestfírðina í sumarfríinu á bflnum
sínum og taka okkur mömmu og
pabba með og skoða allt sem hægt
væri að skoða.
Brói hafi mikið dálæti á bókum
og átti stórt og mikið bókasafn.
Hann hafði sérstakan áhuga á ætt-
fræði og sat stundum dögum saman
með margar bækur opnar fyrir
framan sig og gruflaði í nöfnum
og tölum.
Hann vann alltaf hjá Pósti og
síma og ferðaðist mikið um landið
vegna vinnu sinnar hjá Landsíman-
um. Hann fór eitt sumar á Vestfírði
að tengja sjálfvirkan síma og
þræddi þar alla firði. Annað sumar
vann hann á Austfjörðum og víða
um Suðurland og þekkti þar af leið-
andi mikið af landinu.
Brói keypti 3ja herbergja íbúð á
Hólel Saga Simi 1 2013
Rauðási 23, sem var tilbúin undir
tréverk, og þegar hann hafði tíma
og peninga fór hann alltaf og vann
við að fullgera íbúðina sem honum
entist svo ekki aldur til.
Brói var 13 árum eldri en ég og
svo langt sem ég man dekraði hann
við mig. Þegar hann byijaði að
vinna og fékk fyrst útborgað keypti
hann handa mér stóran kassa af
kubbum sem mér þótti mjög gaman
að. Þegar ég varð eldri gaf Brói
mér stórt hjól og seinna kassettu-
tæki. Á jólunum síðustu gaf hann
mér Ensk-íslensku orðabókina og í
fermingargjöf gaf hann mér stór
og mikil hljómflutningstæki.
í páskafríinu fór hann á spítala
og var þar sem eftir var. Við systk-
inin vorum orðin mjög samrýnd nú
síðustu ár. Hann var góður bróðir
sem ég mun aldrei gleyma. Guð
veri með honum.
Systir
„Dáinn horfinn harmafregn
hvilik orð mig dynur yfir
En ég veit að látinn lifir
það er huggun harmi gegn.“
(J.H.)
Dáinn í blóma lífsins. Dauðinn
er grimmur, það finnst okkur oft,
en þó er hann í sumum tilfellum
miskunnsamur. Við eigum að
minnast orða meistarans: „Ég lifí
og þér munuð lifa, ég fer til míns
föðurs og yðar föðurs". Þetta er
dýrlegt fyrirheit.
Minningin um þennan elskulega
mann er svo björt, að á hana fellur
enginn skuggi. Ég man hann Frið-
rik sem lítinn dreng með afa sínum
og frændum í leik og starfi. Við
lambfé á vorin og hejrvinnu á sumr-
in, en þó kannski best í alls konar
leikjum með öðrum bömum á heim-
ilinu. Hann átti gott með að læra
og hafði mikla löngun að kaupa
bækur og var sífellt að lesa þegar
hann var ekki að vinna. Hann vissi
hvað hann sagði, bækumar voru
vinir hans. Það væri hægt að segja
svo margt, því við eigum svo marg-
ar bjartar minningar sem em eins
og sólargeislar, sem enginn getur
tekið frá okkur. Það er gott að
geta minnst þess þegar lífið er
dimmt og dapurt. Ef til vill stendur
hann á ströndinni hinum megin og
tekur brosandi á móti ástvinum
sínum þegar þeirra stund er komin,
hver veit? Þetta er aðeins stundar
bið, þó við teljum tímann í áram
þá er það örlítið brot af eilífðinni
og þó við skiljum ekki af hveiju
þessi sorg er lögð á foreldra og
systur, þá trúum við samt að guð
sé miskunnsamur, guð sé kærleik-
ur.
Kærar þakkir fyrir samverana.
Amma
Blóm og
skreytingar
við öll tœkifœri
Olafur Ingibersson
HÉR í blaðinu birtíst í gær
minningargrein um Ólaf Ingi-
bersson. Þau leiðu mistök urðu
að foðumafn hans misritaðist í
fyrirsögn og stóð Ingibergsson.
Um leið og beðist er velvirðingar
á mistökunum er þessi misritun
leiðrétt.