Morgunblaðið - 20.05.1987, Side 54
54
fclk í
fréttum
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 1987
Travolta varð stór-
hiifinn á Broadway
Bandaríski kvikmyndaleikarinn
og söngvarinn John Travolta
lét sig ekki muna um að bregða sér
út á lífíð er hann kom við í
Reykjavík á leið sinni vestur um
haf um síðustu helgi. Hann og
fylgdarlið hans þáðu boð veitinga-
hússins Broadway um að sjá
sýninguna „Allt vitlaust" og er
skemmst frá að segja að Travolta
varð stórhrifínn af sýningunni.
„Hvílík sýning" (What a show)
sagði hann að sýningu lokinni þeg-
ar hann kom að tjaldabaki til að
þakka flytjendum fyrir skemmtun-
ina.
Það var Björgvin Halldórsson,
framkvæmdastjóri í Broadway, sem
kveikti á perunni þegar hann frétti
að Travolta væri væntanlegur til
landsins. Hann lét þegar útbúa
boðsmiða fyrir leikarann og fylgd-
arlið hans og lét fyrlgja með
vandaða sýningarskrá frá skemmt-
uninni og fékk Travolta þessi gögn
5 hendur um leið og hann lenti.
Björgvin hringdi síðan á Hótel Esju
til að ítreka boðið og eftir að hafa
rætt við aðstandendur Travolta
náði hann sambandi við hann sjálf-
an. Travolta hafði þá ákveðið að
þiggja boðið, þrátt fyrir þreytu eft-
ir erfítt flug. Það sem reið bagga-
muninn var að Travolta er mikill
aðdáandi ósvikinnar rokktónlistar
frá gullaldartímabilinu svonefnda
og sá af sýningarskránni að í sýn-
ingunni á Broadway yrði flutt
tónlist við sitt hæfi.
Kappinn varð enda ekki fyrir
vonbrigðum. Eftir sýninguna sagði
hann að það hefði komið sér mjög
á óvart að verða vitni að svo vel
útfærðri rokksýningu á Islandi og
hrósaði hann mjög aðstandendum
sýningarinnar. „Ég hefði ekki trúað
því að óreyndu að á eyju úti í miðju
Atlantshafi væri að finna skemmt-
un í svo háum gæðaflokki. Ég
skemmti mér konunglega, enda
stendur gamla rokkið alltaf fyrir
sínu. Það er alls staðar að koma
upp aftur, út um allan heim. Ég
gleymi þessu ekki í bráð“, sagði
Travolta.
Björgvin Halldórsson sótti Travolta á Hótel Esju.
-ví
Reuter
Kach og fílynjumar Judy og Mary.
Stund
milli
stríða
Líf og störf fólks eru með mis-
jöfnum hætti og streyta og
þreyta dreifast víst í svipuðum
mæli á mannfólkið. Á myndinni
má sjá breska fílahirðinn John Kach
taka sér stutt hlé í skugga „skjól-
stæðinga" sinna.
Myndin var tekin í Kuala Lumpur
í Malasíu, en þar eru Kach og fílarn-
ir á ferð með „Evrópusirkusnum
mikla“, sem er í Asíuferð mikilli.
Ætla mætti að starf Kachs væri
einfalt — fóðra fílana og moka frá
þeim (ekki lítið verk!) — en þqað
er nú meira; a.m.k. undir brennandi
sólinni þar við miðbaug. Fílana þarf
nefnilega að baða reglúlega svo að
þeir þoli við og það er víst n.eira
en að segja það.
Hér er Sigríður Beinteinsdóttir í aðalhlutverkinu. Á bak við em
félagar úr dansflokknum „Rokk í viðlögum“.
Björgvin Halldórsson, sem jafn-
framt syngur í sýningunni, sagði
að henni lokinni að það hefði verið
sérstök tilfínning að vita af Tra-
volta frammi í sal. Það hefði verið
spennandi og skemmtilegt enda
hefðu allir lagt sig fram um að
gera sitt besta.
Hörður Sigurjónsson, yfirþjónn á Broadway, þjónaði Travolta og
hans fólki til borðs. Hér er hann að bera þeim forréttinn.
Reuter
Sigri fagnað
9maí síðastliðinn var því fagnað í Sovétríkjunum að 42 ár voru
■ liðin frá því að sigur vannst á fjandvinunum nazistum. Á mynd-
inni sýnir uppgjafasjóliði úr Svartahafsflotanum heiðursmerki þau er
honum áskotnuðust, en að baki er sonur hans — kapteinn í Rauða
flotanum.