Morgunblaðið - 27.05.1987, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 1987
ÚTVARP/SJÓNVARP
Nýtt á nálina
Veit ég vel að yfir hásumarið er
fólk latara við að horfa á sjón-
varpið, enda flögra þá fuglar um
sólargeisla og börnin skoppa útum
borg og bý, en samt verða dagskrár-
stjórar sjónvarpsins að gæta þess að
afnotagjaldendur og áskrifendur fái
nokkuð fyrir sinn snúð, einkum þegar
þess er gætt að afnotagjald ríkisfjöl-
miðlanna hefir hækkað um ríflega 60%
á einu ári — stór biti fyrir þá sem
mega ekki sjá af krónu. En hvernig
standa blessaðir mennimir sig? Lítum
á dagskrá ríkissjónvarpsins að kveldi
sunnudagsins 24. maí. í reynd var
aðeins boðið uppá tvo dagskrárliði:
Innlendan þátt klukkan 20:55 og svo
hófst fimmti þáttur Quo Vadis? klukk-
an 21:50, en það er framhaldsmynda-
flokkur í sex þáttum frá ítalska
sjónvarpinu. Og hvenær lauk svo dag-
skránni? Jú, þið ráðið hvort þið trúið
ykkar eigin augum. Kiukkan var rétt
rúmlega hálf ellefu! En víkjum að hin-
um dularfulla innlenda þætti, er var
ekki frekar kynntur í prentuðu dag-
skránni.
Brids
Hinn dularfulli innlendi sunnudags-
þáttur reyndist fjalla um brids og kom
umsjónarmaðurinn, Ingimar Ingi-
marsson, hinn góðkunni fréttamaður
af rás 1, víða við ræddi meðal annars
við landsliðsþjálfara brids-liðsins leit
inná spilakvöld hjá vígreifum „veiði-
mannaklúbbi“ brids-spilara, þar sem
Ragnar Halldórsson álforstjóri sat í
forsæti og svo ræddi Ingimar við veg-
faranda niðrí bæ er dreymdi fyrir 100
þúsund punda vinningi í Playboy-spila-
vítinu í London — kanínuna við
spilahjólið hvað þá meira — en maður-
inn lagði ekki undir og tapaði þar með
svo sem einu einbýlishúsi og fleira
má tína til af þeim brotum er Ingimar
tíndi af borðum spilaranna. En að lok-
um vil ég nefna athyglisverða spurn-
ingu er Ingimar lagði fyrir einn
spilaranna: Hvað er brids? Blessaður
maðurinn átti erfitt með að svara þess-
arri spurningu en var þó helst á því
að brids væri einskonaríþrótt.
íþrótt hugans?
Fyrrgreint svar brids-spilarans
kveikti eftirfarandi spurningu í IBM-
orðabelg undirritaðs: Hvernig stendur
á því að þáttur um brids er ekki skeytt-
ur við íþróttaþáttinn hans Bjarna
Felixsonar í stað þess að senda slíkan
þátt út á besta sýningartíma á sunnu-
dagskveldi líkt og dagskrárstjórar
ríkissjónvarpsins ætlist til þess að all-
ur almenningur hafi brennandi áhuga
á brids? Persónulega finnst mér slíkur
þáttur um séráhugamál ákveðins hóps
fremur eiga heima innan viðja íþrótta-
þáttarins hans Bjama, nema Bjami
hafi unnið það afrek að telja forráða-
mönnum ríkissjónvarpsins trú um að
boltaleikir og þá einkum fótbolti séu
einu íþróttagreinarnar er standa undir
nafni? Bjami hlýtur annars að vera
býsna slyngur áróðursmaður því nú
er svo komið að velflestar síðkvelds-
fréttir enda á boltaleik, mörgum
sjónvarpsáhorfandanum til mikils
ama. En hvað er til ráða?
Eg fæ ekki betur séð en að það sé
löngu kominn tími til að endurskipu-
leggja íþróttaþætti ríkissjónvarpsins.
Bjarni Felixson hefir unnið mikið og
ómetanlegt starf sem „fótboltafrétta-
maður“, en einsog fyrrgreindur brids-
spilari benti á í þætti Ingimars má
líka líta á brids sem fullgilda íþrótt.
Hvers eiga áhugamenn um brids,
keilu, skotveiði, laxveiði, pílukast,
golf, tennis, eróbikk, siglingar, skokk,
bogfimi og skylmingar að gjalda —
og nefni ég hér aðeins örfáar íþrótta-
greinar. Það er ekki á færi eins manns
að spanna allar heimsins íþróttagrein-
ar og fínnst mér raunar alveg furðu-
legt af yfírmönnum ríkissjónvarpsins
að ætlast til þess af dauðlegum manni
að hann spanni hið víða íþróttasvið.
Því legg ég til að Bjami verði skipað-
ur sérlegur fótboltafréttamaður
sjónvarpsins og svo verði ráðnir sér- ~
stakir fréttamenn til að annast aðrar
íþróttagreinar er blómstra hér á sker-
inu.
Ólafur M.
Jóhannesson
Ríkis-
sjónvarpið:
Josep
Heller
■B Heimildamynd
50 um bandaríska
~" rithöfundinn
Josep Heller er á dagskrá
sjónvarps í kvöld. Hann
varð frægur fyrir
stríðssögu sína Grein 22
(Catch 22) og bók sem
hann skrifaði um Davíð,
konung ísraelsmanna (God
Rithöfundurinn Josep
Heller
Knows). Bíómyndin Grein
22 verður sýnd í Ríkissjón-
varpinu nk. laugardag.
Bylgjan:
Valdís með
morgun-
útvarpið
Þær breytingar verða á
morgunútvarpi Bylgjunnar
að Valdís Gunnarsdóttir,
sem verið hefur á laugar-
dagsmorgnum, verður með
morgunútvarpið á morgn-
ana frá mánudegi til
föstudags í stað Páls Þor-
steinssonar. Er ætlunin að
hafa sumaryfirbragð á
mogunútvarpi Bylgjunnar
næstu mánuði.
Valdís
Gunnarsdóttir
ÚTVARP
©
MIÐVIKUDAGUR
27. maí
6.45 Veðurfregnir. Bæn.
7.00 Fréttir
7.03 Morgunvaktin. Jón Bald-
vin Halldórsson og Jón
Guðni Kristjánsson. Fréttir
eru sagðar kl. 7.30 og 8.00
og veöurfregnir kl. 8.15. Til-
kynningar eru lesnar kl.
7.25, 7.55 og 8.25. Fréttir
á ensku sagöar kl. 8.30.
9.00 Fréttir. Tilkynningar.
9.05 Morgunstund barn-
anna: „Sögur af Munda"
eftir Bryndísi Víglundsdótt-
ur. Höfundur byrjar lestur-
inn. (Áður útvarpaö 1974.)
9.20 Morguntrimm. Lesið úr
forystugreinum dagblað-
anna. Tónleikar.
10.00 Fréttir. Tilkynningar.
10.10 Veðurfregnir
10.30 Úr fórum fyrri tiðar.
Umsjón: Ragnheiður Vig-
gósdóttir.
i
11.00 Fréttir. Tilkynningar.
11.05 Samhljómur. Umsjón:
Edward J. Frederiksen.
12.00 Dagskrá. Tilkynningar.
12.20 Hádegisfréttir
12.45 Veðurfregnir. Tilkynn-
ingar. Tónleikar.
13.30 I dagsins önn — Börn
og skóli
Umsjón: Sverrir Guðjóns-
son.
14.00 Miödegissagan: „Fall-
andi gengi" eftir Erich Maria
Remarque, Andrés Krist-
jánsson þýddi. Hjörtur
Pálsson les (25).
14.30 Norðurlandanótur.
15.00 Fréttir. Tilkynningar.
Tónleikar.
15.20 Landpósturinn.
Frá Vestfjörðum. Umsjón:
Finnbogi Hermannsson.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
16.05 Dagbókin.
Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir
16.20 Barnaútvarpið
17.00 Fróttir. Tilkynningar.
17.05 Síðdegistónleikar.
Sinfónía nr. 5 í c-moll op.
67 eftir Ludwig van Beet-
hoven. Columbia-sinfóníu- i
. hljómsveitin leikur; Bruno
Walter stjórnar.
17.40 Torgið
Umsjón: Steinunn Helga
Lárusdóttir.
18.00 Fréttir. Tilkynningar.
18.05 Torgið, framhald. í garð-
inum með Hafsteini Hafliða-
syni. (Þátturinn verður
endurtekinn nk. laugardag
kl. 9.15.)
Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir
19.30 Tilkynningar
Fjölmiðlarabb
Bragi Guðmundsson flytur.
(Frá Akureyri.) .
19.45 Hándel-hátíöin i Halle
1985. Einsöngvarar, kórar
og hljómsveitir i Austur-
Þýskalandi flytja. Stjórnend-
ur: Helmut Koch, Horst
Neumann og Gerhard
Bosse^
a. Fúga í h-moll.
b. Lokakór úr „Friðaróðn-
um".
c. Orgelkonsert nr. 8 í A-dúr
i op. 7 nr. 2.
SJÓNVARP
MIÐVIKUDAGUR
27. maí
17.15 Úr myndabókinni
Endursýndur þáttur frá 24.
maí. Umsjón Agnes Johan-
sen.
18.10 Evrópukeppni meistara-
liða í knattspyrnu.
Bayern Munchen — Porto.
Bein útsending frá Vinar-
borg. (Evróvisjón — Aust-
urriska sjónvarpið.)
20.10 Fréttir og veöur
20.40 Auglýsingar og dagskrá
20.50 Spurt úr spjörunum
Sextándi þáttur. Spyrlar:
Ómar Ragnarsson/Kjartan
Bjargmundsson. Dómari:
Baldur Hermannsson.
Stjórn upptðku: Ásthildur
Kjartansdóttir.
21.20 Vorkvöld í Reykjavík
Skemmtiþáttur í umsjón
Ragnars Bjarnasonar með
Bessa Bjarnasyni, Gretti
Björnssyni, Magnúsi Ólafs-
syni, Ornari Ragnarssyni,
Sif Ragnhildardóttur og
hljomsveit. Stjórn upptöku:
Sigurður Snæberg Jónsson.
22.00 Kane og Abel
Sjötti þáttur. Bandarískur
framhaldsmyndaflokkur í sjö
þáttum geröur eftir skáld-
- sögu Jeffrey Archers.
Aðalhlutverk: Peter Strauss
og Sam Neill. Þýðandi Jón
O. Edwald.
22.50 Joseph Heller
Heimildamynd um banda-
ríska rithöfundinn, sem varð
frægur af striössögunni
Grein 22 (Catch 22), og
fjórðu bók hans „God
Knows" sem er um Davíö,
konung ísraelsmanna. Bíó-
myndin Grein 22 verður
sýnd í Sjónvarpinu laugar-
daginn 30. maí. Þýðandi
Jóhanna Þráinsdóttir.
23.45 Fréttir í dagskrárlok.
MIÐVIKUDAGUR
27. maí
§ 17.00 Náttfari (Midnight
Man). Bandarísk bíómynd
frá árinu 1974 með Burt
Lancaster í aðalhlutverki.
Leikstjóri er Roland Kibee.
Öryggisvörður við háskóla
nokkurn fer að grennslast
fyrir um dauða eins nem-
andans.
§ 18.55 Myndrokk.
19.05 Spæjarinn. Teikni-
mynd.
19.30 Fréttir.
20.00 Viöskipti. I þessum
viðskipta- og efnahagsþætti
er víða komið við í athafna-
lífi landsmanna. Stjórnandi
er Sighvatur Blöndal.
20.15 Happ í hendi. Hinn
vinsæli orðaleikur i umsjón
Bryndísar Schram.
20.55 Matreiðslumeistar-
inn. Meistarakokkurinn Ari
Garðar Georgsson lumar á
nokkrum gómsætum upp-
skriftum.
§ 21.20 Listræningjarnir (Tre-
asure Hunt). Italskur
spennumyndaflokkur í 6
þáttum. 5. þáttur. Mis-
heppnaður listamaður
skýtur að málverki eftir Rap-
hael í listasafni í Flórens.
§ 22.20 Lúxuslíf (Lifestyles
Of the Rich And Famous).
Bandarísk sjónvarpsþátta-
röð um ríkt og frægt fólk. i
þáttunum er að finna viðtöl
og frásagnir af því fólki sem
oft má lesa um á siöum
slúðurdálkanna. I þessum
þætti er m.a. litið inn til
Neil Sedaka, Helen Gurley
Brown og Don Adams.
§ 23.10 Psycho II. Árið 1960
hræddi Alfred Hitchock
áhorfendur upp úr skónum
með meistarastykkinu
Psycho. 22 árum seinna
endurtók leikstjórinn Ric-
hard Franklin leikinn með
myndinni Psycho II enda er
hann dyggur lærisveinn
hrollvekjumeistarans. Nor-
man Bates (Perkins) útskrif-
at af geðsjúkrahúsi, talinn
hafa náð bata. Drungalegt
hús móður hans stendur
autt og hann sest þar að.
Anthony Perkins, Vera Mil-
es, Meg Tilly og Robert
Loggia fara með aöalhlut-
verk. Myndln er bönnuð
börnum.
00.55 Dagskrárlok.
20.40 Að tafli. Umsjón: Jón Þ.
Þór.
21.00 Létt tónlist.
21.20 Á fjðlunum. Þáttur um
starf áhugaleikfélaga. Um-
sjón: Finnbogi Hermanns-
son.
22.00 Fréttir. Dagskrá morg-
undagsins. Orð kvöldsins.
22.15 Veðurfregnir
22.20 Frá útlöndum
Þáttur um erlend málefni í
umsjá Bjarna Sigtryggsson-
ar.
23.10 Djassþáttur
Jón Múli Árnason.
24.00 Fréttir. Dagskrárlok.
Næturútvarp á samtengd-
um rásum til morguns.
MIÐVIKUDAGUR
27. maí
00.10 Næturútvarp.
Hjörtur Svavarsson stendur
vaktina.
6.00 í bí|ið. Erla B. Skúladótt-
ir léttir'mönnum morgun-
verkin, segir m.a. frá veðri,
færð og samgöngum og
kynnir notalega tónlist í
morgunsárið.
9.05 Morgunþáttur i umsjá
Kristjáns Sigurjónssonar og
Kolbrúnar Halldórsdóttur.
Meðal efnis: Plöntupottur-
inn, gestaplötusnúður og
miðvikudagsgetraun.
12.20 Hádegisfréttir
12.45 Á milli mála. Leifur
Hauksson kynnir létt lög við
vinnuna og spjallar við
hlustendur.
16.05 Hringiðan. Umsjón:
Broddi Broddason og
Margrét Blöndal.
19-OOKyöldf réttir.
19.30 Iþróttarásin. Ingólfur
Hannesson og Samúel Örn
Erlingsson íþróttafrétta-
menn taka á rás.
22.05 Perlur. Jónatan Garð-
arsson kynnir sígilda
dægurtónlist. (Þátturinn
verður endurtekinn nk.
sunnudagsmorgun kl.
9.03.)
23.00 Við rúmstokkinn. Guð-
rún Gunnarsdóttir býr fólk
undir svefninn með tali og
tónum.
00.10 Næturútvarp. Þorsteinn
G. Gunnarsson stendur
vaktina til morguns.
2.00 Nú er lag. Gunnar Sal-
varsson kynnir gömul og ný
úrvalslög. (Endurtekinn
þáttur frá gærdegi.)
Fréttir kl. 7.00, 8.00, 9.00,
10.00, 11.00, 12.20, 15.00,
16.00, 17.00, 18.00, 19.00,
22.00 og 24.00.
SVÆÐISÚTVARP
AKUREYRI
18.03-19.00 Svæðisútvarp
fyrir Akureyri og nágrenni
—FM 96,5
Fjallað um sveitarstjórnar-
mál og önnur stjórnmál.
Umsjón Erna Indriðadóttir.
MIÐVIKUDAGUR
27. maí
7.00— 9.00 Á fætur með
Sigurði G. Tómassyni. Létt
tónlist með morgunkaffinu.
Sigurður lítur yfir blöðin og
spjallar við hlustendur og
gesti. Fréttir kl. 7.00, 8.00
og 9.00.
9.00—12.00 Páll Þorsteins-
son á léttum nótum. Palli
leikur uppáhaldslögin ykkar,
gömul og ný. Opin lína til
hlustenda og sitthvað fleira.
Fréttir kl. 10.00 og 11.00
12.00-12.10 Fréttir.
12.10-14.00 Þorsteinn J. Vil-
hjálmsson á hádegi. Frétta-
pakkinn, Þorsteinn og
fréttamenn Bylgjunnar fylgj-
ast með því sem helst er i
fréttum, spjalla við fólk og
segja frá í bland við létta
tónlist. Fréttir kl. 13.00 og
14.00.
14.00—17.00 Pétur Steinn á
réttri bylgjulengd. Péturspil-
ar síðdegispoppið og spjall-
ar við hlustendur og
tónlistarmenn. Fréttir kl.
15.00, 16.00 og 17.00.
17.00-19.00 Ásta R. Jóhann-
esdóttir í Reykjavik síðdeg-
is. Ásta leikur tónlist, litur
yfir fréttirnar og spjallar við
fólkiö sem kemur við sögu.
Fréttir kl. 18.00.
19.00—21.00 Anna Björk
Birgisdóttir á Flóamarkaði
Bylgjunnar. Flóamarkaður
og tónlist. Fréttir kl. 19.00.
21.00—23.00 Ásgeir Tómas-
son á miövikudagskvöldi.
Ásgeir leikur rokktónlist úr
ýmsum áttum.
23.00-24.00 Vökulok. Ljúf
tónlist og fréttatengt efni.
Dagskrá í umsjá frétta-
manna Bylgjunnar.
24.00—07.00 Næturdagskrá
Bylgjunnar — Þorsteinn Ás-
geirsson. Tónlist og upplýs-
ingar um veður og
flugsamgöngur. Fréttir kl.
3.00.
ALFA
UaHlH *hll|«HH.
TM 102,9
MIÐVIKUDAGUR
27. maí
8.00 Morgunstund: Guðs
orð og bæn.
8.15 Tónlist.
12.00 Hlé.
13.00 Tónlistarþáttur með
lestri úr Ritningunni.
16.00 Dagskrárlok.