Morgunblaðið - 27.05.1987, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 1987
21
Að jafna hlutfall
milli kynja
í annan stað má nefna að um-
sóknir um skólavist voru um
nokkurra ára skeið nær 200 en
fækkaði verulega á árunum 1984
og 1985 en fjölgaði á ný sl. ár.
Aðsóknin var því fyrir nokkrum
árum svo mikil að skólinn sá sig
tilneyddan að fá heimild til að tak-
marka inntöku við 120—140
kennaranema, þar eð húsnæði og
kennaralið leyfði ekki fjölmennari
árganga.
Flestir munu sammála um nauð-
syn þess að jafna hlutfall milli kynja
í Kennaraháskólanum. I síðustu
árgöngum nemur tala pilta aðeins
12—15% af heildartölu í árgangi.
Þetta er stórviðsjárverð þróun og
em léleg launakjör kennara senni-
lega aðalástæðan ásamt félagslegri
stöðu kvenna í samfélaginu.
Tilkoma íþrótta og líkamsræktar
sem kjörsviðs er líkleg til að vinna
nokkuð gegn þessari þróun og er
ein sér ærin ástæða til þess að
greinin verði heimiluð sem kjörsvið
við skólann.
Grunnskólar í landinu munu vera
rösklega 200, þar af líklega um
helmingur með 80—100 nemendur.
Það liggur í augum uppi að skólar
af þessari stærð eiga þess yfirleitt
ekki kost að ráða til sín kennara
sem kenna aðeins sína sérgrein.
Þeir verða, ef þeir starfa við mjög
fámenna skóla, að kenna fleiri en
eina námsgrein. Þetta hefur aug-
ljósa ókosti ef um er að ræða
kennara, sem hlotið hafa kennara-
menntun á þröngu sérsviði. Hér
má nefna annað atriði, en þó skylt.
Alkunna er að kennarar í grunn-
skólum þreytast flestir á að kenna
eina námsgrein árum eða jafnel
áratugum saman. Meiri fjölbreytni
í kennslu verkar yfirleitt örvandi
og er persónulega jákvæð fyrir
kennarann. Hér er raunar komið
að því sem ég tel höfuðókost þess
að mennta kennara á þröngu sviði
eða jafnvel í einni kennslugrein eins
og t.d. íþróttum, þ.e. þessar
kennslugreinar einangrast innan
gi’unnskólans. Þetta hefur einmitt
verið sú staða sem list- og verk-
greinar hafa orðið að búa við innan
grunnskólans og tvímælalaust verið
þeim til óhagræðist á flestan hátt.
Heildstæð kennara-
menntun
En hvers vegna að gera þetta
veður út af því hvort kennarar í
grunnskólum eru menntaðir til
starfsins í kennaraskóla eða sér-
greinskólum, eða þá Háskóla
Islands? Hér er í rauninni ein hlið
þeirrar grundvallarspurningar
hvort líta skuli á kennarastarfið
„eins og hveija aðra almenna at-
vinnu“ (sbr. niðurstöðu höfunda
OECD-skýrslunnaij eða sem skuld-
bundið sérfræðilegt ævistarf,
(profession). Meginástæða þess að
við, sem viljum ekki líta á kennara-
starfið eins og hveija aðra atvinnu,
sem ungt fólk, einkum konur, grípi
til, meðan ekki býðst annað betra,
er sú að við álítum starfið byggt á
sameiginlegum fræðilegum for-
sendum og hagnýtri samskipan
starfsmenntunarþátta, sem kenn-
araefni temjist við meðan á námi
stendur, hvaða kennslugrein sem
þeir kenna og hvaða aldurstigi nem-
enda sem þeir hyggjast sinna.
Framangreint sjónarmið er stund-
um kennt við heildstæða starfs-
menntun kennara.
Þetta mætti einnig orða svo að
marktækt kennaranám hefði að
uppistöðu vinnubrögð sem vefa
saman í gagnvirka heild nám í
kennslugreinum, uppeldisgreinum
og verklegt nám á vettvangi.
Símenntun fyrir starfandi kennara
byggir svo enn frekar á þessari
meginstefnu þar sem nám og starf
að kennslu fléttast samtímis undir
leiðsögn. E.t.v. verður unnt síðar
að lýsa nánar hér i blaðinu símennt-
un fyrir kennara og tillögum um
framhaldsmenntun í uppeldisfræð-
um þeim til handa við Kennarahá-
skóla Islands.
Höfundiir er sálfrieding-ur ofr
rektor Kennaraltáskóla Islands.
Bjarnarfjörður:
Yígsla sundskýla
við Gvendar-
laug hins góða
Laugarhóli, Bjarnarfirði.
ÞAÐ VAR hátíðleg stund hér á
Laugarhóh laugardagmn 9. mai
er skólauppsögn og vígsla sund-
skýla við Gvendarlaug hins góða
fór fram. Auk margra gesta voru
mættir til þátttöku sóknarprestur-
inn, Baldur R. Sigurðsson, og séra
Hjalti Þorkelsson, sóknarprestur
Landakotskirkju, er framkvæmdi
vígsluna.
A síðastliðnum vetri stakk verktaki
við byggingu sundskýla hér á Laug-
arhóli upp á því, að kaþólskur prestur
yrði fenginn til að vígja húsið. Hér
hefði hinn kaþólski biskup, Guðmund-
ur Arason, vígt heita laug og væri
vatn úr henni notað í sundlaugina.
Væri því vel við hæfi að fá kaþólskan
prest til þessa. Var leitað til sóknar-
prestsins á staðnum og veitti hann
fúslega heimild til þessa.
Það var svo laugardaginn 9. maí,
er skólauppsögn fór fram, að séra
Hjalti var hér kominn. Las hann í
upphafi messu í íþróttasal hér á
Laugarhóli, en sóknarpresturinn og
skólastjóri lásu texta dagsins. Var
síðan gengið út að sundskýlinu og
vígði séra Hjalti húsið. Að vígslu lo-
kinni las svo sóknarpresturinn bæn.
Þá var að þessu tilefni samin sérstök
bæn til Guðmundar biskups Arasonar
Séra Baldur R. Sigurðsson (til vinstri) og séra Hjalti Þorkelsson við
VÍ^slunR Morgunblaðið/SHÞ
og flutt hér í helgiathöfn í fyrsta sinn.
Meðal viðstaddra voru sýslumaður
Strandasýslu og sveitarstjóri
Hólmavíkur. Auk þeirra voru öll börn
er sótt höfðu skóla hér í vetur við-
stödd, foreldrar þeirra og fleiri gestir.
Að vígslunni lokinni flutti skóla-
stjóri uppsagnarræðu sína og minnt-
ist þess m.a. að á næsta ári eru liðin
80 ár frá því að kennsla hófst hér í
hreppi. Gat hann þess og að meðalein-
kunn í skólanum á þessu vori væri
rétt undir 7. Voru nemendum afhent
prófskírteini og sundskírteini, þeim
er lokið höfðu áföngum í sundi á
vetrinum.
Heillaskeyti bárust frá m.a. Ingi-
mundi Ingimundarsyni, sem ætíð
hefir barist fyrir framkvæmdum
íþróttamannvirkja hér, og konu hans,
en þau voru stödd í Reykjavík, er
vígslan fór fram.
Að þessu öllu loknu var gestum
boðið til kaffidrykkju, sem ferðasjóð-
ur skólanemenda hafði af þessu
tilefni. S.H.Þ.
(I i j i
II ilMÍíi i
1 K.jífl i
!| ! / ] s |
/' \l,' 'i
; ^ !l ( 1
FÖNN býður viðskiptavinum sínum uppá
nýja og fullkomna þjónustu við hreinsun og
frágang á gluggatjöldum. Hreinsað er með
nýjum efnum þannig að engin lykt er að
hreinsun lokinni.
Gluggatjöldin eru gufustrekkt og jöfnuð á
földum. Jaðrar verða beinir og efnið kemst
ekki í snertingu við heitt járn þannig að það
heldur upprunalegri mýkt sinni og léttleika.
Með þessari tækni er möguleiki á
nákvæmri sídd. Gluggatjöldin eru felld og
jöfnuð í eðlilegar gardínufollur svo engin
aukabrot myndast.
Að loknum frágangi eru gluggatjöldin inn-
pökkuð í plastslöngu og hengd upp á lengd-
ina þannig að ekki er hætta á að efnið
óhreinkist eða aflagist í geymslu eða flutningi.
Nýjung! Sótt og sent. Tekiö niður og sett
aftur upp ef óskað er.
y
Skeifunni 11
Fannhvítt frá FÖNN
Simar: 82220, 82221 og 34045
ORKIN/SlA