Morgunblaðið - 27.05.1987, Blaðsíða 23
h
„. . . talandi um hita,
gleymdirðu nokkuð að borga
rafmagnið og hitann ..
'áður en við fórum?‘L$j0
„Engar áhyggjur, elskan,
Greiðsluþjónustan sér um það!
Hvað er Greiðsluþjónusta?
■■ Greiðsluþjónustan byggist á því að í stað þess
að þú fáir reikninga senda heim, geturðu búið
svo um hnútana að þeir berist beint til Greiðslu-
þjónustu Verzlunarbankans.
■iStarfsfólk bankans sér um að greiða þá með
því að skuldfæra greiðslurnar á viðskiptareikning
þinn í bankanum og senda síðan greidda og
stimplaða reikningana heim til þín.
h Greiðsluþjónustan tekur að sér tvenns konar
greiðslur:
■■1. Ýmsir heimihsreikningar s.s. rafmagn,
hiti, sími, húsgjöld, fasteignagjöld, áskriftir
o.fl.
wm2. Fastar greiðslur án reikninga s.s.
húsaleiga, barnagæsla o.fl.
„Sumarfrí“ frá snúningmn allt áríð!
hÞóu hagræðið af því að notfæra sér Greiðslu-
þjónustuna sé ótvírætt þegar sumarfrí eru annars
vegar er hún áreiðanlega jafn kærkomin á öllum
árstímum.
■■Nú er nefnilega tækifærið að taka sér „sumar-
frí“ frá snúningum í kringum reikninga allt árið.
«Komdu í næsta Verzlunarbanka og fáðu
nánari upplýsingar eða hringdu
og fáðu sendan bækling.
GREIÐSLUÞJÓNUSTA
- þjónusta sem gengur
greitt fyrir sig!
?ppr Um átniAoinftvttfM .ctua íáfrtfí?P
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 1987 23
Höfundur er btaitamaöur á Morg-
unblaöinu.
gegn vaxandi fjölda tilfella. Til
dæmis er hætt við að félagslegur
og stjórnmálalegur þiýstingur um
aðgerðir til að hefta frelsi sýktra
fari vaxandi nema okkur takist með
öflugu upplýsinga- og fræðslustarfi
að auka kunnáttu almennings um
alnæmi og varnir gegn því. Við
þurfum að taka virkan þátt í al-
þjóðasamstarfi um varnir gegn
útbreiðslu alnæmis. Við getum þar
verið bæði veitendur og þiggjendur.
Ýmislegt bendir til að við ættum
með rannsóknum á útbreiðslu al-
næmis hér á landi og áhrifum
aðgerða gegn sjúkdómnum að geta
lagt af mörkum okkar skerf til auk-
inna þekkingar á hvernig veijast
má þessum vágesti. Hefur Alþjóða-
heilbrigðisstofnunin þegar lýst
áhuga sínum á nánara samstarfi.
Höfundur er aðstodarlandlæknir.
Framhaldsdeild
við Fósturskólann
EINS árs framhaldsdeild verður
starfrækt við Fósturskóla ís-
lands skólaárið 1987—88. Námið
er ætlað fóstrum með starfs-
reynslu og einkum þeim er
hyggja á forstöðu- eða ráðgjaf-
ar- og umsjónarstörf á dagvistar-
heimilum fyrir börn.
Þetta er í annað skipti sem Fóst-
urskóli íslands býður upp á áralangt
framhaldsnám, en fyrsta fram-
haidsdeildin var starfrækt skólaárið
1983—84 og luku þá 24 fóstrur
námi.
• I fyrirhugaðri framhaldsdeild
verður fóstrum einnig boðið upp á
nokkra sérhæfingu á eftirfarandi
sviðum: Börn á sjúkrahúsum, skap-
andi starf, frávik og afbrigði og
skóladagheimili.
Námið hefst í september og lýkur
í lok maí.
Merkasöludag*-
ur styrktar-
sjóðs aldraðra
MERK J ASÖLUD AGUR Styrkt-
arsjóðs aldraðra verður á
morgun, uppstigningardag, 28.
maí.
Skyldi Sigurbirni þykja liðs-
auki aó stuðningi Ossurar?
þarna á bak við? Við þessari spurn-
ingu hljóta bara tvö svör að koma
til greina. Annars vegar að stuðn-
ingsmenn Sigurbjörns hafi í
gegnum persónuleg kynni „plant-
að“ pislinum í blaðið eða hins vegar
að rótin sé sú að Þjóðviljinn sjái í
Árna hættulegri andstæðing en
Sigur- birni og reyni því allt hvað
af tekur til þess að koma á hann
höggi eins og í prófkjörinu.
Það hlýtur að teljast afskaplega
hæpið að fyrra svarið sé rétt, því
að þá hefðu viðkomandi gert sig
seka um alvarlegan gi-eindarskort,
enda er fátt betri meðmæli með
sjálfstæðismanni en árásir Þjóðvilj-
ans. Það er síðan ungra sjálfstæðis-
manna að meta, hvort þeir munu
láta „mat“ Þjóðviljans hafa áhrif á
sig á sambandsþinginu á Borgar-
nesi.
Eyddu ekki sumarfríinu
í áhyggjur af gjalddögum!
Greiðsluþjónusta Verzlunarbankans sér um snúningana!
Fjöldi með Fjöldi landa með
lokastig meira en eitt tilfelli
Afríka 4.346 23
Ameríka 38.618 38
Asía 131 15
Evrópa 4.956 26
Oceania 476 3
48.527 105
VíRZLUNflRBflNKlfMýi
-aúuiwi tneð p-ér !
Dr. Mann lagði áherslu á í sínu
erindi að eiginlega væri um þrjá
faraldra að ræða:
1. Hinn hljóða faraldur á sjö-
unda áratugnum þegar
sjúkdómurinn var óþekktur
en breiddist út í kyrrþey.
2. Alnæmisfaraldurinn eftir að
sjúkdómurinn var fyrst
gréindur 1981. Þessi faraldur
á enn eftir að aukast (sjá
mynd).
3. Faraldur félagslegra, fjár-
hagslegra, menningarlegra
og stjórnmálalegra afleiðinga
alnæmis. Þessi faraldur er
rétt að byija og er alþjóðleg-
ur.
Hann ræddi einnig það vanda-
mál að eiginlega segði fjöldi
alnæmistilfella okkur ekkert um
ástandið eins og það er heldur
um ástandið eins og það var fyrir
5—10 árum vegna þess hve langur
tími líður frá smitun til lokastigs.
Er raunar enginn sem veit hve lang-
ur sá tími er og líklegt má telja að
lokastig geti komið hvenær sem er
á æviferli þess sem er smitaður.
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin
áætlar að alls séu 5—10 milljónir
einstaklinga sýktir af alnæmi.
Rannsóknir benda til að á næstu
5—10 árum fái milli 500 þúsundir
og þijár milljónir manna lokastig
alnæmis. Þau tilfelli sem nú er vit-
að um með lokastig eru því aðeins
sá toppur ísjakans sem okkur er
sýnilegur. Sá ósýnlegi er líklega
50—100 sinnum stærri.
Hvað er hægt að gera?
Þrátt fyrir allt hefur ýmislegt
jákvætt komið í ljós. Þýðingarmikið
er að átta sig á því að smitleiðir
alnæmis eru þekktar þ.e.:
1. við kynmök
2. með blóði
3. frá móður til fósturs og á fyrstu
mánuðum eftir fæðingu.
Það er því hægt að koma í veg
fyrir frekari útbreiðslu með fyrir-
byggjandi aðgerðum. Þar vega
þyngst:
1. almenn endurtekin fræðsla
2. að tryggja heilnæmi blóðs- og
blóðafurða
3. öflug barátta gegn fíkniefnum.
Vandinn er sá að þó allt sé gert
til að hefta frekari útbreiðslu koma
þær ráðstafanir fyrst fram í fækkun
tilfella með lokastig sjúkdómsins
eftir 5 ár. Þangað til er ástæða til
að vara við handahófskenndum að-
gerðum sprottnum af viðleitni til
að sýnast vera að gera eitthvað