Morgunblaðið - 27.05.1987, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. MAI 1987
27
ekki verið flut áður á opinberum
tónleikum á íslandi og öll þessi
músík hefur yfirleitt verið flutt
meira erlendis en hér á landi. A
þessum tónleikum munu þeir Stef-
án Hörður Grímsson og Þorsteinn
frá Hamri lesa upp ljóð sín.“
Uppstigning í Norr-
æna húsinu
„Aðrir tónleikar á Skerpluhátíð
verða haldnir í Norræna húsinu á
Uppstigningardag, 28. maí,
klukkan 20.30. Þar frumflytja
Guðný Guðmundsdóttir, Gunnar
Kvaran og Halldór Haraldsson
tríó eftir Karólínu Eiríksdóttur.
Einnig frumflytur Guðríður St.
Sigurðardóttir Rapsódíu fyrir
píanó eftir Karólínu. Þá mun blás-
arakvintett Reykjavíkur flytja
„Burtflogna pappírsfugla," eftir
Gunnar Reyni Sveinsson frá árinu
1981 og Blásarakvintett eftir
Herbert H Ágústsson, sem var
frumfluttur á Norrænum músík-
dögum síðastliðið haust.
Tríó þeirra Guðnýjar, Gunnars
og Halldórs hélt sína fyrstu tón-
leika í mars 1986 á vegum
Kammermúsíkklúbbsins. Síðan
hafa þau haldið tónleika víða á
Islandi og leikið verk eftir ró-
matísk tónskáld og Sjostakovitsj,
en nú bætist Karólína Eiríksdóttir
í hópinn.
Guðríður St. Sigurðardóttir
lauk einleikaraprófi frá Tónlistar-
skólanum í Reykjavík vorið 1978
og Meistaragráðu frá Háskólan-
um í Miehigan árið 1980. Á
árunum 1985 til 1985 stundaði
hún síðan nám í Köln og starfar
nú sem píanóleikari í Sinfóníu-
hljómsveit Islands.
Blásarakvintett Reykjavíkur
var stofnaður af félögum Sin-
fóníuhljómsveitarinnar árið 1981
og hefur starfað af miklum krafti
síðan. Það hafa allmörg tónskáld
skrifað verk fyrir kvintettinn og
íslensk tónverkamiðstöð hefur
gefið út plötu þar sem hann leikur
íslenska tónlist. Eftir Skerpluhátí-
ðina fara þeir í tónleikaferð til
Svíþjóðar og síðan til London, í
upptökur fyrir BBC. Kvintettinn
skipa þeir Bernard Wilkinson,
flautuleikari, Daði Kolbeinsson,
óbóleikari, Einar Jóhannesson,
klarinettleikari, Hafsteinn Guð-
mundsson, fagottleikari og Joseph
Ognibene, sem leikur á horn.“
Gítartónlist í Áskirkju
„Þriðju tónleikar hátíðarinnar
verða gítartónleikar Páls Eyjólfs-
sonar í Áskirkju, sunnudaginn 31.
maí klukkan 20.30. Þar spilar
hann Dans eftir Mist Þorkels-
dóttur. Dans erýmist spilaður sem
einleiksverk, eða sem verk fyrir
söngrödd og gítar og er við ljóð
eftir Stein Steinarr. Dansinn var
skrifaður fyrir Pál og frumfluttur
af honum á Musica Nova tónleik-
um vorið 1985.
Þá leikur Páll þrjú verk eftir
Eyþór Þorláksson og er hér um
frumflutning að ræða. Verkin eru
Preludio nr. 2, Tonada de
Contrapun to og Improvisacion
nr. 2. Síðan leikur hann Hommage
a Béla Bartók, eftir Jana Obrov-
ska. Hún er tékkneskt ónskáld
og skrifaði þetta verk Bartók til
heiðurs, handa eiginmanni sínum,
gítarleikaranum Milan Zclenka.
Síðasta verkið fyrir hlé á þessum
tónleikum er Sarabande, eftir
Francis Poulenc.
Eftir hlé leikur Páll verk eftir
John Speight. Það eru Fjórar
Bagatellur og Bergmál Orfeusar.
John Speight ski'ifaði Bagatell-
urnar fyrir Símon ívarsson, sem
frumflutti þær síðastliðiö sumar.
Bergmál Orfcusar var skrifað
handa Páli vorið 1986 og hann
frumflytur það á þessum tónleik-
um.
Páll Eyjólfsson lærði hjá Ey-
þóri Þorlákssyni í Gítarskólanum
og lauk þaðan burtfararprófi
1982. Hann hefur síðan dvalið á
Spáni um þriggja ára skeið og
stundað framhaldsnám hjá Jose
Luis Gonzales.
Stærsti útflytjandi
íslenskra bóka
Félagar í klúbbum AB eru samtals 28 þúsund
ALMENNA bókafélagið hélt
aðalfund sinn 18. þ.m. Á þess-
um fundi lét Baldvin Tryggva-
son sparisjóðsstjóri af störfum
sem formaður félagsins en við
tók Björn Bjarnason aðstoðar-
ritstjóri.
Almenna bókafélagið hefur nú
starfað í 32 ár, stofnað í maí
1955, og helming þess starfsferils
var Baldvin Tryggvason fram-
kvæmdastjóri félagsins,
1960—1976. Síðan varð hann
formaður félagsins 1978. For-
menn á undan honum voru þeir
Bjarni Benediktsson, forsætisráð-
herra, 1955—1970, og Karl
Kristjánsson, alþingismaður,
1970-1978.
Stjórn bókafélagsins skipa nú
þessir menn: Formaður Björn
Bjarnason, aðstoðarritstjóri. Með-
stjórnendur: Davíð Oddsson,
borgarstjóri; Davíð Olafsson, fv.
seðlabankastjóri; Erlendur Ein-
arsson, fv. forstjóri; Gylfi Þ.
Gíslason, prófessor; Halldór
Halldórsson, fv. prófessoi-; Jón
Skaftason, yfirborgarfógeti.
Varastjórn: Eyjólfur Konráð Jóns-
son, alþingismaður; Sólrún B.
Jensdóttir, skrifstofustjóri; Þráinn
Eggertsson, prófessor.
Fundurinn hófst á skýrslu frá-
farandi formanns, Baldvins
Tiyggvasonar, um starfsemi fé-
lagsins síðastliðið starfsár.
Baldvin kvað liðið starfsár hafa
verið gott ár fyrir félagið, bæði
fyrir Bókaverslun Sigfúsar Ey-
mundssonar og bókaútgáfuna.
Umsvif bókaverslunarinnai' hafa
farið vaxandi ár fi'á ári, og varð
velta hennar 117 milljónir króna
að frádi'egnum söluskatti á árinu
á móti 85 milljónum króna árið
áður. 1 nóvembermánuði opnaði
verslunin útibú í Nýjabæ á Sel-
tjarnarnesi og lofar sú útgerð
góðu. Þá gerði verslunin samning
við íslenskan markað í flugstöð
Leifs Eiríkssonar á Keflavíkur-
flugvelli. Verða þar á boðstólum
íslenskar og erlendar bækur auk
blaða og tímarita. Þá minntist
Baldvin á viðleitni verslunarinnar
til að koma íslenskum bókum á
framfæri erlendis og kvað hana
hafa skilað þeim árangri að Bóka-
verslun Sigfúsar Eymundssonar
væri nú stærsti útflytjandi
íslenskra bóka í landinu. Þakkaði
hann þennan árangur ekki síst
árlegri þátttöku Almenna bókafé-
lagsins í bókasýningunni miklu í
Frankfurt.
Þá talaði Baldvin um bókaút-
gáfu Almenna bókafélagsins.
Félagið i'ekur nú þijá bókaklúbba,
Bókaklúbb AB, Matreiðslubóka-
klúbb AB og Ljóðaklúbb AB og
einn hljómplötuklúbb. Auk þess
gefur það út bækur á almennum
markaði. í Bókaklúbbi AB komu
út 11 bækur á árinu, þar á meðal
3 bindi af hinu geysimerka safn-
riti Sögu mannkyns. Félögum í
klúbbnum fjölgaði á árinu úr rúm-
lega 11 þúsund í 13.226.
Matreiðslubókaklúbburinn gaf
út 10 titla af sínum frægu og vin-
sælu matreiðslubókum. Þar er
félagatalan um 11 þúsund. I ljóða-
bókaklúbbnum komu út 4
Ijóðabækur og í hljómplötuklúbb-
num 12 plötur.
Félagatala þessara klúbba lögð
saman er um 28 þúsund manns.
Fyrir almennan markað gaf
félagið út 23 bækur á árinu og
var sala þeirra yfirleitt jöfn og
góð og miklu jafnari en verið hef-
ur á undanförnum ánam. Hagnað-
ur af bókaútgáfunrii varð á árinu
600 þúsund krór.ur.
Baldvin talaði um nokkrar út-
gáfubækur féiagsins sérstaklega:
Saga mannkyns, 7 bindi komin
út, en alls verða þau 15; þijú
smásagnasöfn, þ.e. Konungur af
Aragon eftir Matthías Johannes-
sen, Átján sögur úr álfheimum
eftir Indriða G. Þorsteinsson og
Smásögur Listahátíðar 1986; Eft-
irmáli regndropanna sem er þriðja
skáldsaga hins unga höfundar
Einars Más Guðmundssonar;
Mannlýsingar I-III eftir Sigurð
Nordal og leikrit Shakespeares í
þýðingu Helga Hálfdanarsonar, 4
bindi komin út, en alls verða bind-
in 8; Ævisögur orða eftir Halldór
Halldórsson í bókaflokknum ís-
lensk þjóðfræði. Allt eru þetta
úrvalsbókmenntir sem óhætt er
að vera stoltur af.
Baldvin Tryggvason endaði mál
sitt með því að gera grein fyrir
hvers vegna hann gæfí ekki kost
á sér lengur í formannsstarf bóka-
félagsins. „Ástæða þessa er afar
einföld," sagði hann. „Ég tel að
ég hafi nú þegar gegnt formanns-
starfi og öðrum stjórnunarstörf-
um fyrir félagið í ærinn tíma og
rétt sé að ég víki sæti og mér
yngri og röskari maður taki við.“
Bauð hann Björn Bjarnason vel-
kominn í formannsstarfið en áður
var Björn í útgáfuráði félagsins.
Að lokinni skýrslu formanns
tók til máls forstjóri félagsins,
Kristján Jóhannsson, um reikn-
inga félagsins. Samkvæmt þeim
varð heildarvelta félagsins sl. ár
tæpar 200 milljónir króna sem er
35 prósenta aukning frá 1985.
Hagnaður varð af heildarrekstri
félagsins, kr. 3,4 milljónir.
Allmikil söluaukning varð bæði
hjá bókaútgáfunni og Bókaversl-
un Sigfúsar Eymundssonar. Hjá
bókaútgáfunni nam hún tæpum
34 prósentum, en bókaverð hækk-
aði á sama tíma um 25 prósent
svo að hcr er um raunaukningu
að ræða. Mest var aukningin í
sölu á almennum markaði, 49
prósent, en sala bókaklúbbanna
jókst samanlagt um 29%.
Sala Bókaverslunar Sigfúsar
Eymundssonar jókst um 37 pró-
sent á árinu. Mest jókst sala
erlendra bóka, 46 prósent, en sala
íslenskra bóka jókst um 32 pró-
sent.
Að lokinni ræðu forstjórans tók
til niáls hinn nýkjörni formaður,
Björn Bjarnason. Hann hóf mál
sitt með því að þakka Baldvin
Tryggvasyni fyrir hans mörgu og
viðamiklu störf i þágu Almenna
bókafélagsins. „Undir hans for-
ystu hefur félagið tekið út þroska
sinn og náð að skipa traustan
sess í íslensku menningarlífi,"
sagði hann. Síðan rifjaði Björn
upp stefnuskrá Almenna bókafé-
lagsins, sem stjóm þess og
bókmenntaráð birtu í upphafi
starfa sinna, 17. júní 1955, en
þar segir að allir sem að félaginu
standi séu um það sammála „að
hamingja þjóðarinnar sé undir því
komin, að jafnan megi efla menn-
ingarþroska hennar og sjálfsvirð-
ingu“, og er þess vænst að
Almenna bókafélagið megi eiga
þar hlut að máli. „Menningar-
þroski og sjálfsvirðing eru ekki
orð, sem oft eru notuð í daglegum
umræðum um íslensk þjóðfélags-
mál nú á tímum," sagði Björn.
Miklum mun meira væri talað um
hið hagnýta og fjármál. „Félag
sem vinnur að útgáfu bóka verður
að geta sameinað þetta hvort
tveggja . . . Bókaútgáfa án hug-
sjóna er jafnléttvæg og skáld-
skapur án andagiftar. Þótt lögmál
markaðarins og hörð samkeppni
ráði oftast meiru í daglegum
ákvörðunum en hugsjónir, þarf
þetta tvennt að fara saman svo
vel sé að verki staðið." Björn lagði
áherslu á hlutverk íjölmiðla í þágu
bóka og bókaútgáfu og sagði að
höfundar mætu það ekki síður en
góð ritlaun að útgefandinn bi-yti
þeim leið á vettvangi blaða, út-
varpa og sjónvarpa.
Að lokum ávaipaði Björn
Bjarnason Baldvin Tryggvason
sérstaklega og afhcnti honum frá
stjórn og útgáfuráði Almenna
bókafélagsins og stjórn Stuðla hf.
litla styttu af Óðni gerða af Hall-
steini Sigurðssyni myndhöggvara.
Útgáfuráð Almenna bókafé-
lagsins er ekki kosið á aðalfundi,
heldur skipað af stjórninni. Það
skipa nú: Jóhannes Nordal, for-
maður; Haraldur Ólafsson, Hjört-
ur Pálsson, Höskuldur Ólafsson,
Indriði G. Þorsteinsson, Kristján
Albertsson, Matthías Johannessen
og Sturla Friðriksson.
(Fréttat ilky iiiiing.)
Frá aðalfundi Almenna bókafélagsins sem haldinn var 18. þessa mánaðar.
Frá aðalfundi Almenna bókafélagsins:
MorKTinblaðið/Svemr