Morgunblaðið - 27.05.1987, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 1987
28
Fjöldi fólks, aðallega af indverskum ættum, stóð í biðröðum i gær í Suva og beið eftir að fá nýtt vega-
bréf eða að geta endurnýjað það gamla.
Vöruskorts farið
að gæta á eyjunum
Suva, Fijieyjum. Reuter.
STUÐNINGSMENN Bavadra,
fyrrum forsætisráðherra Fiji-
eyja efndu til verkfalla á eyjun-
um í gær til að mótmæla
valdatöku hersins. Fjölda versl-
ana og skóla var lokað og er nú
farið að bera á vöruskorti víða.
Verkalýðsfélög í Ástralíu og á
Nýja Sjálandi hafa í mótmælaskyni
við valdatökuna, bannað félögum
sínum að vinna við útskipun á vör-
Varsjá. Keuter.
UM 1700 fangar tóku þátt í óeirð-
um, sem brutust út í Potulice-
fangelsinu í grennd við
Bydgoszcz norðvestur af Varsjá
í fyrrakvöld. Rúður voru brotnar
og kveikt í dýnum og öðrum inn-
anstokksmunum.
Að sögn Jerzy Urban, talsmanns
pólskra stjórnvalda, fengu fanga-
verðir aðstoð lögreglu við að bæla
niður uppreistina. Enn fremur varð
að kveðja slökkvilið á staðinn til
að slökkva elda, sem kveiktir höfðu
um til Fijieyja og er bannið farið
að segja til sín. Þá hafa ýmsar versl-
anir, sem flestar eru í eigu manna
af indverskum ættum, verið lokaðar
og einnig er fólk farið að hamstra
vegna ótta við yfirvofandi vöru-
skort. Verslanir voru þó opnar í
höfuðborginni Suva og markaður-
inn þar einnig. Að sögn talsmanns
lögreglunnar var komið í veg fyrir
mótmælaaðgerðir er fyrirhugaðar
verið víða um fangelsisbyggingarn-
ar.
Talsmaðurinn sagði, að óeirðirn-
ar hefðu brotist út um klukkan
18.30, og hefði kyrrð verið komin
á um þtjúleytið um nóttina. Lætin
upphófust, þegar einn fanganna var
settur í spennitreyju.
Hann sagði, að engin meiðsl
hefðu orðið á fólki, en 28 fangaklef-
ar verið lagðir í rúst. Rannsókn er
hafin á tildrögum uppþotsins.
voru í Suva, með því að snúa til
baka bifreiðum á Ieið þangað, en
þær voru hlaðnar stuðningsmönn-
um Bavadra.
Sitiveni Rabuka, leiðtogi upp-
reisnarmanna, sagði að menn yrðu
að gæta stillingar og að her og lög-
reglu yrði beitt til að kveða niður
allan óróa. Hann sagði mjög óheppi-
legt að loka búðum þegar vöru-
skorts yrði vart, því þá mætti búast
við að fólk gripi til örþrifaráða.
Langar biðraðir mynduðust í gær
við opinberar skrifstofur og erlend
sendiráð er fólk, aðallega af ind-
verskum ættum, varð sér úti um
vegabréf og sótti um vegabréfsárit-
anir. Höfðingjaráð eyjanna, sem
skipað er helstu höfðingjum frum-
byggjanna, samþykkti í gær að
mæla með því að þeir sem vildu
flytja úr landi fengju að gera það.
Vildu þeir láta biðja stjórnvöld í
Ástralíu, Nýja Sjálandi og Indlandi
að taka við útflytjendunum.
Mjög hefur dregið úr ferða-
mannastraumi til Fijieyja eftir
valdarán hersins, enda hafa stjórn-
völd ýmissa ríkja varað þegna sína
við að ferðast þangað. Mun það
koma illa niður á efnahagslífi eyja-
skeggja, en þjónusta við ferðamenn
er ásamt útflutningi á sykri helsta
tekjulind þeirra.
Oeirðir brutust út
í pólsku fangelsi
MAGN-
ÞRUNGNAR
RAFHLÖÐUR
Fástá
bensínstöðvum
II
TOLVU-
SUMARBÚÐIR
fyrir unglinga á aldrinum 9-14 ára
Staður: Varmaland í Borgarfirði.
Boðið er uppá eftirfarandi:
Tölvukennslu, íþróttakennslu, kvöldvökur, hesta-
mennsku.
Foreldrar, verið framsýn — tryggið framtíð barna ykk-
ar á tölvuöld.
Innritun og nánari upplýsingar
í símum 687590 og 686790.
Tölvufræðslan
Borgartúni 28, Reykjavík.
Réttarhöldin í Lyon:
Barbie látinn
mæta en neit-
ar að svara
Lyon. Reuter.
GESTAPOFORINGINN, Klaus
Barbie, sem sakaður er um glæpi
gegn mannkyninu í síðari heims-
styijöld, var í gær leiddur
handjárnaður gegn vilja sínum
inn í réttarsalinn í Lyon, í
Frakklandi, þar sem réttarhöldin
yfir honum fara fram.
Andre Cerdini, dómari, hafði lát-
ið flytja Barbie í dómhöllina áður
en réttarhöldin hófust í gærmorgun
og var búist við því að Barbie yrði
leiddur í salinn til þess að fimm
fórnarlömb hans úr stríðinu gætu
borið kennsl á hann. Er réttar-
höldin hófust sendi dómarinn
starfsmann réttarins til þess að
spytja Barbie hvort hann myndi
mæta fyrir réttinum af ftjálsum
vilja, en hann neitaði því. Sjö
klukkustundum síðar var hann svo
færður í salinn, eftir að hafa neitað
að mæta þar í tæpar tvær vikur.
Cerdini, dómari, spurði Barbie
hvort hann þekkti aftur eitt fórnar-
lambanna og svaraði Barbie þá á
þýsku. Cerdini greip fram í fyrir
honum og sagði að hann ætti að
svara en ekki lesa upp yfirlýsingu.
Túlkur Barbie svaraði þá og sagði
að þar sem Barbie hefði verið rænt
frá Bólivíu og hann fluttur á ólög-
legan hátt til Frakklands fyrir 4
árum myndi hann neita að svara.
Cerdini spurði Barbie síðan ítrekað
en fékk ekkert svar. Er Pierre Truc-
he, saksóknari, spurði sakborning
spurningar mátti ráða af svarinu
að hann myndi e.t.v. mæta síðar
af frjálsum vilja fyrir réttinum. 20
mínútum síðar var gert hlé á réttar-
höldunum.
Framkoma Barbie fór mjög í
taugar þeirra er staddir voru í rétt-
arsalnum og létu sumir í sér heyra.
Lucien Margaine, er barðist með
andspyrnuhreyfingunni í seinni
heimsstyijöldinni, bar það fyrir rétt-
inum í gær að hann þekkti Barbie
aftur sem mann þann er stjórnað
hefði og tekið þátt í aðgerðum er
hann var pyntaður.
Kazakhstan:
Fjórir fyrrum emb-
ættísmenn eiga dauða-
dóma yfir höfði sér
Moskvu. Reuter.
FJÓRIR fyrrverandi háttsettir
embættismenn kommúnista-
flokksins í sovéska lýðveldinu
Kazakhstan hafa verið hnepptir
í fangelsi. Eru þeir sakaðir um
mútuþægni og fjármálamisferli
og eiga yfir höfði sér dauða-
dóma, að sögn Kazakhstanskaya
Pravda, málgagns kommúnista-
flokks lýðsveldisins.
I frétt blaðsins 24. þ.m. var einn
þessara manna, Asanbay Askarov,
fyrrverandi flokksleiðtogi í Chim-
kent-héraði í Kazakhastan, nafn-
greindur. Hann mun vera ættingi
Dinmukhamed Kunayev, sem var
leiðtogi kommúnistaflokksins í Kaz-
akhstan, þangað til honum var vikið
frá í desembermánuði síðastliðnum.
Blaðið sagði, að Askarov og þrír
aðrir frammámenn í flokknum
hefðu verið handteknir fyrir að
þiggja mútur „í sérstaklega stórum
stíl“. Samkvæmt nýjum refsilögum,
sem tóku gildi í fyira, geta slík
brot varðað líflátsdómi.
I frétt blaðsins sagði, að Askarov
hefði þegið peninga, gull, teppi,
matvæli og föt í mútur frá embætt-
ismönnum, sem leituðu verndar
hans.
Óeirðirnar á Indlandi:
Fórnarlömb-
unum fjölgar
Nýja Delhi. Reuter.
í GÆR fundust 18 lík í skurði og
í á við borgina Meerut á Indlandi
og er tala látinna í óeirðunum
undanfarna viku þá komin upp
í 107. Yfir 100 hafa slasast í þess-
um átökum, sem eru hin verstu
síðan árið 1947.
Lögregla í Meerutborg, þar sem
milljón manns búa, sagði í gær að
allt væri með kyrrum kjörum en
spenna væri mikil í lofti. Útgöngu-
banni var aflétt í 2 klst. svo fólk
gæti náð sér í matvæli. Hermenn
og vopnaðir lögreglumenn voru
hvarvetna á verði í borginni, sem
víða er illa farin eftir átökin.